Þjóðólfur - 08.07.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.07.1892, Blaðsíða 2
126 Eg get ekki séð, að slíkt rýri álit þingsins í augum manna; ef nokkuð er álitsrýrandi í þessu máli, þá er það það, að hafa ekki viljað unna sanngjarnra bóta; og sízt af öllu er landshöfðingja láandi, þótt hann reyni til að stemma stigu fyrir, að rúin séu prestaköll landsins“. Vox. * * * Aths. ritstj. Hinn háttv. höf. greinar- stúfs þessa hefur fundið sig knúðan til að bera hönd fyrir höfuð ráðgjafans og lands- höfðingjans út af grein vorri í 30. blaði, en það var hreinn óþaríi, því að sú grein var ofur meinlaus. Samt sem áður höfum vér ekki viljað synja honum rúms í blað- inu. Yér erum ekki svo ófrjálslyndir, að fyrirmuna almenningi að heyra við og við raddir, er syngja í stjórnarinnar tón, því að þá gefst mönnum kostur á að athuga málefnin nákvæmar. En þótt þessi grein höf. sé hógværlega og allskynsamlega rit- uð frá sjónarmiði stjórnarinnar, getum vér þó ekki stillt oss um að gera við hana ofurlitlar athugasemdir. r Að ráðgjafinn fylgi nokkrum vissum, fóstum reglum, er byggðar séu á efni eða formi frumvarpanna, í hvert skipti, sem hann ræður konungi frá að staðfesta þau, á sér víst ekki ávaiit stað. Aðalreglan, sem hann virðist fylgja, er að fallast á skoðanir landshöfðingjans að miklu eða mestu leyti, en skoðanir landshöfðingja aptur á móti eru eins og nærri má geta allmismunandi og byggjast á ýmsu, ef til vill ekki ávallt á efni eða forrai frum- varpanna, heldur á einhverju öðru, sem verkar utan að o. s. frv. Það er svo margt, sem taka verður tillit til í hinum ýmsu málum, og skarpskyggn maður getur ávallt fundið einhvern snaga til að hengja hatt- inn sinn á. Það er eðlilegt og engan veg- inn ámælisvert, þótt ráðgjafinn, sem er ó- kunnugur landsháttum hér, taki til greina álit landshöfðingja í öllum aðalatriðum, enda er það mjög hyggilegt, því að á þann hátt veltir hann skuldinni fyrir lagasynj- anirnar af sér yfir á landshöfðingja, sem í rauninni ræður öllu, en er þó ábyrgðar- laus. í þessu er fólginn einn hinn þýð- ingarmesti stórgalli á hinni núgildandi stjórnarskrá, sem siðar verður ef til vill tækifæri til að minnast nánar á. Greinarhöf. segir, að ef ráðgjafinn af viljaleysi einu neitaði lagafrumvörpum al- þingis um meðmæli sín, er reyndar sé lítt hugsanlegt, muudi hann verða óvinsæll. Alveg rétt. En er það nú víst, að hann eða landshöfðingi öllu fremur hafi ekki einmitt orðið óvinsælir sakir tillaga sinna í ýms- um málum, er synjað liefur verið staðfest- ingar? AðfinningarHandsh. við frumv. alþ. hafa stundum verið á gildum rökum byggð- ar; því verður alls ekki neitað fremur en hinu, að þær haf'a ekki ávallt verið jafn- góðar og gildar. Að þingið sé ámælisvert, þótt það hafi fjallað opt um laxafriðunarmálið, sjáum vér ekki. Það sýnir að eins, að mál þetta hefur verið áhugamál þjóðarinnar, og að almenningur hefur ekki verið ánægður með þau lög, er þingið hefur liingað til samþykkt og öðlazt hafa staðfestiugu. Þegar svo er, eru breytingar sjálfsagðar, þótt lögin séu ekki gömul. Að því er snertir tilvitnun greinarhöf. í Grágás viðvíkjaudi þvergirðingu i á, þar sem einu maður á alla veiði, þá skal þess getið, að þótt vér berum mikla virðingu fyrir vorum íornu lögum frá lýðveldistím- anum getum vér samt alls ekki skoðað þau bindandi fyrir Vöggjöf vora nú. Lög með mörgum undantekningum og tilslök- uuum á ýmsar hliðar eru allleiðinleg og verða optast svo óákveðin, að auðvelt er að fara í kriagum þau á tnargan hátt. Oss finnst einnig, að þessi algerða þvergirð- ingabönnun í laxafriðunarfrv. sé sáralítil takmörkun á