Þjóðólfur - 23.12.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.12.1892, Blaðsíða 3
235 Frá myrkri til ljóss. Jólasaga. Það var blæjalogn uw kveldið, eu frost mikið. Menn voru nýkomnir lieim frá guðsþjónustunni í kirkjunni á hinu belg- asta kveldi ársins. Orgelhljómurinn og sálmasöngurinu, er fyrir skömmu hafði ómað frá hinni uppljómuðu kirkju, var þagnaður. Snærinn lá eins og hvít ábreiða yfir götum og torgum borgarinnar, og það marraði í honum undir fótum hinna fáu mauna, er enn voru úti á gangi, en allir hlupu þeir, sem fætur toguðu, til að kom- ast sem fyrst úr kuldanum, heim í hlýjar stofurnar, þar sem bráðum átti að kveikja á hinum alskreyttn jólatrjám, er bregða hátíðaljóma sínum yfir ánægjuleg, broshýr andiit og strá geislum friðar og fagn- aðar yfir ásýnd litlu barnanna. Það var á aðfangadagskveld jóla, þess- ari helgu stund, er unga og gamla hlakk- ar til vikum og mánuðum saman. Að vísu veitir hún mörgum gleði, ánægju og uppfylling leyndra óska, en sumir eru þó þeir staðir, er sólargeislarnir skína ekki á, þar sem jólastjarnan bliknar fyrir hel- þungum harmi og sviknum vonum. í mjórri, afskekktri götu í hinum óveg- legri hluta bæjarins stóð lítið veitingahús. Það logaði að eins á einu gasljósi í veit- ingasalnuin, og var því hálfdimmt inni. Veitingamaðurinn sat hálfsofandi við sölu- borðið; hann langaði til að loka, svo að hann gæti farið að halda hátíðina með heimamönnum sínum, og það var auðséð, að honum þótti hreinn óþarfi að kveikja fleiri ljós, því að hann ímyndaði sér, að þetta kveld kæmu víst ekki fleiri gestir. Úti í einu horninu sátu þrír fátæklega klæddir menn við borð. Sá, er leit út fyrir að vera yngstur þeirra, var fríður sýnum og í rauuinni ekki óvingjarnlegur á svipinn, en andlit hans bar þó Ijós merki um óhóflega nautn áfengra drykkja. Ef til vill var hann að drekkja einhverjum þungum harmi í bárum víusins. Hann starði út í loptið, og meðan hann bar glasið að vörunum, tautaði hann við sjálf- an sig: „í kveld eru að vísu jól — það væri iiklega réttara að vera heima hjá konu sinni og barni, en það er óþolandi þar að vera, sakir alls þessa harmakveins og hryggðarveins. Geti drengurinn ekki lifað, nú, jæja þá —“. Hann hafði elcki tíma til að ljúka við setniuguna, því að hurðinni var lokið upp og inn gekk kona, vafin þunnu sjali; hún var ungleg að sjá, og andlit hennar bar vott um fegurð, en nú var hún fölleit og mjög raunaleg og sorgbitin á svipinn. Hún gekk að borðinu, þar sem hinir þrir menn sátu, tók í handlegginn á einum þeirra, og ávarpaði hann með auðmjúkri rödd: „Kristján! komdu nú heim með mér“. „Heim!“ svaraði hann, „heim! til þess að hlusta á grátinn og veinið í ykkur, nei, far þú, eg verð hér kyr“. „Komdu nú með mér“, sagði hún, og leit svo bænarlega á hann, „mundu eptir því, að það er aðfangadagskveld jóla, og svo skyldi litli drengurinn okkar deyja, meðan þú situr hérna. Kristján! en að þú skulir geta fengið af þér, að láta okk- ur vera alein heima þetta kveld“. Kristján spratt upp reiður, stjakaði við henni og mælti: „Farðu burt! þú átt ekki hér að vera“. Hin unga kona sneri við, og gekk út, grátandi. “Þetta var alveg rétt gert“, sögðu fé- lagar hans, „svona á það að vera. Þú getur þó ekki haldið líftórunni í drengn- um. Hæ! Veitiugamaður! eina umferð enn!