Þjóðólfur - 23.12.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.12.1892, Blaðsíða 2
234 og ætlar hann frá nýári að gefa það út hér í bænum. En er Norðlendingar fengu vissar fregnir um þá færslu, kunnu þeir því illa, að ekkert blað kæmi út þar nyrðra, og hafa því nokkrir menn þar stofnað hlutafélag til að koma á fét nýju blaði, er koma skal út á Akureyri nú frá ný- ári. Ætluðu hluthafendur að halda fund með sér 10. þ. m. til að kjósa ritstjóra og 3 manna ritnefnd honnm til aðstoðar. Munu þeir Stefán Stefánsson kennari á Höðruvöllum og Klemens Jónsson sýslu- maður vera helztu hvatamenn þessa fyrir- tækis. Er oss skrifað þaðan að norðan, að nýmæli þessu — blaðstofnaninni — hafi verið vel tekið og á skömmum tíma fengizt lofun fyrir allmiklu fé til að koma því á fót. Blaðið á að verða jafnstórt og „Norðurljósið11 er nú og með sama verði. Samsöngur var haldinn i Goodtempl- araliúsinu 17. og 18. þ. m. af „söngfélag- inu frá 14. jan. 1892“ undir forustu hr. söngkennara Steingr. Johnsens, er verið hefur helzti hvatamaður að stofnun félags- ins. Samsöngur þessi var vel sóttur eink- um síðara kveldið og þótti vel takast. Etelgi Helgason og lúðrasveit lians lék og nokkur lög við þetta tækifæri. Þess er og vert að geta, að allir textar voru prentaðir í heilu lagi af þeim kvæðum, er sungin voru, og hefur það ekki fyr verið venja við samsöngva. Er það að vísu nokkur kostnaður, en margfalt þægilegra og skemmtilegra fyrir áheyrendur og fest- ir lögin betur í minni manna, enda von- um vér, að þessari nýbreytni verði jafnan fylgt við allæ markverða samsöngva hér eptir. Efnið í síðasta kvæðinu („Vorið er komiö og grundirnar gróa“) virtist oss miður heppilegt á þessum árstíma. Það hefði verið viðkunnanlegra að syugja eitt- hvert annað íslenzkt lag. með samstilltara efni. Nóg er til. Um rannsóknina í máli Skúla sýslu- manns Tlioroddsens. Út af ummælum vorum í 51. tölubl. „&j6ðólfs“ 4. f. m. um drátt rannsóknarinnar gegn hr. Skúla 'Thoroddsen, hefur oss horizt alllangt erindi frá rannsóknardómaranum, hinum setta sýslumanni og bsejarfógeta á ísaflrði, hr. Lárusi Bjarnason, dags. 2. þ. m., með tilmælum um, að vér birtum það í blaðinu, og viljum vér því hér með gefa lesendum vorum greinilegt ágrip af þessari skýrslu, svo að almenningur fái að sjá, hvernig rannsókninni hing- að til hefur verið hagað, með því að það hefur áður ekki verið fullkunnugt. KannBóknardómarinn segir í fyrstu, að það sé mishermt, að hr. Sk. Thoroddsen hafi ekki verið kvaddur fyrir rétt fyr en 20. október, rannsóknin hafi byrjað 3. október og hr. Thoroddsen hafi mætt fyrir rétti bæði fyrir og eptir 20. s. m. Hann segir ennfremur, að ýmsar ástæður hafi verið til þess, að rannsóknin hafi ekki hafizt fyr en 3. okt., þar á meðal fyrst og fremst, að afhending embætt- anna í sínar hendur hafi ekki farið fram fyr en 7. september, og svo einnig, að hann hafi haft 1 sakamál og 2 sakamálsrannsóknir fyrir i september og þær báðar fyrirhafnarmiklar. Hefði önnur þeirra (hin síðari) verið rannsóknin gegn Sigurði Jóhaunssyni („skurð"), er grunaður var um að hafa myrt Salómon sál. Jónsson frá Plateyri. Segir rannsóknardómarinn, að amtið hafi með bréfi dags. 20. apríl þ. á. boðið að halda rannsókninni gegn Sigurði áfram og hafi sér þvi þótt raál til komið að fullnægja bréfinu. Kveðst hann hafa varið 7 síðustu dögunum af september til þessarar rann- sóknar gegn Sigurði á -Plateyri. Ennfremur getur hann þess, sem afsökunar á drætti rannsóknarinn- ar, að hr. Thoroddsen hafi verið 14 daga fjarver- andi á Reykjavíkurferð sinni. Að svo mæltn skýrir rannsóknardómarinn frá, að síðan rannsóknin gegn hr. Thoroddsen hófst, hafi henni verið hraðað eins mikið og ástand sak- arinnar sjálfrar og aðrar embættisannir hafi leyft; reyndar hafi réttur ekki verið haldinn í málinu á hverjum degi, enda muni enginn með sanngirni geta ætlazt til þess, einkum þá er litið sé á það, að hann hafi haft 3 sakamálsrannsóknir til með- ferðar jafnhliða aðalrannsókninni gegn hr. Thor- oddsen. Kveðst hanu þó hafa haldið 21 réttar- próf í „Skúlamálinu“ svokallaða og leitt 22 vitni, auk þess, sem