Þjóðólfur - 21.10.1892, Síða 3
195
en leggja seinast á kveldin. t>á hefði hafzt 4
lagnir, en miklu minna hefði hver maður haft
upp úr J>ví, heldur en peir fáu, sem lögðu í Leir-
nnni. Þá daga kom svo mikið mor i sjóiun, sem
rak allan fisk burtu að sunnan. Betra er að leggja
ofseint en ofsnemma. Betra að leggja 7. apríl en
14. marz, þ. e. í Leiru og Garðajó. Þó net væru
upp undir strönd í Hafnarfirði og Kollafirði ár út
og ár inn, gerði ekkert til með hindrun á fiski-
göngu. Það ríður á að Ieggja áherziuna á réttan
stað. Eg skal nú koma með uppástungur til sam-
þykktar, ef farið verður að grauta enn á ný í
netamálinu.
1. gr. Yfirumsjónarmaður skal settur af lands-
stjórninni sunnan til við Faxaflóa. Hann skal vera
einvaldur með að taka upp, er houum sýnist, hvort
heldur á laugardögum og leggja ekki fyr en á
mánudögum eða taka upp á hverjum morgui og
leggja á kveldin eða þá láta netin vera í landi
2—3 daga í senn, að minnsta kosti til 7. apríl,
allt eptir atvikum og beztu manna ráði. Hann
skal hafa aðsetur um vertíðina í Njarðvikum, Kefla-
vik eða Leiru.
2. gr. Ekki má leggja net i sunnanverðan Faxa-
flóa fyr en 20. marz ár hvert. Seltirningar mega
leggja i sínar fiskileitir 14. marz og sömuleiðis
Álptnesingar, Hafnfirðingar og þeir, sem kringum
Hafnarfjörð róa.
3. gr. Ekki má leggja vestar í Leirusjó en
beina sjónhendingu úr Leirhólma á Blákoll (Hafn-
arfjall). Út fyrir þá línu íná enginn fara úr veiði-
gtöðunum fyrir innan Hólmsberg og ekki úr Leiru,
nema umsjónarmaður vilji undanskilja Gufuskála-
hvcrfið.
4. gr. Garðmönnum einum, sem þar eiga heima,
skal leyft að leggja net i Garðsjó, ekki samt vest-
ar en út undir Gerðahólma, en þegar dregur fjær
landi ekki vestar, en að Kolbeinsstaðavörðu beri
um Útskála. Þeir sem eiga heima sunnan Garð-
skaga og eiga uppsátur i Garði skulu hafa sömu
réttindi til fiskiveiða sem Garðmenn, en allir inn-
tökumenn í Garði skulu fara inn fyrir liuu þá, sem
dregin er undan Leirhólma.
5. gr. Auður áll skal vera með með öllu landi,
frá Gerðahólma og inn að Vatnsnesi, ekki mjórri
en V4 mílu undan Gerðahólma og Leirhólma og
liggi i boga með landinu, ekki minna undan Stakk
en Súlur séu framan til við Vatnsnes. Hann skal
marka með Bérstökum duflum, eins þéttum sem
hæfilegt þykir.
6. gr. Allar netatrossur í Leiru- og Garðsjó
skulu hér um bil liggja í stefnunni öpp á Strönd
eða Voga, en aldrei eptir línunni í þá átt, sem
húu liggur.
Ástæður fyrir þessum uppástungum eru: Við
1. gr. Að hafa ekki yfirumsjónarmann yfir netun-
um, jafn-hættulegu veiðarfæri, væri sama sem að
hafa skip stýrislaust og formannslaust. Við 2. gr.
Það er alveg ótækt að leggja fyr en 20. marz í
Leiru- og Garðsjó og er jafnvel ofsnemmt. Að
hanna Innnesjamönnum að leggja í sinar veiði-
stöður 14. marz, er ástæðulaust. Þeirra net hindra
ekki fiskigönguna, nema Álptnesingar færu inn í
Hafnarfjörð. Við 3. gr. Að leggja net vestar en
á móts við Lcirhólma, er óþarft og skaðlcgt fyrir
flskigönguna. Við 4. gr. Garðmenn má ekki úti-
loka frá því að hafa net og ekki svo mikil hætta,
ef þeir eru einir í Garðsjónum og auður áll með
landinu- fið 5. gr. Að hafa auðan ál meö landi
þarf að vera, meðan fiskur er i göngu, en umsjónar-
maður ræður, hvenær leggja má í hann eptir því
sem á stendur og fiskur hagar sér. Við 6. gr. Hana
geta allir skilið. Líka mætti taka línu fram und-
an Súlum framan til við Vatnsnes og það er oin-
faldast en nokkru lengra fyrir Leirumenn. Sumum
hefur dottið í hug að taka annað fjall heldur en
Súlur, t. d. Sýlingarfjallið utan til á Stapa, en þá
er breiddin of mikil í Garðsjónum. Að fara vestur
eptir hraunum er ótækt. Líka yrði að taka fram,
að sú lína næði ekki nema inn á móts við Vatns-
nes. Njarðvikingar mega ekki tapa brúnunum hjá
sér og þeim grunnslóðum, sem þar eru. Óþarfi er
að friða nokkuð grunnhraun i Njarðvíkum og á
Strönd, — því að þar er ekki næði fyrir fisk að
gjóta, þá er norðanveður gerir —, nema einungis
Vogahraun og eitthvað meira eða minna af Gjögra-
hrauni í Hafnarfirði, sem kunnugir menn álíta
hæfilegt. Þar þarf ekki að hafa yfirumsjónarmann
eins og syðra né auðan ál inn með landinu á
Hafnarfirði sunnanverðum.
