Þjóðólfur - 19.07.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.07.1893, Blaðsíða 3
135 grip en 5 au. fyrir hverja sauðkind. Toll- heimtan af Ölfusárbrúnni á að byrja 1. jan. 1894 og af liinni jafnskjótt sem hún er fullger. Aptur á móti á landssjóður að gefa upp 20,000 kr. lán sýslnanna og jafnaðarsjóðs til Ölfusárbrúarinnar. Eyðing sela í laxveiðiám. Þingmenn Árnesinga bera upp frumvarp um, að sel- ur sé réttdræpur í öium ám, sem lax geng- ur í, í ósum þeirra áa og 1 mílu út frá þeim, en skaðabætur skulu ákveðnar þeim til handa, er eiga friðlýstar selalagnir í þeim ám eptir mati óvilhallra dómkvaddra manna, en þó ekki lengur en næstu 5 ár eptir að lögin öðlast gildi, og skulu skaða- bæturnar miðaðar við arðinn af selveíði þeirra um næstu undanfarin 5 ár, og greið- ast af þeim, er laxveiði stunda í ánum eptir meðalarðinum af laxveiði þeirra á jafnlöngum tíma. Grríska og' latína (afnám þeirra sem skyldunámsgreina í lærða skólanum). Um það mál urðu allharðar umræður í neðri deild í fyrra dag, og var tillagaflutnings- manna loks felld, en í þess stað samþykkt rökstudd dagskrá (frá Guðl. Guðmunds- syni) um að deildin væri á sömu skoðun í þessu máli, eins og tekið hefði verið fram í þingsályktun til stjórnarinnar 1891 um tilhögun á kennslu í lærða skólanum m. fl. Geysir og Strokkur. Þingmenn Ár- nesinga bera fram frv. um, að úr lands- sjóði veitist allt að 3;000 kr. til þess að landstjórnin kaupi þessa hveri. Hin einu lög, sem nú eru afgreidd frá þinginu eru þau: að Austurslcaptafellssýsla að því er sveitarstjórn snertir, sé skilin frá suðuramtimt og sameinuð við austuramtið. 1^?*" Nánari þingfréttir verða að bíða næsta blaðs, er kemur út á laugardaginn. Norðurmólasýslu 25. júiií: „Tíðarfar befur verið ágætt; ekkert hret komið, en þurrviðra- samt nema inn í Fljótsdal, þar sem hagfeldar gróðr- arskúrir hafa komið. Yfirleitt er grasvöxtur góð- ur; að eins um Mið-héraðið eru tún fremur snögg sökum þurka, en aptur annarstaðar víða í hezta lagi. Á Út-héraði eru margir tekuir til heyskapar sumir enda um miðjan þennan mánuð. Verzlunar- útlit heldur betra en árið sem leið, en þó ekki hægt með vissu að segja, hversu miklu munar. Heilsu- far gott. Engir nafnkenndir dáið. Fáir vestur- farar fóru með „Tkyra“ um daginn, en nokkrir ætlameð Sigurði og Sveini, einkum af Vopnafirði. Þeir er minnzt hafa á vesturför Matth. Jochums- sonar láta vel yfir, að hann gat hana farið“. Fiskaíli hefur verið ágætur í Ólafsvík í vor, og í sumar svo framúrskarandi, að elztu inenn muna ekki slíkt, eptir því sem ritað er úr þeirri veiðistöð 13. þ. m. í veiðistöðum utan Ennis hef- ur afli verið í meðallagi, en heldur að aukast upp á síðkastið. Prestvígðir 16. þ. m. kandídatarnir: Einar Pálsson að Hálsi í Fnjóskadal, Ófeigur Vigfússon til Holtaþinga og Sigurður Jónsson að Döngla- bakka. Embættispróf í lögum við háskólann hefur Eggert Briem (Eggertsson sýslumanns) tekið í f. m. með 1. einkunn. Leikirnir. Á sunnudaginn var (16. þ. m.) léku dönsku leikendurnir í fyrsta skipti í hinu nýja leikhúsi, er W. Ó. Breiðfjörð kaupmaður hefur reist og var húsið nokkuru veginn fullskipað uppi og niðri. Leikstjórinn (E. Jensen) kom fyrst iun á leiksviðið og mælti fram stutt inngangs- eða vígslu- ljóð. Gamanleikurinn „lkke en Smule jaloux“ eptir P. Engell, er ekki hefur verið áður leikinn hér, þótti einkar skemmtilegur og verður eflaust leik- inn optar. Einnig þótti það skemmtun hin bezta þá er Wulff söng nýjar tækifærisvísur í „Onkels Kjærlighedshistorie“. Var þar meðal aunars minnzt á vesturheimsku „agentana11 og hrakfarir þeirra m. fl. og þótti allt broslegt. Geta má þess, að sá er minnti leikendurna á („soufflerede11) var stundum hámæltur um of, og truflaði það dálítið eptirtekt á- heyrendanna. Nýprentað: Ýmisleg Ijóðmœli eptir Haunes Hafstein (ísaf. prentsm.) 192 bls. 8. Ljóðmæla þessara verður síðar getið nánar, þá er rúm j leyfir. 76 Það kom dálítil ókyrrð á alla líkfylgdina við þetta; sumir mögluðu eitthvað í barm sér og sumir hlógu hátt og eg var einn í þeirra flokki, því að í einfeldni minni fór eg að lialda, að presturinn talaði þetta allt í háði af ásetningi og leikurinn væri til þess gerður, að koma fólkinu til að hlæja. En að því væri ekki svo varið, hefði eg átt að sjá, er eg leit framan i hirðprestinn, er ýmist var rauður sem blóð eða hvítur sem nár, meðan hann var að fá orðið aptur. „En, minir ástkæru áheyrendur!" sagði hann loks- ins í örvæntingartón, „mínir ástkæru áheyrendur! . . .“ Hann sagði ekki meira. Það leit út fyrir, að hann ætl- aði að segja eitthvað, er ekki stóð skrifað á blöðunum, hvort sem það hefur átt að vera áminning til áheyrend- anna, eða hann hefur ætlað eitthvað að breyta umtals- efninu í enda ræðunnar. „Mínir ástkæru áheyrendur, já mínir ást... .“ „Kúkkúk!" var hrópað með hvellri rödd í hópnum og það var kórónan á öllu saman. „Kúkkúk“ var á þeim dögum smánariiafn, er var liaft um alla poka- presta. Nú varð svo mikill ys og þys, að það var engin leið að Ijúka við líkræðuna. Til allrar hamingju tók þá presturinn hið eina skynsamlega ráð, er hann gat gert, og tók að mæla fram hinn venjulega greptrunar- formála, og hlustuðu þá einnig allir á það þegjandi. 73 mikið úr þessari ræðu, og ef lesarinn setur sér fýrir hugskotssjónir, að framburðuriuu var langdreginn og tilgerðarlega kjökraudi, mun hann auðveldlega geta ímyndað sér þau áhrif, er ræðan gerði. Einn kafli henn- ar var á þessa leið. „Sannarlega er guðsótti samfara nægjusemi mikill ávinningur. Þessi orð, er standa hjá Timóteusi 6. kap. 6. v., má segja, að eigi vel við hinn sæla framliðna, — sem vér nú vígjum til moldar í dag —, því að hann gekk götu sína í guðsótta og með glöðu geði, og upp- skar þá ávexti, er að lyktum hlotnast hinum útvöldu og réttiátu. Yíirmaður talnabúðarinnar og fulltrúi við hiua kon- unglegu styrktarstofnun, Eiríkur Jóhannes Holmstrand, var fæddur af ókunnum og fátækum foreldrum í Smá- landi, sem er alþekkt sakir iðjusemi og sparsemi íbú- anna. Hann veik snemma úr foreldrahúsunum og fór til Stokkhólms, er átti að njóta ávaxtanna af liinni bless- unarríku starfsemi liaus. Þegar um tvítugsaldur hafði hanu aflað sér svo mikillar þekkingar að eins með liinu skarpa hyggjuviti sínu og óþreytandi atorku, að hanu fékk embætti við hina konunglegu talnabúð og varð þar skömmu síðar æzti umsjónarmaður. Hann ávann sér virðingu hjá yfirmönnum sínum og embættisbræður hans elskuðu hann sem föður. En jafnhliða þessu mikilvæga

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.