Þjóðólfur - 27.05.1892, Síða 3

Þjóðólfur - 27.05.1892, Síða 3
99 Strandferðaskipið Thyra kom hingað í morgun sunnan um land, þrotin að kol* um og vatni. Haíði kúu verið að svamla í ísnum fyrir Austfjörðum síðan 15. þ. m., að Mn lagði inn á Seyðisfjörð að kveldi dags í bleytuhríð og mesta dimmviðri, og þótti alldjarft, því að fjörðurinn var full- ur af ís. Ekki kornst hún lengra norður en að Langanesi, iá þar teppt í ísnum 5 daga, en setti 40 Færeyiuga og íslendinga upp á ísinn á Vopnafirði og komust þeir á honum í land. — „Yaagen“ var nýkom- in inn á Seyðisfjörð og Skapti með henni. „Austri“ lifir“. — Enn fremur er oss skrif- að af áreiðanlegum manni á Seyðisfirði 16. þ. m., ,,að það sé liér um bil afgert, að ísland verði undanþegið fjárfliUningsbann- inu, og sé það eftaust mikið að þakka otulli framgönguhr. Zöllners í Newcastle11. — Nán- ari fréttir verða að bíða næsta blaðs. Hitt og þetta. Frá Ameríku. Af síðustu hagfræðisskýrslum Bandaríkjanna sést, að gjaldkerar, bankastjórar og aðrir bankastarfsmennn, bókarar o. fl., hafa árið sem leið stóliö 19,720,294 dollurum (nál. 73 milj. króna), auk þess, sem borgað hefur verið í laumi eða ekki komizt upp. Einn þessara heiðursmanna var Edward M. Ficld, sonur hins nafnknnna miljóna- eiganda Cyrusar Field, sem tók svo mikinn og góð- an pátt í að leggja fyrsta fréttaþráðinn yfir Atlants- haf. Sessi efnilegi sonur hafði í félagi við aðra rekið stóra verzlun í Brooklyn, en sveik út úr fé- lögum sinum og skiptavinum um 2 miljónir dollara og falsaði þar að auki verðskjöl, en fór svo til fóður sins og kvaðst vera i fjárþröng. Gamli Cyrus Field, er lá hættulega veikur, fékk honum lyklana að járnskáp sinum og sagði honum að taka þar það, sem hann þyrfti, en þar var aleiga hins gamla, sjúka manns í verðbréfum og peningum. Sonurinn sópaði skápinn innan og laumaðist burtu með allt sarnan, en var rétt á eptir tekinn höndum fyrir svik. Beyndi liann þá að drepa sig, en mistókst það. Kviðdómurinn lýsti yfir því, að liann væri vitskertur og var hann svo fluttur úr fangelsinu á vitfirringaspítala. Árið 1884 var stolið 22 miljónum dollara frá opinberum stofnunum og einstökum mönnum í Bandaríkjunum, og 1889 og 1890 um 8 miljónir, en á árunum 1878—88 voru fjársvikin að upphæð 2—4 miljónir, svo að Ameríkumönnum ter auðsjáan- lega störkostlega fram í þessu efni. Yfirlitið yfir tjón af eldsvoða í Bandaríkjunum síðastliðið ár er heldur ekki glæsilegt. Það hefur verið metið 166 miljónir dollara, hvorki meira né minna, og er það 22 miljónum meira en mest lief- ur verið á síðustu 10 árum. Brunabótafélögin, sem hafa orðið að greiða um 140 miljónir dollara í skaðabætur, fullyrða, að Vs Uuti eldsvoðanna að Uiinnsta kosti stafi af íkveykingu, og þykjast þau ekki „spinna silki“ við slíka ábyrgð. Tala sjálfsmorða var þar árið sem leið 3,331 en tala morðingja 5,906, og er hvorttveggja miklu meira en nokkru sinni áður. 123 menn voru tekn- ir af lífi samkvæmt dómi, en um 200 umsvifalaust án dóms og reglulegrar rannsóknar, en 74 ræningj- ar skotnir við sjálfa ránsathöfnina og 182 menn skutu lögregluþjónarnir, er þeir vildu ekki fúslega fylgja þeim í varðhald. Dað er fjör og líf og dugnaður i Ameríku. Þverrun fólksfjölda á Frakklaudi hefur farið mjög i vöxt á síðari árum. 