Þjóðólfur - 08.07.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.07.1892, Blaðsíða 3
127 maiin Borgfirðinga, nema því að eins, að Tryggvi Gunnarsson gæfi kost á sér. Tóku ýmsir fundarmeun vel framboði Snæbjarnar, en urn hanu var þó eigi gengið til atkyæða, enda lildegt, að annar fundur verði hald- inn áður en langt um iíður. Akranesi 29. júní: „ Vorvertíðin er nú á enda og var hér á nesinu eins og annarstaðar við Faxaflóa með langbezta móti; hlutir um og yfir 1000 og enda hátt á 2. þúsund hjá sumum. — í vor keypti kaupmaður Böðvar Porvaldsson fiskiskútu frá Englandi; hefur hún farið einn „túr‘ og aflað vei og er nú í öðrum. Það er eina þilskipið hér á nesinu, en bæði ættu og gætu verið fleiri, því að bátaútvegur- inn er opt arðlítill sem kunnugt er en þilskipaaflinn bregst sjaldan“. lSiiiisiðarí'éliis’ suðuramtsins. , Síðari ársfund- ur haldiuu 5. þ. m. Um 20 félagsmenu á fundi. Porseti (H. Kr. Friðriksson) skýrði frá efnahag þess og lagði fram endurskoðaða reikninga. Sjóður fé- lagsins nú um 3400 kr., eu tala félagsmauna 281. Forseti skýrði því uæst frá störfum búfræðinga, er félagið hefur tekið í þjónustu sína þetta ár. Sam- þykkt var að veita stjórninni lieimild til að verja 1—200 krónum til búfræöinga fram yfir það, er veitt var í vetur. Svo var og samþykkt að lialda áfram að kaupa búnaðarrit Hermanns Jónassonar handa félagsmönnum eins og að undanfórnu. Bnn fremur samþykkt að veita kand. Sæmundi Eyjólfs- syni allt að 300 krónum til viðbótar við styrk þann (500 kr.), er honum var áður veittur til að kynna sér útgræðslu sanda á Jótlandi, en þó þvi að eius, að hann ekki fengi neinn styrk annars- staðar frá. Til að veita Varmá í Ölfusi í annan farvcg voru veittar í þetta sinn 400 krónur af árs- tekjum félagsins og svo lýsti félagið því euufremur yfir, að það mundi á sínum tíma leggja fram fé eptir föngum til að varna skemmdum á Safamýri, þá er það fyrirtæki væri nægilega undirbúið og á- reiðanleg trygging fengin fyrir því, að verkinu væri haldið við. Ein ritgerð hafði félaginu borizt um fyrirkoinulag búnaðarskólanna sainin í verðiauna- skyni samkvæmt áskorun Hermanns skólastjóra Jónassouar (sbr. 6. tölubl. Þjóðólfs þ> á.) og var hún afhent dómnefnd þoirri, er kosin var í vetur. Svo kom og fram nefndarálit um tvær ritgerðir eptir J. Schau steinhöggvara og B. Bjarnarson búfr. í Reykjakoti uin húsabyggingar á íslandi og réðu nefndarmenn frá að veita höfunduin þessum verðlaun fyrir þær, enda þótt þær væru ítarlega og skipulega samdar að mörgu leyti. Aptur á móti var Guðm. bónda Magnússyni í Elliðakoti veitt 60 króna verðlaun fyrir jarðabætur o. fi. Aðrar verð- launabeiðslur voru ekki teknar til greina. Svo var og kaupm. Arnbirni Ólafssyni í Keflavik synjað um styrk til að kynna sér fiskveiðar við Lófót í Noregi, er hann hafði sótt um. Að lokurn var kosin stjórn félagsins og var H. Kr. Friðriksson valinu íorseti, séra Eiríkur Briom skrifari og G. Zoega kaupm. gjaldkeri, en til vara: Á. Thorsteinson landfóg., Jón Jensson yfird. og séra Þórh. Bjarnarson. Gufuskipið. Stainford, að nokkru leyti eign hr. Zöllners í Newcastle, kom liingað 6. þ. m. norð- an um land og vestan. Fór frá Englandi 23. f. m. með vörur til pöntunarfélaga og kom við á Seyðis- firði, Yopnafirði, Húsavík, Akureyri, Hofsós og Sauðárkrók. Hr. Zöllner var sjálfur með. Skipið fór aptur í gærkveldi til Englands með hesta fyrir þá Zöllner og Coghill, og kemur svo von bráðar aptur hingað beina leið. — Hvergi hafði það orðið vart við hafís kringum landið, nema litið eitt fyrir Austfjörðum, svo að nú má búast við, að hann sé loks farinn til fulls i þetta sinn. Amtsráð suðuramtsins sleit fundum sínum í fyrra kveld. Fundarskýrsla verður