Þjóðólfur - 03.03.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.03.1893, Blaðsíða 3
39 byrjaði kom sami maður með „Hagskýrsl- Urnaru og reiknaði þar að eins nokkur dæmi, sem auðsjáanlega vóru röng, og lýsti liann því yíir, að þær væru ein stór vitleysa frá uppliafi til enda. B. gat ekki varið sig með öðru en því, að það mundi hvergi í heimi hafa verið gerð alveg rétt hagskýrsla(l) Því næst byrjaði fyrirlest- urinn og var þá fýrst sýnt fram á, hve miklu meira maður fengi fyrir dagsverk- ið af vörum í Ameríku en hér á laudi og taldi hann upp margar tegundir svo sem sykur, rúsínur tóbak o. fl. Einn áheyr- andi spurði haun að, hve mörg uautshöf- uð tengjust fyrir dagsverkið í Aineríku og leysti hann einnig úr því. Hann sagði, að margt af því fólki, sem farið hefði héðan af landi til Ameríku hefði verið úrhrak úr þjóðinni en nú liefðu íslendingar þar hið bezta orð á sér lyrir siðgæði. Hann sagði, að margir sveitarlimir og óreglu- menn, ónytjungar og fáráðlingar heíðu verið sendir vestur um haf, eu nú væru þeir taldir þar duglegustu, hraustustu og reglusömustu memt. Hann sagði ennfrem- ur, að með fé nokkurra manna í Kanada * mætti steypa stærstu verzlunum hér nyrðra, sópa öllu fólki af landinu og landinu sjálfu út í hafsauga(!!) Hann sagði, að það væri munur að vera i sólskininu og bir1Éíim(!) í Kanada eða hér i svartnætt- ismyrkri. Einkum Iagði hann áherzlu á, hve það væri betra fyrir kvennfólk ungt og fallegt að vera þar eða hér; kaupið væri t. d. mörg hundruð sinnum(!) hærra og þar mundu þær giptast fljótt því þar væru yfir 50,000 karla, sem alltaf væru að biðja, og bíða þangað til þeir fengju stúlku, og ef þær færu vestur um haf, þá myndu þær fyrst verða vinnukonur í þokkalegum húsum við létta vinuu upp á hátt kaup og svo giptast fallegum og efuuðum manni. Hann sagði, að fyrir vestan haf (í Kanada) væri hin sanna jarðneska para- dís(!) fyrir kvennfólkið. Þar væri miklu betra fyrir fallegar nngar stúlkur að konia sér fyrir á veitingahúsum fyrir hátt kaup, en þeim sem ljótari væru, því sér þætti t. d. munur, að falleg ung stúlka bæri á borð fyrir sig en þær sem síður væru, eins og það væri á sinn hátt skemmtilegra að j, ríða fallegum eldishesti viljugum en sitja á Ijótri húðarbikkju(!!) (þá fóru samt sum- ir að brosa). Hann sagði, að fyrir vestan haf væri allt ódýrara, sem menn þyrftu að Iifa á í samanburði við dagskaupið og mjólk út á landsbygðinni kostaði hreint ekkert(H) Og yfir höfuð sögðu báðir herrarnir (Baldv. og Sig.), að það væri sjálfsagt fyrir alla að flytja vestur, sem á annað borð liugs- uðu nokkuð um framtíð sína eða sinna, því að þar væru framtíðarvonir, en ekki hér, því Kanada væru frjósamasta og bezta land, sern sóliu skini á (!!) en hér væri allt þvert á móti, og þótt feður sæju ekki eins glæsilega framtíðarvon þar fyrir sjáifa sig eins og þeir menn, sem þar væru upp aidir, þá væri það þó gerandi fyrir börn- iu, því framtið þeirra yrði þar fögur, og mörg af þeim börnum, sem send hefðu verið liéðan af fátæku fólki myndu verða þar fræg (!) B. sagði, að það væri undar- iegt, ef kvennfólkið hér ekki vildi nú þegar fara í stórhópum vestur um haf, undan þeirri þrælkun, er það hefði hér hjá islenzkum bændum, sem borguðu með refjum þetta litla kaup, sem það fengi. Hann sagði, að siðferðið væri miklu betra meðal karla og kvenna í Ameríku en hér, og vitnaði til þess, að hér fæddust svo mörg lausaleiksbörn (!) Eg nenni naumast að