Þjóðólfur - 22.07.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á. föstudög- '1 um — Yerð úrg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — BorgiEt fyrir 15. júli. -I ÞJ( ÓÐÓLFl "W- OppBÖgnskrifleg, bundin 1 M við úramöt, ögild nem* I int komí til útgefanda lyrir 1. X. ® oktöber.
XLIV. árg. Eeykjavík, fostudagiim 22. júlí 1892. Kr. 34.
t Vilhjálmur Ludvig Finsen dr. jur., hœstaréttardómari Kvæntur var hann danskri konu og áttu þau eina dóttur barna, Valgerði, er gipt- ist dönskum verzlunarmanni, en dó skömmu síðar. mikils sóma sem vísindamaður, og vann því einnig allmikið gagn á þann hátt, en hann var þó einkum þjóð vorri til gagns og sóma sem dómari í æðsta dómstóli rík-
andaðist í Kaupmannahöfn 23. f. m. á 70.
aldursári. Hann var fæddur í Reykjavík
1. apríl 1823 og voru foreldrar bans Ólafur
Finsen dómari í landsyfirréttinum (f 1836),
sonur hins nafnkunna lærdóms- og merkis-
manns Hannesar biskups Finnssonar, og
kona hans María (-j- 1886), dóttir Óla Möll-
ers kaupmanns í Reykjavík. 1841 var
hann útskrifaður úr Bessastaðaskóla með
beztu einkunn, þá 18 ára gamali, og sigldi
samsumars til háskólans, tók aðgöngupróf
(„examen artium“) s. á., annað lærdóms-
próf árið eptir og embættispróf í lögfræði
vorið 1846, öll með 1. einkunn, en tveim
árum síðar fékk hann heiðurspening há-
skólans úr gulli f'yrir ritgerð um Gtrágás,
og sést bezt af því, að hann hefur snemma
farið að rar.nsaka hin fornu lög vor á vís-
indalegan hátt, er hann síðar gat sér svo
mikla frægð fyrir. Hann var um tíma í
rentukammerinu og síðar í íslenzku stjórn-
ardeildinni, en 1861 var hann skipaður
sýslumaður í Kjósar- og Grullbringusýslu,
kom út hingað 1852 og var þá jafnframt
skipaður land- og bæjarfógeti í Reykjavík.
Frá 1856—1859 var hann einnig settur
meðdómari við landsyfirréttinn, sat á 4
þingum (1853, 55, 57 og 59) sem konung-
kjörinn, sleppti embættum sínum liér á
landi 1860, er hann varð meðdómandi í
landsyfirdóminum í Yébjörgum á Jótlandi.
1868 varð hann meðdómandi í landsyfir-
rétti Kaupmannahafnar og 1871 í hæsta-
rétti, en það embætti hefur enginn íslend-
ur haft á hendi auk hans nema Jón kon-
ferenzráð Eiríksson. 1888 fékk hann lausn
frá embætti sínu með fullum launum til
þess að geta betur gefið sig við vísinda-
legum störfum. Hann var sæmdur ýms-
um tignarmerkjum, bæði riddarakrossi
dannebrogsorðunnar, heiðursmerki danne-
brogsmanna, kommandörkrossi af æðra stigi
o. fl. Á 400 ára afmæli Hafnarháskóla
1879 var hann gerður að heiðursdoktor í
lögfræði og 1890 bauð háskólinn í Oxford
honum doktorsnafnbót í lögfræði, er aldrei
hefur verið boðin íslendingi fyrri af þeim
háskóla, og má telja það mikla sæmd. —
Vilhjálmur Finsen var ekki að eins
einhver hinn mesti lagamaður íslenzkur,
er verið hefur, heldur einnig mikill vís-
indamaður. Hinar alkunnu útgáfur hans
af elztu lögbók vorri, Grágás, (Konungs-
bók og Staðarhólsbók), bera ljósan vott um
skarpskyggni hans og nákvæmni og geta
kallazt sannar fyrirmyndir að því er snert-
ir vísindalegar fornritaútgáfur. Af rit-'
gerðum hans er merkust: „Om den
oprindelige Ordning af nogle af den is-
landske Fristats Institutioner“, er út kom
í ritum hins danska visindafélags 1888,
og hefur Páll sýslumaður Briem lýst henni
nákvæmlega i 15. árg. „Andvara“ 1889.
