Þjóðólfur - 03.03.1893, Side 4
40
zons verzlunar. Hafði það lagt frá Liver-
pool á Englandi 16. f. m. Engin blöð
korau með því og engar fréttir aðrar, eu
þær, að „Laura“ hafi enn legið frosin í isn-
um í Eyrarsundi um 11. febr. Er því
allóséð, að hún komi hingað í þ. m., en
eitthvert skip hlýtur þá að koma í henn-
ar stað t. d. frá Esbjærg á Jótlandi, þar
sem ís hamlar ekki skipagöngum.
Andmæli.
í 4. tölubl. „Djóðólfs11 j). á. stendur bréfkafli tir
Skagafirði, par sem meðal annars er minnzt á ura-
gangskennarana í j)ví héraði. En af því þessi
bréfkafli lýsir þeira á þann veg, að rýra álit jieirra
í augum almennings, þá finn eg mig knúðan til að
fara um hann nokkrurn orðura.
Bréfritarinn segir: „Umgangskennarar eru í
flestum sveitum, og styðja víst talsvert aö því, að
efla menntunarlöngun almennings", en svo segir
hann í næstu setningn á eptir, að „mennt.un sú,
sem þeir veiti, sé harla lítilfjörleg". Honum hefur
líklega þótt ofinikið sagt í fyrri sotningunni kenn-
uruuum til hróss og viljað draga úr því með
hinni síðari, on raér finnst, að þetta hefði mátt
orða heppilegar. Það er ekki nógu samkvæmt
hvað öðru. Ennfremur sogir hann, að í flestum
tilfellum veiti umgangskennararnir enga sanna
menntun, og að þeir dylji fyrir ncmendunum hin
einföldustu sannindi náttúrufrœðinnar. Kennar-
arnir trúi á galdra, drauga, drauma og allskonar
yfirnáttúrlega atburði, og það jafnvel í hinu dag-
lega lífi,----og um reglubundið, ófrávíkjanlegt
lögmál (Lovmœssighed) í náttúrunni liafi þeir enga
hugmynd.
Þetta er hið hetzta, sem bréfritarinn lcs yfir
okkur umgangskennurunurn í Skagafirði án nokk-
urrar undantekningar, og er því auðsætt, að þeir
allir þar í sýslu eiga hér hlut að máli, eg eins og
allir hinir og allir liinir eins og eg.
Mér liggur næst að ætla, að það muni vera
prestur, sem ritar þetta um okkur kennarana — því
leikmaður hefði naumast farið þessum orðura ura
starfsemi okkar.
Það virðist vera nokkuð undarlegt og allóviður-
kvæmilegt, ef prestur fer að rita svona, þvert, ofan
í hin góðu vottorð, sem prestar og sýslunefnd gefa
kennurum —■ og það opinberlega. Eg vil ekki, að
prestar og sýslunefnd gefi umgangskennurunum ó-
sönn vottorð. En nú er auðsætt, að annaðtveggja
er ósatt, það, sem stendur í bréfkaflanum um um-
gangskennara eða vottorð þau, sem sýslumaður
sendir stiptByflrvöIdunura, því hvernig á að koma
saman þessari ósnotru lýsingu, sem bréfritarinn
gefur kennurunum við hin opinberu meðmælingar-
vottorð, sem þeim eru gefin?
Það er annars ekki einungis þessi bréfritari,
sem gerir okkur umgangskennurunum lágt undir
höfði, það er líka fyrirkomulagið á barnaprófunum
á vorin. — Þegar umgangskenuari kennir börnum
á einhvorjum stað, fyrri hluta vetrar, dálítinn tíma,
og fer svo úr þeim stað, og börnin eru svo án tilsagn-
ar allan hinn tímann, fram á sumar eða að minnsta
kosti fram að sumarmálum, þá getur hver skyn-
samur maður séð, hversu óheppilegt fyrirkomulag
það hlýtur að vera. Börnin gloyma ekki svo all-
litlu á þessu tímabili, sem auðvitað er, og koma
svo undir vitnisburðar-prófin á vorin, án þess að
hafa haft tækifæri til, að rifja upp fyrir sér lær-
dóminn, og eptir þessu eru börnin dæmd og kenn-
arar þeirra.
Yæri það ekki heldur sanngjarnlegra að hlut-
aðeigandi prestur og sóknarnefnd kæmu á hvern
skóla (hversu litill sem hann er), til að hafa eptir-
lit með kennslunni og öllu,rer;að ’henni' lýtur og til
að sjá, hvaða áhrif kennarinn'^hefur;“á nemendurna,
og að þeir svo reyndu til“að’jagfæra ogjleiðbeina
kennaranum, af ábótavant^jþætti"—‘og láta síðan
halda prófið um leið og“skólanum“væri“sagt upp.
Jú, það væri sannarlega drengilegra,"en hittjfað
rita raiður vingjarnlegar greiuar“um'jkennarana og
starf þeirra i blöðin.
Eg vildi annars óska, að bréfritarinn væri ekki
hjátrúarfyllri og kreddublandnari sjálfur, en við
umgangskennararnir.
Ef þessi bréfritari álítur, að við umgangskenn-
arar i Skagafirði séum ekki þess verðugir, að fá'
laun úr Iandssjóði fyrir starfa okkar, þá get eg
fullvissað hann um það, að nemendurnir okkar og
aðstandendur þeirra sjá ekki ofsjónum yíir þvi.