tína fleiri setn- ingar upp eptir „agentinum“, en þó skal nokkuð drepa á, hvernig liann lýsti ókost- unum, sem að haus sögn hvorki voru margir né miklir. Það væru auðvitað næturfrostin, sem væru slæm, þegar þau kæmu, þvi þau eyðilegðu hveitið, en það gerði ekki svo mikið til (!!) því það mætti ávallt liafa það handa svínum(M) og með því móti fengju þeir þó meira upp úr „bushelinu“ en selja óskemmt hveiti á 25 cent á markaoi. Haglél kæmu auðvitað stundum, en haglið væri ekki eins stórt eins og hrosshausar, en það væri stærra en matbaunir og gæti eyðilagt jarðargróða þar sem það færi yfir, en það væru ekki nema litlir blettir (!) Eldingar kæmu þar þráfaldlega, en íslendingar hefðu aldrei orðið fyrir þeim(!!) Vatnið væri auðvit- að ekki eins gott eins og hér, en þó áliti hann, að það myndi eins gott fyrir þar- lenda menn eins og vatnið væri hér (!!), að minnsta kosti þyrði hann að ábyrgjast, að það væri ekki kráðdrepa7idi(H!) Flug- unum sagði liann, að maður vendist, enda væru þær ekki nema við vötnin og mýr- lendið“. Svona talaði Baldvin. Hver skyldi geta ueitað því, að lýsing hans á Ame- ríku sé meistaralega fögur. Þar er eilíft sólskin og sumar. Sveitarlimirnir íslenzku verða þar flugríkir, og ónytjungarnir verða fyrirtaks dugnaðarmenn. Þar er hin jarð- neska paradís fyrir kvenfólkið og eptir því er siðferðið allt hvítt og fágað. Fall- egu stúlkurnar hafa ekki frið fyrir auð- ugum biðlum, en svínin eta allt skemmda hveitið hjá bændunum og er það gróða- vegur. Hjólkin kostar hreint ekkert. Eid- ingarnar drepa ekki íslendinga og vatnið er ekki svo fráleitt, því að það drepur menn ekki á svipstuudu heldur smátt og smátt o. s. frv. Þetta er því land, sem vert er um að tala. í sambandi við þetta skal þess getið, að frá sama manni, er hefur ritað oss skýrslu um fyrirlesturinn, höfum vér feug- ið allítarlegar athugasemdir við „Hag- skýrslurnar“, en af því að þær ganga í sömu átt, sem hinar prentuðu athugasemd- ir og taka víða sömu dæmin, þykir oss óþarfi að birta þær í blaðinu. En „víða koma Hallgerði bitlingar11. Hælt er, að þeir Baldvin og Sigurður ætli að prédika hér fyrir bæjarbúum von bráðar. •j- í gærmorgun andaðist hér í bænum frú Guðrún Briem (Gísladóttir læknis Hjálmarssonar), lcona séra Eiríks Briems prestaskólakennara. Hún fæddist í Höfða á Völlum 28. jan. 1848 ; giptist 1874. Af börnum þeirra hjóna eru tvö á lífi, Ingi- björg og Eggert. Guðrún Briem var atgerviskona mikil, hafði miklar gáfur, var menntuð vel, og skaraði fram úr að mannkostum. Hún unni mjög íslenzku þjóðerni, og átti allmikinn þátt í að beina hinum endurbætta ísl. kvennbúnaði braut, t. d. með því, að gefa út rit Sigurðar málara „Um íslenzkan faldbúning“ með uppdráttum (Kh. 1878). Hún liafði næm- ar tilfinningar, og unni hugástum öllu því, er hún sá gott og fagurt, og víst má það fullyrða, að við lát hennar eigum vér að sjá á bak einni af fremstu og ágæt- ustu konum þessa lands. Söngfélagið „IIarpa“, er Jónas Helga- son organisti hefir stofnað og veitt for- stöðu um mörg ár, hélt samsöng í Good- templarahúsinu 25. og 26. f. m. Af hin- um 10 lögum, er sungin voru, þótti oss „Sjömannen“ og „Bergsröfvaren“ eiuna fegurst og tilkomumest, enda voru þau vel sungin. „Hatsedlen“ er all fjörugt, en þó mun kylli þess meðal bæjarbúa mest textanum að þakka. Skipkoma. í fýrri nótt kom kingað seglskipið „Beuedicte“ með salt til Knudt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.