Þjóðólfur


Þjóðólfur - 04.07.1893, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 04.07.1893, Qupperneq 4
124 Nýdáin er frú Ingibjörg Elisábet Ounn- laugsdóttir á Kiðabergi í Grimsnesi ekkja Þorsteins kanseliíráðs Jónssonar, fædd á Lambastöðum á Seltjarnarnesi 4. júlí 1830. Yoru foreldrar liennar merkismaðurinn Gunnlaugur dómkirkjuprestur Oddsson og Þórunn Björnsdóttir ein liinna nafnkunnu Bólstaðarhiíðarsystra. Frú Ingibjörg sál. var hin mesta merkiskona, sem hún átti kyn til, einkar tápmikil, höfðinglunduð og mikils metin af ölium, er henni kynntust. Húnavatnssýslu 12. júní: „Það er farið að lengjast síðan eg reit þér seinast fréttapistil, Þjóðólfur minn; er því kominn timi til, að og sendi þér línu til þess þú getir ekki sagt, að þú fáir aldrei „hljóð úr voru liorni“. Verst er, að þér er svo vandgert til hæfls. Hina mörgu og misjöfnu og órnildu dóma um fréttapistla vora er naumast hægt að taka til greina, því þeir munu vera hver gagnBtæður öðrum; þannig finnst sumum almennar fréttir um tíðarfar, skepnuhöld, heilsufar o. s. frv. eugar fréttir og ekki þess vert að lesa það; aptur fiunst öðrum þetta sjálfsagðar fréttir. Eg skal ekki neita því, að margir fréttapistlar eru lítt skemmt- andi eða fræðandi, og auðvitað Iangt um ver rit- aðir en mætti og ætti að vera. Hinu megið þér, lesari góður, heldur eigi gleyma, að opt er fátt fjörugt eða skemmtilegt til að skrifa, og ekki heldur því, að opt fáum vér fréttir úr ýmsum hér- uðum lands vors, sem oss þykir gaman og gagn að heyra. Skal eg þá segja það í fréttum er cg man, en fáorður mun eg verða um sumt, sem mér þykir litlar íréttir í. Tíðarfar hefur allan seinni part vetrarins og í allt vor verið nær ómuna gott hér sem al- staðar á landinu; snjór naumast sést úr lopti síðan um sumarmál; hæfilegir þurkar lengst af, en væt- ur nokkuð miklar upp á síðkastið. Grasvöxtur ágæt- ur; lítur út fyrir sláttarbyrjun 10 vikur af. Heilsvfar manna gott. Eg man ekki að neinn nafnkenndur maður hafi fallið frá. Veikindi engin sérstök. Skepnuhöld ágæt, lítill lambadauði. Heyfirn- ingar o. s. frv. Málfundur. Gersamleg nýung var málfundur- inn, sem haldinn var á Blönduósi 24. marz í vor. Frumkvöðlar að honum gerðust einstakir menn, einkum héraðslæknir vor og Bjarni prestur í Stein- nesi; hann var ákveðinn nokkuð löngu fyrir og búizt við allmiklu fjölmenni og snjöllum ræðum, en eigi hefur heyrzt getið meiðsla eða slysa vegna mannfjölda né heldur hefur verið tíðrætt um snjall- ar ræður. Einhverjir munu þó hafa tekið til máls og rætt um Iandsins gagn og nauðsynjar. Nýjar uppástungur hef eg samt engar heyrt af þeim fundi. Káðgert var að halda annan fund síðar í sumar. Þess er vert að geta, að barnapróf voru í vor haldin sumstaðar hér í sýslu; veit eg um það i Vindhælis hrepp og Hjaltabakka og Þingeyrasókn- um. Þess konar próf styðja mikið að framförum í uppfræðslu harna um leið og þau gætu og ættu að vera gott skírteini fyrir verðleikum kennara til styrks af landssjóði. Þá má ekki gleyma bindindishreyfingum þeim, sem hér hafa komið fram. Þnð er gleðilegur vottur um vaxandi sómatilfinningu og sjálfsþrek, að meiri partur hænda í einum hreppi, auk margra ókvæntra manna hafa