Síðastl. vetur, þá eg kennrli í Hegranesinu, mælt-
ist eg svo fyrir, að hlutaðeigandi prestur (séra
Hallgr. Thorlacius) væri viðstaddur þá eg segði
upp skólanum, og varð hann ljúflega við þeim til-
mælum, og varð eg jiess eigi var, að sá prestur
væri í uokkru óúnægður við mig semfkennara —
eg hélt þá um leið sjálfur próf yfir börnunum, —
heldur þvert á móti lauk hann lofsorði á starfa
minn, eins og vottorð hans hefur sýnt.
Það var anuars leitt, að bréfritarinn skyldi rita
þonnan margnefnda bréfkafia, því bréfkaflinn í heild
sinni kastar að mínu áliti ofsvörtum skugga á
lífið í Skagafirði, því að þótt Skagfirðingar séu á
eptir tímanum í mörgum greinttm, þá finnst mér
ummæli höf. séu einmitt alls ekki heppileg til að
bæta úr því meini.
Að síðustu vildi eg óska, að eins og við skag-
firzku umgangskennararnir leitumst við með alúð
og þolgæði, að uppfræða hina yngri kynslóð, og
leiða hana á veg menningarinnar, eptir þeim kröpt-
um, sem guð hefur úthlutað hverjum og einum —
já, að eins, þar á móti, væri okkur sýndur sá sómi
af okkar betri mönnum, að virða viðleitni okkar
rétt, og merkja okkur eigi með þeim lit, Bera við
alls ekki verðskuldum að bera.
Margir af umgangskennurum íslands eru fátæk-
ir menn, og hafa, því miður, ekki getað aflað sér
þeirrar menntunar, sem þörf hefði verið á, og þar
af leiðir, að þessir menn geta ekki kennt, sem þeir
hafa þó skynsemi til; því veldur raargt, óheppileg
húsakynni, fátækt almennings og bágborin kjör
konnaranna sjálfra. Það er sjálfsagt stórt skilyrði,
að kennaranum blessist verk sitt, að honum liði
vel og sé ánægður, og væri óskandi, að betur hugs-
andi menn og landsstjórnin sjálf, líti hlýlegra auga
til þessara manna, en verið hefur — (um leið og eg
þó þakklátlega minnist þess styrks, sem landsstjórn-
iu veitir sveitakennurum), — þvi þá fyrst gæti
menntamálið komizt á góðan veg. En það er mál,
sem allir ættu fastlega að styðja að.
Það er grátlegt að vita, hve sum börn gjalrla
enn í dag rangsnúins hugsunarhátts, meiddrar sómá-
tilflnningar og heimsku hinna fullorðnu, sem yfir
þeim eiga að ráða, og verða því ekki nema hálfir
menn í félaginu.
p. t. Reykjavík 28. febr. 1893.
Baldvin Bergvinsson.
* * *
Ofanritnðum andmælum höfum vér ekki viljað
synja rúms í blaðinu, með því að þau eru fremur
hógvær, enda jafnan gott og gagnlegt, að hvert
málefni sé skoðað frá ýmsum hliðum. Hvað um-
gangskennara sérstaklega snertir, verður því að
visu ekki neitað, að þar sé „misjafn sauður í mörgu
fé“ og að lýsing fréttaritaraus á þeim eigi við
suma þeirra, (bæði í Skagafirði og annarstaðar), en
við alla getur hún ekki átt, og er þá yfirsjón
fréttaritarans að eins sú, að hann hefur lýst skag-
firzku kennurunum svona undantekningarlaust. —
Starf umgangskennara er vitaulega allvandasamt
og jafnframt þreytandi, óþakklátt og illa launað.
Vér verðum því að taka tillit til allra þessara
erfiðleika og margra annara, er kennarar þessir eiga
við að stríða, og dæma starfsemi þeirra út frá því
sjónarmiði. Ritstj.
Söngfélagið frá 14. jan. 1892
heldur,
Concert
í Goodtemplarahúsinu laugar-
daginn 4. marz kl. 8 e. m. og
sunnudaginn 8. marz kl. 6 e. m.
Fctta,ellli og tilbúinn fatn-
aður fæst í
56 verzlun Sturlu Jónssonar.
IFfOJLlSt Og JfJÓl fæst
livergi eins ódýrt, ef mikið er keypt, og í
57 verzlun Sturlu Jónssonar.
Sjálfsagt aö nota tækifærið
og kaupa sér bæði
nýja skó og skóviðgerðir
hjá Bafni slmsmið Sigurðssyni
meðan leðrið endist hjá honum, því allir
aðrir skósmiðir hér munu að sögn vera
efnislausir. 58
• Ekta anilínlitir ö
•'l-i trr
•pH fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og r+- P
vS í verzlun P 3
3 a Sturlu Jónssonar HK
cs Aðalstræti Nr. 14.
M*
•
••HHIi'JIluo '!PIH 59
Fundur í stúdentafélaginu annað kveld
kl. 8’/2 á venjulegum st.að. 60
SliófatnaQur mjög
ódýr og vandaður fæst í verziun
6i Sturlu Jónssonar.
Eigandi og abyrgðarmaOur:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðj an.