Þjóðólfur - 10.03.1893, Blaðsíða 2
42
ísland er kosinn séra Matthías Jochuius-
son. Er til þess œtlazt, að hinir kjörnu
sœki fundinn, en sjálfum þeim er ætlað að
kosta fé til fararinnar11 (leturbreytingin
gerð af oss), og i 24. tölubl. sama blaðs,
29. des. f. á., er aptur vikið að því, að
séra Matth. haíi verið kosinn til að mæta
fyrir Island á þessum fundi. Af því að
vér gátum ímyndað oss, að hinum — þá-
verandi ritstj. „Norðurl.“ væri kunnugt um
þetta, þar eð hann hefði eflaust fengið
þessa skýrslu frá séra Matth. sjálfum, þá
hikuðum vér ekki við að taka þetta upp
í blað vort, og stendur það því óhrakið
og að öllu ieyti gilt, þangað til séra Matth.
sjálfur, eða einhver anuar, sem betur veit,
lýsir það ósatt. Hitt er annað mál, þótt
landsstjórninni þyki tilboð þetta ef til vill
ekki nógu veglegt, af því að það hefur
ekki komið stjórnarvaldaveginn eða hina
réttu boðleið. Hún um það. En vér liinir
utan girðingarinnar teljum það fullgilt,
meðan því er ekki mótmælt með rökum,
og þeir munu verða fleiri en Borgfirðingar
eða Biskupstungnamenu, sem ónáða landsh.
með áskorunum áður en lýkur, því að
eptir því sem oss er skrifað nú að norðan,
munu einhverjar sýslunefndir þar feta í
þeirra fótspor, hver sem árangurinn verður.
Annars er aðalatriðið í þessu máli að
vorum dómi ekki það, hvort séra Matthías
hefur fengið tilboð eða ekki, heldur hitt,
hvort vér eigum að senda mann á sýning-
una, og hvort séra Matthías sé heppilega
valinn til þeirrar farar. Hinu fyrra munu
flestir svara játandi, og hinu síðara allir
þeir, er unna séra Matthíasi sannmælis
og vilja láta hann njóta þess heiðurs,
sem haun á sannarlega skilinn af þjóð sinni
sem skáld og andans maður. Smámuna-
legur óvildarkurr eða rótgróin kreddufesta
nokkurra einstaklinga á engin áhrif að
hafa í þessu efni. Það kemur alls ekki
þessu máli við, enda ímyndum vér oss, að
landsh. sé haflnn yfir að láta utan að
komandi andblástur einstakra manna gegn
séra Matth. liafa áhrif á gerðir sínar. Að
landsstjórniu geti neitað séra Mattfi. um
allan ferðastyrk, af því að hana bresti
heimild til að veita það fé, án samþykkis
þingsins, sjáum vér ekki, að sé fullnægj-
andi ástæða til synjunar, því að fyrst og
fremst hefur landstjórnin hér nokkurt fé
til umráða til óvissra útgjalda, er hún
gæti gripið til, og eins mundi það ekki
verða talin nein höfuðsök, þótt landsh.
veitti séra Matth. nokkurn styrk í þessu
skyni upp á væntanlegt samþykki þings-
ins, er eigi mundi verða nein fyrirstaða
á, án þess vér viljum gera það að reglu,
að landsh. veiti fé á þennan hátt. Það er
allt annað mál, enda er ekki hætt við þvi,
að svo verði, þótt undantekning sé ger,
þá er svona sérstaklega stendur á. Vér
viljum því gera oss hinar beztu vonir um,
að áskoranir þær, er beint hefur verið og
beint mun verða til landsh. um þetta efni
fái hinar æskilegustu undirtektir. Það
mundi verða þjóð vorri til heiðurs og
Iandsh. til sæmdarauka.
