Þjóðólfur - 17.06.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á íöetudög- um — Verð árg. (60 arltá) ■ J& 4 kr. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. JÓÐÓLFU Dppeögn akrifleg, bundln við áramðt, ðgild nema komi til útgefánda tyrir 1. oktðber.
XLIV. árg. Reybjavík, föstudaglnn 17. júní 1892. Nr* 29.
Arfgengi óskilgetinna barna.
Því hefur nú lengi verið haldið fram
af öllum þorra manna, að allir ættu jafn-
an rétt á að öðlast þau gæði, er mann-
félagið hefur að bjóða. Misjafnlega hefur
gengið að koma þessu í verk, en í flestu
hefur það verið reynt með meiri eða minni
árangri. Þó hefur þessu lítt eður ekki
verið hreyft í einu tilliti.
Það er kunnugt, að eitt af þeim gæð-
um, er menn svo að segja eru bornir til,
er arfgengi til foreldra og fleiri frænda.
Þeir menn eru að vísu til nú á dögum,
er afnema vilja allar erfðir, en flestum
mun þó koma saman um, að arftaka ept-
ir nánustu skyldmenni sé bæði eðlileg og
heillavænleg ákvörðun. Víst er það, að
annaðtveggja sýnist einsætt, að afnema
allar erfðir, og teijum vér það þó óhyggi-
legt, eður og að arftöku-skilyrðin séu hin
sömu fyrir alla.
Þó hefur þessu hvergi verið fylgt svo
vér vitum.
Hér á landi erfa óskilgetin börn að
eins móður og móðurfrændur nema hór-
börn séu, því þá erfa þau ekki móður sína,
því síður aðra. Ekki geta foreldrar þeirra
heldur ættleitt þau. Þessu líkt mun víð-
ast vera.
Þetta fyrirkomulag verður eigi varið,
nema óskilgetin börn hafi í sjálfu sér
minni rétt til arfs en skilgetin, eður að
arfgengi þeirra mundi gera stór spell á
félagslífi manna.
Að óskilgetin börn hafi minni rétt til
arfs en skilgetin getur eigi verið, því þau
eru jafnsannir afkomendur síns foreldris
sem skilgetin væru. Það hefur engin á-
hrif á rétt barnsins hvað þetta snertir,
hvort hór og frillulífi er skoðað smærri
eða stærri synd, því það er ljóst, að sekt-
in getur eigi legið á barninu, sem er með
öllu saklaust af tilkomu sinni. Má því
hiklaust telja slík börn jafnborin til arfs
bæði eptir föður og móður sem skilgetin.
Þessi réttur verður að skoðast svo helgur,
að honum eigi megi raska, nema velferð
þjóðfélagsins krefji. En það mun trautt
koma fyrir, að heill mannfélagsins sé
háski búinn, ef réttlætinu er fylgt.
Samt sem áður er vert að athuga ná-
kvæmlega, hvort arfgengi óskilgetinna
barna mundi gera nokkur spell á félags-
lífi manna. Frá þessu sjónarmiði get eg
ímyndað mér, að menn almennt komi með
þrjár mótbárur, að slikt mundi auka ósið-
semi, halla rétti skilgetinna barna og eigin-
kvenna og rýra helgi hjónabandsins.
Það er næsta vafasamt, hvort lögin
hafa nokkur veruleg áhrif á siðsemi manna,
hvað þetta snertir; víst er það, að meðan
líkamleg refsing var lögð við hreinlífis-
brotum, virtust þau alls eigi fækka. Það
er og víst, að hin siðferðislega menning
gerir hér mest að, og lögin fá svo bezt
eflt hana, að þau eins og auðið er láti
hvern verða að bera afleiðingar verka
sinna; en það er í þessu helzt gert með
því, að skylda foreldrið til að annast barn
sitt að öllu, svo til arfs sem uppeldis.
