Þjóðólfur - 04.07.1893, Síða 2

Þjóðólfur - 04.07.1893, Síða 2
122 kjósenda fengi að vera kjörmenn, og að prófkosning fari fram undan kosningu þeirra; að skipta þeim kjördæmum í tvennt, sem nú kjósa 2 þingmenn, áleit fundurinn æskilegt, sömuleiðis að þingið skipaði nefnd milli þinga, til þess að endurskoða sveitar- stjörnar- og fátœkra löggjöfina í heild sinni og semja frumvarp til laga um það efni, er síðan sé lagt fyrir öll sveitarstjórnar- völd, áður en alþing ræður því til lykta. Fundurinn var móti öilum breytingum á gjöldum til presta og kirkna, og mótfall- inn breytingum á skatta- eða tolllögunum, en féllst á, að búnaðarfélög væru styrkt líkt og að undanförnu, en reglunum frá síðasta þiugi breytt í ýmsu. í e. blj. samþ. að landssjóður taki gufuskip á leigu til strandferða umbverfis landið. Óskað að þingið styrki unglingaskóla, þar sem þeir komast á fót, bæði í sveitum og sjóplássum, að meira fé verði lagt til kennarakennslu, en ekkert til skólaiðnaðar, og að almenn unglingapróf til sveita verði lögleidd. Fund- uriun óskaði eptir breytingu á lögum um samning verðlagsskýrslna, þannig, að skatta- nefndum verði falið það starf, og að verð- lagið verði ákveðið eptir sanngjörnu mati. Fundurinn var meðmæltur bænarskrá um aukalækni í norðurhluta Strandasýslu. G. G. Þórsnessfundur. Samkvæmt fundar- boði frá alþm. Snæfellinga dr. Jóni Þorkels- syni var þingmálafundur baldinn í Stykkis- hólmi 24. júní. Fundarstjóri Þórður hrepp- stjóri Þórðarson á Rauðkollsstöðum. Eptir nokkrar umræður í stjórnarskrármálinu var þingmanninum falið á bendur að fram- fylgja máli þessu, eptir því sem bann und- ir núverandi kringumstæðum sæi sér fært- Fundurinn var eindregið meðmæltur stofn- un lagaslcóla og að gufuskipaferðum kring- um land verði fjölgað. í vistarskyldumál- inu voru samþykktar þær uppástungur, að lækka lausamennskugjaldið niður í 12 kr. fyrir karlmenn og 6 kr. fyrir kvennmenn, að leyfi þetta sé bundið við 25 ára aldur, að lausamaður verði að hafa fast heimili, að lausamennskubréf sé leyst bjá sýslu- manni, ad leyfið sé ennfremur bundið við fjáreign, tvö hundruð á landsvisu fyrir karlmann og eitt hundrað fyrir kvennmann og að gjaldið renni í styrktarsjóð handa alþýðufólki. Þá var samþykkt sú uppá- stunga, að leggja á vesturflutninga-prédik- ara bátt gjald, svo sem atvinnuskatt. Eun- fremur var samþykkt, að nýtt aukalœknis- embœtti yrði stofnað í Mýra- og Hnappa- dalssýslu millum Langár og Straumfjarðar- ár, að söfnuðum gæfist kostur á að velja um alla umsækjendur, að tollur af toll- skyldum vörum þurfi ekki að borgast af kaupmönnum fyr en jafnóðum sem varan er seld eða að minnsta kosti með 6 mánaða fresti, að lagður verði hár innflutnings- tollur á smjörlíki (margarine), og að bætt verði við aukapósti frá Staðastað um Búð- ir og kringum Jökul. Kvennaskólinn á Ytriey. Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirð- inga befur nú í undanfarin 10 ár átt heim- ili á Ytriey á Skagaströnd í Húnavatns- sýslu; áður höfðu þeir sinn skólann hvor um nokkur ár, sem voru þetta 1 og 2 ár í sama stað á beztu bæjunum í sýsluuum, þar sem húsakynni voru helzt aflögu. Þó ýmislegt megi að því finna, að Hún- vetningar og Skagfirðingar völdu hinum sameinaða kvennaskóla sínum aðsetursstað hér á Ytriey, sem sjálfsagt hefur verið vegna fátæktar, þar eð þá var hér í boði gamalt timburhús, hefur þó þessi staður óneitanlega gefist heldur vel. Nemendur fóru sífellt vaxandi