Þjóðólfur - 15.07.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.07.1892, Blaðsíða 1
Kemur fit fi iöntudög- um — VerO árg. (60 árk'a) | i kr. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrlr 15. jfilí. JÓÐÓLFU R* Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda iyrir 1. október. XLIV. árg. Reykjavík, föstudaginn 15. júlí 1892. Nr. 33. Kirkjulegar fréttir. (NiðurL). Þá talaði biskup um lireina kristindómskenningu, einkum í sambandi við skoðun séra Matthíasar á útskúfunar- lærdómnum og framkomu hans og skýrði frá afskiptum sínum af því máli. Sagði hann meðal annars, að kirkjustjórninni hefði þótt varhugavert að setja hann af embætti fyrir þessar sakir, einkum þar eð sér væri ekki kunnugt um, að hann hefði beinlínis borið þessa skoðun sína fram á prédikunarstólnum, eða reynt á annan hátt að útbreiða hana meðal safnaða sinna, t. d. við barnafræðslu. Svo bæri og að taka tillit til hins alkunna skapferlis séra M. og hversu hætt honum væri við að fara í öfgar o. s. frv. Af þessum ástæðum öll- um og öðrum íleirum kvaðst biskup ekki hafa getað Jagt til, að tekið væri á hon- um hörðum höndúm í þessu máli. Einn prestur á fundinum stóð þá upp og vítti nokkuð svo þessa aðferð kirkjustjórnarinn- ar; kvað réttast og virðingu kirkjunnar samboðnast, að hún hefði sett séra Matt- hías af embætti o. s. frv. Vér erum alls ekki samdóma þessum kennimanni. Gæt- um að, hverjar afleiðingarnar yrðu, ef þess- ari frumreglu væri fylgt stranglega út í yztu æsar. Vér ætlum, að þá þyrfti að sópa fleirum en séra Matthíasi burt úr þjónustu íslenzku kirkjunnar, því að með sama rétti mætti setja hvern þann prest af' embætti, er dirfðist að láta í Ijósi von um endanleik . útskúfunarinnar, þar eð í því er fólginn efi um áreiðanleik kenning- arinnar og kannske optast alger neitun hennar. í hjartanu. En þessa von vitum vér, að ýmsir . prestar hafa borið fram opinberlega og munu eflaust gera enn, enda munu ummæli „Kirkjublaðsins“, að ekki allfáir islenzkir prestar séu orðnir veiktrúaðir á þennan lærdóm, eiga við all- mikil rök að styðjast. Það liefði líklega verið óhætt að segja wmtrúaðir í staðinn fyrir veiktrúnðir. Það er tiígangslaust að leyna þessu. Svona er ástandið ogþviverður ekki kippt í samt íag, hvorki með trúar- ofstækisorðum einum né nokkru harðneskju- kúgunarvaldi af hálfu kirkjustjórnarinnar. Hið eina, sem kynni að vinnast með þeirri aðferð er ekki annað en það, að hálfvelgja, hræsni og skinhelgi mundi stórum aukast meðal prestastéttarinnar og yrði það trúar- lífinu naumast til eflingar, því að ekkert er háskalegra en sú sannfæring safnað- anna, að prestar prédiki mót betri vitund, það sem þeir alls ekki aðhyllast í hjarta sínu og það væri því stór ábyrgðarhluti fyrir kirkjustjórnina að ala þessar ódyggð- ir með því að hneppa þjóna kirkjunnar í nokkurn harðsnúinn bókstafsdróma, að því er þessa skoðun á útskúfunarlærdómnum snertir, sem engan veginn raskar megin- grundvelli kristindómsins. Að vorum dómi hefur kirkjustjórnin komið mjög liðlega fram í þessu máli gagn- vart séra Matthíasi. Það hefði að minnsta kosti vakið mikla gremju hjá öllum betri mönnum þjóðarinnar, ef hann liefði verið settur af embætti og rekinn út á klakann með konu og börn, enda þótt kirkjustjórnin hefði sjálfsagt getað varið slíkt atferli frá sjónarmiði kirkjunnar. Að séra Matthías sé alls óhæfur þjónn kirkj- unnar, þótt hann hafi