Hefur Finsen þar allvíða komizt að ann-
ari niðurstöðu en Maurer, og hvívetna
fært hinar gildustu sannanir fyrir skoð-
unum sínum með frábærum lærdómi og
glöggskyggni, einkum að því er snertir
dómaskipun í fornöld, sem er mjög flókið
verkefni og fárra meðfæri. Ritgerð þessi
getur skoðazt sem einn mikilvægur, sjálf-
stæður þáttur úr almennri íslenzkri réttar-
favssögu að fornu, er Finsen vann að síð-
ustu ár æfi sinnar, en hversu langt það
verk hefur verið komið áleiðis nú, er hann
lézt, er oss ókunnugt.
Þótt sæti hans sem vísindamanns verði
vandfyllt, að minnsta kosti fyrst um sinn,
er samt ekki óhugsandi, að það verði fyr
eða síðar skipað af' íslendingi, en það er
annað sæt.i hans, sem oss ríður meir á, að
verði skipað íslenzkum manni, og það er
sæti hans sem dómara í hæstarétti, en til
þess eru litlar líkur. Það er engum vafa
bundið, að hann hefur ráðið mestu um
úrslit, íslenzkra mála, er fyrir hæstarétt
komu meðan hann átti þar sæti, eins og
eðlilegt er. Hann var sá eini, er þekkti
íslenzk lög, því að meðdómendur hans vissu
auðvitað liYorki upp né niður í þeim.
Meðan hæstiréttur er æðsti dómstöll í ís-
lenzkum málum, hversu lengi sem það
verður hér eptir, gengur það hneyksli næst,
að enginn íslendingur skuli eiga þar sæti.
En það tjáir lítt að tala um það.
Dr. Finsen var landi voru til stór-
isins. Vér höfum því meiri ástæðu til að
sakna hans úr þeim sess, sem hann var
þjóð vorri hlynntur, enda hugljúfi hvers
manns, er honum kynntist.
Hvaimeyrarskóliim (frh. af amtsráðs-
fundarskýrslu í síðasta blaði). Reikningar
stofnunar þessarar, er lagðir voru fyrir
amtsráðið, þóttu mjög ófullnægjandi og var
því forseta ásamt skólanefndinni falið á
hendur að sjá um, að reikningar skólans
og skólabúsins yrðu gerðir svo ítarlega
sem unnt væri yfir tímabilið frá stofnun
skólans 1889 til fardaga 1892.
Ennfremur kom það fram í umræðun-
um, að fjárhagur skólans væri mjög bág-
borinn og fól amtsráðið forseta að reyna,
hvort ekki væri unnt að fá lán úr lands-
sjóði (viðlagasjóði) veðsetningarlaust með
6 °/0 afborgun á 28 árum, en greiða skyldi þá
bankalán skólans ef svo stórt lán fengist.
Taldi amtsráðið lán þetta óhjákvæmilegt
til að inna af hendi nauðsynleg útgjöld
skólans, bæði til aukningar á bústofni,
greiðslu á áföllnum skuldum og undir-
búnings til endurbyggingar Hvanneyrar-
kirkju á næstkomandi hausti. Að þeirri
niðurstöðu komst amtsráðið, að innieign
Sveins heit. skólastjóra í skólabúinu mundi
ekki fara fram úr 1000 krónum.
Ólafur búfræðingur Jónsson (frá Mun-
aðarnesi), er veitt hefur skólanum forstöðu
síðan Sveinn lézt, var sjálfur staddur á
fundinum og samdist svo, að hann tæki
að sér forstöðu skólans og skólabúsins til
næsta vors með 800 kr. árslaunum auk
ókeypis fæðis, húsnæðis og þjónustu.
Vonandi er, að stofnun þessi nái betri
þrifum hér eptir en hingað til, eða verði
að minnsta kosti nokkurn veginn sjálf-
bjarga innan skamms. Það er ekki glæsi-
legur fyrirmyndarbúskapur, er borgar sig
ekki betur en Hvanneyrarbúið hefur gert,
síðan skólinn var stofnaður, og það er
engin furða, þótt þing og þjóð kynoki sér
við að leggja fram stórfé á ári hverju til
búnaðarskóla í hverju amti, þá er ávöxt-