Þjóðólfur - 19.08.1892, Side 1

Þjóðólfur - 19.08.1892, Side 1
Kemnr tlt & föstndög- um — Verö á,rg. (60 arka) 4 k . Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júli. ÞJÓÐÓLFUR , Dppsögn skrifleg, bundin viö Aramöt, ógild nema komi til útgefanda fyrir i. oktöber XLIV. árg. Þingmannaeftiin nýju. III. Þá er suðuramtinu sleppur, getum vér verið fáorðari um þingmannaefnin, enda enii ekki kunnugt hér, hverjir bjóði sig fram í sumum kjördæmum. í Myrasyslu hafa að vísu verið nefnd sém þingmannaefni bændurnir: Ásgeir Bjarnason í Knararnesi og Sigurður Sig- urðsson á Kárastöðum, en vanséð þykir, hvort þeir bjóða sig fram. Séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti hefur og verið nefndur til þingmennsku þar. Ekki hefur heyrzt, að hinn fyrv. þingm. Mýramanna, Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum muni gefa kost á sér til þingsetu aptur. í Snœfellsnessyslu mun, að því er ísa- fold segir, Indriði Einarsson endurskoðari ætla að bjóða sig fram, auk dr. Jóns Þor- kelssonar, er áður hefur verið getið. Að kjósendur þar hafl jafnvel skorað á hinn fyrv. þingmann sinn, Pál sýslumann Briem, hefur reyndar heyrzt nú fyrir skömmu, en hvort nokkuð er hæft í því, þorum vér ekki að fullyrða. í Dalasyslu gefur séra Jens Pálsson líklega aptur kost á sér. í Barðastrandarsyslu mun séra Guðm. Guðmundsson í Gufudal keppa um þing- mannssætið við Sigurð prófast Jensson í Flatey. I Isafjarðarsýslu verður líklega ekki skipt um þingmenn, en í Strandasýslu gefur Páll prófastur Ólafs- son ekki kost á, sér, og höfum vér engan heyrt nefndan í hans stað. Af innanhér- aðsmönnum mun séra Arnór Árnason á Felli einna líklegast þingmannsefni. I Húnavatnssýslu verður Björn bóndi Sigfússon í Grirnstungu í kjöri ásamt hin- um fyrv. 2. þingmanni, Þorleifi Jónssyni, en séra Eiríkur Briem, er þó fékk áskor- un úr 8 hreppum sýslunnar um að bjóða sig aptur fram, gefur livorki þar né ann- arstaðar kost á sér til þingmennsku, og þykir oss það illa farið, því að hann hef- ur verið einhver hinn þarfasti þingmaður fyrir margra hluta sakir, þrátt fyrir miðl- unarstefnu hans í stjórnarskrármálinu. Hin fjölhæfa þekking hans og glöggskyggni Reykjavík, föstudagiim 19. ágúst 1893. hefur jafnan komið þinginu að miklu liði í hinum vandasömustu málum, enda hefur hann optast nær verið valinn í hinar þýð- ingarmestu nefndir á þingi og unnið þar ótrauðlega. Mun hann einnig hafa fengið ótvíræð tilmæli um að bjóða sig fram til þingmennsku hér í bænum, en gefið engan kost á því, þar eð hann vill alls ekki á þingi vera. í Skagafjarðarsýslu er talið víst, að Ólafur Briem verði endurkosinn í annað þingmannssætið, en Friðrik Stefánsson tal- inn valtur í sessi, því að Jón Jakobsson cand. phii. á Yíðimýri og Jósep Björnsson búfræðingur á Bjarnastöðum bjóða sig fram á móti honum og mun hver þeirra hafa allmikið fylgi kjósenda, en Jón þó meira að sögn. Að því er snertir skoðanir þess- ara tveggja nýju þingmannaefna á stjórn- arskrármálinu, vitum vér, að Jón er fylgis- maður þeirrar stefnu, er ofan á varð á síðasta þingi. Um skoðanir Jóseps er oss ókunnugt, en hann er talinn