Þjóðólfur - 24.03.1893, Side 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Brlendla 5 kr. — Borglst
fyrir 15. júll.
Uppsögn.lbundin viö áramót
ógild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR
XLY. árg. Reykjavík, föstudaginn 34. marz 1893. Nr. 14.
Um söngkennslu til sveita.
Bptir séra Eyjólf K. Eyjólfsson á Staðarbakka.
Nú á hinum síðari árum hefur tölu-
yert verið rætt um alþýðumenntun bæði í
dagblöðum og víðar, og ekki verður því
heldur neitað, að allmikið hefur verið gert
til þess að mennta alþýðu, og þótt þetta
sé ekki í eins góðu lagi og það ætti að
vera og gæti verið, þá er hér þó um veru-
legar framfarir að ræða. En það er ein
lærdómsgrein, sem verulega hefur orðið
út undan bæði í orði og á borði, og það
er söngurinn, einkanlega til sveita. Að
vísu hefur hr. Jónas Helgason iagt góðan
grundvöll til þessa máls og nokkrir fleiri
hafa styrkt að því, að opna mönnum að-
gang til sönglistarinnar. Þó eru þau byggð-
arlög allmörg á Iandinu, að þau eiga eng-
an söngfróðan mann, hvað þá heldur, að
almenningur kunni söng. Um verulega
söngkennslu til sveita er alls ekki að ræða,
þar sem eg þekki til. Söngurinn er þó
sannarlega bæði skemmtandi og siðbœtandi,
ef hann er rétt um hönd hafður, svo í
þessu máli er mikil nauðsyn á framfórum.
Söngurinn er eins og aðrar námsgreinar,
að því leyti, að hann lærist ekki án kennslu.
Þegar vér hugsum til þess, hve lítið er
kennt í söng, þá þarf oss ekki að furða
á þvi, þótt kirkjusöngur fari víða í litlu
lagi og sé mjög ófullkominn og áhrifa-
lítill.
Sumstaðar, þar sem orgel hafa komið
í kirkjur, eru að eins örfáir, sem geta
sungið með, og þeir sem syngja, syngja
vanalega allir sömu rödd; og víða drottn-
ar sá ósiður, að kvennfólk syngur alls
ekki í kirkjum, þótt það geti. Sumstaðar,
þar sem orgel hafa verið keypt handa
kirkjum, er áhugaleysi safnaðanna svo
mikið, að þeir láta orgelin standa ónotuð
árum saman, svo kirkjurnar eru engu
byrgari með söng, en þótt ekkert orgel
væri. Á fjöldamörgum heimilum er aldrei
tekið lag svo árum skiptir, og söngur til
húslestra mun allvíða gersamlega Iagður
niður.
Helzta ráðið til þess að bæta úr söng-
vankunnáttu sveitamannanna, álít eg að
sé, að stofna sérstaka söngskóla handa
unglingum. Sálmasöngurinn á auðvitað að
sitja í fyrirrúmi Sjálfkjörin söngkennslu-
hús verða þá kirkjurnar. Sjálfkjörnir
kennsludagar: sunnudagarnir að sumrinu.
Sjálfkjörinn söngkennari: organisti hverr-
ar kirkju.
Prestarnir ættu með aðstoð sóknar-
nefndar, að stuðla að því, að orgel kæmi
í hverja kirkju, og að sá maður, sem á
orgelið léki og til þess væri hæfur, kenndi
ungu fólki söng á sunnudögum eptir messu.
Þetta mundi þá líka brátt verða á-
hugamál húsbænda og foreldra, þeir mundu
fljótt gleðjast af því, er börnin kæmust
svo langt, að þau gætu iðkað hina fögru
list í heimahúsum, sem vera ætti heimilis-
prýði á hverjum bæ. Þetta mundi og
nokkuð auka kirkjurækni, sem víða er
kvartað yfir, að ekki sé í góðu lagi.
