Þjóðólfur - 09.02.1893, Blaðsíða 3
23
Þetta eru drauniar, sem spretta af
merkjunum, er flytjaat frá yfirborði líkam-
ans geguurn taugarnar, unz sálin verður
fyrir samkynja áhrifum. Samkvæmt sömu
reglu geta sterk áhrif, sem vér verðum
fyrir í vökunni, eínnig verkað allmjög á
drauma vora. Annar skozkur heimspeking-
ur Beattie (f 1803) segir svo frá, að einhverju
sinni hefði hann riðið 30 enskar milur
í miklu ofviðri, en nóttina eptir hefði sig
dreymt svo óttalega drauma, að hann
hefði ekki haft nein önnur ráð en að halda
sér vakandi. „Hefði eg verið hjátrúarfuil-
Ur“, segir hann, „mundi eg hafa hugsað,
að einhver óhamingja vofði yfir mér, en
mér kom tii hugar, að allir þessir óttalegu
draumar ættu rót sína að rekja til veð-
ursins, sem eg hreppti daginn áður“.
(Framh.).
Óhentugt fyrirkomulag.
(Eptir bréíi úr Mjóafirði i desbr. f. á.).
„Hörmulegt er, hvernig strandferðunum hjá
oss er hagað; ]iað sýnir sig ljósast uö. Sunnlend-
ingar dvöldu hér júlí, ágúst og fram yfir miðjan
Beptejnber og fengu 3—5 skpd. hlut, og margir hafa
liklega eigi sloppið heim skuldlausir. En svo kem-
ur hálfur september, allur október og hálfur nóvem-
i>°r, og þeir sem hafa dvalið þá, hafa fengið frá
5—15 skpd. af fiski, mestallt þorski. Það er því
afar-áriðandi, bæði fyrir Sunnlendinga, sem hingað
sækja austur að leita sér atvinnu við róðra, og
fyrir þá, sem taka þá, að strandferðaskipið færi
um þessa fiskisælu firði hér eystra um miðjan nóvem-
bermánuð til að taka Sunnlendinga og fiytti þá
svo sunnanlauds heim til sín, og austur hingað
ættu einnig Sunnlendingar helzt að koma sömu
leið í miðjum júnímánuði. Á þann hátt gætu orð-
ið full not að þessari miklu atvinnu. Seint í sept-
ember væri einnig gott, að skip færi héðan suður,
þvi sumir, er hingað koma austur til róðra, þurfa
þá heim til sín ýmsra orsaka vegna. Alþing vort
ætti itarlega að taka til greina þessar fólksflutn-
ings-strandferðir sunnan um land í miðjum júni og
miðjum nóvember.
Eg held það sé óhætt að fullyrða, að einmitt
þessar ferðir séu langnauðsynlegustu og þýðingar-
mestu ferðirnar fyrir Austur- og Suðurland, þvi
hvað er þýðingarmeira eu að fátæk alþýða á ís-
landi geti leitað sér atvinnu sem hægast og kostn-
aðarminnst, einmitt á þeim tíma, sem bezta at-
vinnu er að fá i því og því byggðarlagi.
Eg gæti t. d. eigi séð það miklum erfiðleikum
bundið, að póstskipið, er það kemur frá Höfn í
nóvember, skryppi þá snöggvaBt inn á Seyðisfjörð
og kæmi svo við á fjörðunum suður eptir að taka
róðrarmenn, ef til vill 5—600 manns. Það er ó-
bærilegt fyrir fátæklinga að neyðast til að flækjast
með póstskipinu norður fyrir land, þó á hentugum
tíma væri. Það er bæði miklu dýrara og svo
gengur svo langur tími í það; en tíminn er pen-
ingar, sé hann vel notaður“.
f Andrés Kjerulf sonur héraðsiæknis Jörg-
ens Kjerulfs var fæddur 1. jan. 1822 á Brekku í
Fljótsdal; kvæntist Önnu Jónsdóttur frá Melum
árið 1844; reisti þar bú sama ár og bjó þar góðu
búi til 1877, að hann lét af búskap. í sýslunefnd
var hann kosinn þá sveitarstjórnarlögin geugu í
gildi og sat í henni þar til bann brá búi. í sátta-
nefnd var hann lengi. Kosinn var hann á Akur-
eyrarfundinn 1856, og Þiugvallafundarmaður 1873.
