Þjóðólfur - 03.05.1893, Blaðsíða 2
82
hafa sýnt einkar hrósverða rögg af sér í
þessu máli, og þarf þess naumast að geta,
að vér kunnum þeim hinar beztu þakkir
fyrir, og sama mun allur þorri manna hér
á landi gera. Hér hafa framkvæmdirnar
ekki getað samsvarað viljanum.
Séra Hafsteinn Pétursson hefur ver-
ið kjörinn aðstoðarprestur séra Jóns Bjarna-
sonar í Winnipeg-söfnuði og flytur þaugað
til bæjarins í júlím.
Adolph Nieolaisen cand. theol. er orð-
inn kennsluprestur við Heilagsandakirkju
í Kaupmannahöfn og var vígður af Fog
Sjálandsbiskupi 15. marz.
Konungkjörnir þingmenn eru nú skip-
aðir: L. E. Sveinbjörnsson, Hailgrímur
biskup, Kristján Jónsson yfirdómari, Árni
Thorsteinsson landfógeti, Jón A. Hjaltalín
skólastjóri og — séra Þorkell á Reyni-
völlum.
Dáinn í Khöfn 20. f. m. Jón Johnsen
(souur G-ríms amtm. Jónssouar), kammeráð
að nafubót, áður gjaidkeri við háskóla-
féhirzluna.
Dr. Otto Jespersen, sá er í deilunni
átti í vetur við landa vorn dr. Jón Stef-
ánsson, hefúr nú orðið honum hlutskarp-
ari og fengið kennaraembættið í ensku við
háskólann eptir G. Stephens.
Skiptapi. Nýlega fórst skip með fjórt-
án mönnum í Austur-Laadeyjum. For-
maður Sigurður Þorhjarnarson á Kirkju-
landshjáleigu, heppinn formaður, miðaldra.
Hann hafði róið í Vestmannaeyjum í veL
ur, en var kominn heim og reri þeuuau
róður til fiskjar. Af hásetunum voru 4
b^ndur auk formanusius: Jón Ólafsson
frá Hvammi í Mýrdal (sonur Ólafs á
Hofðabrekku), uugur maður efnilegur og
annar bóudi ónafngreindur frá sama bæ,
Árni Jónsson frá Lágafeili (bróðursou.
Finnboga á Reykjum í Mosfellssveit), og
Hjörtur Snjólfsson frá Álptarhól,
(jrufubáturiim, sem Fischer stórkaup-
maður liefur keypt heitir, „Einigkeit“
(„Eining“) og kostaði 20,000 kr.
Morðinginn Jón Sigurðsson úr Bárðar-
dal hefur verið dæmdur til dauða í hæsta-
rétti. Dómnum auðvitað skotið til kon-
ungsnáðar.
Póstskipið „Laura“ kom hingað á á-
kveðnum degi (í fyrra kveld). Með því
kom fjöldi farþega, þar á meðai Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri, kaupmennirnir
Ditlev Thomsen, Eyþór Felixson með frú;
W. 0. Breiðíjörð og Björn Kristjánsson;
eunfremur ekkjufrú R. Christiansen með
uppeldisdóttur, Sigtryggur Jónasson sem
nýr agent eða fulltrúi Kanadastjórnar,
nokkrir euskir og þýzkir ferðamenn o. fl.
Seyðisfirði 2. apríl: „Tíðarfarið hef-
ur nú um tíma verið hið hagstæðasta; gekk
í hæga suðvestan átt 19. f. m. og liláku,
er hefur baldizt síðan, þó stundum hafi
verið frost á nóttum; er nú allt Upphér-
aðið orðið marautt, og í öllum sveitum
komjn uokkur jörð; var eigi vanþörf á
þessum bata, því mjög margir munu hafa
venð komnir á heljarþröm með búpening
sinn.
„Yágen“ kom hingað um miðbik f. m.
og fór aptur héðan 24. f. m. með síldar-
farm frá Reyðarfirði; ætlaði beina leið til
Hafnar og ef til vill inn í Eystrasait.
Með „Yágen“ sigidu héðan Skapti ritstj.
Jósepsson, dóttir hans Ingibjörg og Stefán
úrsmiður Jónsson. Gufuskipið. „Ernst“ er
og nýkomið liingað frá Leith, með vörur
til Johansens kaupmanns, pöntunarfélags
Fijótsdalshéraðs o. fl.; fer „Ernst“ í kvöld
norður á Eyjafjörð. Seglskip kom og í
dag hingað frá Stafangri, með vörur til
Johansens verzlunar. Er það fyrsta kaup-
skipið hingað til Austfjarða í ár.
Benedikt sýsiumaður Sveinsson hefur
dvalið hér um tíma, sem setudómari í
máli því, er sýslumanni hér var boðið að
höfða gegn ritstjóra Austra; er nú dómur
fallinn í málinu og Beuedikt sýslumaður
nýfarinn af stað heimleiðis,
29. f. m. andaðist hér Björg Maguús-
dóttir, ekkja Jóns sál. Jónssonar Björn-
sens, er lengí var piestur að Dvergasteini
og dó þar 1867“.
