Þjóðólfur - 12.05.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.05.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kOBtar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist 1 Jl firrir 15. Júll. 'JÓ Ð 'ÓLFU R. Uppsögn.bundin via áramót ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. XLY. árgo Reykjavík, föstudaginn 12. maí 1893. Nr. 22. Fáeinar athugasemdir um þingmál. Eptir Guðjóu Guðlaug-sson alþm. IY. Afnám vistarskyldunnar. Um það mál hefur allmikið verið ritað að undauförnu, einkum því til meðmælis, og held eg sé óhætt að fullyrða, að ekki hafi verið eptirskilið það, sem hugsanlegt væri, að málinu gæti orðið til gengis, og jafnvel er ekki laust við, að verið hafi notað sem meðmæli, það sem reynslan hef- ur þó áþreifanloga sýnt oss, að eru hin kröptugustu mótmæli. En þrátt fyrir þetta er ekki annað sjáanlegra, en að þjóðarvilj- inn snúist því meira móti þessu máli, sem það er meira fegrað af flutningsmönnum þess. Eptir því sem almenningur áttar sig betur á þessu máli og virðir fyrir sér reynsluna af lausamennskunni, bæði und- anfarandi alda og yfirstandandi tíma, eptir því sannfærist hann betur um, að það sé mjög svo varúðarverð breyting, að afnema vistarskylduna með öllu. Það eru einnig miklar líkur til þess, að sú lagabreyting hafi töluverð áhrif á hag almennings, einkum bændastéttarinnar, og af því það er að eins sögn einstöku manna, en langt frá því að það sé sannað, að þau áhrif verði þjóðinni til heilla, og að jafnan er hægt að fara lengra síðar, þá er hyggi- legast að fara ekki mjög geyst í málið að sinni, eða berja það biákalt áfram, og það því síður, ef vilji almennings er öllu fremur eða að minnsta kosti eins mikið móti mál- inu sem með því. Ávextirnir, sem vér höfum til þessa uppskorið af lausamennsku yfir höfuð, eru einna tíðast þessir: iðjuleysi, flakk, mun- aðarlíf, leti, ráðleysi, vanþekking, van- kunnátta og jafnvel á stundum skortur á vönduðu framferði. Eitthvað af þessu eða fleira og færra af því í sameiningu hafa verið aðal-einkenni lausgangara með til- tölulega fáum undantekningum, og það því fremur, sem mennirnir hafa komizt yngri á lausamennsku-rólið, eins og það viðgengst almennast. Og þetta eru sann- arlega beiskir ávextir og ekki mikið eptir þeim sækjandi, og eigi miklar líkur til, að þeir verði betri á bragðið eða ótilfinn- anlegri, þó lausamennskan verði almenn og ótakmörkuð. Reynsla annara þjóða í þessu efni er alls ekki næg sönnun fyrir því, að ótak- mörkuð lausamennska verði oss til fram- fara, því það er með þetta sem annað, að vér verðum að sníða oss stakk eptir vexti. Af því ásigkomulag vort í þeim efnum, sem að þessu lýtur, er ólíkt því, sem á sér stað hjá nágrannaþjóðunum, sem menn munu helzt vilja draga dæmin af, þá verða ályktanirnar, sem byggjast eiga á ástæð- unum, að verða ólíkar. Þær verða að vera íslenzkar en hvorki danskar né enskar. Það er einkanlega tvennt, sem gerir það að verkum, að takmarkalaus „sjálfs- mennska" reynist oss trauðlega eins af- farasæl og öðrum þjóðum, en það er: 1. að þessir tveir ólíka atvinnuvegir, sjó- róðrar og landbúskapur, eru reknir samhliða livor öðrum, og jafnvél sam- tvinnaðir, með því að margir stunda livorttveggja jöfnum liöndum, og 2. strjdlbyggðin, veðuráttufarið