Þjóðólfur


Þjóðólfur - 28.03.1893, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 28.03.1893, Qupperneq 2
68 Samskot til séra Matthíasar vestanhafs. Eptir því sem skýrt er frá í síðasta tölubl. „Heimskringlu“, 15. febr., sem kom með þessu skipi, hefur nokkrum löndum þar vestra hugkvæmzt það drengskapar- snjallræði, að safna samskotum í því skyni að séra Matthias geti komizt á Chicago- sýninguna í sumar. Er allmikið rætt um þetta mál þar í blaðinu og prentuð áskor- un frá 7 mönnum í Winnipeg, er var afhent hr. ritstjóra Jóni Ólafssyni 14. f. m. Veitir hann áskorun þessari hiu öflug- ustu meðmæli, og segir, að hugsun sú, er felist í henni gangi eins og rafmagns- straumur gegn um hugi og hjörtu Vestur- íslendinga. í byrjun greinarinnar getur ritstj. þess, að hann hafl fengið bréf frá ýmsum mönnum þar í áifu með spurning- um á þessa leið: „Á hann (o: sr. Matth.) að sitja heima? Er það ekki þjóðarskömm að gera hann ekki færan um að þiggja það sæmdarboð að mæta á heimsins stærstu og merkustu alþjóðasýningu sem fulltrúa af íslands hendi? Er það ekki vanvirða heilli þjóð, sem þótt smá sé, vili láta hafa sig í þjóðanna tölu að geta ekki kostað för eins manns frá íslandi til Chicago og heim aptur?. Ennfremur getur ritstj. um, að hann muni sjá um, að útvega þau beztu far- kjör, sem nokkur kostur verði á, handa séra Matthíasi fram og aptur. Hann get- ur og um, að hann vilji hafa saman 300 dollara (rúm 1100 kr.) en gott hvað meira verði. | í niðurlagi greinarinnar kemst ritstj. svo að orði: „Það er sem skáld og mannúðarpostula, sem snilling þjóðarinnar, að vér Vestur- íslendingar viijum heiðra séra Matthias og sýna honum sóma og með því að veita honum hressingarferð ogt' ánægjustundir, viljum vér sýna lit á viðurkenningu á þvi, að vér könnumst við vorn ,hlut af hinni stóru skuld, sem þjóð vor er í við hann fyrir þá andlegu fjársjóðu, sem hann hef- ur geflð henni“. Vér viljum leyfa oss, að færa ritstj. „Heimskringlu" og öðrum mönnum þar vestra, er hafa tekið þetta málefni að sér, vorar beztu þakkir fyrir hina röggsamlegu byrjun,hversem árangurinn verður. Vér von- um, að hann verði ekkiísvo lítill. Og hægð- arleikur ætti það að vera fyrir landa vora hér, að taka höndum saman við landa sína vestra, og leggja til það fé, sem vanta kynni t. d. ef nokkrar sýslur vildu ganga í ábyrgð fyrir því. Það yrði aldrei stórfé. En á frjálsum samskotum hér í þessu skyni höfum vér litla trú, og þess vegna höfum vér ekki viljað stinga upp á þeim, því það er kunnugt, hve landar vorir hér eru daufir til að Ieggja nokkuð af mörkum á þann hátt. Það er því alls ekki vonlaust um, að séra Matthías geti sótt sýninguna, og þótt tíminn sé orðinn svo naumur nú, að hann geti ekki komizt þangað um miðjan maí, þá er sýningin verður opnuð, hefur það ekki svo mikla þýðingu. Hitt er aðalat- riðið, að hann komist vestur, þótt ekki væri fyr en í júní eða júlí. En hvernig sem allt fer, munum vér aldrei blygðast vor fyrir, að vér höfum átt mestan þátt í að vekja þessa hreyfingu. Undirtektir landa vorra austan og vestan hafs sýna einnig ljósast, að þessu hefur ekki verið hreyft að óíyrirsynju. Oss skiptir það engu, þótt einhverjir andstæð- ingar vorir berji saman hnúum og hnefum og hnoði saman einhverjum illkvittnis-þvætt- ing um oss persónulega fyrir hluttöku vora í þessu máli. Slík vopn sýna bezt þeirra eigin vanmátt og aumingjaskap. iskoranir til landshöfðingja um að séra Matth. fái