Þjóðólfur - 10.03.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júll.
_r
■ 1 tí I Æ^\ V V | Uppsögn.bundinvið áramftt
_Æ I 1 I -f- I I II I“H I I ögild nema komi til útgef-
I %,/ B Æ V J I -4 V J ® anda fyrir h október'
XLY. árg.
Fyrirspurn
frá landshöfðingja.
Herra ritstjóri!
Eptirfylgjandi línum bið eg yður að
ljá rúm í blaði yðar:
í 10. tölublaði „Þjóðólfs11, 3. þ. m., er
prentuð grein með fyrirsögninni: „Áskor-
un“, sem byrjar þannig: „Af því það er
í fyrsta sinni, sem Islendingum hefur ver-
ið veittur sá heiður að bjóða þeim að
senda mann á a.lþjóðasýning, og í þetta
sinn af einhverri hinni voldugustu þjóð
heimsins, Ameríkumönnum .... þá“ o. s. frv.
Út af þessum ummælum, sem þér, herra
ritstjóri, hafið ekkert athugað við og því
væntanlega álítið sannleikanum samkvæm,
vildi eg mega biðja yður að fræða mig og
aðra lesendur yðar um, frá hverjum þetta
boð hefur komið. í greininni stendur, að
það hafi komið frá hinni voldugu þjóð,
Ameríkumönnum; það hefur þá líklega
komið frá stjórn Bandaríkjanna, eða að
minnsta kosti frá forstöðunefud sýningar-
innar í Chicago. Og hverjum hefur þetta
boð verið sent? í greininni stendur, að
íslendingum hafi verið boðið að senda
mann á sýninguna; boðið hefði þá líklega
átt að vera sent landsstjórninni, eða ef til
vill birt í einhverju íslenzku blaði, en
hvorugt hefur mér vitanlega átt sér stað.
í annan stað hafa mér borizt 2 áskor-
anir um að veita sóra Matthíasi Jochums-
syni ferðastyrk úr landssjóði til að sækja
sýninguna í Chicago að sumri, önnur frá
fundi að Þingnesi í Borgarfirði, hin frá
nokkrum málsmetandi mönnum í Biskups-
tungum og Grímsnesi. í fyrri áskorun-
inni segir, að séra Matthías hafi verið
kvaddur af hálfu Vesturheimsmanna til
að mæta fyrir íslands hönd í Chieago á
þjóðsagnafundi, er halda á í sambandi við
hina miklu sýningu, og í siðari áskor-
uninni segir, að séra Matthías hafi fengið
boð frá Chicago til að sækja af íslendinga
hendi sýninguna þar í sumar. Sjáifur
hefur séra Matthías skrifað mér 30. janúar
þ. á., að nokkrir góðir menn þar vestra,
sem hann hafi bréfaskipti við, óski, að
bann komi á sýninguna, en hann nefnir
ekki, að hann hafi fengið boð eða áskor-
Reykjavík, föstudaginn 10. marz 1893.
un frá neinni nefnd eða öðrum, sem standa
fyrir gripasýningunni eða gangast fyrir
alþjóðlegum fundum, er halda á í sam-
bandi við sýninguna. Sé nú boðið til séra
Matthíasar að sækja sýninguna ekki annað
en óskir kunningja hans þar vestra,þá munu
fleiri hér á landi en hann hafa fengið sams
konar áskoranir frá sínum kunningjum, að
minnsta kosti veit eg það um 3 málsmet-
andi menn hér á landi, aðra en séra Matth.,
en, eins og séra Matthías kemst sjálfur að
orði, eru „frómar óskir og komplíment
ekki nóg“. En sé svo, að séra Matthías
hafi fengið boð eða áskorun frá einhverri
nefnd eða öðrum, sem hafa umboð til að
koma fram af hendi sýningarinnar eða
þjóðarinnar, þá væri vel gert af yður,
herra ritstjóri, sem eruð einn af aðalflytj-
endum þessa máls, að skýra lesendum yðar
frá þvi, frá hverjum boðið eða áskorunin
er komin, því það er eins óheppilegt, að
menn haldi, að hann hafi fengið slíkt boð,
hafi hann ekki fengið það, eins og að menn
haldi, að hann hafi ekki fengið slíkt boð,
hafi hann í raun og veru fengið það.