og sam- gönguerfiðleikarnir, sem allt í samein- ingu gerir nálega alla daglaunavinnu lítt treystandi og í alla staði ónóga. Það er alkunnugt, að lifnaðarhættir all- flestra lausamanna eru þeir, að vinna hjá sveitabændum að eins um heyskapartímann, opt með ofháu kaupi; fara svo annaðhvort til sjávarins undir eins, án þess að hugsa hið minnsta um, hvort heyaflinn kemst nokkurn tíma í garð eða verður að nokkr- um notum, eða þá þeir leggja upp í ferða- lög aptur og frara um sveitirnar meðan veðurátta og yfirferð leyfa þeim að kom- ast áfram á drógunum, sem flestir sveita- Iausalingar kappkosta að eiga, til þess að geta rekið þessa atvinnu á vanalegan hátt, og að ferðalaginu (það má ekki kalla það flakk, því alltaf eru nóg erindin) afloknu setjast þeir um kyrt, til þess að njóta í næði þess, sem þeir hafa getað unnið sér inn um sumartímann, auk fóðursins fyrir reiðskjótann. Á útmánuðunum fara þeir svo í sjóplássin og dvelja þar til sláttar, koma opt heim með lítinn ágóða, en því meira af munaði og hégómaskap. Þannig gengur það koll af kolli hjá æði mörgum lausalingum, að þeir lœra ekkert verk ann- að en heyvinnuna og sjóróðrana, venjast á flakk, iðjuleysi og stjórnleysi, og auk þess eignast minna en menn í almennilegum vist- um og verða miklu síður að manni. Þetta er langtíðast um þá, sem komast í lausa- mennskuna sem óráðnir unglingar. Þeim sem lengi eru búnir að vera í góðum vist- um og reynast dugandismenn, er miklu síður hætt við þessu, og þeim verður lausa- mennskan að öllum jafnaði arðsamari. Að segja það, að Iausamenn læri betur en vistráðið fólk, að verja eigum sínum sér til hagsmuna, er ekki gott að sjá á hverju er byggt, eins og vinnufólk sé svipt fjárforræði, eða að það geti ekki fengið tækifæri til að víxla efnum sínum sér til ábata. Það er einmitt þvert á móti; vinnufólk, sér í lagi til sveita, get- ur vanalega átt meira og minna af skepn- um, og víxlað arðinum af þeim sér til mikils hagnaðar. Sama er reyndar að segja um vinnumonn í sjóplássum, þeir geta tekið meiri og minni þátt í báta- útgerð og jafnvel þilskipa allt að eiuu, þó þeir séu sjálfir vistráðnir, og þá jafnframt haft viðskipti bæði við kaupmenn og land- bændur; allir góðir húsbændur hvetja held- ur hjú sín en letja til þessa og eru þeim til aðstoðar í öllu slíku, svo að lijúin standa sem optast betur að vígi í þessu efni en lausafólk. Með þessu venjast hjúin við hagfelld viðskipti bæði fyrir sig og aðra, og sem kemur þeim að mjög góðu, þegar þau síðar komast í bændastöðuua. Þó er það ennþá dýrmætara, að vinnu- menn í góðum vistum (og góðar vistir geta allir dugandismenn fengið) læra öll vana- leg bústörf og búnaðarhætti (sem lausa- menn læra engin alloptast), og það verður hjúunum dýrmætara en nokkrir peningar, þegar þau sjálf fara að búa. Nú geta menn spurt, hvers vegna það sé eða þurfi að vera algild regla hjá lausa- mönnum, að vera á sifeldu reiki milli sveitanna og sjóplássanna, og því t. d. lausamenn til sveita séu ekki kyrrir í sveitinni árið um kring? Auðvitað eru þeir ekki allir neyddir til þess, og sumir hinir ráðnari lausamenn láta sér það lynda, að vera í sveitinni allt árið, þó kaupgjald- ið sé lægra í svipinn, en af því landbú-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.