Þjóðólfur - 13.01.1893, Side 3

Þjóðólfur - 13.01.1893, Side 3
7 f Guðmundur Gíslason í Ánauaustum. Hví getur enginn þessa merkismanns, þ6tt ei liann hefði auð né völdin há ? Hvi ganga allir gröf hana hljóðir frá, en geta ei neitt um starf né hreytni hans, þótt starf hans væri’ ei stórt? — En hvað það var j raun og veru, vita fáir rétt. H&ns orð og rit voru’ ei í letur sett, og enginn veit hve þungt hans hugur bar. En starf sitt hann stundaði hér með stillingu, alúð og þrótt. — Hann stýrði um stormsjð og sker, i frosti, á fannkomu-nótt. Og húss síns var hirðir hinn bezti, hann hataði ódáð og lesti. Sál hans var fjörug og frið, fól í sér hjartnæma tóna, fáir sem hirtu að heyra, því heiminum horfði ’ann ei við. Lundin var ljóshýr og blíð, þótt lífsþrá í hjartanu gróna hann bæri, sem bæði um meira en brestandi kraptur fékk veitt. Hann elskaði frelsi og frið og fram kom sem vermandi ljós, þótt innra’ eptir andlegum auð hann æskti svo brennandi heitt. Hann skorti ei blessan né brauð, og brast ekki verðskuldað hrós. En opt stigu andvörpin þung i einrúmi brjósti hans frá; því leið hans var lögð yfir hjarn of langt burt frá menntunar-lindum. En sál hans var ætíð svo ung, eilífu vizkunnar barn. Sem útlagi heimsvinum hjá, við hafið, þar aldan sér leikur breiðfelid, við brimgrafna strönd brotnar fyr’ æðandi vindum, vann hann með hagvirkri hönd og hugarins elju, — þó veikur, því kraptarnir fórluðust fljótt. Pljótt kom hin síðasta nótt! Autt er nú í Ánanaustum, þar ekkjan föl sinn hollvin grætur um kalda daga’ og dimmar nætur: finnst allt dauft og fálegt inni, fær ei gleymt hans návist blíðu, er af hans studdist armi hraustum. En í tárlaug sér hún sinni sólargeisla-brotin fríðu. Það er mæddrar móður gleði — misst þó hafi vininn kærsta, — hugarfró og hjálpin stærsta: hjartkær börn, sem farsæl vaka yfir hennaT harmabeði, og að sér hana í elli taka. G. Þ. Hitt og þetta. Prestur nokkur á Skotlandi, sem látinn er fyrir fám árum var vanur að segja, að hann hefði lifað samfleytt 7 ár án þess að eiga afmælisdag. Þeir sem heyrðu þetta gátu alls ekki skilið, hvernig þessu var varið og brutu mjög heilann um það. Þeir vissu, að þótt hann væri fæddur hlaupársdaginn 29. febrúar yrði hann samt að eiga afmælisdag 4. hvert ár. í fyrstu hugðu menn, að presturinn, Bem var hneigður fyrir að gera að gamni sínu, segði þetta til að gera gys að trúgjörnum mönnum. En því var alls ekki svo varið. Allar likur eru helzt fyrir því, að nú sé enginn á lifi, er geti sagt þetta um sjálfan sig, þvi að til þess að geta það yrði hanu að vera fæddur 29. febr. 1796. Ráðuing þessarar gátu liggur í því, að árið 1800 var ekki hlaupár. Prestur sá, er hér ræðir um var nl. fæddur 29. febr. 1796 og næsti afmælisdagur hans var þvi 29. febr. 1804, er hann var 8 ára. Með þvi að árið 1900 er heldur ekki hlaupár, gildir hin saraa regla um þann, er fæðist 29. febr. 1896 og lifir til 1904. Sérhver auðmaður ætti að skoða hvern fátækl- ing sem lánardrottinn sinn, en hins vegar á ekki hver fátæklingur að skoða hinn auðuga sem skuldu- naut sinn. (Marie v. Ebner-Eschenbach). Góð samvizka er betri en 1000 vitni. Allt sem vér elskum i sannleika er óbætanlegt, og ef vér ímyndum oss, að auðið sé að bæta það með öðru, höfum vér aldrei elskað það i raun og veru. 8 það, er hann vildi ekki láta alla af vita. En margt var það, sem Magnús þurfti á laun að hafa, og leitaði hann opt þangað um það leyti, er annað fólk var háttað eða að hétta. Þetta kveld fór Magnús einnig þangað í einhverj- um slíkum erindum. Gekk hann inn í kirkjuna, og baukaði þar eitthvað inni, en þegar hann kom út aptur, sá hann stúlku þessa, sem þegar er getið. Varð hon- um fyrst í meira lagi hverft, af því að hann hélt, að að þar sæti draugur á leiðinu. En brátt varð hann þess áskynja, að svo var eigi. Var þetta stúlka ein ung, er Guðrún hét, frá Skáldstöðum, sem er bær rétt á móti Hólum vestanmegin árinnar. Svo stóð á, að móðir hennar hafði verið þar, og hún einnig nokkur ár fyrir- farandi; hafði móðir hennar Iagzt veik um haustið, og legið veik til nýárs og dáið síðan. Var hún jörðuð að Hólum, sóknarkirkju sinni. En eptir dauða móður sinn- ar varð Guðrún sem hálf-frávita, sinnti eigi störfum, og var þungt mjög. Hafði hún unnað móður sinni mjög, en faðir hennar var löngu dáinu. Á Skáldstöðum var þá tví- eða þríbýli og allt mestu bjálfar. Þóttist hús- bóndi hennar illa haldinn af veru hennar, og rak hana í burtu á Góu; var henni þá ekki annað úrkostar en fara á vergang, og Iifði hún þannig á flækingi; rættist af henni þunglyndið á því flakki, því að það átti vel 5 í Hólum forðum, eða kannastu ekki við það, þinn skelmir ?“ Magnús var kominn á fætur á meðan Guðbrandur lét þessa dælu ganga, og þaut upp við og sagði: „Hefur andskotinn sent þinn ærulausan hundavott á mína leið til að brigzla mér — væri betur að einhver hefði heyrt til þín —“ þaut hann af stað á móti Guð- brandi, en þá var það jafnsnemma að þeir tókust á, og tveir menn komu á harðaspetti framan melana, og stukku af baki. Voru það þeir Björn Hallsson lögréttu- maður í Hvassafelli og Guðmundur bóndi Ólafsson í Hleiðargarði. Voru þeir hinir helztu menn í héraði á þeirri tíð. Þeir stukku þegar af baki, og skildu þá; tók Guðbrandur þegar vel í að hætta, sótti hatt sinn út í eyrina, tók hest sinn, og teymdi hann til þeirra. En Magnús var í hinu versta skapi, og vildi ekki taka sáttamálum þeirra. Varð því viðstaða lítil og reið Magnús suður mela, en Guðbrandur hélt áfram leið sinni ofan fjörð með þeim félögum1. Magnús reið hvað af tók suður alla mela, yfir >) Magnús Benediktsson og Guðbrandur Björnsson voru engir vinir; ganga illyrða- og áflogamál á milli peirra i þingbókum, hvað eptir annað. Skammir þær, er hér fara þeirra á milli, eru lagaðar eptir hrakyrðum fyrir rétti, sem þeir heimtu bókaðar hvor eptir öðrum 16. júní 1701.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.