þar til tala þeirra var takmörkuð og bundin við 36, og þó engan veginn verði sagt, að hér sé ákjósanlegt liúsrúm fyrir svo marga nemendur, auk kennslukvenna og vinnukvenna, er það þó svo, að sérstök herbergi eru fyrir vinuu (nám og kennslu), máltíðir og svefn, og væri vel, ef þannig væri húsum varið al- mennt, að ekki þyrfti að brúka sama her- bergið til alls þessa. Hvað bækur og kennsluáhöld snertir, hefur skólinn talsvert af því, og vil eg nefna hið helzta: Við landafræðiskenuslu: íslands-kort, kortin af öllum álfuuum, mannflokkarnir, landafræðislegar myndir, landafræðisleg sýnismynd, tellurium, E. Löffler: Haandbog í Geographien. Við mannkynssögukennslu: sögukort, C. Rosen- berg: Hlustreret Verdenshistorie. Við kennslu í heilsufræði: myndir af mannin- um, Paul Bert: Livet. Við kennslu í dönsku: Konráðs orðabók, S. Grundtvig: Dansk Haandordbog, Conversationslexikon. Við kennslu í ensku: ensk-dönsk orðabók, dönsk ensk orðabók, ensk-ensk orðabók. Við kennslu í teikningu: V. Nielsen: For- tegninger til Frihaandstegning, H. Sökjer: Dekorative Tegneovelser. Við kennslu í söng og orgelspili: orgel, taktmælir, ýmsar nótnabækur. Við kennslu í náttúrusögu: Naturhistoriske Billeder, C. Hoffmann: Botanischer Bilderatlas. Við kennslu í í kennslufræði: S. Heegaard: Om Opdrag- else, Opdragelsens Historie. Við kennslu í fatasaum: ýmislega lagaðir pressukubb- ar, pressujáru, höggpípur. Við kennslu í máltekningu: S. Hansen: Maaleapparat- er, Tilskjærerskolen for Skræddere. Við kennslu í léreptasaum) saumagrind, stopp- ingargrind, C. Halvorsen: Linsömbog, E. West: Vejledning til methodiskt Haand- arbejde. Við kennslu í hannyrðum: Dam- etidende, Nordiske Monstertidende, M. Col- lin: Skaansk Kunstvævning, vefnaðaráhöld, knipplisskrín. Kennslu skólans hafa á hendi 4 kennslu- konur, og til matreiðslu og hússtarfa eru ráðnar 2 vinnukonur; námsstúlkur taka þátt í matreiðslunni og hússtörfunum, og verður það samtals með slátursstörfum að haustinu allt að 3 vikum hjá hverri. Skólatíminn er frá 1. okt. til 15. maí, og fyrir þann tíma borgar hver stúlka 120 kr. í skólanum fá þær auk kennsl- unnar: fæði, húsnæði, ljós, hita og rúm að undanteknum lökurn og koddaverum, er stúlkur leggja sér til. Einnig leggja þær sér til handklæði, greiðu, sápu, bursta og ennfremur til þvottar: sápu, sóda, bláma og linsterkju. Skólanum er skipt í þrjár deildir (I., II. og III. deild) með ákveðnum náms- greinum og eina (aukadeild) með óákveðn- um námsgreinum, eptir því sem hver nem- andi sjálfur kýs sér. Þeir nemendur, sem eru í I., II. og III. deild skólans, fá dá- lítiun styrk; í ár hefur hann verið 22 kr. 50 aur. Vinnu sína eiga stúlkur sjálfar og þurfa þær því að leggja sér til allt efni til henn- ar, einuig ritföng og bækur, og fást þær til kaups annaðhvort á skólastaðnum eða hjá bóksölumanni á Blönduósi. Þar í búð- um fæst einnig ýmislegt annað, er stúlk- ur þurfa með, svo sem málbönd, fatakrít, pappír í snið o. fl. Stúlkur, sem ætla sér að leggja stund á ýmislegan fatasaum, þurfa uauðsynlega að hafa með sér góða saumavél. Þær stúlkur, er sækja vilja um kvenna- skólann á Ytriey til næsta vetrar, eru beðnar að senda sem fyrst umsókn sína til undirritaðrar forstöðukonu skólans. Ytriey, í jtiní 1893. Elín Briem. Dáinn hér í bænum 30. f. m. úr brjóst- veiki skólapiltur Þorvaldur Magnússon (snikkara Árnasonar) úr 4. bekk, 18 ára

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.