sökum rúmleysis að bíða næsta blaðs. DÁNARSKRÁ. Gudmundur Gísli Sigurðsson, fyr prest- ur í Gufudal, andaðist að Kleifum í Gils- firði 25. maí. Hann var fæddur að Ytra- leiti á Skógarströnd 6. október 1835 og voru foreldrar hans síra Sigurður Gíslason, þá aðstoðarprestur á Breiðabólsstað, síðar prestur á Stað í Steingrímsfirði (bróðurson ísleifs háyfirdómara á Brekku) og kona hans Hildur Guðmundsdóttir prests á Stað í Hrútafirði Eiríkssonar. Síra Guðmundur lærði undir skóla hjá síra Eiríki Kuld, (þá aðstoðarpresti í Flatey) Ólafi prófasti Johnsen á Stað á Reykjanesi og einn vet- ur í Reykjavík; kom í skóla 1853 og var útskrifaður 1859 með 2. einkunn; tók em- bættispróf á prestaskólanum 1862 með 3. einkunn og var s. á. vígður aðstoðarprest- ur föður síns að Stað i Steingrímsfirði, fékk Fljótshiíðarþing 1865, en Gufudal 1866, veik s. á. burtu þaðan og varð aptur að- stoðarprestur hjá föður síuum; fékk Gutu- dal að nýju í des. 1867, en fékk lausn frá prestskap 1871, sakir veiklunar á geðs- munum, er reyndar hafði gert vart við sig fyr. Dvaldi hann upp frá því lengstum hjá mági sínum Eggert óðalsbónda Jóns- syni á Kleifum optast mjög rænuskertur, þótt af honum bráði með köflum. Kvænt- ur var liann nokkur ár Guðbjörgu dóttur Torfa alþ.m. Einarssouar á Kleifum á Sel- strönd, en ekki áttu þau börn; skildu þau samvistir, og hún giptist öðrum. Síra Guðmundur hafði góða gáfu til skáldskapar, eins og sjá má af ýmsum sálmum, er hann hefur ort, en hann gat ekki notið sín sakir hinnar þungu van- heilsu, er hann þjáðist af meiri liluta æfi sinnar. Jón Gíslason, bóndi á Miuna-Hofi í Gnúp- verjahrepp andaðíst 10. apríl þ. á. Haun var fæddur á Læk í Holtum 1815. Foreldr- ar hans voru merkishjónin Gísli Jónssou (ý 1826) og Ástríður Gunnarsdóttir (f 1860), er síðar giptist Guðm. hreppstjóra Magn- ússytii á Miuna-Hofi (f 1875). Jón sál. ólst upp hjá stjúpa sínum Guðm. sál. til þess 1861, að hann fluttist að Mörk í Laudmannahrepp og kvæntisc þar Ragn- hildi Jónsdóttur. Þar bjó hanu tií 1883, að haun flutti sig aptur að Minna-Hofi. Hann var efnamaður, stilltur og gætiuu; hreppstjóri var hann um tíma í Land- mannahrepp; á yngri árum var hann tal- inn afburðamaður að afli, eu var þó jafn- au þjáður af brjóstveiki. Hann lætur ept- ir sig ekkju og 3 börn uppkomiu og mann- væuleg. (G. R). Ólafur Jónsson, fyrrurn bóndi í Eystra- Geldingaholti í Gnúpverjahrepp, andaðist þar hjá Jóni bónda syni sínum um miðj- au f. m. á áttræðisaldri. Hann var bú- liöldur góður, stiiliugar- og reglumaður mikill. (S.). Ólafur Eyjólfsson, bóudi á Hesti í Gríms- nesi, andaðist 6. júní tæpra 94 ára gamatl (f. 1798). Koua hans Guðrúu Eyjólfsdótt- ir lifir enn 91 árs gömul, og héldu þau hjón gullbrúðkaup sitt í fyrra. Sonur þeirra er Jóu bóndi á Bústöðum við Reykja- vík. Ólafur sál. var starísmaður mikill, fjörmaður hinn mesti og jafnan heilsugóð- ur; gekk að slætti í fyrra sumar. (B.). Sigurpátt Sigurðsson frá Selá í Eyja- fjarðarsýslu, skólalærisveinn á Hólum í Hjaltadal andaðist 3. júni. Hann var mjög efnilegur og bezti drengur, og er því sárt saknað af öllum, er ti! liaus þekktu. (Þ.). Sigurður Vigfússon fornfræðiugur and- aðist hér í bænum í morguu, eptir fárra daga legu í lungnabólgu, 64 ára gamalL Haus verður getið nánar í næsta blaði. XJátolööin góðu (mörkuð fíl) fást nú í 377 verzlun Sturlu Jónssonar. • Ekta anilínlitir •fH s* fást hvergi eins gððir og ódýrir eins og 3” í verzlun g £3 CÖ Sturlu Jónssonar 1 k CS Aðalstræti Nr. 14. EJ w .. 1 tf 375 Undirskrifaður kaupir srnáar 1)1 ikk- dósir háu verði. Óþrjótandi birgðir til sölu af hinum góða og alþekkta vatnsstígvélaáburði. 376 Rafn Sigurðsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.