Þjóðólfur - 25.07.1892, Page 1
Kemur út, 6 föBtudíis-
um — Verö árg, (60 arka)
4 kr, ErlanriÍB 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn Bkrifleg, bundin
viö áramöt, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
oktðber.
XLIV. árg. Reyhjayík, mánudagiun 25. júlí 1892. Hr. 35«
Kveðiö á sumardaginn fyrsta 1891.
Kom heitur til mins hjarta, blærinn blíði,
kom blessaður i dásemd þinnar prýði;
kom lifs míns engill, nýr og náðarfagur,
í nafni drottins, fyrsti sumardagur!
Vorgyðja Ijúf í ljóssins hlýju sölum,
þú lífs vors líf í þessum skuggadölum,
öll skepnan stynur enn með harðar hríðir
og hljóðar eptir lausnarstund um síðir.
Jeg sé þig sjálfa, dísin dýrðarfríða,
frá dyrum Ijóssius skín þín líknarblíða,
jeg sé þitt, hús við sólarskýja rofin,
jeg sé þinn ársal, rósaguðvef ofinn!
Þú komst frá lífsins háa helgidómi,
en hollvin átt í hverju minnsta blómi;
í hverju foldar fræi byggir andi,
sem fæddur var á ódauðleikans landi.
Þú kemur, fjallið klökknar, tárin renna,,
sjá, klakatindinn roðna, glúpna, brenna!
Kom drottni lík með makt og miklu veldi
og merkið sveipað guðdómstign og eldi!
Kom. líknardís, og tín upp allt hið týnda,
hið tvista, gleymda, hrakta, spillta, pínda;
nærkona, kom, og legg nú lausnarhendur
um lífsins mæður, fjöllin, höf og strendur.
Kom til að lífga, gleðja, fjörga, fæða,
og frelsa, Ieysa, hugga, sefa, græða.
í brosi þínu brotnar dauðans vigur,
í blíðu þinni kyssir trúna sigur.
Kom, vek mér líf úr þessum þurru grein-
um,
og þíddu korn og brauð úr hörðum stein-
um;
og enn er eitt, hin dýpsta dulargáta:
lát Dauðann tala, Helju sjálfa gráta! —
Það kannt þú ei. En kann jeg rétt að
biðja?
Jeg krjúpa vil að fótum þínurn, gyðja:
um eilífð vari æska þín og kraptur,
þótt aldrei mína rós þú vekjir aptur!
Jeg fagna þó; jeg þekki hvað er merkast,
og þykist sjá, hvað drjúgast er og sterk-
ast,
að það sem vinnur, það er ást og blíða:
Haf þökk míns hjarta, sumargyðjan fríða!
Matth. Joclmmsson.
r
Askorun
til Húnvetninga.
Eitt af þeim málum, sem hinar mennt-
uðu þjóðir leggja nú allmikið kapp á og
álíta tilhlýðilegt og styðjandi að framför-
um, eru sýningar. Stóreflis sýningar hafa
verið haldnar erlendis á ýmsum stöðum nú
á seinni árum, og enn er verið að efla til
hinnar stórkostlegu sýningar Vesturheims-
manna í Chicago. Þetta sýnir, að enn þá
eru þess konar fyrirtæki álitin gagnleg og
gleðjandi.
Vér íslendingar höfum verið að reyna
öðruhverju að tolla í tízkunni með útlend-
ingum, auðvitað í hlutfallslega smáum stýl
við þeirra sýningar, sem vér erum við
flestar aðrar þjóðir. — Sýningar þessar
standa optast í sambandi við einhvern sér-
lega merkan atburð og vissan tíma, sem
heiðraður er með þessum sýningum og
margskonar hátíðahaldi. Þannig t. d. einn-
ig hjá oss hin almenna þjóðhátíð vor 1874
í minningu þúsund ára afmælis fyrsta Iand-
náms hér, héraðshátíð Eyfirðinga o. fl.
Þetta virðist mjög tilhlýðilegt, auk þess,
sem þess konar sýningar og þjóðhátíðir
eru fjarska nytsamar yfir höfuð, og oss
ekki sízt. Þær eru hið bezta meðal til að
hressa, fjörga og hvetja oss til dugnaðar
og framtakssemi í störfum vorum og at-
vinnuvegum, þær styðja að góðu félagslífi,
samvinnu og samkeppni1. Hér að auki
eru opt einhver þarfleg fyrirtæki höfð á
prjónunum meðfram þjóðhátíðunum og
þeim hrundið áleiðis við þess konar athafn-
ir. Því betur liöfum vér ekki alveg sofið
og daufheyrzt fyrir áminningum blaða og
ýmsra góðra manna í þessa átt, en Iátum
þá sjá að vér vökum, en sofnum ekki alveg
aptur. Sérstaklega beini eg þessu að
Húnvetningum, sem nú virðast að ættu að
’) Sbr. liina góðu ritgerð eptir Einar Ásmunds-
son í Búnaðarriti III. og IV.: „Hvcr ráð eru til að
livetja bœndur almennt til meiri framtdkssemi í
búnaði?u bls. 64—88.
rísa upp úr fremur væru móki og hrista
af sér lúrinn og drungann með að fylgja
dæmi fyrst og fremst ýmsra landa og
ýmsra héraða hér á landi, en einkum og
sér í lagi kunningja vorra Eyfirðinga.
Þeirra afreksverk og framtaksemi mun-
um vér sjálfsagt helzt, því þau voru oss
svo nálægt og svo nýlega. Einkum finnst
mér næstkomandi ár 1893 ætti að koma
oss af stað, því það ár ættum vér að
heiðra með héraðshátíð eptir vorum litlu
kröptum í minningu þúsund-ára byggingu
héraðs vors. Eptir því, sem næst verður
komizt af sögunum, hefur vor frægasti
landnámsmaður, Ingimundur gamli, numið
Vatnsdai 893.
Það er því eigi síður tilefni fyrir oss,
en Eyfirðinga, að minnast komu lians og
landnáms hér, en Helga magra fyrir þá.
Vér Húnvetningar stöndum og enn á baki
bæði þeirra og Skagfirðinga, sem fyrir
nokkrum árum héldu allgóða sýningu og
um Ieið hátíð hjá sér, eptir því, sem um
var að gera. Þetta er þvi meiri hneysa
fyrir oss, sem vér höfum enga afsökun.
Hérað vort er víðlendara, en eigi að síður
fremur vel lagað tit samgangna; ástæður
manna að jafnaði ekki verri og auk þess
| sem nóg er hér af atkvæðamönnum og
engu síður en í hinum sýslunum, sem
komið gætu máli þessu í framkvæmd. Auð-
vitað er nú orðinn fremur naumur tími,
en þó ekki svo, að ef áhugi er á málefn-
inu, má koma fyrirtækinu á að ári, því
ekki þurfa menn lengur en fullt ár til
undirbúnings.
S.
111 ar búsifjar. — Verzlunarfréttir.
ISÍú er tollsamningurinn milli Noregs og
Spánar fullgerður og gekk í gildi 1. þ.
m. Samkvæmt honum fá Norðmenn þá í-
vihmn, að tollurinn á norskum saltfiski er
nú 24 „pesetas“ eða rúmar 17 kr. pr. 100
kilo. Það verða fullar 27 kr. á hverju
skpd. Auk þess hafa þeir og fengið
lækkaðan toll á nokkrum öðrum vörum,
en allt með því skilyrði, að vörurnar séu
fluttar beina leið frá Noregi til Spánar.
Hafa því Norðmenn skuldbundið sig til
að halda uppi beiuum gufuskipaferðum