Þjóðólfur - 29.04.1893, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.04.1893, Blaðsíða 2
78 mig til knúðan, að bera mig upp fyrir háyfirvöldunum, og krefjast þess, að öll málsmeðférð hans verði ítarlega rannsök- uð; byggi eg þessa kröfu mína á því, að ýmsir valinkunnir, nafngreindir menn vestra, er Lárus hefur kvatt til vitnis- burðar í máli mínu, hafa tjáð mér, að hann haji vikið við vitnaframburði þeirra mér í óhag í ýmsum atriðum, og ekki fengizt til að leiðrétta hann, þótt þeir hafi krafizt; eins og hann einnig hefur haft í frammi hótanir við vitni, og þannig reynt að rugla þau í framburði þeirra. í líka átt fara einnig hinar almennu kærur ísfirðinga, er sendar hafa verið há- yfirvöldunum, og sem undirritaðar eru af nálega hverjum einum einasta búanda í hreppum þeim, er rannsóknir þessar hafa náð til; en í téðum kærum eru helztu kæru-atriðin þessi: 1. Að L. B. hafi liagað réttarrannsókn- unum gegn mér mjög hlutdrægnislega, og að hann noti vilhalla réttarvotta. 2. Að hann víki við framburði vitna, og segi, að þau varði ekkert um, hvern- ig hann bóki. 3. Að hanu hafi haft í frammi ýmsar hótanir við vitni, og reynt þannig að hafa áhrif á framburð þeirra, og að rugla þau í honum. 4. Að hann valdi ástæðulausum óeirð- um í héraði, og hafi í málaferlum þessum haft í frammi ýmsar lögleysur við einstaka menn, og eru nefud nokk- ur dæmi þess í sumum kærunum. 5. Að hann sé svo óáreiðanlegur í orð- um, að almenningur geti ekkert traust né virðingu til hans borið, enda sé það orðið all-títt, að menn vilji eigi við yfirvald þetta tala, nema undir votta. Þannig lagað er þá vitnisburðarbréfið, sem ísfirðingar hafa gefið þessum virðulega eltingamanni mínum. Eu „þökk mun gráta þurrum tárum“; það eru víst fremur litlar líkur til, að landstjórnin muni láta þetta til sín taka, eða í þá átt mun að minnsta kosti hafa farið svar það, er sendimanni ísfirðinga var veitt. Gagnvart þannig löguðum aðförum hlýt eg auðvitað að standa varnarlítill, og taka því, sem vevða vill. En rétt þótti mér, að iandar mínir fengju að þekkja aðferðina, sem að mínu áliti eigi á það óskilið, að vera færð í letur. p. t. Reykjavík 20. apríl 1893. Ski'ili Tlioroddsen. * * * Viðauki. Með því að þessi grein hr. Thoroddsens, er hér birtist, gefur nýjar upplýsingar, er oss þykja mikilsverðar að því er snertir af- skipti „Þjóðólfs11 af þessu máli í sambandi við ummæli landshöfðingja, getum vér ekki stillt oss um að fara nokkrum orðum um þetta efni. Er þar fyrst til máls að taka, að með póstskipinu „Laura“, er hingað kom 29. á- gúst f. á., fréttist, að Skúla Thoroddsen væri vikið frá embætti, og málaflutníngs- maður Lárus Bjarnaspn settur til að gegna þvi og rannsaka aðgerðir Thoroddsens í „Skurðsmálinu“. Sama dag hefur lands- höfðingi ritað L. B. bréf það, er Thorodd- sen tekur kafla úr í grein sinni, og dag- inn eptir fór L. B. vestur. En þótt þetta landshöfðingjabréf hafi sjálfsagt átt að fara leynt, eptir því sem síðar virðist hafa sýnt sig, tók samt brátt að kvisast hér í bæn- um, að L. B. mundi eiga að rannsaka eitthvað annað og meira en „Skurðsmálið“ eitt, og í „Þjóðólfi“ 2. sept. (4 dögum ept- ir komu póstskipsins) skýrðum vér frá, að L. B. liefði verið falið á hendur að rann- saka alla embættisfærslu hr. Thoroddsens, og þóttumst vér hafa nokkurn veginn á- reiðanlega heimild fyrir þessum ummælum vorum, er þá þegar vöktu mikla óánægju í herbúðum stjórnarinnar og heunar fylgi- fiska hér í bænum. Þau áttu ekki að vera á neinu byggð og menn hugðu, að vér gerðum stjórninni og landshöfðingjanum herfilega rangt til með þessu. Skúla Thor- oddsen sjálfum var og í fyrstu alveg ó- kunnUgt Um þessi ákvæði, en í „Þjóðv.