Þjóðólfur - 03.05.1893, Blaðsíða 4
84
Þingmálafundur.
Þriðjudaginn hinn 20. júní næstkom-
andi höldum við undirskrifaðir að öllu for-
fallalausu fund með kjósendum okkar á
Blönduósi, til að ræða um alþingismál. —
Fundurinn byrjar kl. 12 á hádegi.
Björn Sigfússon. Þorleifur Jónsson.
W Ódýrt far til Austfjarða.
Gufuskipið ,.Ernst“, skipstjóri J. Rand-
ulff, kemur hingað til Reykjavíkur 12.
júní næstkomandi, ef ófyrirsjáanleg for-
fóll hindra ekki, og fer héðan aptur eptir
stutta dvöl sunnan um land til Austfjarða.
Með því geta þeir fengið far, er komast
vilja til Austurlandsins, og kostar farið
15 kr. fyrir mann. Þeir, er sæta viija þessu
tækifæri, snúi sér til mín, og er mig jafn-
an að hitta í bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar. Það skal fram tekið, að
„Ernst“ er ágætt farþegaskip, allt yfir-
Úyggft. Rej’kjavík 1. maí 1893.
Ól. Bunólfsson. 150
(xóð zinklivíta fæst i verzlun
151 Sturlu Jönssonar.
Skófatnaður ýmisk. nýkominn í verzlun
152 Sturlu Jónssonar.
Til Vesturfara
Allanlínan flytur vesturfara með dönsku
gufuskipunum „Laura“ og „Thyra“ í júní-
mánuði eins og auglýst var í 18. tölubl.
„Þjóðólfs“. 14. f. m.
Reykjavík 2. maí 1893
153 Sigfús Eymuntlsson.
Reikningur
yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins í Ólafsvík
frá stofnun hans, l.marz 1892, til 1. jan.1893
Tekjur: kr. au.
1. Innlög í sparisjóðinn:
a, ábyrgðarmanna, sem ekki
greiðast vextir af . 333,38
b, annara samlagsmanna 225,83
Yextir þar af lagðir
við höfuðstól . ._ 2,16 561,37
1. Borguð sjálfskuldarábyrgðarlán 45,00
3. Yextir af lánum................ 23,72
4. Andvirði 22 viðskiptabóka á 0,40 8,80
AIIs 638,89
Gjöld: kr. au.
1. Lánað út á reikningstímabilinu:
a, gegn veði í fasteign 35,00
b, gegn sjálfsk.ábyrgð 502,00
c, gegn veði i lausafé 10,00 547 00
Flyt 547,00
Flutt 547,00
2. Kostnaður við stofnun sjóðsins 75,45
3. Vextir af sparisjóðsinnlögum . 2,16
4. í sjóði 1. janúar 1893 . . . . 14,28
Alls 638,89
Ólafsvík 2. marz 1893.
í stjórn sjóðsins:
Hélgi Árnason. Jón Jónsson.
Ágúst Þórarinsson.
Reikning þennan höfum við endurskoðað
og ekkert fundið við hann að athuga.
Einar Markússon. Gísli Ól. Pétursson.
Nýkomið með „Laura“
í ensku verzlunina:
Epli — Apelsínur — Brjóstsykur
Hollenzkur ostur — Margarine—Reyktóbak
Vasaúr — Úrkeðjur — Ljáblöð
Matvörur — Margs konar álnavörur
og aðrar vörur, sem verða auglýstar síðar.
í ensku verzluninni seljast vörurnar
einungis fyrir borgun út í hönd.
Þetta tölublað Þjóðólfs kemur 2
dögum fyr en venjulega, svo að það geti
komizt með pöstum og skipinu vestur.
Eigandi og abyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félag sprentsmiðj an.
50
„Jú, átti eg ekki von á því“, sagði Guðbrandur,
að svona væri; hann er bara að biðja Láka bróður sinn
að sálga þér, svo þú segir ekki eptir sér — það er
svo sem auðséð. Skilurðu það ekki, flónið þitt?“
Jóni brá auðsjáanlega við, ou sagði ekkert. Hann
fann það, þó heimskur væri, að eitthvað var ekki með
feldu i þessu öllu saman; en liann gat ekki almennilega
trúað því, að Magnús hefði búið sér banaráð, eins og
hann liafði reynzt honum vel, séð um hann með konu
og tveim börnum, og heldur haft hann í æðri vegum
en hina vinnumennina. Hann var í fullkomlega and-
legu ráðaleysi.
„Það er nú.bezt fyrir þig, Jónki, að snúa nú heim
aptur til húsbónda þíns, og segja honum að eg hafi tek-
ið af þér bréfið, og skuli koma því, af því að eg fari
næstu daga út á Strönd. En vel máttu segja honum,
ef þú villt, að eg hafi tekið það af þér með svikum eða
valdi — mér er sama um það“.
Svo stakk Guðbrandur bréfinu í vasa sinn.
Jón var þar um nóttina, og fór timanlega af stað
daginn eptir, og hélt heimleiðis. Kom hann heim á
fimmtudagskveld seint, 0g lét lítið á sér bera.
Daginn eptir hitti hann Magnús; brá húsbónda hans
eigi lítið við að sjá hann. Sagði Jón nú alla sína ferða-
51
sögu, og svo hvað um bréfið hefði orðið, en sleppti því,
að Guðbrandur hefði snúið því um og lesið í því.
„Allur djöfullinn kemur fyrir og seinast förum við
báðir líklega til helvítis, og allt fyrir asnaskapinn úr
þér Jón“, sagði Magnús og var þungt, „fyrst með síð-
hempuna og svo með bréfið — en það verður nú að vera.
. . . . En í fáar hendur hefði eg viljað siður það hefði
komizt en Guðbrands.......Hvernig lízt þér á Jón, ef
þú missir nú hausinn fyrir allt saman?“ Hann glotti
við—. „En bara að vera nógu duglegur að þræta!“...
Svo fór haun inn.
En af öllu þessu fór Jón að fá nóg; hann var ekki
maður fyrir miklu.
— En Guðbrandur reið næsta dag með bréfið út að
Möðruvallaklaustri til Lauritz Schevings, sem þá var
sýslumaður í Eyjafirði, og sagði honum tíðindi þau, er
þá voru sögð í firðinum.
VII.
Nú víkur sögunni að Úlfá.
Þegar þeir Þorsteinn og Þórarinn komu á fætur á
Iaugardagsmorgunlnn, var bærinn opinn upp á gátt,
Guðrún horfin úr bóli sínu og voru rúmfötin öll í bendu
á bálkinum, þar sem þau voru vön að vera. Gengu