styrk til að sækja Chicago- sýninguna, hafa þegar borizt frá Borgfirð- ingum, Árnesingum, Húnvetningum og Skagfirðingum og ef til vill frá fleirum, þótt oss sé það ókunnugt. Dalamenn kváðu og hafa ætlað að semja áskorun í sömu átt, en hættu við, að sagt var, af því þeim hafði borizt einhver ósönu lausa- fregn um, að landsh. hefði þegar veitt sr. Matth. styrkinn. Mælt er og, að enn sé von á fleiri áskorunum úr öðrum héruð- um. Yér teljum vafalaust, að landsh. hafl nú ritað ráðgjafanum með þessári póstskips- ferð um þetta mál, og að þvi er vænta má mælt fremur með sr. Matth. Hinar drengilegu uudirtektir landa vorra vestra, ættu þó að vera heldur hvöt fyrir stjórn- ina, að leggja eitthvað fram að sínum hluta. Óttist menn mjög, að samþykki þingsins fáist ekki — sem vér reyndar teljum ástæðulausan geig — þá væri reyn- andi, eins og vér beutum á í næstu grein hér á undan, að nokkur sýslufélög, bæði þau, er sent hafa áskoranir og önnur, vildu ganga í ábyrgð fyrir því fé, er landsh. veitti til þessarar farar. Væri það ekki gerandi? Tíminn er auðvitað naumur, en mikið má ef vel vill, og ekki þyrftu nema nærsýslurnar að taka þátt í þessu. Fyrirlestur. 24. þ. m. hélt dr. Bj'örn M. ólsen fyrirlestur í stúdentafélaginu um Sturlungu. Gat hann þess í fyrstu, að oss vantaði enn nákvæma útgáfu af þessu mikla sögukerfi, því að þótt útgáfa dr. Guðbrands í Oxford tæki útg. bókmennta- félagsins í ýmsu fram, einkum að því er niðurskipunina snerti, væri þó sá ókostur við hana, að hið elzta og jafnframt bezta handrit sögunnar (það sem dr. Guðbr. kall- ar B.) væri ekki lagt til grundvallar. En aðalefni fyrirlestursins var raunsókn um, hver hefði ritað „Sturlusögu“ (þ. e. Hvamm- Sturlu þáttinn í Oxford útg.), því að það þykir nú hér um bil áreiðanlegt, að Sturla lögmaður Þórðarson hafi ekki ritað alla Sturluugu. Komst dr. Ólsen að þeirri nið- urstöðu, arð Hvaram-Sturlu saga mundi vera rituð um eða litlu eptir 1200 og að miklu leyti eptir sögusögn Guðnýjar Böðvarsdótt- ur, móður Sturiusona, og studdi hann það við orð sjálfrar sögunnar. Jafnframt færði hann mjög sennilegar ástæður fyrir því, að þessi kafii Sturlungu, væri einmitt rit- aður af Snorra Sturlusyni. Byggði hann það einkum á því, að framan af er Hvamm- Sturlu borin vel sagan, allt þangað til hin svonefnduDeiIdartungumál hófust, eu miklu miður eptir þann tíma. En í Deildartungu- málum kemur Jón Loptsson í Odda til sögunnar, sem liðveizlumaður vinar síns séra Páls Sölvasonar í Beykjaholti, mót- stöðumanns Sturlu, og þá er þeim málum er lokið tekur Jón til fósturs Snorra son Sturlu þrévetran. Er því allskiljanlegt, að Snorri hafi heldur dregið taum fóstra síns í frásögninni og eigi þótt framkoma föður síns í þessuni málum sem göfugmannleg- ust. Að öðru leyti er ekki þörf á að skýra hér frekar frá efni fyrirlestursins, þar eð hauu birtist að sjálfsögðu á prenti innan skamms. Póstskipið „Laura“ kom loks að morgni 25. þ. m. Hafði ekki lagt af stað frá Höfn fyr en hinn 10. (í stað 1.) eu þá var ísinn nýleystur. Ercmur litlar vörur kváðu hafa komið með því hingað. Far- þegar voru: konsúll Guðbr. Finnbogason, Guðm. kaupm. ísleifsson á Háeyri, Holg. kaupm. Clausen í Stykkisliólmi, Ólafur Árnason verzlunarstj; ennfremur skipstjór- arnir Guðm. Kristjánsson og Páll Hafliðasou. Tvö gufuskip fermd salti komu í gær og fyrradag til verzlana Eyþ. Felix- sonar og Christensens.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.