“ 12. desbr. f. á. segir hann, að L. B. hafi í öndverðum septbr. sagt honum, að hann hefði skriflega skipun frá landshöfðingjan- um til að höfða ranusókn um alla hans (o: Skúla) embættisfærslu, en vildi þó ekki sýna honum bréflð. L. B. hefur reyndar mótmælt, að hann hafi sagt þetta, en Sk. Th. segir aptur, að það hafi verið vottfast. Til að komast að einhverri niðurstöðu í þessu efni, fór Sk. Thoroddsen siðast í septbr. suður til Beykjavíkur, fann landsh. að máli, og spurði hann, hvort það væri rétt, sem „Þjóðólfur“ hermdi, að rannsókn ætti að höfða um alla embættisfærslu sína, „og tok hann (o: landsh.) þá þvert fyrir1, að L. B. hefði nokkra skipun í þá átt“ (sbr. „Þjóðv.“ 12. des.), og það tók Sk. Th. trúanlegt. Með þessu var kveðinn upp eins konar ómerkingardómur yfir ummæl- um vorum í blaðinu 2. sept. En lands- J) Leturbreytingin í „Þjöðviljanum". höfðingjabréfið 29. ágúst tekur nú af all- an vafa um, að vér höfum haft rétt að mæla, og eru því nú orðin þau hausavíxl á hlutunum, að það er einmitt landshöfð- ingi, sem ekki hefur hermt rétt við Sk. Th., með þvi að vilja ekki kannast við það hreinskilnislega, sem hann sjálfur hafði einmitt fyrirskipað. Það eru engin sjáan- leg ráð fyrir hann til að komast úr þess- um vanda, nema með því að lýsa skýrslu Thoroddsens um samtal þeirra ósannindi, en fyrst og fremst er það nú orðið nokk- uð seint, enda hvort sem er lítt hugsan- legt, að Sk. Th. hafi gert sig sekan í slíkri rangfærslu á orðum Iandsh. Það hefði verið miklu djarfmannlegra af landshöfð- ingja að staðfesta ummæli vor í blaðinu, með því að segja Sk. Th. satt og rétt frá þessu, og játa það umsvifalaust, að hann- hefði boðið L. B. að rannsaka fleira en „Skurðsmálið“. Það lýsti einurð og kjarki og hefði ekki dregið neinn óþægilegan dilk á eptir sér fyrir landsh., annan en þann, að menn hefðu þá þegar vitað, að „Skurðsmálið“ var ekki annað en lítils- háttar átylla til alvarlegra rannsókna um alla embættisfærslu Sk. Thoroddsens. í sambandi við þetta finnst oss einnig vert að geta þess, að í yfirlýsingu landsh. í 52. tölubl. „Þjóðólfs“ f. á. út af ummæl- um vorum um drátt rannsóknarinnar í Skúlamálinu, segir hann, að sú aðdróttun sé með öllu tilhæfulaus, að L. B. hafi feng- ið skipun, bendingu eða jafnvel hina minnstu átyliu frá yfirboðurum sínum til að draga rannsóknina eða hraða henni ekki. Þetta er ekki fyllilega rétt hjá landsh., því það hlaut að vera bein afleiðing af fyrirskipun hans 29. ágúst, að rannsóknin stæði all- lengi yfir, eins og nú hefnr komið á daginn, og vér vitum, að L. B. sjálfur hefur afsakað dráttinn á málinu ein- mitt með skírskotan til fyrirmæla landsh. í hinu þráttnefnda bréfi (29. ágúst). Það er líka næg afsökun fyrir hann, þótt hann hafi enga beina slcipun fengið til að draga rannsóknina. Oss virðist því, að sannleiks- gildi landsh.-yfirlýsiugariuuar í 52. tölubl. „Þjóðólfs“ f. á. hafi rýrnað nokkuð við þetta. Qm málareksturinn sjálfan gegn Sk. Th. ætlum vér ekki að tala að siuni, því að málsaðili sjálfur hefur með grein sinni hér að framan skýrt allröksamlega frá honum. Vér höfum að eins fært söunur á uinmæli vor í „Þjóðólfi11 í samanburði við orð landsh., til að sýna almenningi hið rétta saman- hengi bak við leiksviðið. Bitstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.