Strandasýslu 11. apríl: „Veturiiin, sem nú
er að líða, hefur verið einhver hinn blíðasti og stillt-
asti að veðuráttunni til, sem menn muna. Optast
hafa verið nokkrir hagar, að minnsta kosti innan-
til í sýslunni. Skepnuhöld eru því gðð og heyja-
birgðir nægar, og máþakkaþað hinu hagstæða vetrar-
fari, þvi undan sumrinu voru töður mjög litlar og
úthey úrgangssöm, þð þau væri víða rnikil að vöxt-
unum. Nú er jörð orðin mikið leyst, því síðan á
páskum hefur verið optastnær leysing og hlýindi.
Haíif hrafl það, sem lá á fjörðunum, er horfið.
Ajti var hér með betra móti síðastliðið haust;
beztur á Hrútafirði og Steingrímsfirði, en nokkur
nyrðra. Síðan hefur lítið verið um afla að tala, þvi
á Þorra kom ísinn, sem gerði ómögulegt að kom-
ast á sjó. Þá fékkst talsverður hákarlsafli á 1 eða
2 bæjum og höfrungar allmargir voru drepnir í
Bjarnarfirði. Síðan ísinn tók frá, um máuaðamótin
síðustu, hefur verið róið fyrir hákarl nyrðra. Afli
er sagður vart í meðallagi. Þó fékk einn formað-
ur 70 tunnur lifrar á skip.
Heilsufar er gott; engir nafnkenndir hafa dáið
að nýjungu, — Slys vildi til 27. f. m. að Kirkju-
bóli í Tungusveit, er 2 piltar, ungir, synir Gríms
bónda Benediktssonar, drukknuðu i læk milli húsa
og bæjar.
Verzlunin hefur verið erfið hér sem annars-
staðar. Útlend vara dýr, en innlend tekin með
lágu verði á móti. Verzlunarsamkeppnin engin, því
svo má telja, að ekki sé hér önnur verzlun, enBorð-
eyrarverzlunin ein. Verzlunarfélag Dalasýslu fiutti
að visu síðastl. sumar allmiklar vörur hér í sýsl-
una, en hið lága sauðaverð í haust eyddi að mestu
þeim hag, sem menn höfðu af kaupum útlendrar
vöru í félaginu. Þó búast menn við að verzla i
félaginu í sumar, svo mikið sem menn geta eptir
ástæðum. Verziunarskuldir o. fl. eru bönd á marg-
an mann, svo félaginu verður ekki sinnt svo sem
skyldi. — Þó árferði sé, yfir höfuð, gott, þá gerir
verzlunarástandið hag bænda næsta erfiðan.
Af pólitisku lífi er litið að segja. Vér teljum
það lítinn skaða, þó hin pólitisku náttljós, er
fréttaritari „ísaföldar" segir („ísaf.“ 18. f. m.) að
hafi verið á ferð fyrir kjörfundinn i haust, köfnuðu i
hrakförinni kosningardaginn. Nafnið hefur frétta-
ritarinn að líkindum gefið þessum svonefndu Ijós-
um (öllu má nafnið gefa) af nætur-smalamennsk-
unum til kosninganna; honum var lika kunnugast
um þær. Það mun óhætt að fullyrða, að almenning-
ur hyggur gott til þingmanns sins og óttast ekki,
að hann muni „setjast í helgan stein“. Löngu
fyrir kjörfund hafði hann látið í ljós, í sveitablaði,
skoðanir síuar á flestum hinum mestvarðandi lands-
málum, og svo var að heyra á kjörfundi, sem
fréttaritari „ísaf.“ hefði lesið ritgerð hans jafn-
rækilega og aðrir. Skoðanir þingmannsins féliu
almenningi vel í geð, og menn treysta því, að
hann muni halda þeim fram, þar sem menn þekkja
hann greindan, staðfastan og samvizkusaman mann.
Með sumrinu er ráðgerður undirbúningsfundur, einn
eða fleiri, og væri óskandi, að menn þá viidu gleyma
öllum smámunum og öllu persónulegu og vinna
með eiuurn huga að þvi, sem landi og héraði má
að gagni koma“.
manjnalát.
Hjálmar Þórðarson, óðalsbóndi á Stafni
í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu, andaðist
10. febr. þ. á., 61 árs, eptir fárra daga
legu í lungnabólgu. Hjálmar sál. var með
efuabeztu bændum í Hofshreppi, greiudar-
maður og atgerfismaður að líkamsbuxð-
um. (P.J.
Jóhann Sigurðsson bóndi á Hvassahrauni
á Vatusleysuströnd andaðist á sjúkrahús-
inu i Reykjavík 5. apríl eptir mikil veik-
indi næstliðinn vetur og siðast eptir mjög
þunga 4 vikna legu. Hann var sonur
heiðurshjónanna Sigurðar Guðmundssonar
og Guðrúnar Dorláksdóttur á Úlfarsfelli í
Mosfellssveit. Jóhann sál. var á 28. aldurs
ári og meðal hinna dugiegustu og efniieg-
ustu manna, hugljúfi hvers manns. Er
hans því sárt saknað af eptirlifaudi ekkju
(Ingibjörgu Örnólfsdóttur) og einu barni,
ásamt öllum er honum kynntust. (B.)