Þjóðólfur - 15.07.1892, Page 3

Þjóðólfur - 15.07.1892, Page 3
131 varúðarvert þykir að flytja. Var ákveðið að veita mönnum þessum sanngjarna þóknun fyrir starf sitt. Ennfremur var forseta falið á kendur að fara þess á leit við amtsráðin í hinum ömtunum, að sams- konar ráðstafanir verði gerðar þar. Því næst var rætt um sameining Austur-Skapta- fellssýslu við austuramtið og skipting Skaptafells- sýslu í tvö sýslufélög, og höfðu hlutaðeigandi sýslu- nefndir látið í ljósi álit sitt um það. Eptir nokkr- ar umræður samþykkti amtsráðið svohljóðandi álit, að ráðlegt væri að sameina A.-Skaptaf.s. við aust- uramtiö, að því er sveitastjórn snerti, og við Suður- Múlasýslu í umboðslegu tiiliti með þeirri breyting, sem tekin er fram í bréíi landsk. 1. febr. (sbr. 15. tölubl. Þjóðólfs þ. á.), en að eigi væri ráðlegt að svo stöddu að sameina Vestur-Skaptafellssýslu við Kangárvallasýslu, heldur yrði hún sérstakt lög- sagnarumdæmi, en Þykkvabæjar og Kirkjubæjar- klaustursumboð skyldi þá sameinað við það em- bætti og launin ákveðin í tilliti til þess, enda mundi sú breyting ekki hafa kostnað í för með sér fyrir landsjóð. (Frh.). Skeiðará ófær. Póstafgreiðslumaður- inn á Prestsbakka á Síðu (Bjarni próf. Þór- arinsson) hefur 4. þ. m. ritað póstmeistar- anum og lagt til, að senda, engan pöst- flutning, sem fara eigi austur yfir Skeiðar- ársand, sunnanlands á þessu sumri til 13. ferðar 21. sept. að minnsta kosti. I bréfi þessu, er póstmeistarinn hefur góðfúslega látið oss í té, segir svo: „Pósturinn frá Bjarnauesi kom í dag að austan og flytur þau tíðindi, að Skeiðará sé nú með öllu ófær. í austurleið komst hann yfir hana við illan leik, þannig, að hún var „undir sund“. Þá liafði legið við hana í 12 daga séra Sveinn Eiríksson með konu og börn og eigi ráðizt í að fara út yfir hana. Þegar póstur kom að henni aptur í útleið, var áin, að allra manna dómi, gersamlega ófær. Að visu var vatnsmegn árinnar talsvert minna en vanalega gerist um þennan tima árs, en hún hefur grafið sig svo niður í sandin, að háar sandöldur oru mynd- aðar beggja meginn, eins og gljúfur, alla leið frá þeim stað, sem áin kemur úr jöklinum og þangað, sem hin mikla íshrönn byrjar, sem myndaðist af jökulhlaupinu í vetur. Póstur tók því það ráð, að freista, hvort hann kæmist eigi „á jökli“ út yfir, og tókst það loks að komast yfir jökulinn, en slíkt er voðalegasta glæfraferð. Sveinn prestur Eiriks- son var með pósti yflr jökulinn, en menn fengu þeir til að reka hesta sína, upp á líf og dauða, á sund í Skeiðará og tóku þá aptur hinu megin ár- innar, er þeir voru komnir niður af jöklinum. Póst- urinn hafði meðferðis í þessa ferð, eins og allar ferðir í vetur, siðan áin hijóp, forsiglaðan lykil að póstkoffortunum, sem hann hafði leyfi til að taka til, ef eitthvað bjátaði á, en var skipað að láta næsta póstþjón forsigla hann aptur. Pósturinn tók því það ráð, að skilja koffortin eptir á Skaptafelli í Öræfum og tók með sér á jökulinn allan þann póstflutning, er hann hafði mcðferðis. Pósturinn og séra Sveinn lýsa svo þessari jökulför, að það sé eigi hættandi á, að fara Blikan veg aptur á þessu sumri. Hinn nyrðri jökulvegur, er menn héldu, að mundi fær vera, er með öllu ófær, þar eð lón eitt stórt hefur myndazt í jöklinum, sem nær vestur undir svonefnda Súlu, er rennur i Núps- vötniu skammt fyrir austan Lómanúp í Fljóts- hverfl. Jón póstur