Bókbandsiðn lærði hann hjá Grími Laxdal. Hann
var meðalmaður á allan vöxt, ljós á hár og skegg
og fríður sýnum, fjörmaður fram á elliár, verk-
maður mikill og hagsýnn í verkum, var með fyrstu
og ötulustu hvatamönnum að búnaðarfélagi í Fijóts-
dal, er stofnað var laust fyrir miðja öldina. Byggði
fyrstur manna á Austfjörðum flóðgarða (um 1850),
og var þá gert háð að þessu, og sagt, að liann
væri að hlaða skotgarða, þvi hann var góð skytta.
Nú eru flæðiengi í Fljótsdal þar, sem þeim verður
við komið og helmingi meiri (og hægri) útheyskap-
ur en áður. Hversu snemma bar á gáfum hans
má nefna, sem dæmi, að fermdur var haun á þrett-
ánda ári. Hann var bóklega betur að sér en
nokkur aunar bóndi á Austfjörðum á hans dögum.
Fundi í héraði sótti hann, en opt var bann ekki
sammála við aðra, einmitt fyrir það, að hann var
á undan sinni tíð.
Hann lézt að heimili sínu Melum 30. júní s. 1.
Anna kona hans dó 8 árum á uudan honum, og
var þá sex ug. Þeim varð 14 barna auðið; 3 dóu
þegar i æsku, en 5 þroskuð (2 synir, Jörgen og
Eiríkur, hreppstj. á Ormarsstöðum, og 3 dætur, 1
gipt); 6 lifa: Þorvarður héraðslæknir, Jón bóndi á
Melum, Guðmundur hreppsnefndarmaður á Fljóts-
i bakka og Sigfús (ókvongaður) á Hafursá; Solveig
20
að taka á móti honum“, svaraði Þorsteinn, og horfði á
manninn, og bar hönd fyrir augu. „En það er ekki
hann, sko, það er miklu minni maður“.
Maður sá, sem til sást, stefndi frá Eyjafjarðará
heim að Úlfá frá vaðinu á Tjarnasandi. Hann reið mik-
inn, og bar fljótt yfir, og kom hann von bráðara heim
á túnið til þeirra.
Það var Jón Hálfdanarson vinnumaður Magnúsar í
Hólum, og reið liinum helzta reiðhesti hans, og svo í reið-
tygjum hans hinum ágætu1, sem áður er um talað í
í byrjun sögu þessarar.
Jón var lítill maður vexti og óálitlegur; hann var
móleitur i andliti, bleikur á hár og skegg, og var hárið
þunnt og lýjulegt; skegg var lítið á efri vör, og héngu
toppar niður með munuvikjunum og ofan í hökuskeggið.
Það var þunnt og lýjulegt líka, en nokkuð langt og úfið.
Augun voru Ijósleit mjög, og eigi upplitsdjörf, og ein-
kennilegt var það við andlit hans, að ekkert hár var í
augnabrúnunum.
Hann kastaði á þau kveðju, og fór af baki. Báðir
spurðu hver annan tíðinda, en lrvorugur vissi neitt af
þeim að segja. Rifjuðuö þau nú flekkinn á enda og
gengu svo keim.
___Þorsteinn bauð Jóni heim og spurði hann, hvort
') Sie facturn.
17
að því, hvers vegna þú ert að þessum vökum, og það
vil eg ekki“.
„Æ, segðu mér þá — hvernig á eg að geta fundið
þig?“ Guðrún dró sig enn fastara að honum.
„Mér dettur eitt i hug — en það er nú ekki gott
samt fyrir þig — ertu myrkfælin?“
„Nei, það er eg ekki, og sízt ef eg ætti von á þér“
„Mér dettur í hug, hvort að þér mundi ekki vera
sama þó að þú svæfir í einhverju framhýsi, t. d. hérna
í bæjardyrunum í sumar— sefurðu ekki ein?“
„Jú, alein — sama er mér, og það vildi eg fegin
gera og vinna til, ef þú gætir fundið mig einstöku
sinnum. Eg get svo vel haft bólið mitt í bæjardyr-
unum“.
„Það væri fallega gert af þér að gera það, því að
þá þyrfti ekkert að bera á því“.
„Já, eg skal strax fiytja mig fram, góði, fyrst þú
vilt það“.
„Ekki liggur svo á því, en svona áður en langt
líður“.
„Og ætlarðu svo opt að koma og finna mig?“ sagði
Guðrún svo brosandi glöð, og horfði beint framan í
Magnús.
„Já, svo opt sem eg get“, svaraði hann.
Nokkru lengur töluðu þau saman um þetta mál og