Þjóðólfur - 14.06.1892, Page 4

Þjóðólfur - 14.06.1892, Page 4
* ( 112 Tala liáskóla í öllum heiminum er nú 147, og er háskólinn í París þeirra fjölsóttaatur (9215 stúd- entar), en fámennastur er háskólinn í Fourha Bay á Ljónsfjallaströnd í Afríku, [ivi að þar voru í fyrra að eins 12 stúdentar og 5 kennarar. Cesar Borgia. Fursti nokkur í Róm hefur selt auðmanninum Alphonse de Rotschild í París andlitsmynd af ódáðamanninum Cesar Borgia, sem er máluð af Rafael og fékk fyrir hana 420,000 krónur. Dýr klæðnaðux•. Á silfurhrúðkaupsdegi sínum 9. nóv. f. á. har rússneska keisaradrottningin (dóttir konungs vors) spánnýjan klæðnað, er kostaði 59,300 krónur. Dað hefði mátt kaupa fyrir það fé nokkra málsverði handa kungruðum þegnum keisarans. AUGLÝSINGAR 1 samfeldu míUi með smáletri kosta 2 a. (þakltaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir pumlung dálks-lengdar. Borgun út i könd. Ekta Singers-saumavélar úr stáli (sbr. auglýsingu í „Þjóðólíi“ 19. tölubl. og í „Ísaíold" 32. tölubl.) fast hjá úrsmið Magnúsi Beújamínssyni 312 í Reykjavík. Ágætur skúfatnaður fæst með mjög vægu verði í 313 verzlun Sturlu Jónssonar. í Reykjavíkur Apóteki fæst: Cliampagne flaskan 5,00 314 ---- — 4,00 Saltfiskur, harðfiskur, tros, sauðskinn og ýms önnur íslenzk vara fæst í verzlun 315 Sturlu Jónssonar. Undirskrifaður kaupir smáar blikk- dósir háu verði. Óþrjótandi birgðir til sölu af hinum góða og alþekkta vatnsstígvélaálburði. 316 Rafn Sigurðsson. • Ekta anilínlitir 0 •r-< r—< rH fást byergi eins góðir og ódýrir eins og P •rH í verzlun P fl fl c3 Sturlu Jónssonar B cð Aðalstræti Nr. 14. H* •Jiqnunran uuia 317 Sjöl alls konar nýkomin í 318 verslun Sturlu Jónssonar. Flöjel, silki, svuntutöj, vaxdúkar, rúmteppi, prjónanærföt og alls konar kramvara og glysvarningur nýkomið í 319 verzlun Sturlu Jónssonar. Klukkur, vasaúr og úrfestar fást hjá úrsmið Magnúsi Benjamínssyni 320 í Reykjavík. Enskt leður (molskinn) fæst í 321 verzlun Sturlu Jónssonar. Saumavélar úr sænsku stáli, mjög ódýrar, fást nú í 322 verzlun Sturlu Jónssonar. Yfirlýsing. í 24. tölubl. „Djóðólfs" þ. á. stendur grein með yfirskript: „Margur fær af litlu lof“, og sem á að vera svar gegn grein hr. Jóns Gunnarssonar í 12. tölubl. „Fjallkonunnar11. tlndir þessari „Djóðólfs“- grein standa allmörg mannanöfn, og þar á meðal sé eg, að mitt nafn hefur þann heiður að „reka lestina“. Dar eg alls ekki hef undirskrifað hina áminnstu „Djóðólfs“-grein eins og hún þar birtist — heldur léði eg nafn mitt undir meinlausa grein — finn eg mig knúðan til að biðja menn að álíta, sem nafn mitt hafi þar aldrei staðið. Keflavik 3. júni 1892. 323 J. Felixson. góðu (mörkuð fíl) fást riú í 324 verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 74 Við þessa sjón sortnaði honum fyrir augum. Það kom yfir hann nokkurs konar djöfulæði og í einu vetfangi reif hann hlerann upp, braut gluggann, og í sömu svip- an, sem gamli maðurinn varð var við hættuna og ætl- aði í ofboði að Ieyna fé sínu, greip Manoquet fyrir kverkar lionum, og eptir fáar sekúndur var Morleix liðið lík. En Manoquet hafði brotið hlera og glugga, og það mátti búast við, að þjónustustúlkan hefði heyrt hávaðann. Með hinni rólegu ihugun, er getur verið samfara æðistrylltum ákafa, sá liann hættuna og ásetti sér að afstýra henni; hann greip þá knífinn, sem Morleix hafði opnað spegilinn með, og skundaði út í hinn dimma gang, þar sem þegar heyrði til þjónustustúlkunnar. Hann var neyddur til að myrða hana til þess að frelsa sjálfan sig frá höggstokknum og konu sína og dóttur frá svívirðingu. Að því búnu sneri hann við aptur, og stakk knífnum nokkrum sinnum í líkama Morleix, til þess að vera viss um, að hann gengi af honum dauðum, sópaði því næst gullinu ofan í kistilinn, tók hann, slökkti ljósið og komst heim, án þess nokkur yrði var við hann. Hann læddist léttum fetum inn í herbergi sitt og hið fyrsta, sem hann gerði, var að fela kistilinn undir sængurfötunum, en að því búnu hneig hann örmagna niður í hægindastól. Hann tók með blóðugum höndun- 75 um utan um höfuðið, því að honum fannst, að það ætl- aði að springa. En svo kom yfir hann hið fyrsta ótta- aðsvif. Hvernig skyldu föt hans og hendur Iíta út? Hann hlaut að kveikja ljós, en hann varð hræddur við núningshljóðið af eldspítunni, og hendur hans titruðu svo, að ljósið slokknaði. En þessi ósjálfráði ótti varð þó loksins að hverfa fyrir öðru, er var enn óttalegra, og það var, að hann yrði ekki búinn að koma sér í samt lag, áður dagaði. Honum tókst því næst að kveikja ljós, og þá fór hann í náttklæði sín, gætti vandlega að fötunum, sem hann fór iir, og sá, að þau voru lítið sem ekkert blóðug. Því næst skoðaði hann hendur sínar, en þær voru aldrifnar blóði; þá gekk hann að speglinum, til þess að sjá, hvort hann værí einnig blóðugur í fram- an. En í sama vetfangi hrökk hann aptur á bak og það lá við sjálft, að liann æpti af hræðslu, því að í speglinum sá hann Morleix, alveg eins og hann hafði séð hann fyrir einni stundu við spegilinn í húsi lians. í fyrstu varð Manoquet alveg ringlaður. Hvernig stóð á því, að Morleix var að skoða sig þarna í speglinum? Stóð hann fyrir aptan hann? Hvar var hann? Hafði hann falið sig á bak við rúmið? Var hann ekki dauð- ur? Og Manoquet fór að leita, rankaði við sér aptur og mælti: „Hann er steindauður. Er eg hálfviti? Á eg að vera hræddur við vofur?“

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.