Þjóðólfur - 22.07.1892, Blaðsíða 2
134
urinn verður svona ,.negativ“ sumstaðar.
Kunnugir menn segja þó, að það sé klaufa-
skapur að komast ekki af án sveitarstyrks
á allri Hvanneyri, er mun vera einliver
hin bezta bújörð á öllu Suðurlandi. Þótt
skólinn þar sé enu ungur, geta samt van-
þrif hans hingað til engan veginn verið
því eingöngu að kenna, og ekki heldur
harðæri, því að síðastiiðiu 3 ár, er skól-
inn hefur staðið, hafa verið veltiár. En
eitthvað hlýtur að hafa verið þar í ólagi,
hverju sem það helzt hefur verið að
kenua.
Bókmenntafélagið. 8. þ. m. var hald-
inn ársfundur hér í deildinni. Skýrði for-
seti fyrst frá, að út væri komin hér
„Landfrœðisaga, Islands11, fyrra hepti, eptir
Þorv. Thoroddsen, 15 arkir að stærð, verð-
sett á 3 kr. Ennfremur væri von á Tíma-
ritinu, 13. árg., og SMrni (með Fréttum frá
íslandi og skýrslum og reikuingum félags-
ins, allt í einu lagi). Frá Hafnardeildinni
væri von á áframhaldi af Fornbréfasafninu,
(þar á meðal registur við 2. bindið), og á-
gripi af íslenelcri bragfrœði eptir dr. Finn
Jónsson. Samþykkt hefur og sú deild, að
gefa út íslenzkar ártíðarskrár (obituaria), er
dr. Jón Þorkelsson (yngri) hefur búið uud-
ir prentun og ritað skýringar við, en óvíst,
hvort sú bók kemur út þetta ár.
Forseti gat þess, að forseti Hafnar-
deildarinnar hefði skýrt sér frá, að ríkis-
þing Dana hefði veitt þeirri deild 1000 kr.
styrk á. ári í 4 ár. Félagsstjórninni var falið
á lieudur að fá mann til að semja útl. frétt-
irnar í Skirni næsta ár. Samkvæmt til-
lögu stjórnarinnar voru kosnir 2 heiðurs-
félagar: Gustav Storm háskólakennari í
Kristjaníu og f. sýslum. Þórður kammeráð
Guðmundsson í Reykjavík, er hefur verið
félagsmaður meir en 60 ár eða síðan uní
1830. Stjórn félagsins var endurkosin:
forseti Björn Jónsson ritstjóri með 22 atkv.
(af 24), féhirðir Eiríkur Briem (20), skrif-
ari séra Þórh. Bjarnarson (20) og bóka-
vörður Morten Hansen (21).
Húnavatnssýslu 10. júlí: „ Veðurátta
hefur verið mjög köld í vor, optast norðan-
næðingar, en úrkoma lítil nema kalsahret
við og við. Síðustu dagana hefur þó verið
heldur hlýrra. Afarilla lítur út með gras-
vöxt í ár og ekki tiltök að sláttur geti
byrjað fyr en seint í þ. m. Verða bænd-
ur eflaust að feila mikið af skepnum sín-
um í haust. Fjárhöld voru mjög góð í
vor og féll hvergi skepna að kalla mátti,
enda voru hey víðast til bjargar. Lamba-
dauði var og með minnsta móti. Kvefsött
hefur gengið hér um sýsluna, og er það
talinn snertur af „inflúenza“, en fáir eða
engir hafa dáið. Fundur var haldinn á
Sveinsstöðum 1. þ. m. og rætt meðal ann-
ars um vöruvöndun og gerð ráðstöfun til
að kaupmenn af Borðeyri og Sauðárkrók
kæmu saman á Blönduósi til að ræða mál
þetta rækilegar í sameiningu við kaup-
mennina þar".
Skiptapi. Fyrir skömmu fórst bátur
með skreiðarfarm á Ísaíjarðardjúpi. For-
maðurinn, Guðmundur nokkur, húsmaður
frá Arnardal, drukknaði ásamt konu sinni
og barni og 2 mönnum öðrum, en 2 varð
bjargað.
Vcðurátta hefur verið vætusöm nokkra
hríð en hlýindi lítil. Er grasleysi mik-
ið að frétta alstaðar að, svo að elztu
menn þykjast varla muna slíkt. Tún eru
víða kalin eptir vorþurkana og útjörð mjög
illa sprottin. Er því útlit fyrir óvenju-
lega mikinn grasbrest á þessu surnri.
Verzluuarfréttir eru mjög daufar.
