Þjóðólfur - 16.12.1892, Page 2
230
undan sönnum þjóðþrifum, þá er kippt
burtu aðalhvötinni til dugnaðar og fram-
kvæmda og um leið mögulegleikannm til
íslands endurreisnar. Þá er þessi von er
þrotin, þá liggur ekki annað fyrir en fara
til Ámeríku. En þá viljum vér spyrja:
Er Ameríka framtíðarland íslend-
inga?
Agentarnir segja já, en vér segjum nei,
og þeir eru margir, sem oss eru samdóma
um það, ekki að eins hér á landi, heldur
einnig meðal landa í Vesturheimi, þótt
lítið liafi borið á því hingað til. Það hef-
ur löngum verið sagt. bæði af agentum og
öðrum löndum vorum vestra, að vér hér
heima vitdum aldrei unna Ameríku sann-
mælis, en níddum hana niður til að hepta
fólksflutninginn þangað héðan af landi.
Þess vegna væri ekki að trúa neinu því,
er sagt væri um Ameríku í blöðunum hér
heima, því að það væri allt af hlutdrægni
talað. Vér skulum því ekki að þessu
sinni skýra frá vorri skoðun um það,
hversu árennilegt sé fyrir íslendinga að
flytja vestur, eða hversu ágætt framtíðar-
land Ameríka sé fyrir oss, sem hér eigum
heima, heldur ætlum vér að gefa iesend-
um vorum stutt ágrip af grein nokkurri,
er stóð í „Heimskringlu & Öldinni“, 62.
og 63. töiubi., í sumar. Hvorki Baidvin
agent né nokkur annar mun geta borið
höfundi þeirrar greinar á brýn, að liann
hafi nokkru sinni niðrað Ameríku, með
því að kunnugt er, að hann hefur jafnan ver-
ið og mun enn mjög hlynntur Ameríkuferð-
um. Auk þess er hann alira manna kunn-
ugastur landsháttum þar, og einmitt þess
vegua eru orð hans mjög eptirtektaverð
og hafa mikilvæga þýðingu fyrir oss í
þessu máli. Þessi maður er Jbn ritstjóri
ólafsson. í grein sinni, er hann kallar
„Samvizku-spurning“ getur lxanu þess í
fyrstu, að ganga megi að því vísu, að
mörg hundruð manna komi keiman af ís-
landi að ári, ekki sakir þess, þótt agentar
stjórnarinnar ferðist hér um, keldur sakir
harðærisius hér á landi þetta ár, sem nú
er að líða. Svo bætir hann við, að það
sé ekki nóg fyrir fólk að komast til
Winnipeg og standa þar svo ráðalaust,
vitandi ekki, hvað það eigi af sér að gera
og rennandi alveg blint i sjóinn um fram-
tíð sína. Hann segir reyndar, að ein-
hleypar stúlkur og einkleypir karlmenn
muni geta fengið atvinnu, en allt öðru
máli sé að gegna með fjölskyldufólkið:
hjón með stærri eða minni barnahóp. í
sambandi við það kemst hann svo að orði:
„Þetta fólk (nl. fjölskyldur) kemur
flest allt til að nema land og reisa bú.
Og landar vilja helzt búa í nýlendum.
En þráit fyrir störu auglýsingarnar
fylkisstjórnarinnar „um land fyrir alla“,
þá er nú ekkert byggilegt nýlendusvœði til
í Manitóba nærri neinum samgönguvegum.1
Ókunnugir rnuuu minna á Melíta-
nýlenduna; en eptir því sem vér höfum
getað frekast eptir komizt, erum vér hrædd-
ir um, að það nýlendusvœði sé ad eins stórt
humbugu. Jarðvegur mun vera svo slitr-
óttur, að varla eða alls eklci mun auðið að
fá samanhangandi 80 ekrur af yrkilegu
landi. Víða mun jarðvegurinn svo léttur
og sendiun, að hann verður fyrirsjáanlega
ónýtur eptir nokkur ár, og svo er það
skásta tekið af landi þar, að eins úrhrakið
eptir.
En hvað getum vér þá gert við vestur-
fara að heiman?
Þeir sem koma með næg efni til að
kaupa land og reisa þannig bú, eru svo
fáir, að um þá þarf ekki að tala. En
hvað kefur Manitoba að bjóða íslenzka
vesturfaranum, sem ekki hefur efni til að
kaupa land og viil búa í sveit með lönd-
um sínum?
EJckert.
Ekki nema Nýja-ísland og Álptavatns-
nýlendu.