hæfileika- maður að mörgu og vel að sér. í Eyjafirði verður Skúii sýslumaður Thoroddsen eflaust endurkosinn og líklega Benedikt sýslumaður Sveinsson, en mælt er, að hinn nýi sýslumaður Eyfirðinga (Klemens Jónsson) gefi einnig kost á sér og muni hafa ekki svo litlar líkur til að ná kosningu. í Suður-Þingeyjarsýslu verður Einar Ásmundsson í Nesi valinn þingmaður, því að kjósendur þar hafa skorað á hann, og í Norður-Þingeyjarsýslu verður eflaust hinn fyrv. þingmaður Jón Jónsson í Múla (fyr á Reykjum) endurkosinn), enda er liann vafalaust einhver hinn hæfasti þingmaður vor i bændastétt, og hefur jafnan komið frjálslega og einarðlega fíram, þótt kjós- endum hans félli ekki allskostar vel stefna hans í stjórnarskrármálinu 1889 og sum- um mótstöðumönnum haus þætti hann fara óvirðingarorðum um það mál á síðasta þingi. En vér viljum ekki dæma menn eiugöngu eptir framkomu þeirra í einu máli, þótt mikilsvert. sé. Vér verðum að líta á fleiri hliðar, þá er um þingmannshæfi- leika er að ræða, og þótt vér vildum óska, að kjósendur tækju sérstáklega tillit til skoðana þingmannaefnanna í stjórnarskrár- málinu, og kysu fremur þá, er ekki væru Nr. 39. miðluninni fyigjandi, getum vér samt ekki annað en metið mikils frjálslyndar skoð- anir og góða framkomu í öðrum mikil- vægum málum. í Norðurmúlasýslu gefur Jón á Sleð- brjót líklega aptur kost á sér. Má segja að mörgu leyti hið sama um hann og nafna hans í Múla, því að hann er skyn- samur vel og einarður og allvel máli far- inn, þótt nafni hans taii þó enn áheyri- legar að vorum dómi. Þorvarður læknir Kjerulf mun ekki bjóða sig aptur fram í Norðurmúlasýslu, en hver þar verður í kjöri i hans stað, vitum vér ekki. f Suðurmúlasýslu verður að minnsta kosti um 3 að velja, þá Sigurð prófast Gunnarsson (fyrv. 1. þm.), Guttorm búfræð- ing Vigfússon á Ströud á Völlum og Jónas bónda Símonarson á Svínaskála, en séra Lárus Halldórsson mun ekki hugsa til þingmennsku. Samkvæmt síðustu fréttum gefur Ólaf- ur Pálsson á Höfðabrekku enn kost á sér í Vestur-Skaptafellssýslu, og ekki talið ó- líklegt, að hann nái þar kosningu. Stokkseyrarfélagiö. í 29. tölubl. Þjóðólfs þ. á. hef eg, eins og hinurn heiðruðu lesendum hans er kunn- ugt, farið nokkrum orðum um félag þetta og lýst þar hinni sögulegu hlið þess; jafn- framt lét eg þá von mína í ljósi, að hið fyrsta ár þess (næstl. ár) mundi verða hið erfiðasta. Nú vil eg leyfa mér að biðja yður, herra ritstjóri, að Ijá rúm í yðar heiðraða blaði nokkrum línum félaginu viðvíkjandi ásamt ágripi af verðskrá þess1. Innkaupsverð á helztu vörutegundum í félaginu var þetta: Rúgur (100 pd.) 7.70, bankabygg (125 pd.) 11.03, grjón (200 pd.) 20.03, hveitimél (125 pd.) 8,89, hálfbaunir (125 pd.) 10.69, Maismél (125 pd.) 8.10, haframél (125 pd.) 15.53, flórmél (125 pd.) 14.63, kaffibaunir (1 pd.) 0.65, exportkaffi 0.25V2, kandís (1 pd.) 0.20, melís (1 pd.) 0.18, munntóbak (1 pd.) 1.05, neftóbak 1) Sakir rómsins í blaðinu höfum vér sleppt úr skrá þessari öllum smæstu vörutegundunum, þar eð vér tökum ekki langar verðskrár í blaðið nema fyrir borgun. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.