“ „ Jú! en hún verður hin síðasta í kveld, þvi að bráðum fer eg að Ioka“, mælti hann. Um miðnætti fóru hinir þrír félagar burt úr veitingahúsinu. Við dyrnar skildu þeir, og hver gekk leiðar sinnav. Kristján gekk eptir auðum götunum heim til sín. Hið kalda næturlopt svalaði honum, og ölvíman tók að renna af honum nokkuð svo. Sumstaðar var enn ljós i gluggum, og á einum stað sá Kristján gegnum glugg- ann inn í stofuna; þar stóð stórt jólatré á gólfinu og hingað og þangað á borðum og stólum lágu leikföng og allskonar góðgæti. Kristján nam staðar og sá í anda litla, fátæklega stofu, kalda og óvistlega og í henni lítinn dreng — drenginn sinn — sofnaðan hinum síðasta blund. Hann brá hendinni fyrir augu sér, og gekk hröðum fetum um göturnar, unz hann loksins nam staðar útí fyrir húsi nokkru, en þar hvíldi dauðaþögn yfir öllu; í glugganum á herbergi sínu sá hann þó ljósskímu, og hann gekk hægt upp stig- ann, lauk upp hurðinni og gekk inn. í fletinu lá hið sjúka barn og móðirin á knjám fyrir framan það. Þegar hann kom inn, var auðséð, að litli drengurinn þekkti hann, því að ofurlítið bros sveif yfir hið föla andlit hans, er var orðið svo magurt af veikindum. Móðirin stóð upp og gekk á móti manni sínum. „G-uði sé lof, að þú kemur“, mælti 1 i „það er víst bráðum á enda stríðið fyrir honum“. Kristján gekk að sænginni, beygði sig niður, klappaði á iitla kollinn og kyssti á hið kalda enni drengsins. Þá bráðnaði isinn, sem hiuir þungbæru dagar höfðu lagt um hjarta hans, og allt í einu stóð honum iifandi fyrir liugskotssjónum, hversu •heitt hann þó í raun og veru elskaði þetta barn; hann nötraði allur og kaldur svit- inn draup af enni hans við hina óttalegu tilhugsun, að drengurinn myndi deyja. „Eg skal liggja grafkyr11, sagði litli drengurinn lágt, „eg er svo þreyttur, nú ætla eg að sofna dálitla stund“. Hann klappaði ofurhægt. á hönd pabba síns, þangað til augnalokin Iögðust aptur og hann sofnaði. Faðir hans stóð þegjandi og starði á blessað litla andlitið, utan við sig af harmi og kvíða. Þá heyrði hann nafn sitt nefnt í lágum róm; hann sueri sér við og sá kouu sína standa hjá sér. „Heldurðu að hann deyi?“ spurði hunn með skjálfandi rödd, og tárin komu fram í augun á honum. „Það er á drottins valdi, hann getur snúið öllu til hins beztau, mælti hún. Kristján vafði konu sína að brjósti sér og mælti: „Getur þú, Kristín mín elskulega! fyrirgefið mér allt, er eg hef brotið gegn þér og Karli litla?“ „Eg hef fyrir gefið allt og gleymt öllu“, svaraði hin trygga, ástríka kona og horfði á mana sinn með tárvotum augurn. „Drott- inn, sem séð hofur hryggð þína og iðran, mun einnig fyrirgefa þér. Hann sé hugg- un okkar og von“. Bæði hjónin, er hin sameiginlega sorg hafði samtengt, krupu á kné við rúm litla drengsins, og héldust í hendur, og þessa jólauótt stigu hinar heitu bænir þeirra upp til hans, sem er herra lífs og dauða. * * * Eitt ár var liðið og klukkurnar kvöddu aptur kristua menn til guðsþjónustu á að- fangadagskveld. Uppi í litlu stofunni snarkaði eldurinn í ofninum, og varpaði rauðum bjarma yfir gólfið, þar sem 'Ijóshærður, fjögra ára gamall drengur sat og var að leika sér að gull- unum sínum, mjög ánægjulegur á svipinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.