Þjóðólfur - 12.05.1893, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.05.1893, Blaðsíða 2
86 skapurinn og sjávaraflinn ern svo ólíkir keppinautar, þá reynist þetta mjög sjald- gæft. Sjórinn gefur þeim óreyndu miklu glæsilegri vonir en landbúskapurinn, en opt að sama skapi svikulli. (Pramh.). Um skóla í Svíþjóð. (Úr bréfi frá, frú Þóru Tlioroddsen). ......,Eg hitti frú Retzius í samkvæmi hjá barón Nordenskjöld — frú Retzius er ein af hefðarkonum í Stokkhólmi, hún er bæði góð og gáfuð og vellauðug; faðir hennar var hinn sænski auðmaður og merkismaður Lars Hjerta. — Hún bauð mér í samkvæmi til sín nokkrum dögum seinna, og var þá minnzt á skóla, sem frú R. hefur stofnað í Stokkhólmi, og er hún heyrði á mér, að mig langaði til að heyra nánara um, hvernig þessum skólum væri háttað, bauðst hún til að aka með mig þang- að og sýna mér þá. Þetta þáði eg, og einn ók hún með mig að húsi nokkru, þar sem einn af skólum þessum var haldinn. í skólanum voru tóm stúlkubörn, og 3 kenni- konur; þrisvar í viku er stúlkunum kennt, frá 5—7 e. h., en þrisvar í viku drengj- um; stúlkurnar voru á aldrinum frá 8—12 ára. Sumar fléttuðu körfur úr viðarberki og pappír, aðrar saumuðu klæðisskó með segl- garnssólum, sem kvað vera mjög sterkir til að brúka innan húss, sumar riðu gólfmottur, sumar saumuðu þær saman, nokkrar bjuggu til teppi úr klæðisjöðrum, og aðrar ófu bönd; hinar elztu (10—12 ára) sátu við vefstóla og ófu ýmsa mjög snotra hluti, t. d. trefla, klúta, ábreiðurenninga, kjóla handa ungbörnum, þurkur og margt fleira. Vefstólar þessir, er þær ófu í, eru ekki stærri en svo, að börn á þeim aldri geta vel ráðið við þá, þeir eru ekki stignir og þreyta því ekki. Eg sá undir eins, að slíkir vefstólar mættu að gagni verða heima á íslandi, og lét eg því seinna smíða mér þannig lagaðan vefstól, sem eg ætla að flytja heim með mér; á íslandi er næg ull að spinna úr, og gætu unglingar ofið í handhægri vél, mætti mikið gagn að verða. Vél þessi er svo lítil og lipur, að það má færa hana tilog hafa hana, hvar sem vera skal. Augnamið skólanna er, að venja börn við vinnu, svo þau ekki rápi iðju- laus á götunum, eins og opt er títt i stór- borgum, því slíkt er spillandi og hneysa fyrir unga og gamla. Frúin sýndi mér 3 slíka skóla; á einum þeirra voru drengir, er lærðu ýmsar smiðar; þar var smiður, er kenndi þeim að hefla, saga og setja saman hluti þá, er þeir unnu að; þar sá eg borð og stóla og ýms búsgögn, er 10 til 12 ára gamlir drengir höfðu smíðað. í einu herberginu var skósmiður, er kenndi allmörgum skósmíði, þó einkum að bæta skóna sína; ýmsir hinna minni drengja, er unnu að burstagerð og pokasaum í öðru herbergi, voru skólausir á öðrum fæti, því hinn skórínn var í viðgerð í næsta her- bergi, og var það hentugt fyrir þessa fá- tæku drengi, að fá þannig plögg sín bætt án kostnaðar eða fyrirhafnar. Klukkan 7 er vinnunni hætt, og eru þá diskar með hrísgrjónagraut bornir inn (börnin bera á borð til skiptis). í öðru sinni er eg kom á einn af skólum þessum, hitti eg einmitt svo vel á, að börnin fóru að borða; þau voru heldur glöð í bragði yfir mat sín- um; eg spurði þau að, hvort þeim þætti vænna um matinn eða lærdóminn; þau hlógu og sögðu sér þætti vænt um hvort- tveggja. Það er auðvitað, að slikir skólar kosta mikið fé, þeir eru nú orðnir 8 að tölu í Stokkhólmi, og nú er verið að bæta nokkr- um við. Þó kostnaðurinn sé töluverður, þá er gagnið, sem af þeim leiðir, svo margvíslegt, að það er tilvinnandi, þó nokkuð sé lagt í sölurnar. Frú R. er frumkvöðull þess, að skólar þessir hafa komizt á stofn í Stokkhólmi; stjórnin veit- ir skólunum nokkurt fé, en prófessor Retzius og frú hans styrkja þá að mikl- um mun með fé og eptirliti. Hannyrðir þær, er börnin nema, kenna ýmsar heldri stúlkur kauplaust. Frú R. hefur komið á gang ýmsum fleirum góðum stofnunum, t. d. matreiðslu-skóla fyrir ungar stúlkur og rnörgu fleira“. Nýprentað: Draupnir. Ársrit. Safn af skáld- sögum og sönnum sögum o. fl. Frumsamið og þýtt. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdöttir Solm. Annað ár. Rvík 1893. 