Þjóðólfur


Þjóðólfur - 28.03.1893, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 28.03.1893, Qupperneq 4
60 Fyrirspurnir og svör. 1. Ef sá, sem hefur fjárhald kirkju, tekur hærri ljóstoll, en honum ber, en reiknar kirkjunni ijós- tollinn eptir yerðlagsskrá, og hirðir sjáifur það, sem afgangs er, ber honum ekki að borga aptur gjald- anda það, sem hann hefur tekið ofmikið, hvenær sem hann er krafinn? Svar: Jú. 2. Maður rekur verzlun og hefur búskap, tíund- ar 20 hndr. í fasteign og lausafé til samans. Hvort ber honum þá að borga offur sem kaupmaður eða sem bðndi? Svar: Bæði sem kaupmaður og bóndi. 3. í kjörstjórn við kosning til alþingis var fyrst sýslumaður, annar úr kjósenda flokki og sá þriðji, sem næsta vor á undan hafði vikið úr sýslu- nefnd. Er þessi kosning lögleg? og ef svo er ekki, verður þá liinum kosna alþingismanni bægt frá að sitja á alþingi fyrir það? Svar: Hinum kosna alþingismanni mun ekki verða bægt frá að sitja á alþingi, þótt kjörstjórnin hafi verið samsett eins og spyrjandinn segir. 4. Hverra víta er sá verður, sem með fullu ráði kemur óvörum til sambýlismanns síns, þegar hann er að lesa húslestur á hátíðisdegi, velur húshónd- anum og heimilisfólkinu ósæmileg orð, lemur utan bæinn með staf, sem hann ber i hendinni, og ó- náðar þannig heimilið með tilburðum sínum og há- reysti, að hætta verður lestrinum til þess að verj- ast árásum haus? Svar: Athæfi það, sem spyrjandinn skýrir frá, getur varðað sektum, sjá 217., 219. og 223. grein hinna almennu hegningarlaga. 5. Er eg, sem kærandi, skyldur til þess að sýna sýslupassa minn á sáttafundi, þó hinn ákærði krefj- ist þess? Svar: Nei. 6. Get eg ekki neitað að hafa þann sáttanefnd- armann, og það þótt prestur væri, á sáttafundi í máli því, er eg kæri, ef eg veit með rökum, að hann er hlynntur mótparti mínum, að minnsta kosti mót- failinn mér? Svar: Nei, ekki nema sáttasemjarinn hafi kom- ið opinberlega fram sem óvinur kærandans. Ostur, kaffi, sykur, exportkaffi og ýmsar nauðsynjavörur. Allt komið i verzlun ný- 93 Sturlu Jónssonar. Smáar blikkdósir kaupir 94 Rafn Sigurðsson. Ekta anilínlitir M •fH W •H F-H fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og 5 VH •pH í verzlun 89 Cð Sturlu Jónssonar Hx ce Aðalstræti Nr. 14. M rf- w «iú5í 95 SliófatnaöTixr mjög ódýr og vaudaður fæst í verzluu 96 Sturlu Jónssonar. [ ensku verzluninni fæst: Te — Ostur — Ananas — Perur — Pickles Apelsínur — Döðlur — Brjóstsykur Margskonar kaffibrauð Erísgrjón — Hveiti — Bankabygg Haframjöl — Maismjöl _ og aðrar matvörutegundir Enskt reyktóbak — Steinolía Glysvarningur — Margs konar vefnaðar- vörur, þar á meðal: sjöl — herðasjöl — flonel — gardínuefhi —■ stumpasirz — ullargarn — zephyrgarn o. fl. Brúkuð íslenzk frímerki verða keypt í Aðalstræti nr. 14. 98 Harðfiskur, riklingur, saltfiskur, skata, grásleppa og tros fæst 1 verzlun 99 Sturlu Jónssonar. Útkomu þessa blaðs liefur verið liraðað sakir póstskipsins og bœnadagahelg- arinnar. I nœstu viku kemur „Þjóðólfuru tvisvar út (líklega miðvikudag og laugar- dag). Eigandi og ábyrgSarmaíur: Hannes Þorsteinsson, cœnd. theol. Félagsprentsmiðjan. 38 Síðan fóru þau inn í dyrnar. Hurðinni var hallað í hálfa gátt. — — — — — — — — — Æðilöngum tíma seinna gengu þau Magnús og Guð- rún út túnið á Úlfá og út að húsunum, sem eru yzt á túninu. Hestur Magnúsar var þar úti i skriðunni fyrir utan. Þau gengu fyrir ofan húsin, og beint til hestsins. Magnús tók hestinn og teymdi hann út og ofan með ánni. Guðrún gekk við hlið honum. Fossarnir í gilinu niðuðu og suðuðu uppi í biksvörtu gljúfrinu. Norðurljósin flugu sem leiptur fram og aptur um loptið. Stjöruurnar blikuðu og tindruðu eins og smáljós á hinni bláu hvelfmgu alheimskirkjunnar.' Allt var kyrt og rótt — svo hijótt, eins og haust- lágnættið getur hljóðast verið í blækyrru veðri. Að eins fossarnir suðuðu sitt gamia sönglag við froststönglana, sem voru að koma í kriugum þá. En ókyrt og órótt var að eins í hjarta illræðis- mannsinR, sem notaði nú ástina og vinartraustið til þess að koma fram ásetningi sínum. Guðrún hélt á litlum strigapoka undir hendinni; var í honum brennivínstunaan sú hin litla, er hún hafði sótt út að Hólsgerði um kv.eldið. 39 Tvisvar sinnum tók hún hana upp — tvisvar saup Magnús á henni — og hún tók við henni, og lét hana í pokann aptur. Svo bar þau niður að ánni. Þar sem þau komu að ánni, var sandeyri við hana allbreið, skammt eitt austar, en Úlfá fellur í hana. Þar var vað á ánni; þangað teymdi Magnús hestinn, og stóð við. Fáa faðma þaðan stóð Jón Hálfdanarson, og hélt í hest sinn. Þau sottust niður á bakkann við eyrina. Guðrún tók upp tunnuna, og bauð Magnúsi; hann saup á henui enn og sagði síðan: „Þá held eg við verðum uú enu að skilja — og nú ferðu að sofa inni — eg vil ekki þú liggir svona frammi lengur“. „En hvernig á eg þá að finna þig, elsku góði!“ Einhver ráð verða tii þess; en þó að eg geti ekki sagt svo um það nú, skal eg það fyrsta láta þig vita um það“. „Svo er það allt gott“ — því að alltaf leiðist mér hver stundin, sem þú ert ekki hjá mér“. „Sama get eg og sagt“ — en nú verð eg að fara — og kveðja þig“.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.