Þjóðólfur - 29.04.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.04.1893, Blaðsíða 3
79 Chicago-sýningin.—Séra Matthías. Með þessari fyrirsögn birtist svolátandi ritstjórnargrein í 7. tbl. „Stefnis“ l.þ.m.: „Um ekkert er tíðræddara nú á dögum en það, hvort vér eigum að senda mann á Ckicago-sýninguna til að mæta þar sem fulltrúi þjóðar vorrar, og flytja Ameríku- mönnum kveðju vora og árnaðaróskir, eða leiða þetta hjá oss alveg afskiptalaust, og „látast ekkert vita eða skilja“. Flestir munu þeirrar skoðunar, að vér eigum og verðum að senda slíkan fulltrúa, og að vanvirðulaust getura vér ekki leitt þennan stórviðburð hjá oss án slíkrar eða líkrar hluttöku, ekki svo mjög vegna sýningar- innar, sem sýningar, heldur vegna hins einkennilega og merkilega sögulega sam- bands, sem er milli þjóðar vorrar og þeirra manna og viðburða, sem minnast á með sýningu þessari. Er komin talsverð hreyf- ing á þetta víðs vegar um land, og ýmsir sýslunefndarfundir (t. a. m. í Skagafirði, Eyjafirði, Borgarfirði) hafa haft það til um- ræðu, og alstaðar komið fram samkuga álit, að æskilegt væri, að slík sendiför kæmist á. Mun óhætt að fullyrða, að þetta sé samkvæmt liinum almennasta vilja manna um land allt. En eitt er það, sem allt getur strandað á, eða dregið þessa sendi- för of lengi, það er þessi gamli þröskuld- ur flestra framfara og fyrirtækja á landi voru: féleysið. Fé er nefnilega ekki til fyrirliggjandi, er heimilt sé að verja á þennan hátt, en landstjórniu getur veitt það, og er líklegt að hún geri það, upp á væntanlegt samþykki alþingis, sem varla mun þurfa að efa að fengist greiðlega. Það verða varla deildar skoðanir mauna um það, hvern senda skuli vestur, úr því séra Matthías Jochumsson hefur gefið kost á sér. Mæla ekki einungis með honum hinir miklu hæfileikar hans, heldur það, að liann er einmitt kjörinn af Ameríku- mönnum sjálfum til að mæta á sýning- unni“. Yér höfum tekið grein þessa upp í blaðið af því að í henni kemur fram ein- mitt sama skoðun, eins og vér höfum jafnan haldið fram í deilunni um þetta mái. Það dugar ekki fyrir andmælendur vora að fárast út af þessu „fargani“, er þeir svo nefna. Þeir eru og verða alstaðar í tilfinnanlegum minni hluta nema eftil vill hér í bænum, einkum meðal þess flokks, er annaðhvort hefur öðlazt eða gerir sér von um að öðlast einhverja náðarmola með auðsveipni og allraþegnsamlegastri undir- gefni undir vilja þeirra, er völdin hafa. Þess hefur áður verið getið hér í blað- inu, að laudshöfðingi hafl fengið áskoranir frá 4 sýslunefndum (Árnesinga, Borgfirð- inga, Húnvetninga og Skagfirðiuga) um að veita séra Matth. styrk til fararinnar vest- ur, og nú er þess getið í „Stefni“ 1. þ. m., að sýslunefnd Eyfirðinga hafi beint þeirri fyrirspurn til landshöfðingja, hvort hann sæi sér ekki fært að veita fé til fararinn- ar í tæka tíð upp á væntanlegt samþykki alþingis. Ennfremur skal þess getið, að hinn fyrv. ritstjóri „Norðurljóssins“, hr. Friðbj. Steinsson, hefur sent oss íslenzka þýðingu af tilboðinu til séra Matthíasar, ritað af S. Bassett forseta þjóðfræðanefndarinnar í Chicago, og er þar skýrt tekið fram, að hann sé valinn í aðstoðarnefndina (Auxili- ary Committee) samkvæmt visbendingu R. B. Anderson, og óskar forsetinn, að séra Matth. sæki þing þetta, ef mögulegt sé, enda verði kostað kapps um, að þetta allskerjarmót megi verða sem merkilegast o. s. frv. Skyldi það rýra nokkuð gildi tilboðs þessa, þótt R. B. Anderson, sem er kunn- ingi séra Mattk., hafi bent