Þetta hefur lengi verið viðurkennt að því
er móðurina snertir, en hið sama ætti ef-
laust að gilda um föðurinn. Það á illa
við og er auk þess næsta óhyggilegt, að
afleiðingar hreinlífisbrota komi harðar nið-
ur á konum en körlum, því þeir þurfa víst
engu siður aðhalds við i því efni en þær.
Rétt skilgetinna barna getur þetta
lieldur ekki skert, ef rétt er álitið, þvi
samkvæmt því, sem áður er sýnt fram á,
eru þau ekki nástæðari foreldrum sínum
í raun og veru.
En nú kann einhver að segja: Ef
annað hjóna hefur áður átt barn í lausa-
leik, þá er eigi rétt að það gangi til arfs
í félagsbúi þeirra síðar meir. En bæði
kemur þetta i sama stað niður, hvort sem
barnið er lausaleiksbarn eður af fyrra
hjónabandi, og svo gengur hið barnlausa
að þessu vísu og því kemur það til álita
eins og annað þegar ráðahagurinn er stofn-
aður. Álíti hið barnlausa þetta svo mik-
inn ókost, getnr það hafnað ráðahagnum,
en ella fellur allt vel. Nú gerist annað
hjóna brotlegt og mun tiðara að það
hendi bóndann; kann þá svo að virðast,
sem réttur þess sýkna, alloptast konunnar,
verði fyrir borð borinn, ef barnið skal
arfgengt. En ef vel er aðgætt, er þó eigi
svo.
Fyrst og fremst getur hið sýkna kraf-
izt skilnaðar og þar með fjárskiptis, og
auk þess mætti með lögum heimila fjár-
skipti með hjónum á einn eður annan hátt
þegar svo ber undir, án þess skilnaður
fari fram.
En geri hið sýkna hvorki kröfu til
fjárskiptis né skilnaðar, heldur sættist við
ektamaka sinn, er því þar með lokið og
hið sýkna hefur af sjálfsdáðum gefið barn-
inu arfsvon í félagsbúinu svo þar eptir
sem þangað til.
Hvað það snertir, að jafnrétti óskil-
getinna barna rýri helgi hjónabandsins,
má vel vera fáorður um það, því það mun
víst einmæli, að aldrei eflist álit og heið-
ur þess góða við það, að saklausra rétti
er hallað, og hafi menn af umhyggju fyr-
ir áliti hjónabandsins gert hörbörn með
öllu arflaus, má það telja hin sorglegustu
misgrip. Miklu nær lægi að refsa hinum
brotlegu sjálfum, og hafa menn þó horfið
frá því.
Einhverjir kynnu og að segja, að þetta
mundi gefa tilefni til rangfeðrana, því
mæðurnar mundu af umhyggju fyrir hag
barnanna fremur kenna þau ríkum en
snauðum. En hér við liggur sú bót, að
karlar hafa forgangsrétt til eiðs í slíkum
málum og mundi það optast nægja til að
varna misbrúkun á þessu. Þó mundi nauð-
synlegt að varna því að látinn maður yrði
ranglega lýstur faðir af arfsvon fyrir
barnið.
Auk þess, sem nú hefur verið talið,
kann ýmislegt smærra að vera athugavert,
og með því betur sjá augu en auga, væri
æskilegt, að einhverjir, sem þykir þetta
umræðuvert, létu í ljósi álit sitt um það.
í apríl 1892.
Guðm. Guðm.
Stokkseyrarfélagið.
Það er altítt, að mörg ný fyrirtæki og
nýjar stofnanir fái misjafna dóma í byrj-
uninni, og -optar mun heldur fiett ofan af
lakari hliðinni þegar farið er að skíafa og
skeggræða um þess háttar.
Stokkseyrarfélagið cr eitt af því, sem
ekki hefur farið varhluta af að fá sinn
dóm, þótt eg að vísu hafi nú ekki séð
neitt á prenti um það síðan í vetur, að
reikningar þess voru kunnir, en margt hef