Jónsson á Núpstað vill ekki hætta á að fara póstferð til Bjarnaness að svo stöddu máli á þessu surnri, eigi heldur Jón, bróðir hans, sem hann að undanförnu hefur haft fyrir aðstoðar- mann í póstferðunum. Þessir monn eru báðir kjarkmenn, en þó gætnir, og engin ástæða til að telja það fært, sem þeir telja ófært“. Saltfiskur, harðfiskur, tros, sauðskinn og ýms önnur ísleuzk vara fæst i verzlun 387 verelun Sturlu Jbnssonar. Undirskrifaður kaupir smáar blikk- dösir háu verði. Óþrjótandi birgðir til sölu af hinum góða og alþekkta vatnsstígvélaáburði. 388 Rafn Sigurðsson. Ekta anilínlitir •pH •f-4 fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og P a í verzlun 89 B C cs Sturlu Jónssonar ►—• K ffS Aðalstræti Nr. 14. »-• •dmiUJIIUl! UJlia 389 • XJátolööi ix góðu (mörkuð f'íl) fást nú í 390 verzlun Sturlu Jónssonar. 88 fyrir allt hið mikla þrek sitt, er þó óx meir við liina yfirvofandi hættu. Yið ýms atvik varð hann svo gagn- tekinn af ofboðslegri hræðslu, að hann missti allt ráð og rænu, og þá gat verið hætt við, að hann gerði allar tilraunir konu sinnar árangurslausar. Á margvíslegan hátt voru „vinir og kunningjar“ til trafala, stundum komu þeir af forvitni að heimsækja hann, og stundum var honum boðið í liinar og þessar veizlur, og kæmi hann þá ekki, skorti ekki hinar vingjarnlegustu og jafn- framt óþægilegustu fyrirspurnir nálega úr öllum bæn- um. Kona Manoquets var því ávallt á nálum, hvenær sem maður hennar var ekki heima og hún beið eptir honum, og það verður því vel skiljanlegt, hvernig á því stóð, að grindahliðið virtist að bíða eptir honum um kveldið forðum og opnast eins og af töfrakrapti, sem fyr er getið. Hún gat með naumindum fylgt honum eptir inn í herbergi hans. Hann leit út sem vitskertur maður, skalf ailur og nötraði og fleygði sér upp í rúmið. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði hún. „Það er úti um mig“, sagði Manoquet í hálfum hljóðum, og það sogaði niðri í honum, eins og haun væri að heyja sitt dauðastríð. 85 einhver vandræði bera að höndum; hún þekkti ekki þann óvin, sem hún þurfti að sigrast á, og þótt hún hefði þekkt hann, hefði hún samt ekki getað á fullnægjandi hátt fært dóttur sinni, vinum og þjónustufólki lieim sanninn um það, hvernig á því stæði, að atferli manns hennar var svo undarlegt. Þar að auki höfðu störf hans í för með sér, að hann hlaut að liafa einhverja sam- blendni við aðra menn utan húss; hann varð að finna menn að máli, og alstaðar þar sem hann kom inn í eitt- hvert hús voru speglar, er ávallt minntu hann áþreifan- lega á hina óttalegu nótt, og svo kom hann heim til sín sem vitskertur maður. Einhverju sinni, nokkrum vikum eptir uppboðið, sagði Elisa, að sig langaði til að fara og skoða nýju eignina, og Manoquet lét með ánægju að ósk hennar, því að það gat vakið löngun lians til lífsins, að hann kæmi fram sem húsbóndi meðal þjóna, og gæti þannig sýnt hina verulegu þýðingu, er hann hefði í mannfélag- inu. Þau óku því öll þangað, Manoquet, kona hans og dóttir; þau stigu á þann stað, er var keyptur svo dýru verði — með lífi og fé Morleix. Sólin skein í heiði og skógar og akrar stóðu í blóma sínum; leiguliðarnir og þjónustufólkið var svo auðsveipt, og lífið var Ijúft og broshýrt. Þau gengu inn í húsið. Græn tjöld huldu gluggana eptir siðvenju suðurlandabúa, svo að það var

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.