nefndarforset- anum á hann? Tilboðið er ekki frá Anderson, heldur frá forsetanum, sem eflaust er ekki neitt persónulega kunnug- ur séra Matth. Og landstjórnin hefur enga ástæðu til að lýsa það öldungis ó- merkt, þótt það hafi ekki gengið gegnum greipar hennar. Það er bara fyrirsláttur sér til afsökunar, eins og vér höfum opt tekið fram. Það væri hægðarleikur fyrir þingmenn þegar í byrjun þings, að samþykkja fjár- veitingu til séra Matth. með sérstöku á- kvæði, til að Iosa landstjórnina úr öllum vanda, enda kemur það að líkindum til umtals. Sýningin stendur fram á haust, svo að það er nógur tími fyrir séra Matth. að fara vestur í júlf. Það er ekki bráð- nauðsynlegt, hvort sem er, að hann sé þar allan sýningartímann. Þá verður og kostn- aðurinn minni við förina. Að því er snertir hinar „vinsamlegu" bendingar til vor í 22. tölubl. „ísafoldar“ í sambandi við þetta mál, þá fer fjarri því, að vér tökum þær til greina, því að oss dylst ekki af kverjum ástæðum þær eru sprottnar, og þótt vér höfum ekki margra ára reynslu í ritstjórn við að styðj- ast, dettur oss ekki í hug að „ganga í skóla" hjá ritstjóra „ísafoldar“ til að læra kurteisan fyrirmyndar-rithátt af blaði hans, því að vér hyggjum, satt að segja, að vér muudum lítið á því græða. Það brostu sumir dálítið að ummælum ritstjórans um blað sitt („ísafold" 22. þ. m.). Ritstj. Suðunmílasýslu (FáskriMröi) 16. marz. [Prédikanir leikmanna. — Slysför. — Pöntunarfélag. Pundnar fornmenjar]. „Það má með nýluudu nefna, að á ný- ársnótt var haldinn kveldsöngur í Stöðvar- kirkju af prestinum séra G-uttormi Vigfús- syni, og stigu 4 leikmenn í stólinn, og' flutti hver þeirra snjalla ræðu. Þóttu all- ar góðar, sumar ágætar, enda hafði prest- ur yfirlesið ræðurnar áður. Lærður söng- maður fór líka fyrir altarið og tónaði, og þótti takast prýðilega. Var þar mesti fjöldi af tilheyrendura. En mjög misjafn- ir hafa verið dómar alþýðu um þetta, og sumir eigi sem réttlátastir; fer svo optast þá frjálslyndir menn brjóta fornar venjur, er óbreyttar hafa verið frá hjátrúar- og ánauðaröld þjóðariunar. En því miður er Farísea-hugsunin allt of mjög ríkjandi, er sýnir antiað en er— er hræsnar fyrir mönn- um — og dæmir stranglega allar ytri at- hafnir, ef þær eru eigi samkvæmar aldar- hættinum. Og þvi hafa margir álitið þetta guðleysi næst; það gæti þó verið bæði gagnlegt og heiðarlegt, ef leikmenn temdu sér það að jafnaði, að flytja ræður í guðs- húsi, og því er vonandi, að þetta verði ekki bæði fyrst og síðast. Milli jóla og nýárs (31. des.?) lirapadi færeyskur maður úr svonefndu Kollaleiru- fjalli við Reyðarfjörð. Maðurinn var á rjúpnaveiði, hafði beinbrotnað, og var ör- endur þá hann fannst. Útlit er fyrir, að pöutunarfélagið, er stofnað var í vetur, fái góðau byr. Skýrsl- ur eru nú komnar frá félagsstjóraDum, er sigldi til Englands fyrir nýár með pönt- uuarlistana, og er hans von með vörur til Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar seint í þessum mánuði, eða snemma í apríl. Hefur hann skrifað gott útlit með fisk- og ullarverð erlendis. Sem nærri má geta, þótti almenn- ingi þetta kinar mestu gleðifréttir, en kaupmönnum mun hafa þótt þær allt annað en góðar og girnilegar, því nú mega þeir sjálfsagt að eiuhverju leyti lægja seglin, enda munu flestir óska, að þeir eigi sigldu jafn-hagstæðan byr í verzlunarsökum þetta ár, sem hið umliðna. En heppnist þetta, sem útlit «r fyrir, þá hefur hér ekki verið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.