Þjóðólfur - 17.03.1893, Page 3

Þjóðólfur - 17.03.1893, Page 3
47 grein vorrí, að blásendur haíi verið af öllum stétt- um, því að hann segir, að þeir hali „samanstaðið af verzlunarmönnum og skólapiltum, það er: af væntanlegum embættismönnum11. Vér höfum aldrei heyrt komizt svo að orði, að verzlunarmenn væru „væntanlegir embættismenn"; að minnsta kosti er það ekki venja hér (það er kannske i Aineriku). En sleppum því. Útskýringin á líklega að eins að svara til síðavi liðsins, skólapiltanna, og er því bara blátt áfram afsakanleg „agents“-meinloka. En hugsunin mun samt vera sú, eins og gægist fram. í línunum á eptir, að iýðurinn, eða hinar svo nefndu lægri stéttir hafi engan þátt tekið í þessum blæstrí, þvi að það fólk hafi allt verið á „agentanna" bandi og geti þvi þvegið hendur sínar í sakleysi. En það er svo langt frá því, að þessu sé þannig varið, sem betur fer, að margir sjómenn, er við- Btaddir voru og aðrir, er „neyta síns brauðs í sveita síns andlitis“ fengu einmitt lánaðar pípur hjá þeim, er byrgir voru og blésu i þær með jafnmikilli á- nægju eins og hverjir aðrir, og sumir, er ekki gátu fengið neitt verkfæri í hendur, létu fylliloga í ljósi, að þeir „væru með“, og vildu ekki hlusta á „bullið“ í „agentunum11, er ekki mundu hafa annað að segja en það, sem þeir hefðu þegar sagt um allt land, Og það vissu þeir hér um bil hvernig væri (nl. tál- drægar öfgar um Ameríku) og þyrftu því ekki að heyra það. Svona voru einmitt dómar margra þeirra manna, sem Baldvin er svo djarfur að telja í sinum flokki, hér um bil undantekningarlaust. Pað er alveg þýðingarlaust fyrir hann að telja mönnum trfi um, að almfiginn, sem kallaður er, hafi engan eða sárlítinn þátt tekið í þessum sam- blæstri. Verzlunarmenn í bænum og skólapiltar eru ekki yfir 200 að tölu, þótt allir hefðu verið með, sem ekki var. Hverjir voru þá hinir? Hvað það snertir, sem „agentinn" minnist á, að sér vitanlega tíðkist sú venja hvergi, að mönnum Bé algerlega bannað að taka til máls, þá viljura Vér fullvissa hann um, að sú venja tíðkast einmitt bæði samkvæmt vitnisburði margra áreiðanlegra manna, er vér höfum heyrt minnast á þetta, og eptir þvi, sem Bjá má í ýmsum fitlendum ritum. Eæðumenn, leikendur, söngvarar o. m. fl., er koma opinberlega fram, fá þráfaldlega þær viðtökur, und- ir eins og þeir sýna sig, að þeir geta ekkert látið til sín heyra fyrir harki og háreysti, og verða því að hætta við svo búið. Það tjáir ekki að bera á móti því. Að Ameríkumenn hafi optar hina að- ferðina, að láta menn fýrst segja eitthvað og hrópa þá svo niður, getur vel verið. Það dugar heldur ekki að berja það blákalt fram, að við þetta tækifæri hafi að eins komið fram vilji einstakra manua, er bundust fyrir þessum samtökum, en enginn almenningsvilji. Hvað kallar „agentinn“ almenningsvilja? Og hvernig átti hann að lýsa sér við þetta tækifæri, svo að „agentinn11 vilji nefna hann almennan? Líklega þannig, að allir, sem inni voru, karlar og konur, hefðu stappað og blásið, og allur söfnuðurinn úti fyrir orgað og sigað. En vér köilum fyr tekið af skarið en svo sé. Vér ætlumst ekki til að kvennfólk blási. Þótt blásondur væru ekki jafnmargir af öllum stéttum við þetta tæki- færi, dirfumst vér að segja, að þar kom fyllilega í Ijós almennur vilji í því, að sýna agontunum al- varlega fram á, hversu starfsemi þeirra hér á landi væri vel þokkuð, og hvert. þakklæti þeir ættu skilið fyrir hinar vesturheimsku „humbugs“-prédikanir, er þeir hafa flutt svo að segja i hverjum krók og kima hér á landi, til að narra fólk héðan vestur á eyðisléttur Kanada, þar sem „allt brennur og frýs“. Það var þessi almenningsvilji, sem kom í Ijós i samblæstrinum 8. þ. m. En að láta agentana í poka og fleygja þeim fit i „tjörn“, það var eflaust ekki almennur vilji, þótt atungið væri upp á því. Ritstj. Skagafirði 20. febr.: „Tíðin góð, sum- arveðrátta, ef snjórinn og svellin lýstu því ekki, að veturinn er enn þá eigi nærri þvi genginn úr garði. Kvef ekki alllítið gengur bér um. Engir dánir síðan eg skrifaði síðast, það eg hefi til spurt. Nýiega afstaðinn sýslufundur; liann hófst