Reykjavík 4. marz 1893.
Magnús Stepliensen.
Til ritstjóra „Þjóðólfs“.
* * *
„Opt veldur lítil þúfa þungu hlassi“
datt oss ósjálfrátt í hug, er vér lásum
þessa grein landshöfðingjans, því að vér
höfðum alls ekki búizt við, að hin mein-
hæga áskorun Breiðfirðingsins í síðasta
blaði „Þjóðólfs41 hefði svo mikinn töfra-
krapt í sér fólginn, að hún gæti knúð
landshöfðingjann fram á ritvöllinn í blaði
voru, með því að það er kunnugt, að hann
finnur því miður ofsjaldan köllun hjá sér
til að rita í blöðin, því að ekki teljurn
vér það, þótt einhver Aron í austri
og vestri tali stundum til lýðsins, því
að það er ekki svo mikils metið, enda
optast lítið á því að græða. Jafnvel þótt
oss geti ekki duiizt, að þessi grein landsh.,
er hér birtist, eigi að vera eins konar
rothögg handa oss fyrir framkomu vora
í þessu sendifararmáli, kunnum vér honum
samt þakkir fyrir, að hann hefur ekki
gengið þegjandi fram hjá því, heldur gef-
ið oss tækifæri til að fara um það nokkr-
um orðum.
Nr. 11.
Að því er snertir ummælin í áskorun
„Breiðfirðingsins“, er landsh. tekur fram,
virtist oss engin ástæða til að leiðrétta
þau í sérstakri athugasemd, enda þótt þau
kunni að vera nokkuð sterklega orðuð.
Þar er ekki heldur minnzt einu orði á,
að tilboð til séra Matth. um að sækja sýn-
ínguna hafi komið frá stjórn Bandaríkj-
anna eða forstöðunefnd sýningarinnar, eins
og landsh. gizkar á. Eða gat það ekki
komið annarstaðar frá, þótt það kæmi frá
Ameríkumönnum ? Eða þurfti að senda
landsstjórninni hér þetta tilboð eða birta
það í „ísafold“ til þess að það væri tekið
gilt? Ef svo er, getur séra Matth. sann-
arlega ekki gert sér miklar vonir um að
fá nokkurn styrk, því að oss vitanlega
hefur hann ekki fengið nein svona löguð
tilboð. Að vísu höfum vér eða blað vort
ekki neinar „Forbindelser11 við landsstjórn-
ina, og vitum því ekki gerla, hvað henni
er sent, en þá er landsh. segir sjálfur, að
hún hafi ekkert fengið í þá átt, hvorki frá
Bandaríkjastjórn né sýningarnefndinni, tök-
um vér hann trúanlegan og langt fram
yfir það. Það er því áreiðanlegt, að séra
Matth. hefur engin „officiel“-tilboð fengið
um að sækja sýninguna. En þar af leiðir
ekki, að hann hafi engin tilboð fengið eða
ekki nema óskir frá kunningjum sínum
þar vestra, og þótt séra Matth. í „prívat“-
bréfi til landsh. láti þess ógetið, að hann
hafi fengið nokkuð verulegt tilboð, getur
það að eins verið sprottið af kurteisi, með
því að þess þurfti ekki að geta, þá er
blöðin höfðu skýrt frá því, og þeirra frá-
sögn hefur hingað til ekki verið vefengd.
Séra Matlhíasi sjálfum hefði þó staðið það
næst, að leiðrétta, ef eitthvað hefði verið
ranghermt, en það hefur hann eltki gert.
Til þess að landsh. ætli ekki, að vér höf-
um búið til þessa „históríu“ um hið þrátt-
nefnda tilboð, þá viljum vér benda hon-
um á, að lesa grein í 18. tölubl. „Norður-
ljóssins“, 6. okt. f. á., þar sem skýrt er
frá því (næst á eptir grein frá séra Matth.
sjálfum), að þjóðfræðimenn ætli á sýning-
unni í Chicago að halda alþjóðlegan fund,
er nefnist „Folklore Congress11 (þjóðsagna-
fundur), og að forstöðunefndin hafi kosið
félaga af öllum veraldarinnar löndum, en
því næst segir svo í greininni: „Fyrir