Þjóðólfur - 29.04.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.04.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendls 5 kr. — Borgist Cyrir 15. jiuí. Uppsögn, bundin viö áramót ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFUR XLY. árg. Stjórnar-rannsóknin gegn Skúla Thoroddsen. í blaði yðar hafið þér, herra ritstjóri, stöku sinnum minnzt á málatilbúning þann, er stjórnin hefur haft á hendur mér; en með því að hvorki yður né lesendum yðar mun kunnugt um aðdraganda þess eltinga- leiks, sem staðið hefur yfir síðan á síðast- liðnu hausti, vil eg hiðja yður að ijá lín- um þessum rúm í blaði yðar, svo að al- menningur sjái, hvað hent getur íslenzkan embættismann, sem einhverra orsaka vegna eigi virðist vera „í náðinni11. Eins og alkunnugt er orðið, var mér vikið frá embætti „um stundarsakir“ írá 1. sept. f. á. að telja, út af misferlum, er á þóttu orðnar í sakamálsrannsókn gegn Sigurði nokkrum Jóhannssyni; var Sigurð- ur þessi grunaður um manndráp, og, mér er óhætt að segja, sekur að almennings- áliti; þótti það einkum að athuga við með- ferð mína á máli þessu, að eg hafði eigi í prófunum gert nægilega grein fyrir, hvers vegna eg hafði látið Sigurð þennan, — sem var mjög þrjóskufullur — lifa við vatns- og brauðs viðurværi tvívegis, 5 daga í senn; en til afsökunar óljósri eða ófullkominni bókun um það atriði, tel eg mér til afsökunar, að eg hafði sýkzt á örðugri embættisferð í þessu sama rnáli, og gat því naumast talizt fær um að gegna embættisstörfum þann tíma, er prófin voru haldin, svo sem sanna má með læknis- vottorði. En eptir tillögum landshöfðingja tók nú ráðherra íslands upp þykkjuna fyrir Sigurð þennan, þótt eigi kærði haun sjálf- ur, að því kunnugt er; og án þess að leitað yæri skýrslu minnar, svo sem þó mun ali-tíðast, er embættismönnum þykir yfirsjást í einhverju, þá var í fyrra um- svifalaust settur á mig „kgl. commissarius“, og mér síðan, sem áður sagt, frá embætt- inu vikið. En þó að aðferð þessi kunni að þykja eigi óskrítin, og að minnsta kosti all- óvanaleg, þá er þó hitt enn einkennilegra, að þegar ráðherra íslands þóknaðist að gefa mér „passann“, þá lét hann sér eigi u®gja að skírskota til þeirra greina hegn- Reykjavík, laugardaginn 29. apríl 1893. ingarlaganna, er meðferð mín á „Skurðs- rnálinu" svo nefnda gat gefið tilefni til, heldur var svona alveg upp úr þurru tekið meira með. Hvort nú ráðherrann sjálfur hefur val- ið alla þessa „paragrapha“, sem settir voru til höfuðs mér, eða hann hefur í því efni hagað sér eptir þóknanlegum tillögum landshöfðingjans, skal eg ekkert um segja, með því að þessu er enn öllu haldið á huldu, þar sem ráðherrabréfið um „suspen- sion“ mína eigi hefur þótt svo þýðingar- mikið, að það hafi birt verið í Stjórnar- tíðindunum, né heldur tilkynnt sjálfum mér. En hvaða leyndar-afl var það þá, er olli þessum „paragrapha“-kynstrum? Hefðu yfirboðurum mínum borizt kær- ur yfir embættisfærslu minni, þá var þetta ekki tiltökumál. En enginn hafði kært mig fyrir nokk- urn skapaðan hlut. Hefði eg verið kunnur að trassaskap og óreglu í embætti, þá bar mér og að þegja. En án þess að mér beri að dæma um það efni, þá held eg, að eg sé svo hepp- inn, að eg eigi einhverstaðar í fórum mín- um prívatbréf, bæði frá hæstv. landshöfð- ingja og frá amtm. sáluga E. Th. Jónas- sen, sem fara í allt aðra átt, og þar sem þeir enda setja upp á mig óverðskuldað of-lof. En hver svo sem meining ráðherrans hefur verið, þá er það ljóst, að landshöfð- ingi vor hefur iitið svo á sakirnar, sem eitthvað ætti að „fiska“, eða eitthvað þyrfti að „fiskast“, svo að þessir „paragraphar" gætu látið til sín taka, því að með bréfi, dags. 29. ágúst 1892, hefur landshöfðing- inn ritað settum sýslumanni L. Bjarnason á þessa leið, að honum beri: „að rannsaka allt það, er yður (o: Lár- usi) kann tortryggilegt að þykja viðvíkj- andi embœttisfærslu Slcúla Tlioroddsens og framkomu hans sem dómara einn- ig í öðrum málumu 1 (þ. e. í öðrum mál- um, en í máli Sig. Jóhannssonar). Af þessu bréfi er það þá Ijóst, að land- stjórnin, án nokkurrar kæru, og án þess hún viti upp á mig nokkurt lagabrot, hefur, *) Leturbreytingin gerð af oss. Ritstj. Nr. 20. ef svo.mætti að orði kveða, sett-mann á mig, eða eins og ísfirðingar segja, sent flugumann til höfuðs mér, til þess að leita uppi hvað eina, er mér mætti til áfellis verða. Með öðrum orðum, landstjórnin skipar Lárusi Bjarnason að elta mig með saka- málsrannsóknum alveg eptir hans eigin og og ótakmörkuðu geðþekkni. Er ekki þetta ofurlítið athugaverð, eða einkennileg, aðferð? Og samkvæmt þessari skipun hefur svo L. Bjarnason verið að eltast við mig í allan liðlangan vetur, og guð einn má vita, hvenær sá eltingaleikur endar, því að svo er það sjá, sem aldrei þyki „aflað“, sem skyldi. Hefur aðferð L. Bjarnason einkanlega verið í þvi fólgin, að rífa upp útkljáð mál, 1—2 ára gömul réttarhöld, og „hlýða“ vottum og öðrum, sem við þau voru riðn- ir, „yfir“, hvað fram hafi farið fyrir rétt- inum; með öðrum orðum, hann hefur reynt að „re-construera“ (þ. e. skapa ný) réttar- höld eptir því, sem þessum herrum hefur þóknast að muna eða ekki muna, eptir svo langan tíma; en hann hefur neitað þeim um að fá að heyra upplesin sjálf réttarhöldin, er þeir á sínum tíma voru vottar að. Mun þessi aðferð vera spán-ný hér á landi, og þó víðar sé leitað; en handhæg reynist hún óefað, og góð að grípa til, ef á þarf að halda. Um málaferlin sjálf ætla eg að öðru leyti ekkert að tala; en að eins get eg getið þess, að allt málaþrasið snýst eigin- lega um ekki neitt; þar er ekki um það að ræða, hvort nokkurs réttur sé fyrir borð borinn, heldur að eins um það eitt, hvað mér verði mest til miska unnið; og til þess miðar máske einnig þessi ísfirzka staka: „Málaþrefin verða veil, virðar lienda’ að gaman, eru hvorki hálf né heil, heimsku-rugl allt saman“. En að því er framkomu setts sýslu- manns L. Bjarnason gagnvart mér í máls-rannsóknum þessum snertir, þá er þar stytzt frá að segja, að henni hefur verið þannig háttað, að eg hef loks séð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.