gengið i vínneyzlubindindi til tveggja ára. Séra Bjarni í Steinnesi hefur verið forgöngu- maður þessa; á hann þar fyrir skilið miklar þakkir og góða viðurkenningu. Auk þessa félags er ann- að bindindisfélag í Vindhælishreppi; munu allmarg- ir gengnir i það, karlar og konur. Mun það að einhverju leyti stafa af hvötum kenslukvennanna á Ytriey, en auk þess stutt af góðum mönnum“. S. Tanner læknir, sem fyrir nokkrum ár- um fastaði 40 daga og 40 nætur samfleytt og varð frægur fyrir, hefur nýlega ráðið sér sjálfum bana í Lundúnum. Hann var fyrsti og lielzti, er lék þessa list, ef list skyidi kalla, en síðar hermdu margir það eptir honum, án þess að komast til jafns við hann (t. d. ítalinn Succi). Málssókn gcgn konungi. Það þykir nýluuda, að greifar (tveir) í Belgíu, v. Cun- chy að ættarnafni, hafa höfðað mál gegn konungi þeirra, Leópold, út úr jarðeignum miklum, er þeir hafa selt konungi, en vilja nú heimta aptur, af því að þeir hefðu á ólöglegan hátt verið kúgaðir til að selja þær. Af því að konungurinn samkvæmt stjórnarskránni er „heilagur og friðheigur11, er málið að nafninu til sótt á liendur öðr- um raanni, er gengur í stað konungs. Landsbankans afgreiðslustofa er opin um þing- tímann hvern virkan dag frá 1. júlí til 1. septbr. kl. 98/4 f. m. til kl. 12SU e. m. Bankastjórn- in er til viðtals í bankanum kl. 10V2 til UVt f. m. Bankastjórnin. Tuskur úr ull. Tuskur úr hvítu lérepti. Hrosshár. Gramall kaðali. Gamail segl- dúkur. Kopar. Eir. Látún. Zink. Blý. Gamalt járn. Hvalskíði. Álptafjaðrir. Álptarhamir. Kattarskinn. Folaldaskinn og lambskinn eru keypt í B Aðalstræti 3. Harmonium. Yegna eptirsóknar eptir harmonium frá Petersen & Steenstrup í Kaupmannahöfn, sér sú verksmiðja sér nú fært að senda öli karmonium til íslands með póstskipun- um ókeypis, sömuleiðis reiknar hún ekki umbúðir. Ef greitt er fyrir fram veitist þess utan 10 °/0 afsláttur. Líklegt er, að menn kaupi hjá þessari verksmiðju, eink- um þar sem hún er reynd að vera áreið- anieg. Menn geta hvort sem vill snúið sér til mín með pantanir eða verksmiðj- unnar. Til mín komu nú með „Laura“ liarmonium, sem verða til sölu fyrir þessa verksmiðju. Reykjavík 14. júní 1893. 292 Björn Kristjánsson. Með „Laura“ hef eg fengið: Yermouth 2.65, Camblanes (rauðavín) 1.10, Bröndum Brændevin 1.20, Cognac Martel 4.35, Cognac pá Jagtflasker 1.95, Bene- dictinerlikör 3.85 o. fl.; ennfremur vindla, svo sem E1 Orden. 293 Steingrímur Johnsen. „Piano“-verzlun „Skandinavien“ verksmiðja og sölubúð Itongens Nytorv 22, Kjöbenkavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/o afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömui hljóðfæri tekin í skiptum. Yerðskrá send ókeypis. I i i i i i i i i i i i i i i i 3TcllA-lLttl’ fyrir erfiðismenn, mjög laglegir, verð 2,75, fást í 295 verzlun Sturlu Jónssonar. Svo hundruðum skiptir kaupi eg smáar blikkdósir mót peningum út í hönd. Bafn Sigurðsson. Kaupendur ,,Þjóðólfs“ í Kjósinni eru framvegris heðnir að vitja blaðsins lijá hcrra verzlunarstjóra J. Korðmann við Knudtzon’s verzlun. Eigandi og AhyrgSarmaðnr: Hannes Þorstelnsson, cand. theol. Félag sprentsmiój an

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.