Öll islenzk vara í mjög lágu verði erlend-
is. Tollurinn á Spánarfiski óbreyttur og
líkur til, að íslenzkur saltfiskur seljist alis
ekki á Spáni, en heldur von um, að smá-
fiskur seljist nokkurn veginn á Englandi
og í Genúa. íslenzkir hestar eru einnig
í mjög lágu verði á enska markaðinum.
Það er allt á eina bókina lært nú hjá oss,
að þvi er verzlun og viðskipti snertir, og
svo bætist illt árferði innanlands ofau á
allt saman.
Frá útlöndum. Með gufuskipinu
„,Stamford11 (eign Zöllners o. fl.), er kom
hingað aptur frá Englandi í fýrradag með
kol og steinolíu, bárust nokkur ensk blöð
frá 11.—16. þ. m. Kosningar til enska
parlamentsins voru þá ekki um garð gengn-
ar í nokkrum kjördæmum, en enginn vafi
á, að Gladstone liafi sigur. Mótstöðumenn
hans hugga sig samt við, að hann sitji
ekki lengi við stýrið og segja, að hann
sé orðinn gamalærr og lítt til stjórnar fær,
en flokksmenn hans segja engan bilbug á
á honum og vona, að honum takist að
hrinda írska málinu í æskilegt horf. —
Spillvirkinn frakkneski Ravachol, er áður
hefur verið getið í blöðunum, var loks
dæmdur til dauða fyrir morð og spreng-
ingar og höggvinn í Montbrison 11. þ. m.
Engar óspektir urðu við aftökuna, enda hafði
lögreglulið fylkt sér á öllum gatnamótum
og bægði mönnum frá aftökustaðnum. Er
nú þungum steini af Frökkum létt, þá er
spillvirki þessi er af dögum ráðinn. Eld-
ur er uppi í Etnu á Sikiley; eru 18 gíg-
ir í fjallinu og gjósa nú 9 þeirra, og er
gos þetta talið allvoðalegt; hefur hraun-
flóðið runnið iengra heldur en 1886 og
hættan ávallt að aukast. Brunnið hefur
meir en helmingur borgarinnar St. John á
Nýfundnalandi og 10,000 manns orðið hús-
villtir og hraðfrétt kom til enskra blaða
um stórkostlegan eldsvoða í Kristjaníu 8.
—9. þ. m. Er sagt, að uálega helmingur
af hinum bezt húsaða hluta borgarinnar
hafi brunnið, þar á meðal nokkrar opin-
berar byggingar t. d. Norvegsbanki, póst-
stofan o. fl. eða alls 356 stórhýsi metin á
3,800,000 kr. en allur skaðinn af brunan-
um talinn nærfellt 7 miljónir króna. Auð-
vitað getur fregn þessi verið nokkuð ýkt,
en um það berast eflaust nákvæmar fregn-
ir nú með „Laura“. — Auðmaðurinn Cyrus
W. Field lézt í New York 12. þ. m. Hann
varð einkum nafnkunnur, þá er fyrsti
fréttaþráðurinn var lagður yfir Atlantshaf,
því að hann lagði fram stórfé til þess
fyrirtækis, og var að því leyti frumkvöðull
þess.
DÁNARSKRÁ.
Eggert Eggertsson, hreppstjóri í Vatna-
liverfi á Refasveit í Húnavatnssýslu, ein-
hver helzti og merkasti bóndinn í því
byggðarlagi, andaðist 18. jan. þ. á. Hann
var fæddur á Þóreyjarnúpi 21. okt. 1838
og voru foreldrar haus Eggert bóndi Jóus-
son á Þóreyjarnúpi Jónssonar stúdents ál
Hóli í Hörðudal Símonarsonar og Guðrún
Þorsteinsdóttir frá Sveinsstöðum Jónsson-
ar, merkishjón í bændaröð. Hún var síð-
an lengi í Grímstungu í Vatnsdal. Egg-
ert sál. fluttist til suðurlands og giptist
þar 1861 Halldbru Bunólfsdóttur, er nú
hefur honum á bak að sjá, og bjuggu þau
um hríð að Skógtjörn á Álptanesi. Þaðan
fluttist hann norður á eignarjörð sína Vatna-
hverfi og bjó þar við góðar bjargálnir til
dauðadags. Við konu siuni átti hann 6
börn og eru 4 á lífi, öll mannvænleg.
Eggert sál. var vel greindur maður og all-
vel að sér, ljúfmenni og góðmenni hið mesta,
og átti að fagna viusældum og virðingum
allra, er hann átti við að skipta. Svo sem
við var að búast varð hann að gegna
ýmsum störfum, sem vottuðu um traust
almennings og yflrvalda. Þannig var
hann safnaðarfulltrúi, hreppsnefndarodd-
viti, hreppstjóri og sáttanefndarmaður. Allt
vannst honum jafnan vel með einurð, lip-