nokkur þeirra hafi verið loidd hvað eptir annað. Að endingn skýrir rannsóknardómarinn svo frá, að hér geti ekki verið um neinn drátt á rannsókn- inni að ræða samkvæmt hinu ofantalda og ekki sé heldur fyrirmælum frá „hærri stöðum“ um að kenna. Lýsir hann því að lokum afdráttarlaust yfir, að hann liafi ekki fengið nokkra æðri skip- un til að draga rannsóknina. Ritstj. DÁNARSKRÁ. Kristófer Finubogason, fyr bóndi á Stóra- fjalli i Borgarhreppi, andaðist á Stóruborg i Víði- dal hjá Pétri syni sínum 17. f. m., áttræður. Por- eldrar hans vorn Pinnbogi Björnsson borgari í Beykjavík og Arndís Teitsdóttir vefara (f 1809) Sveinssonar. Bræður Kristófers voru þeir séra Jakob í Steinnesi, Teitur dýralæknir og Ásgeir dbrm. á Lnndum. Var hann atgervismaður um margt sem bræður hans. Hafði hann á yngri ár- um lært bókband og sjómannafræði, kvæntist síðar Helgu dóttur Péturs Ottesens sýslumanns í Mýra-» sýslu og bjó lengi á Stórafjalli góðu búi, unz hann hætti búi og fór noröur til sonar síns. Ástríður Vcrnharðsdóttir (prests Þorkelsson- ar, er síðast var í Beykholti) andaðist 24. nóvbr. í Nesi í Höfðahverfi. Hún var fædd í Nesi i Aðal- dal 18. april 1818, þar sem faðir hennar var þá prestur. 1838 giptist hún Sigurði óðalsbónda Jóns- syni i MSðrudal á Pjöllum, og bjuggu þau lijón þar þangað til Sigurðnr dó 1874, en hún bjó þar síðan fá ár eptir það. Sigurður og Ástríður áttu saman 12 börn, sem öll eru dáin nema Elísabet kona Einars alþingismanns Ásmundssonar í Nesi. Ástríður var kona vel að sér og virt af þeim, er til hennar þekktu. Guðbjörg Árnadóttir (bónda Jónssonar Thor- oddsens á Látrum) kona Ólafs bónda Jónssonar í Króki á Bauðasandi andaðist þar á heiinili sinu tir lifrarveiki 31. júli í sumar, 34 ára að aldri, fædd í Kvígyndisdal 12. júií 1858, flutti með for- eldrum sínum að Hvallátrum 1871, en fór að Sjö- undá vorið 1879 og giptist þar eptirlifandi manni sínum 8. okt. s. á. Þaðan fluttu þau hjón að Hvallátrum 1883 og svo að Króki 1885. Áttu þau saman 9 börn og lifa 4 þeirra. — Hún var gáfuð kona og sköruleg og vel ■metin af öllum, er henni kynntust. Ingveldur Stefánsdóttir (presta í Hjarðarholti Benediktssonar og Ingveldar Bogadóttur i Hrapps- ey Benediktssonar) ekkja séra Benedikts Þórðar- sonaT i Selárdal, andaðist þar hjá séra Lárusi syni sínum sneinma i f. m., um áttrætt. 1836 giptist hún manni sinum, er þá var prestur að Stað á Snæfjallaströnd; síðar fluttu þau hjón að Garpsdal, Kvennabrekku, Brjámslæk og síðast að Selárdal og þar andaðist séra Benedikt 9. des. 1882. Þau áttu saman 3 börn: Stefán snikkara, séra Lárus i Sel- árdal og Ingveldi, er átti séra Páí Sivertsen (nú prest að Stað í Áðalvik). Þyngsti maður í heimi andaðist í sumar af offitu í New Jersey i Banda- ríkjunum 40 ára gamall. Hann hét Tur- fiian Schenck og var svertingi. Þá er hann gekk í skóla um fermingaraldur óg hann 373/2 fjórðung, en 50 fjórðungar að þyngd var hann orðinn um tvítugsaldur. Þá var það, að konungnr „humbugsins“ Barnum fékk hann í sitt fóruneyti og flutti hann fram og aptur um Bandarík- in til sýnis. Var Schenck þá almennt nefndur „feiti drengurinn hans Barnum’s“ („Barnums fat boy“). Síðan skildisthann við Barnum, og ferðaðist um einn saman og sýndi sig fyrir peninga, og græddi þá stórfé, en lét af ferðum fyrir nokkrum árum og settist í helgan steiu. Var hann þá orðinn 531/,, fjórðungur að þyngd. Ekki varð líkkistu hans komið út úr hús- inu, fyr en dyrastafirnir voru höggnir burtu. Kýrin, scm stangaði gamla Grladstone er þegar orðin heimsfræg og sækjast meun ákaft eptir að eignast einhverjar leifar af henni. Manninum, sem skaut hana, voru boðnar 200 krónur fyrir hauskúpuna, horn- in og klaufirnar, en haun liafnaði boðinu og gaf bænum Chester ailt saman til geymslu á gripasafni. Slátrari, scm hafði keypt húðina á 40 kr. seldi hana aptur „safnara“ nokkrum á 100 kr. og aðrir safnarar keppa liver um anuan þveran að eignast eiua eða fleiri tennur úr hinni nafnfrægu kú, er varð að láta líf sitt fyr- ir frægðina. Fyrir liverja tönn borga Eng- lendingar með ánægju 2 kr. 50 aura.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.