En söngurinn er ekki að eins vegna
hljómsins, heldur á og hver ruaðui, jafu-
vel þótt hann ekki geti sungið, að hafa
sína sálmabók með sér í kirkjuna, svo
andinn geti fylgt orðunum þangað sem
þau eru stýluð.
Vegurinn um Eyrarbakka.
Þó að samgöngu- og vegamálið hafl
verið eitt hið mesta áhugamál þjóðarinnar
nú í nokkur ár, og mikið liafi verið gert
til að endurbæta gamla vegi og leggja
nýja, þá hefur vegurinn um Eyrarbakka
orðið mjög út undan í því efni, því þegar
farinn er vegurinn frá Baugstöðum út á
Eyrarbakka og jafnvel að Óseyrarnesi,
getur manni komið til hugar, að maður
sé fyrir 20 árum að ferðast um einhvern
útkjálka landsins, en ekki um annan
hinn fjölfarnasta veg á Suðurlandi. Á
öllum þessum vegi hefur ekki verið kastað
steini úr götu nú í mörg ár, og þó á
vegi þessum séu aligóðir kaflar, þá er
hann mestallur mjög vondur yfirferðar og
má heita, að skepnur geti víðast ekki
stigið svo fæti, að þær rekist ekki á
lausagrjót, og þar af leiðandi fengið meiðsli
á fótum, þegar þær eru að dragast með
þungar klyfjar aptur og fram, enda má
opt sjá hestafætur hróflaðar af grjótinu,
að eg ekki tali um þann háska, sem mönn-
um er búinn, sem verður það á að ríða
hart, sem æði opt kemur þó fyrir, sem
náttúrlegt er, því vegur þessi lítur út
fyrir að vera greiðfær yfir að líta. Verð-
ur því mönnum, sem ekki eru konum
kunnugir opt á, að hleypa hestum sínum,
og hef eg verið sjónarvottur að voðaleg-
ustu byltu, þar sem hestur datt um stein
og maðurinn féll af baki og Ienti á steini,
og var öll ástæða til, þótt maður þessi
hefði rotazt, enda meiddist hann stórkost-
lega.
Þetta skeytingarleysi með viðhald á
vegi þessum er næsta undarlegt, fyrst og
fremst af því, að hann er, eins og eg hef
áður tekið fram, mjög fjölfarinn, jafnvel
engu síður en vegurinn til Reykjavíkur,
og svo vegna þess, að Eyrarbakki er mesta
framfara og menningarbyggðarlag. Hér er
heldur ekki að ræða um stóran kostnað,
acm þyrfti til nð nnðurhæta veffinn, því
ekki þarf að sprengja upp grjót eða ieggja
nýjan veg, lieldur að eins kasta úr gamla
veginum lausagrjóti, sem sjórinn færir upp
í hann í stórflóðum og sjáfargangi. Enn-
fremur má geta þess, að í sýslunefnd Ár-
nesinga ætla eg að hafi verið til þessa
einn kaupmaðurinn á Eyrarbakka, og
ætti engum að vera meira áhugamál en
kaupmönnunum þar, að vegurinn að og
frá kaupstaðnum geti verið góður. Vegur
þessi hygg eg að vera muni sýsluvegur,
og er því vonandi, að liin háttvirta sýslu-
nefnd Árnessýslu láti ekki lengur dragast
að gera umbætur á því, sem eg hef nú
tekið fram að ábótavant sé. Um mál
þetta hefur verið kvartað af sýslunefnd
Rangárvallasýslu fyrir nokkrum árum, en
því ekki verið sinnt af þeim, sem hlut eiga
að máli.
Eg hygg, að enginn geti með sanni
sagt, að hér sé kvartað um þetta að ó-
þörfu, því að ef ekki verður bráðlega að
gert, má búast við að slys hljótist af, og
ætti hið nýafstaðna sorglega atvik á Hell-
isheiðarveginum, að vera knýjandi hvöt til,
að menn gættu sem bezt að því, að hafa
vegi sem greiðasta og hættuminnsta, þar
sem það er mögulegt.
Hala, í janúar 1893.
Þ. Gucfmundsson.