Þjóðólfur - 03.05.1893, Blaðsíða 3
83
Guðjón Jónsson uppeldissonur rnerkis-
bóndans Stefáns Pálssonar á Stóru-Vatns-
leysu andaðist 24. apríl, 22 ára gamall,
eptir 7 vikna þunga legu. Hann var son*
ur Jóns bónda Erlendssonar, er síðast bjó
á Grímsstöðum við Keykjavík, og konu
hans Guðnýjar ívarsdóttur. Hafði hann
lært nokkra hríð á gagnfræðaskólanum í
Flensborg og næstliðinn vetur gekk hann
á verzlunarskólann hér í bænum. Hann var
hinn efnilegasti piltur til náms, háttprúður
og glaðlyndur í umgengni og yflrhöfuð hezta
mannsefni. Þess má geta, að hann hafði
fyrir nokkru keypt sér lífsábyrgð upp á
2000 kr.
Herra ritstjóri!
Gjörið svo vel að Ijá línum þeim, er
fara hér á eptir, rúm í blaði yðar:
í óþokkagrein um Valtý háskólakenn-
ara G-uðmundsson í síðasta blaði Sunnan-
fara (H, 11.) hefur dr. Jón Þorkelsson
dróttað því að mér, að ég hafi átt þátt í
„illgirnisgreinu, er kom út í „Dagbladet“
um háskólamálið íslenzka og ábyrgðar-
mann Sunnanfara, og að ég hafi reynt til
að klína því á aðra, „sínu sinni hvern
nafngreindan mann“, og að „Dagbladet“
hafi úthýst mér sem ósannindamanni eptir |
nokkurt orðavask; enn fremur að ég haíi
hótað að drepa stúdentafélagið íslenzka
með ísiendingafélagi. o. s. frv.
Þetta eru lielber ósannindi allt saman,
og skal þess getið, að dr. Jón vissí það
vel áður en hann reit grein sína, því bæði
hafði því áður verið lýst yfir í „Dagbladet11,
að grein sú, er hér ræðir um, vœri ekki
eptir neinn Islending, og svo hafði ég sagt
honum áður, er grein þessi bar á góma
milli okkar, að ég ætti alls engan þátt í
henni. En homo!
Khöfn 21. april 1893
Jóli. Jóhannesson
cand. jur.
Þýzkur ferðamannahópur
óskar að fá fylgdarmann frá Eeykjavík
tij Heklu og Geysis og þaðan til Norður-
og Vesturlandsins í júlí og ágúst. Tilboð
(áþýzku) sendist sem allra fyrst bréflega til
H. Bandlow kennara.
142 Tribsees (Pommern).
Blómsturpottar af öllum stærðuru
fást í verzlun
143 Sturlu Jónssonar.
Smáar blikkdósir kaupir
144 Bafn Sigurðsson.
Frímerki! Frímerki!
tindirskrifaður óskar að kaupa öll brúk-
uð íslenzk frímerki, 1000—50,000 í einu,
fyrir hæsta verð. Seudið til reynsiu sýnis-
horn í ábyrgðarbréfi eða böggli. Borgun
út í hönd við móttöku, anuaðhvort í pen-
ingum eða öðru, eptir því sem óskað
verður
Ludwig Zissler
frímerkjakaupmaður
65 St. Martins Lane, London W. C.
145 England.
Allskonar kramvara nýkomin í
146 verzlun Sturlu Jónssonar.
Frímerki og bréfspjöld
frá íslandi og öðrum löndum verða keypt
og tekin í skiptum. Sendist með verðlista til
E. K r a f a c k
frímerkjasala.
Berlín, 0. Blumenstr. 72.
Danskar kartöflur nýkomnar með
Laura í verzlun
148 Sturlu Jónssonar.
HNTýprentaður leiðarvísir til lífsábyrgð-
ar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og
hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur ailar
nauðsynlegar upplýsingar um lífsábyrgð.a49
59
þeir nú út, og svipuðust um eptir henni, en sáu hana
hvergi. Gengu þeir út til fjárhúsanna, ef svo ólíklega
skyldi til vilja, að hún hefði gengið þangað, og farið að
raka dreifarstrá í kringum nýþakta heyið. En þ'ar fundu
þeir ekkert nema siðhempu eina allmikla, sem þar lá á
túninu rétt hjá húsunum. Elgi þekktu þeir hempuna,
en tóku hana og geymdu.
Þann dag voru göngur þar á dölunum og í Úlfár-
heiði; fór Þorsteinn í göngurnar, en Þórarinn dittaði að
heyjum um daginn, gerði fyrir stafua, hlóð neðanundir
og fleira. Þegar gangnamenn komu að um kveldið, var
Guðrún enn ókomin. Fór þá Þorsteinn yfir í Tjarna-
rétt, og spurði um Guðrúnu, og kunni enginn neitt um
hana að segja. Þar lýsti hann og síðhempunni, og
kannaðist enginn við, en einhverjum þótti hún þó lik
aiðhempu Þorláks í Hólakoti. Datt það svo niður um
kveldið.
— Snemma á sunnudagsmorguninn fóru þeir piltar
ofan í mýri og út bakka að fást við kindur; hitti Þor-
steinn þá Jón bónda Pálsson í Leyningi, og fóru þeir
vestur eptir bakkanum með ánni.
„Hvaða rækals flyksa er þarna i ánni, Þorsteinn,
setl’ það sé rekin kiud — eða hvað. er það?“
„Eg veit ekki — ekki er það eiginlega líkt kind“,
svaraði Þorsteinn og bar hönd fyrir auga, „eg lield
49
„Já, aýndu mér það, ef þú getur“.
Jón hneppti nú frá sér treyju sinni, og tók bréf
upp úr vasa síuum; var bréfið ritað á gráhvítan pappír
og stórt innsigli fyrir; utanáskriptin var til Þorláks
Benediktssonar í Grenivík.
Guðbrandur hripsaði þegar bréfið af Jóni, og skoð-
aði það vandlega; síðan hvessti hann augun á Jón og sagði:
„En veiztu nú nokkuð, flónið þitt, þetta gæti vel
verið banabréfið þitt, lagsmaður — látum okkur uú sjá,
það skyldi nú ekki vera að það mætti sjá það“.
Hann sneri nú bréfinu við, þannig, að hann gerði
fyrst úr því hólk, og náði svo út öðrum endanum með
talsverðri fyrirhöfn; hann glotti bæði illilega og háðu-
lega, og fór svo að reyna að ná einnig út hiuum end-
anum. En það gat hann ekki, af því að þar var klest
lakki innan í bréfið.
Svo fór hann að horfa og horfa inn í bréfið við
grútarlampann. En það sem honum tókst að lesa, var
að eins þetta:
.....„svo komið, að eg varð að sjá fyrir skepnu,
við hvert atvik sá, sem með þetta bréf fer, var nær-
staddur, og þar í hluttakandi, hvar fyrir eg bið þig
nú, bróðir, að sjá svo fyrir honum, að hann ekki verði
sér né mér að klaudri með því í ótíma, ef“...........
Meira varð ekki lesið.