eignarrétti hinna fáu manna, er eiga einir veiði í á, sem einnig á sér mjög óvíða stað hér á landi. Aðalatriðið í þessu máli, hvernig sem á það er litið, er þetta: Hvort er réttara og heillavænlegra fyrir hag almennings, friðun á sel eða laxi? Nú verður hvort- tveggja ekki friðað í senn og verður þá að ófriðhelga annaðhvort. Það er engum vafa ®bundið, að laxveiði mundi stórum aukast í mörgum ám landsins, ef selnum væri eytt, og sumar ár eru laxlausar, af því að selurinn gengur upp í þær og étur laxinn jafnharðan. Sumstaðar (t. d. í Þjórsá) hefur laxveiði gengið mjög til þurð- ar á síðari árum, einungis af því að seln- um þar hefur fjölgað, samkvæint samhljóða álíti kunnugra manna. Það er ekki ein- hlítt að líta einungis á tjón það, er ein- stakir menn kunna að bíða við eyðingu selsins, heldur verður öllu fremur að líta á það, hversu arðurinn af laxveiði mundi verða tiltölulega miklu meiri og almennari, ef selnum væri eytt, enda má.fyllilega gera sér von um, að arður af laxveiði yrði þá sýnu meiri en arðurinn er af laxveiði og sel- veiði til samans nú sem stendur, og þessa arðs yrðu þá fleiri aðnjótandi en nú. Hins vegar höfum vér alls ekkert á móti því — eins og vér áður tókum fram — að einhverjar skaðabætur verði greiddar þeim, er missa einhvers i við eyðingu selsins, en hvernig þessuin skaðabótum skuli háttað, er hlut- verk þingsins að ákveða um, og þangaif eiga því hlutaðeigendur að beina áskor- unum sinum, en ekki fara með þær á bak við þingið til landshöfðingjans eða stjórn- arinnar. Það er ekki hin rétta Ieið og sú aðferð verður að minnsta kosti aldrei vin- sæl. Yfir höfuð erum vér á þeirri skoðun, að í þessu laxafriðunarfrv., er síðasta al- þing samþykkti, hafa verið fólgin allmikil endurbót og að þar hafi bersýnilega kom- ið í ljós Vox populi. IHiigmálafumlur var haldinn á Akra- nesi 3. júlí fyrir báða Akraneshreppa og Skilmannahrepp eptir fundarboði frá hrepp- stjórunum í þeim hreppum, til að ræða um þingmannskosninguna í Borgarfjarðarsýslu. Hreppstjóri Hallgrímur Jónsson í Guðrún- arkoti, sem kosinu var fyrir fundarstjóra, gat þess í byrjun fundarins, að hann hefði fyrir nokkru skrifað kaupstjóra Tryggva Gunnarssyni um, hvort hann vildi ekki gefa kost á sér í Borgarfjarðarsýslu, en svar var ekki komið, enda talið víst, ept- ir því sem frétzt hefur, að hann mundi bjóða sig fram í Áruessýslu og verða þar kosinn. — Séra Þorkell Bjarnason á Reyni- völlum, Halldór Daníelsson bóndi í Lang- holti og Björn Björnsson bóndi í Reykja- koti höfðu hreyft því við ýmsa, að þeir mundu bjóða sig fram í Borgarfjarðarsýslu og urðu allmiklar umræður bæði um þá og ýmsa aðra, sera einhver fundarmanna lagði til að skorað yrði á að gefa kost á sér; bar á meðal kom það fram, að óvíst væri, að alþm. Þorlákur Guðmundsson í Fífuhvammi yrði endurkosinn í Árnessýslu; kom þá tillaga um að skrifa honum um, hvort hann vildi ekki gefa kost á sér í Borgarfj.s., en sú tillaga féll, líklega sum- part af því, að það upplýstist í umræðunum um tillöguna, að hann mundi eflaust bjóða sig fram í Árnessýslu, og sumpart af því, að ýmsir vildu heldur hafa innanhéraðs- mann fyrir þingmann. Yar þá gengið til atkvæða um hina þrjá með þeim fyrirvara, að byðu sig ekki aðrir fram, þá mundi hver greiða atkvæði við kosningu eins og á þessum fundi; atkvæðagreiðslan fór þann- ig, að Björn fékk ekkert atkvæði; með séra Þorkeli urðu 6, en með Halldóri 24. — Þegar hér var komið fundarins, kom þaugað kaupmaður Snæbjörn Þorvaldsson úr ferð ofan úr sveit og lýsti þegar yfir, að hann mundi gefa kost á sér fyrir þing-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.