í hverjum tilgangilandsh. hafiritaðgrein-
ina hér í blaðinu, skulum vér láta ósagt, en
það væri nógu fróðlegt að vita það, því
að það er eins óheppilegt, að menn haldi,
að hann hafi ritað hana sér til afsökunar
gagnvart þjóðinni og séra Matth., hafi hann
ekki ritað liana í þeim tilgangi, eins og
hitt, að menn lialdi, að húu sé ekki rituð
til að hnekkja för séra Matth., hafi landsh.
í raun og veru ritað hana í þeim til-
gangi. Bitstj.
Mikil nýjung! — ,Ágenta‘-hrakfarir.
Hinn 8. d. marzmán. 1893 mun jafnan verða
minnilegur í sögu Reykjavíkur. Samkvæmt fuud-
arboði birtu í Fjallkonunni 7. þ. m. ætlaði Baldvin
vesturfara-agent að halda fund í Goodtemplara-
húsinu kl. 7 í fyrra kveld, og skyldi þar öllum
fullorðnum heimill aðgangur ókeypis. Löngu áður
en fyrirlesturinn skyldi byrja, þusti múgur og
margmenni að húsinu, og gat vart helmingur
fólksinB komizt inn sakir þrengsla. Á tilteknum
tíma steig annar agentinn, Sigurður Kristófersson,
í ræðustólinn, en er hann ætlaði að taka til máls,
gall við ógurlegur pipublástur með miklu harki og
háreysti, svo að hann fékk ekkert hljóð, og fór
svo í hvert skipti, er hann hringdi bjöllunni og
setlaði að tala. Gekk svo lengi, unz Sigurður
hætti að kringja, og gekk þá Baldvin fram og
ætlaði að biðja sér hljóðs, en þá tók ekki betra
við, þvi að þá var blásið í pípurnar enn ákafar og
þess á milli sigað, hóað, sussað og stappað,
svo að glumdi í öllu húsinu. Settist þá Baldvin
brátt niður aptur og tók þá Sigurður aptur við,
en allt fór á sömu leið, að hann gat ekkert látið til
sín keyra, ekki svo mikið sem eitt eins atkvæðis-
orð. t>á er mönnum þótti Sigurður þrálátur að
hringja, var kallað úr áheyrendaíiokki hvað eptir
annað: „Niður með agontana! Burt með þá!
Fleygið þeim út“! m. m. Fór svo að lokum eptir
nál. klukkutíma óþrotlegan blástur, að „agentarnir"
hurfu burtu, og var áheyrendum því nsest tilkynnt,
að enginn fyrirlestur yrði kaldinn að þessu sinni.
Blásendur munu hafa verið um 100 manns eða jafn-
vel fleiri af öllum stéttum.
Þetta tiltæki er alveg nýtt hér á landi, enda
brá mörgum mjög í brún, því að slíkan samsöng
höfðu þeir aldrei heyrt fyr á æíi sinni. Urðu þá
þegar harðar deilur manna á milli og misjafnir
dómar felldir um öll þessi ósköp, eins og nærri
má geta. En hvað sem því líður hyggjum vér, að
þetta atvik í sjálfu sér verði aldrei almennt talið
bæjarbúum til neinnar vanvirðu, heldur þvert á
móti, að minnsta kosti þá er frá líður, og mesta
ólgan sjatnar í „fólkinu", sem þótti svo sárt að
fara á mis við þessa ókeypis skemintun — fyrir-
lesturinn. Þetta tiltæki er heldur ekki annað en
almenn óþóknunaryflrlýsing, er tiðkast um heim
allan gagnvart þeim mönnum, er menn eiuhverra
hluta vegna ekki vilja hlusta á. Það sýnir að eins,
að boðskapur „agentanna" þykir hér.ekkert „evan-
gelium“, að hér er ekki góður jarðvegur fyrir
„amerískar11 ýkjur, og að hér er þó dálítil mann-
ræna og samtök i fólki með þvi að láta þannig óvild
sína í ljósi gegn þessum postulum.
