Þjóðólfur - 17.06.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.06.1892, Blaðsíða 2
114 eg heyrt um það skrafað. Að vísu er laus- lega á félagið minnzt í fréttum úr Rang- árvallasýslu af Landinu í 15. tbl. Pjóðólfs, en sem nokkuð kunnugur hag félagsins vil eg skýra stuttlega frá, af hverjum á- stæðum það var að nokkru leyti fært úr Reykjavík að Stokkseyri, og bið eg yður, herra ritstjóri, ad ljá rúm í blaði yðar fáeinum orðum um það efni. Fyrstu árin eptir að kaupfélag Árnes- inga var stofnað, voru ekki nema 2 deild- ir héðan úr Rangárvallasýslu, sem skiptu við það, nfl. Holta- og Landhreppar, en brátt kom það í Ijós, að flestir, sem bjuggu fyrir utan Markarfljót og einhver ráð höfðu, vildu gjarnan ganga í félagið, en gátu það ekki sökum vegalengdar til Reykja- víkur. Einnig vildu margir hinir efnaminni úr Árnessýslu skipta við það, en vantaði fénað til að leggja í það og höfðu helzt sjávarafla að reiða sig á. Þess vegna var farið að hugsa um að færa að nokkru leyti eða nokkurn hluta Árnesingafél. að Stokkseyri, en tregur var Zöllner fyrst í stað að senda þangað skip, því ekki mun Stokkseyrarhöfn hafa .verið gyllt fyrir honum, en þó kom svo langt, að hann sendi skip þangað tvisvar sinnum í fyrra sumar. Þetta síðastliðna ár mun hafa verið öllum kaupfélögum mjög erfitt, en þó ekki sízt Stokkseyrarfél., af því að engin reynsla var fengin um Stokkseyri sem verzlunar- stað, og svo voru þar mjög Iítil húsaráð fyrir vörur félagsins. Enn fremur varð það fyrir ýmsum óhöppum og má telja fyrst og fremst fráfall séra Jóns Stein- grímssonar í Gaulverjabæ, sem hafði eld- heitan áhuga á að koma félaginu á lagg- irnar á Stokkseyri, og ætlaði hanu að verða aðalformaður þess og má nærri geta, hvert gagn hann hefði unnið því með sín- um miklu hæfilegleikum. Enn var það, að aflaleysi var í fýrra vetur á Stokks- eyri og Loptsstöðum, og brást því sú ætl- un, að láta fisk í skipin til Englands apt- ur, og urðu þau að fara að mestu leyti tóm; varð því skipsleigan afardýr í saman- burði við gagnið. Líka gerði það óhag- ræði, að Zöllner fékk ekki hæfilega stórt skip til að flytja félagsvörurnar, en til að fylla rúmið sendi hann ódýra vöru, salt og kol, sem félagsmenn svo ekki hirtu nærri upp, þar eð þeir höfðu ekki pantað það, og varð svo að geyma þetta fram á vetur. Að síðustu seldust sauðir mikið ver á Englandi í haust en að undanförnu og áætlun hafði verið gerð um, svo ekki var að undra, þó félagið yrði í skuld við Zölluer og það því fremur, sem margir borguðu í peningum, en lögum félags- ins var ekki gjalddagi á þeim fyr en í október; komust þeir því ekki til Zöllners fyr en eptir það hann var búinn að gera upp reikningana, en búið er að borga Zöllner nú meiri hluta skuldarinnar. Fréttaritarinn af Landinu segir, að skuldirnar hafi dregið hugi manua frá fé- laginu og lieilar sveitir hætti að skipta við það. Þetta nær ekki nema til Land- manna, því þar mun engin deild verða til framvegis, enda var hún mjög smávaxin næstl. ár, en það, að Landmenn voru ekki lengur í félaginu, mun hafa verið vegna þess, að enginn fékkst til að veita deild- inni forstöðu (deildarstjóri), og kunnugt er mér, að tveir helztu menn sveitarinnar hafa pantað vörur úr félaginu í annari deild. Að vísu mun vera vafasamt, hvort Gnúpverjahreppsdeildin heldur áfram eður ekki, en af hvaða ástæðum, er mór ekki kunnugt. Flestar aðrar deildir hér úr Rangárvallasýslu auka að helming við- skipti sin við félagið. Að við höfum fáum nýtum mönnum á að skipa til að veita félaginu forstöðu, kann