1881 voru 108,000 fleiri fæddir en dánir, en 1888 ekki nema 44,000 og 1890 voru 38,446 jleiri dánir en fœddir. Að vísu hefur „inflúenzan" það ár valdið meiri mann- dauða en venjulega, en engan veginn' getur þó þessi fækkun eingöngu stafað af henni. Eru Frakkar sjálfir orðnir allsmeikir viö jafn bersýni- lega þverrun fólksfjöldaus á fáum árum, en Þjóð- verjar brosa í kampinn og eru farnir að spá því, að ár 2000 þurfi þeir ekki að óttast Frakka, því að þá muni ekki verða uppi nema fáeinar liræður af allii þjóðinni. Hærra og hærra. Kona nokkur, að nafni Emilie Kempin, sem hefur hlotið doktors-nafnbót í lögfræði, tók í vetur að halda fyrirlestra i þeirri grein við háskólann í Zfirich, og er húu fyrsti kvennmaður, sem haldið hefur fyrirlestra í lögum við háskóla í Evrópu. Selt óskilalaiub í Selvogshreppi liaustið 1891: mark: miðhlutað hægra, blaðstýft fr. vinstra. Bétt- ur eigandi getur vitjað andvirðisins, að frádregn- um kostnaði, til veturnótta 1892 hjá undirskrif- uðum. Arni Arnason. 259 Farfi og rúðuglei* fæst í 257 verzlun Sturlu Jónssonar. 68 Hannequin heilsaði borgarstjóranum Gouyac og því- næst Manoquet, og bað þá að koma inn og spila. Eg þakka yður fyrir, svaraði lítill, gildvaxinn, sköll- óttur maður, en eg má það ekki, klukkan er orðiu 10; eg hef nýlega verið lasinn, og konan biður mín heima. Góðar nætur!“ Eptir ýmsar árangurslausar tilraunir, er Vanvré gerði til að láta Manoquet bíða, sagði hann: „Hvað á þetta að þýða? Þér eigið ekki svo langt heim. Þér eruð víst ekki hræddur við þetta veitingahús“. „Eg hræddur!“ svaraði hinn litli maður, og rétti úr sér. Þetta lítilfj örlega tilefni virtist að hafa undar- leg áhrif á hann. „Eg er ekki hræddur við neitt, eg hef enga ástæðu til þess“. Um leið og Manoquet mælti þetta gekk hann inn þungum fetum, og lét aptur augun, eins og maður, er í fyrsta sinn gengur á móti skothríð; hann heilsaði varla þjónustustúlkunni, og settist út í horn, þar sem mest bar skugga á hann. Hinir settust hjá honum. Vanvré lagði „domiuo"- töflurnar á borðið, borgarstjórinn bað um „toddy“ og þeir tóku að spila. „Yður skjátlast Manoquet", mælti borgarstjórinn að litlum tíma liðnum, þér leggið tvo við í staðinn fyrir fimm“. Manoquet hrökk upp, eins og úr draumi. Átölur samvizkunnar. Eptir Claude Vignon. Það var eitt kveld í aprílmánuði 1840, að tveir menn sátu saman á einhverju helzta veitingahúsinu í smábæ nokkrum á Suður-Frakklandi og voru að spila „domino“. Annar þeirra, Hannequin að nafni, var fulltrúi borgarstjórans, en hinn hét Vanvré og var málaflutningsmaður. Hafði hann aflað sér mikils orð- stírs þar í fylkinu sakir mæisku sinnar, kænsku og frjálslyndra skoðana. Þeir voru að skeggræða um hitt og þetta og segja hvor öðrum frá helztu nýjungum úr bænum, og barst þá meðal annars í tal, að hinn fyr- verandi borgarstjóri, Manoquet, hefði nýlega keypt bú- garð mikinu, er Barbettes nefndist. Manoquet var mjög auðugur og í miklum metum, svo að enginn þótti hon- um fremri í öllu fylkinu og þótt víðar væri leitað. „Ójá, karltetrið11, mælti Vanvré, „liann er hreint genginn af göflunum, eða að minnsta kosti meira en lítið geggjaður. Það er aumkvunarvert ástand". „Hví mælir þú svo, Vanvré?“ mælti Hannequin.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.