11. V.
Ofsareður mikið gerði undir Eyjafjöll-
um 28. f. m. Fuku þá tvö skip og brotu-
uðu í spón; var anuað stórt skip, er notað
hafði verið til sjóróðra í Vestmanneyjum
en hitt sexróinn bátur. Á Hrútafelli fuku
um 100 hestar af heyi, er komið var í
garð. í Hlíð rauf 20 hús og á Raufar-
felli lamdi 13 kindur til dauðs. í grjót
garða rofnuðu stór skörð og sumir menn
meiddust af grjótfluginu. 10—20 grágæsir
fundust eptir veðrið, sumar vængbrotnar
og sumar lamdar til dauðs. Þykjast menn
ekki muna jafnmikið ofsarok þar eystra.
Einföld bjargráð. í danska dagblað-
inu „Danmark", sem nú er undir lok liðið,
stóð í vor svolátandi grein, rituð af dönsk-
um lækni. „Getur maður bjargað sjálfum
sjer f'rá drukkiiun, þótt hann kunni ekki
að synda?. Svar: já; það væri óeðliiegtef
hann gæti það ekki. Flestar aðrar skepn-
ur geta bjargazt, er þær detta í vatn, en
maðurinn hefur við framsóknarþróun sína
misst hæfileikann til að geta synt áu kennslu.
Það er menntunin, sem hefur svipt hann
þessari meðfæddu gjöf náttúrunnar og hún
er meira að sega orðin svo afvegaleidd, —
ef svo má að orði komazt — að menn í
dauðans ofboði gera alveg gagnstætt því,
er þeir ættu að gera sér til björgunar.
Þá er ósundfær maður dettur i vatn,
teygir hann handleggina upp úr, æpandi
og kveinandi, unz hann smátt og smátt
sekkur undir yfirborð vatnsins. En ein-
mitt sakir þess, að hann æpir og teygir
handleggina upp úr vatninu sekkur hann.
í vatni verður líkami mannsins léttari
en jafnmikið rúmmál vatnsius, og flýtur
því í vatnsfletinum. En því lengra sem
maðurinn lyptir líkama sínum upp úr vatu-
inu, því meir þyngist hann. Að rétta
upp handleggina til þess að halda liöfð-
inu uppi er því algerlega skökk aðferð.
Eunfremur er það auðsætt, að líkam-
inn verður að því skapi léttari, sem lung-
un fyliast meira lopti. Þess vegua er ó-
skynsamlegt að æpa. Maður á einmitt að
draga loptið sterklega að sér og anda því
frá sér smátt og smátt, setja um leið brjóst-
ið upp, teygja höfuðið aptur á bak og
leggja hendurnar aptur fyrir hnakkann,
Þá þenjast lungun út og fyllast lopti“.
Læknir þessi bætir því við að síðustu,
að sá er fylgi þessum afareinföldu reglum,
geti ekki drukknað. En það er auðvitað
ofmæit.
Einkennileg skipun. í Montenegro
er sjálfsmorð taiinn órækur vottur um hina
mestu ragmennsku, enda hefur enginn
Svartfellingur í manna minnum svipt sjálf-
an sig lífi. Það vakti því afarmikla eptir-
tekt, að þarleudur maður nokkur Ljezar
að nafni reyndi í sumar að ráða sjálfan
sig af dögum, til að sleppa úr greipum
lánardrottna sinna, er gerðust honum of
uærgöngulir. En það tókst ekki betur en
svo, að hann særðist að eins lítið eitt. Var
hann þá fluttur á spítala. Þá er land-
stjórnarinn, Nikita fursti, frétti þetta brá
hann við skjótt, heimsótti Ljezar á spí-
talanum og húðskammaði hann fyrir til-
tækið. Aumingja maðurinn bað furstann
auðmjúklega fyrirgefningar og færði sér
til málsbóta, að skuldheimtumennirnir hefðu
gengið svo hart að sér, að liann hefði verið
viti síuu fjær, er haun hleypti af pístól-
unni. Þá er Nikita heyrði frásögn hans,
kenndi hann í brjóst um hann og bauð að
greiða skuldir hans af sínu eigin fé, en
jafnframt skyldi Ljezar, undir eins og
hann væri gróinn sára sinna, fara aflandi
burt til að leyna vanvirðu sinni. Nokkrum
dögum síðar gaf Nikita út svolátandi skip-
un: „Allir þeir, er svipta sjálf'a sig lífi
eða að eius gera tilraun til þess, skulu
taldir ærulausir og sjálfsmorðingjarnirskulu
hanga á gálga heilan sólarhring. Það er
Svartíellingum ósamboðið að svipta sig líf-
inu, er Q-uð einn ræður. Það má að eins
leggja það í söluruar á vígvellinum ætt-
jörðunni til varnar“.
Einn á bát yílr Atlantsbaf fór ame-
rískur kapteiun nokkur Andrews að nafni
í sumar. Hann lagði af stað frá New-
Jersey 20. júlí og lenti heilu og höldnu í
Lissabon eptir 64 daga útivist 22. sept-