nú að vera satt, því óneitanlega eru ekki allir því vaxnir, en áríðandi er líka, að hinir nýtari menn dragi sig ekki í hlé þegar um almennings gagn er að ræða, eða hætti algerlega, ef allt gengur ekki að óskum, og ekki er oss til neins að vera að koma á fót innlendri verzlun, ef við getum ekki þolað þau ófyrirsjáanlegu óhöpp, sem henni liljóta að fylgja eða koma fyrir stöku sinnum. En hin, sem að verður gert, ættum við að varast, þeg- ar reynslan er búin að sýna hvað við á. Það er nú vonandi, að þetta næstl. ár verði hið lakasta, sem yfir félagið kemur. Með öllum þessum gífurlega kostnaði og óhöppum, sem á það hefur lagzt, liafa þeir, sem við félagið hafa skipt næstl. ár, feng- ið allt að 16 °/0 fram yfir það sem kaup- menn gáfu á Eyrarbakka, það er að segja þeir sem lögðu sauði og hross í félagið. Á þessu sést, að félagsmenn hafa þó ekki skaðast; en það ættu allir að hafa hug- fast, hver fyrir sig, að efla hag félagsins, en láta þá skaðlegu verzlunaraðferð hverfa, sem Iengi hefur ríkt hér á landi, að menn hafa verið allt of kærulausir að sökkva sér í kaupstaðarskuldir. Meðan sá hugs- unarháttur hverfur ekki, kippist verzlun okkar aldrei í viðunanlegt horf. Hala 5. maí 1892. Þ. Ouðmundsson. BÓKMENNTIR. (xuðriíii Osvífsdóttir. S ö g u 1 j ó ð eptir Brynjúlf Jönsson frá Minna-Núpi. Rvík 1892. Kostnaðarmaður Sigurður Krist- jánsson. 109 bls. 8V0. Með mynd höf- undarins. Síðan Örvar-Oddsdrápa Ben. Gröndals kom út 1851 hafa engin fruinkveðin sögu- ljóð íslenzk birzt á prenti, fyr eu þessi ofannefndu um kvennskörunginn mikla, hina nafnkunnu Guðrúnu Ósvifsdóttur, því að rímurnar geta ekki kallazt söguljóð fremur en söguljóðin rímur. Það tvennt er allóskylt hvort öðru. Rímnaskáldið þræð- ir orð sögunnar, en bætir engu við frá eigin brjósti, eugum hugleiðingum um or- sök eða innbyrðis samband atburðanna. Þess vegna eru rímurnar svo þurrar og andlitlar flestar. Þær spilla opt efni sög- unnar að miklum mun, nema þá er sá yrkir, er nær fegurð hinnar óbundnu ræðu inn í rímið, en það liefur fæstum rímna- skáldum vorum tekizt nema Sigurði Breið- fjörð stöku sinnum og fáeinum öðrum. í söguljóðunum aptur á móti leitast skáldið við að skýra tildrög og orsakarsamband athafnanna og rekja hinar innri hvatir þeirra, með því að grafast inn í fylgsni sálarlífsins og lýsa þeim hugsunum, er orð og athafnir persónanna stjórnast af. Sögu- ljóð eru „subjektiv11, en rímurnar „objektiv“ skáldskapur. Það er því auðsætt, að vanda- meira er að yrkja góð söguljóð, en rímur. „Guðrún Ósvífsdóttir“ er stórt yrkis- efni og allvandasamt, en oss finnst samt, að skáldinu hafi tekizt furðuvel að leysa það af hendi, enda hefur hann auk allgóðrar skáldskapargáfu ágæta þekkingu á forn- sögum vorum og fornmálinu yflr höfuð, auk þess sem hann er gæddur einkenni- legri heimspekilegri gáfu, er ljóslega má sjá af kvæðum hans og einkum í „Skugg- sjá og ráðgátu“. Þessi heimspekilega lífs- skoðun höfundarins kemur og fram í þess- um nýju söguljóðum og víða heppilega. Viljum vér einkum leyfa oss að beuda á 23. kaflann, þar sem skáldið er að lýsa hugsunum Guðrúnar heima á Laugum, þá er Bolli er að vígi Kjartans. Oss virðist að þessi lýsing hafi tekizt mjög vel, og einkum hefur skáldið heppilega og frum- lega lýst því, hvernig vilji mannsins og skynsemd verður hneppt í þrældóm af ofurvaldi geðshræringanna. Síðasta vísu- orðið í þessum kafla: „hún garnið spann í æðisflaumi sitt“, er óviðkunnanlegt, og svo er reyndar víðar, að rímið hefur sum-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.