hinn 14. þ. m. og stóð eitthvað í 4—5 daga. Ekki var eg þar, og því fá- tækur frétta þaðan. Auk gufubáta máls- ins, er var helzta mál á dagskrá þar, var rætt um sameining kvennaskólanna á Ytriey og Laugalandi og hygg eg að það hafi haft fylgi fundarins. En hitt greindi menn víst mjög um, hvort heppilegra væri, að kvenna- skólinn, hinn sameinaði, stæði í kaupstað eða upp í sveit. Sumir voru á því, að gera skólann að búnaðarskóla fyrir konur; sögðu sem svo, að bókvitið og hannyrða- tildrið yrði ekki látið í askana. Pessir sömu vildu þvi að skólinn væri ársskóli. Eptir því sem eg hef frekast heyrt, var afráðið að koma svifíerju á austurkvisl Héraðsvatnanna, þó ekki á ósinn, sem álitið er ógerandi sakir brims, heldur framar. Ekki hefir enn orðið neitt af málfundi barnakennaranna, það eg veit, og tel eg það illt tímanna tákn, ef það skyldi alveg farast fyrir. Mér er þó kunnugt um það, að hinir helztu umgangskennarar hér í sýslu voru búnir að skrifast á um málið, ákveða fundarstað o. fl. Hér um slóðir hafa verið að rekast tveir Yesturfarapostular, Baldvin og Sig- urður nokkur „Christofersson". Hefur Bald- vin haldið fyrirlestur eigi alliítinn um kosti Canada og vellíðan landa þar vestra. Á Sauðárkrók hélt hann 2a/2 tíma tölu, og lofaði landið allmjög. Beztu menn Skagfirðinga voru þar um sama leyti staddir á sýslufundi, og sætti Baldvin mótmælum af þeirra hálfu. Lóttust auð- vitað hvorirtveggja ganga sigri hrósandi af þeim fundi. — Pessar gyllingar Bald- vins í sambandi við hin óþægilegu pen- inga vandræði draga hugi manna mjög til Ameriku. Eg þori að segja, að ungu stúlkurnar okkar þyrptust þangað, ef þær gætu komizt.“ Skaptafellssýslu (miðri) 22. febrúar: „Veðuráttan hefur mátt heita góð að meðal- tali, þó að með köflum hafi verið nokkuð hvassviðrasamt. 3. des. síðasti. gerði mikið norðanveður. Skemmdust þá mikið jarðir af grjótfoki, því jörð var auð. Á Mýrum eru taldir 10 bæir, sem biðu mest tjón af grjótfoki. í Lóni skemmdust einnig nokkr- ar jarðir mikið. Það veður kom ekki í Öræfum nema á 2 bæjum, því norðanveður koma þar venjulega ekki, nema á Tví- skerjum og á Skaptafelli; Öræfajökull er hlífðarmúr sveitarinnar fyrir þeim veðrum. Seint í janúar gerði rnjög hvasst land- norðanveður, fyrst með blotasnjó, sem lilán- aði aptur vestan til í sýslunni að enduðu veðrinu. Hagar hafa optast verið í vetur í sýslunni, þó lakari í henni austanverðri". f Hinn 9. þ. m. andaðist að Kiðabergi í Grímsnesi Þorsteinn Jónsson kansellíráð, fyrrum sýslumaður í Árnessýslu, fæddur í Skálholti 15. oktbr. 1814, útskrifaður úr heimaskóla af Árna stiptprófasti Helga- syni 1836, kandídat í lögum 1843, sýsiu- maður í Suðurmúlasýslu 1847(—53) og í Norðurmúlasýslu jafnframt 1851, í Þing- eyjarsýslu 1861 og í Árnessýslu 1867, sleppti embætti 1879. Varð kansellíráð 1860. Með konu sinni Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur dómkirkjuprests Oddssonar átti hann 3 sonu, er upp komust: séra Halldór á Bergþóruhvoli, Jón kaupm. í Kvík og Gfunnlaug óðalsbónda á Kiðabergi. Þor- steinn kansellíráð var duglegt yfirvald á yngri árum og um tíma settur stiptamt- maður (1849—50). Hafís. Síðast í f. m. var fjarðafyilir af hafís á vestanverðum Húnaflóa, en autt að sjá úti fyrir, og um sömu mundir var ísinn horfinn af ísafjarðardjúpi. Höfrungaveiði. Á nokkrum bæjum í Kaldrananessveit í Bjarnarfirði náðust all- margir liöfrungar í f'. m., mest í Bjarna- nesi, um 40, og í Asparvík 20—30. Húsbruni. Aðfaranóttina 7. þ. m. brann á Eyrarbakka íbúðarhús úr timbri, er liét „Sandprýði11, eign Ólafs söðlasmiðs Ólafs- sonar og Lopts Jónssonar. Komst fólkið nauðulega úr eldinum, fáklætt og allslaust að kalla. Hafði eldurinn kviknað frá eld- stó, er var í útihúsi áföstu við íbúðarhúsið; varð hans því ekki vart fyr en hann var magnaður orðinn, enda veður hvasst mjög. Maður á öðrum bæ tók fyrst eptir gneista- flugi fyrir gluggann hjá sér, fór á fætur og vakti fólkið, því að það svaf þá enn. Mátti það ekki seinna vera, því að eptir litla stund var eldnrinn kominn inn og ó-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.