látið í ljósi frávikna skoðun á útskúfunarkenningunni, getum vér ekki séð. Hann hefur vist miklu meiri andlega vekjandi áhrif á söfnuði sina sem kennimaður og skáld, heldur en margur annar aðkvæðalítill drottins hjónn, er svæfir andlegt líf safnaða sinna með þurrum og andlausum „dogmatiskum11 kreddum, án þess að liafa sjálfur nokkru sinni gert sér grein fyrir eða skapað sér sjálfstæða skoð- un á meginatriðum trúarinnar, á því, sem er lífæð sannrar guðhræðslu og sannarlegs siðgæðis í kristindóminum, Vitaskuld komst kirkjustjórnin í all- mikla klípu, þá er séra Matthías hafði lýst yfir skoðun sinni. Það var ekki um að villast, að hún var ekki lútersk, og eitt- hvað varð þá til bragðs að taka að minnsta kosti „formsins“ vegna, svo að veg og virðing kirkjunnar yrði borgið að nafninu til hið ytra, því að venjan er og hefur | verið sú bæði hér á landi og annarstaðar, I að líta eingöngu á skelina en ekki á kjarn- ann, þá er um trúarefni er að ræða. Hefði ; þessari reglu átt að fylgja gagnvart séra Matthiasi, var óhjákvæmilegt að víkja hon- um frá embætti. En mannúð, umburðar- ; lyndi, heilbrigð skynsemi og réttlætistilfinn- | ing réð meiru í þetta skipti hjá kirkju- stjórninni og því hélt séra M. embætti, þrátt fyrir óskapalæti nokkurra strang- rétttrúaðra kennimanna. Vér kunnum því kirkjustjórn vorri yfir höfuð þakkir fyrir, að hún hefur sýnt séra M. svo mikla hlífð og tekið svo mikið tillit til hins breytilega skapferlis hans, er gerir það að verkum, að honum veitir mjög erfitt að vega jafn- an öll ummæli sín í trúarefnum á hinar löggiltu metaskálar lúterskrar kenningar. í sambandi við þetta mál vék biskup einnig orðum sínum að framkomu þeirra presta í þjóðkirkjunni, er rituðu blaða- greinir óvinveittar kirkjunni og ósamboðn- ar stöðu þeirra sem orðsins prédikara, og lýsti þvi yfir, að slík aðferð mundi ekki eptirleiðis verða látin óátalin. Hann á- minnti prestastéttina um, að koma hóg- værlega og kennimannlega fram í ræðu og riti og forðast allt, er hnekkt gæti heiðri hennar i augum safnaðanna. Jafnvel þótt vér séum biskupi samdóma um, að prest- ar eigi ávallt að gæta skyldu sinnar og aldrei gleyma stöðu sinni, getum vér þó ekki betur séð, en að þeir megi eins og hverjir aðrir láta skoðanir sínar í ljósí á prenti bæði í kirkjumálum og öðru, svo framarlega sem ummæli þeirra ganga ekki í berhögg við kirkju eða kristindóm, eða miða ekki eingöngu til að rífa niður, heldur einnig til að byggja upp, enda ímyndum vér oss, að biskup sé svo frjáls- Iyndur, að hann vilji ekki hepta málfrelsi presta innau vissra takmarka og taki alls ekki svo hart á, þótt einhver rödd, sem ekki er að öllu leyti samróma kirkjustjórn- inni, láti við og við til sín lieyra úr skauti kirkjunnar, enda mun varla auðið að koma í veg fyrir það. En öll óviðurkvæmileg eða lineykslanleg ummæli um andleg mál- efni ættu prestar að varast, því að slík framkoma er fyllilega vítaverð. Kristniboðsmálið fékk daufar undirtekt- ir á „synodus“ að þessu sinni. Málshefj- andi var séra Jens Pálsson. Skýrði hann frá, að um tvennt væri að ræða, kristni- boð meðal heiðingja og samskot til skóla lúterska kirkjufélagsins íslenzka í Vestur- heimi, er ráðgert væri að stofna. Helgi lektor Hálfdánarson var ásamt biskupi með- mæltur samskotum þessum, en lagði ein- dregið á móti heiðingjakristniboðinu bæði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.