Norðurmúlasýslu (Fljótsdalshéraði) 15.febr.;
„Það sem af er vetrinum, má gott kallast. Hagar
haía verið sérlega góðir nema neðst í Héraði. Hiti
vanalega ei miuni en -5- 5°; að eins eitt siun orðið
-5- 12°. Frá þvi fyrir sólstöður fram á þorra voru sí-
felld logn. Tiðarfar kefur því verið allgott ylir
höfuð. Þó hafa verið harðindi i norðurfjörðunum
suður um Seyðisfjörð. Eru Seyðfirðingar og Loðm.firð-
ingar þegar búnir að reka margt af fé sínu upp á Hérað.
Fyrir skemmstu kom bjarnclýr lieim að bæ nokkrum
í Borgarflrði. Fór fyrst inn í bæjardyr, en snaut-
aði síðan upp á bæ og tagðist þar. Var það síðan
skotið; kom þá í ljós, að í innyflunum var einungis
gras. Pýrið var ungt og rýrt, og lialdið, að það
hafi orðið eptir af ísnum i vor, en hafzt víð síðan
þar í fjöllunum.
Benedikt sýslumaður Sveinsson kom austur fyrir
þorrann til að dæma í rnálinu milli Einars
sýslumanns Thorlacius og ritstjóra Skapta Jóseps-
sonar. Úr Héraði hafa að eins 2 smábændur við
orð að flytja til Ameriku, en úr Vopnafirði, þar sem
þeir hafa setið, Sigurður og Sveinn, að túlka þeim
að leggja niður vopnin að berjast fyrir tilverunni
hér á landi, er mælt, að menn ætli svo kundruðum
skiptir, þvi búið kvað vera að skrifa stjórninni um
fargjaldslán.1 Að undanskildu næstliðnu ári hefur
þó látið vel í ári hjá Vopnfirðingum, mokfiski o. s. fl'V.
En almenningur efar ekki þvilíkan boðskap, eins
og Sigurður flutti í Héraði, að kaun væri að leið-
beina mönnum af hreinni og brennheitri sannfær-
ingu, að hér væri ei lengur verandi, en hann
sjálfur hefði ekkert(H) fyrir ómak sitt.
1 hagskýrslunum kans Baldvins er Gunnsteinn
Eyjólfsson frá Unaósi í N.-Múlasýslu 65. í röðinni
í Nýja-íslands nýlenduuni. Hann er talinn að eiga
50 sauðkindur, og er það að vísu rétt, þegar litið
er framan á skýrslurnar, er taldar eru að vera frá
1891—92; en til fróðleiks fyrir „fólkið", má geta
þess, að nefndur Gunnsteinn hefur nú nýlega skrif-
að vini sinum í Fljótsdalshéraði á þesBa leið: ,í
fyrra átti eg 50 kindur, en nú 15. Jle/'ur úlfur-
inn eyöilagt þœr svona fyrir mér, og eru allar
líkur til, að sauðfjárrœkt eigi liér enga framtíð
sakir úlfa'u.
1) í bréfkafla af Vopnafirði 14. jan. sem prent-
aður er i 2. tölubl. „Austra", er þess getið, að á
3. hundrað manns þar í sveit hafi skrifað undir
bænarskrá til Kanadastjórnar um að fá láu til að
flytjast vestur, og hefðu agentarnir Sveinn og Sig-
urður sagt, að ekki væri ókugsaudi, að þetta gæti
fengizt, ef nógu mikilfenglega væri lýst, hve aumt
ástandið væri kér. Mun „agentunum“ Bjálfsagt
trúandi til, að „túlka“ svo bágindi landa vorra
fyrir stjórninni, að bún sjái aumur á þeim. En
mikils þykir þeim nú við þurfa, ef þeir ætla sér
að láta stjórnina kaupa fólkið úr landiuu, allt sam-
an af einskærri ættjarðaráBt og umkyggju fyrir
vellíðan íslendinga (!) Á fyrri dögum heíði þetta
samt líklega verið kallað þrælaverzlun. Bitstj.