Nýja ísland er nú gott land án efa,
en það eru annmarkar á því: samg'óngu-
leysi, skbgar, bleytur, flugurnar o. s. frv.u
I síðari hluta greinar sinnar talar rit-
stjórinn nánar um Nýja-ísland; segir, að
þar geti verið alllífvænlegt, ef dálítill meiri
manndáðar-bragur væri á nýlendubúum, en
menn hafi flutt þaðan sakir ýmissa örðug-
leika og því sé nýlenda þessi í niðurlæg-
ingu og engin rækt lögð við hana o. s. frv.
Hann segir, að örðugleikarnir séu alstað-
ar nokkrir, og að arðurinn af stritinu sé
vafalaust fullt svo óvís í sumum öðrum
nýlendum, og svo bætir hann við:
„Vér eigum hér ekki við nýlendur,
þar sem aldrei hefur enn fengizt óskemmd
uppskera, þar sem vatnsleysi gerir gripa-
rækt mjög örðuga, þar sem tæring ógnar
lífi, mannaþ og slmldasúpan ein heldur
manni föstumu o. s. frv.
1) Allar leturbreytingarnar eru gerðar af oss.
Bitstj.
2) Hér er eflaust einkum átt við Þingvalla-ný-
lenduna, sem mikið hefur verið ritað um i ísl.
blöðunum vestra í sumar. Kvað nýlenda þessi vera
lítt byggileg, og eru líkur fyrir, að fólk flytji burtu
þaðan hópum sarnan. í 68. tölubl. „Hkr. & Aldar-
innar“ 21. sept. segir ritstjórinn, að sumarfrost,
vatnsleysi og óhollusta fyrir líf og heilsu manna
Um Argyle-nýlenduna segir hann, að
ekki sé um hana að tala sem athvarf fyr-
ir nýkomendur að heiman, nema þá efna-
menn, sem geti keypt lönd og það allmiklu
verði.
Að lyktum segir ritstjórinn:
„Að vísa mönnum til Melíta-nýlendu
hyggjum vér vera samvizkusök.
En hvað ætlar þá Manitobastjórn að
gera við nýkomendur að heiman?
Hún hefur að vorri hyggju ekkert líf-
vœnlegt landssvæði til handa þeim annað
en Nýja-ísland og Álptavatns-nýlenduna.
En þar sem stjóruin liefur kostað fé
til þess að koma mönnum úr Nýja-íslandi
vestur til Melíta, þá eru lítil líkindi til,
að hún vísi nýkomendum norður til N.-Isl.
en meiri lílcur til lxins, að allt verði gert
til að lokka þá vestur til Melíta, enda mun
„agent“ hennar hafa þar lönd að selja,
sem heldur eru líkur til að komist í verð,
og að hann geti matað dálítið krókiun á,
ef hann getur uunið nokkra ísleudinga til
að taka upp heimiiisréttarlöndin þar“.
Hvað segir herra Baldvin um öll þessi
boðorð? Hvernig geðjast honum að þessu
kalda steypibaði ofan ytir Landnema-lof-
dýrðina um landgæði og óþrjótandi land-
rými í Manitoba?
Grein herra Jóns Ólafssonar ber vott
um, að Vestur-ísleudingar eru farnir að
sjá og viðurkenna ýmsa annmarka þar
vestra, og það gleður oss, því að SVO er
réttast ritað um hvert mál, að á það sé
litið frá fleirum en einni hlið. Vér hérna
heima sjáum einnig ýmsa annmarka á
gamla íslandi, og vér könnumst fúslega
við þá, en vér viljum ekki kannast við,
að það sé afkrak veraldar, en Ameríka
sæluland, því að vér vitum að það er rangt.
Aðalniðurstaðan verður þá sú, að gamla
ísland hefur allmarga galla, og Ameríka
hefur einnig marga galla. Er þá kyggi-
legt eða heppilegt að flytja héðan til Ame-
ríku, eða getum vér vonast eptir að eiga
betri framtíð þar fyrir höndum, en vér
getum vonast eptir hér með dáð og dugn-
aði? íhugið þetta málefni alvarlega, kæru
landar, áður en þér stigið algérlega fæti
af fósturjörðu yðar og atkugið nákvæm-
lega orð Jóns Ólafssonar, sem hér að fram-
an eru greind. Þau eru að mörgu eptir-
tektaverð. Honum getur ekki orðið borin
séu í stuttu máli ágailar nýlendunnar. Segir hann,
að það sé óefað, að hveitiuppskeran hafl brugðizt
þar hvert einasta ár síðan uýlendan byggðist m. fl.
„Það er landið og náttúran, sem stendur hér öllu
fyrir þrifum“, scgir einn nýlendubúinn í
„Lögbergi".