320 bls. 8. Aðalefni þessa árs „Draupnis" er framhald á sögu Jðns biskups VídalinB, og nær það yfir fullar 16 arkir, en fyrri hluti sögunnar, fullar 9 arkir að stærð, kom út í „Draupni" í fyrra. Br því öll eagan rúml. 25 arkir, og má það kallast þrekvirki af konu að leysa jafnumfangsmikið ritverk af hendi á allstuttum tíma. Að vísu væri það i sjálfu sér lítt þakkarvert, ef þessi 25 arka saga væri mark- lítið rugl, og ekkert í hana varið að neinu leyti, en því er engan veginn svo varið með þessa sögu frú Hðlm. Fyrri hlutinn hefur hlotið loflegt um- tal i „Sunnanfara“, og þessi hinn síðari, sem nú birtist, á það engu siður skilið. Það geta að vísu orðið deildar skoðanir um, að hve miklu leyti höf. hefur tekizt að sýna aldarandann, eins og hann var i raun og veru, eða að hve miklu leyti vér fá- um hnifrétta mynd af Jðni biskupi eptir sögunni, en þess ber vel að gæta, að vér getum naumast ætlazt til þess hér hjá oss, að sögulegar skáldsög- ur séu svo meistaralega ritaðar, að ekkert verði með réttu að þeim fundið. Jafnvel frægustu snill- ingum í þeirri grein tekst það ekki ávallt. Ef dæma ætti sérstaklega um einstök atriði þessarar sögu, mundi það verða afarlangt mál. Vér skulum því að eins láta oss nægja að geta þess, að hinn sögulegi (faktiski) þráður, er víðasthvar þræddur rétt. Það er ekki nema á örfáum stöðum, að tímaröðinni er vikið ofurlítið við, án þess það hafi nokkur truflandi áhrif á gang sögunnar. Sum- um kann og að virðast, aö meiri áherzla sé lögð á að lýsa hinu mikla og göfuga í hugsunarhætti og fari biskups en hinu misjafna, og er það allafsakan- legt. Að því er snertir viðskipti biskups við Odd Sigurðsson, þá verður því alls ekki neitað, að Odd- ur var ofstopaseggur og manna ósvifnastur við hvern sem hann átti; en hins vegar má nokkurn veginn sjá það af samtiða heimildarritum, að biskup hefur alls ekki haft „hreint borð“ í þessari deilu, og gefið Oddi að ýmsu leyti höggstað á sér, er einkum stafaði af drykkjuskap hans, enda var biskup sjálfur nokkuð deiJugjarn og stórlyndur, sem kunnugt er, og var því eðlilegt, að þeim Oddi lenti saman. 1 eptirmálanum getur frú Hólm þess, að ýmsar sagnir um Jón biskup séu kunnar eystra, og séu þær hafðar eptir Þórði Vídalín bróður hans, sem lengi bjó embættislaus í Dal í Lóni og andaðist 1742. Bn ekki getur það staðizt, sem höf. segir, að kona á áttræðisaldri, sem var á lífi eptir 1850, hafi átt hálfbróður, sem fæddur var fyrir stórubólu 1707. Það verður ofmikið miseldri, og á víst að vera einhvern veginn öðruvísi. Ártalið 1707 líkl. skakkt. Yfirhöfuð er saga þessi skemmtileg aflestrar og Bumir kaflar hennar einkar-vel ritaðir. Frú Hólm þarf ekki að blygðast Bín fyrir þessa bók, því að hún er henni til sæmdarauka þá er á allt er litið, hvernig sem dómarnir um hana kunua að falla. Gönuhlaup. Þá er útséð var um, að and- stæðingar vorir hér heima gætu náð tilgangi sín- um í því að hamla för séra Matthíasar til Chicago, voru engin önnur úrræði fyrir þá, en að reyna að troða því inn í almenningsálitið, að tilboðið til séra M. væri hið herfilegasta „humbug“ og að þjóðsagna- fundurinn í Chicago stæði ekki í neinu hinu minnsta sambandi við sýninguna. Þessa flugu henti ritstj. „ísafoldar“ á lopti eptir „Lögbergi“ og bætti við hana greinilegri skýringu frá eigin brjósti, en gætti þess ekki, að þetta „humbugs“-þvaður var allt saman órökstutt í „Lögbergi11, sem von var. Hann hefði átt að lesa bœði vestanblöðin, áður en hann reit greinina í 25.tbl. „lsaf.“, en það hefur hann ekki gert, og því viljum vér leyfa oss að benda honum á að líta í „Heimskringlu“ 1. april og lesa greinina, sem þar stendur á 2. bls. 2. og 3. dálki með fyrirsögn- inni: „Ekkert humbug“, en sú grein öll er byggð á skýrslu frá áreiðanlegum manni, er einmitt á heima í Chicago og sendi ritstj. „Hkr.“ (J. Ól.) upplýsingar þessar samkvæmt tilmælum hans. Það yrði oflangt að birta þessa grein i hoild sinni hér í blaðinu, enda gerist þess ekki þörf. Þar segir meðal annars : „Til þess að gangast fyrir að haldnir yrðu um sýningartímann og í sambandi við sýninguna fund- ir eða málþing merkra fræðimanna frá öllum lönd- um heims, mynduðu merkir menn félag, er nefnist „Heims málfunda aðstoðarfélag Columbus-sýningar-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.