Þjóðólfur - 22.07.1893, Síða 1

Þjóðólfur - 22.07.1893, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borglst fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFUR Uppeögn, bundin við áramðt, ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. XLY. árgc Reykjavík, laugardaginn 22. júlí 1893. Nr. 35. Háskóli á íslandi. (Niiutl.). Þessu háskólamáli hefur annars sárlítið verið hreyft í íslenzkum blöðum, og aldrei neitt rækilega nema i „Sunnan- fara“ 1891, nr. 4. Þar ritaði dr. Jón Þorkelsson (yngri) mjög greinilega og fróð- lega ritgorð um þetta mál, er gaf tilefni til þess, að það var rætt í ísleuzku blöð- unum vestan hafs, en hér heirna var því enginn gaumur gefinn. Það er því engin furða, þótt almennur áhugi á þessu -máli sé enn ekki vaknaður hjá þjóð vorri. En það er spá vor, að þess verði ekki langt að bíða, að mál þetta komi á dagskrá þjóðarinnar. Það er spá vor, að hún muni innan skamms krefjast háskóla með engu minui alvöru, en hún hefur áður krafizt lagaskólans, því að eins og hver maður veít, fáum vér lagaskólann af sjálfu sér sem eina deild háskólans, þá er hann er stofnaður. Oss er að vísu alls ekki ókunnugt um, að islenzk háskólastofnun á enn sem kom- ið er marga andvígismenn, er mega sín mikils. Þeir eru margir, sem annaðhvort skilja ekki eða vilja ekki skilja hina stór- mikiu þýðingu, er íslenzkur háskóli gæti haft fyrir þroska og menningu þjóðar vorr- ar. Viðkvæði andmælendanna er jafnan þetta: að vér íslendingar séum svo fátæk og fámenn þjóð, að háskóli geti ekki þrif- izt hér, hann verði aldrei annað en nafn- ið tómt og geti aldrei sakir afstöðu lands- ins og anuara erfiðleika fylgt með straumi tímans né komizt í neinn samjöfnuð við sams komar stofnanir í öðrum löndum o. s. frv. Þetta eru helztu og stærstu mótbár- umar gegn innlendum háskóla, og virð- ast. þær óneitanlega allmikilvægar í fljótu bragði, en sé betur aðgætt hafa þær við alsendis ónóg og léttvæg rök að styðjast, og muudu flestar hverfa að lokum sem reykur fyrir reynslunni, þá er hún væri fengin. Yér skulum fúslega játa, að íslenzkur háskóli hlyti í fyrstu að verða mjög ófull- kominn, en það er ofur eðlilegt, því að þá er vér rennum augunum til annara landa verður sama uppi á teningnum þar, að þess konar stofnanir hafa jaí'nan átt erfitt uppdráttar langa hríð eptir að þær liafa verið settar á fót. Yér skulum að eins benda á Kaupmannahafnarháskóla. Hann var stofnaður 1479, eins og kunnugt er, og voru þá í fyrstu að eins 3 (!) kennarar við hann og tvo þeirra varð að fá frá Þýzkalandi. Fram yfir miðja 16. öld var tiltölulega mjög lítil aðsókn að honum, að því er ráða má, og ekki komst þar á nein regluleg skipting í háskóladeildir fyr en á 17. öld. Áður var allt í hrærigraut og sami maðurinn kenndi þá opt alveg óskyld- ar greinir. Þannig var t. d. Óli Worm kennari í grísku, náttúrusögu og uppeldis- fræði í senn og síðar varð hann kennari í læknisfræði, en það sem hann lagði þó einkum stund á var fornfræði. Þetta sýn- ir, að fyrirkomulag kennslunnar við Hafnar- háskóla hefur ekki verið heppilegt lengi framan af, enda hafði hann ekki mikið orð á sér á þeim tímum, þótt hann hefði nokkra ágætismenn í sinni þjónustu. Dr. Jón Þorkelsson hefur í ritgerð sinni í „Sunnanfara11 tekið rækilega fram, að háskólar í öðrum löndum hafa jafnvel nú á síðustu tímum verið tiltölulega fásóttari en íslenzkur háskóli mundi verða. Vér sjáum heldur ekki, að það sé nokkur fjar- stæða, þótt vér íslendingar viljum hafa þessa vísindastofnun í landinu sjálfu. Vér höfum prestaskóla og læknaskóla og höf- um lengi viljað hafa Iagaskóla. Ef vér getum kostað þessar 3 aðaldeildir islenzks háskóla, sína í hvoru lagi, hvers vegna getum vér þá ekki kostað þær í samein- ingu ásamt dálítilli viðbót smátt og smátt t. d. heimspekisdeild? Kostnaðurinn við byggingu háskólahúss er heldur ekki svo gífurlegur eitt skipti fyrir öli, að háslcóla- stofnun eigi að farast fyrir sakir þess. Vér þurfum einnig hvort sem er innan skamms að reisa eitt hús fyrir söfnin hér (forngripasafnið, náttúrugripasafnið, mál- verkasafnið o. fl.), og ætti þá vel við, að þetta væri sameinað þannig, að söfnum þessum yrði skipað niður í nokkrum hluta háskólahússins. Við það sparaðist tiltölu- lega mildð fé. Að þessu sinni er ekki rúm til að minriast neitt verulega á hina mikJu þýð- ingu, er stofnun háskóla hér á landi gæti haft fyrir oss. Vér ætlum að láta það bíða, þangað til raddir andmælendanna láta betur til sín heyra, en hingað til hef- ur verið. Þó skulum vér þegar geta þess, að vér getum ekki séð, að styrkur sá, er íslenzkir stúdentar njóta við Hafnarháskóla (Garðstyrkur) sé svo ákaflega þýðingar- mikill eða svo ómissandi, að vér gætum ekki án hans verið, auk þess sem það er þægilegra og viðkunnanlegra að standa á sínum eigin fótum, en að þiggja ölmusur af útlendri þjóð. Ennfremur erum vér sann- færðir um, að íslenzkur háskóli, enda þótt hann væri ófullkominn, er aðalskilyrðið fyrir því, að vísindalegt líf geti þróazt hér á landi, að hann er hið öflugasta meðal til að koma oss „á hornið“ meðal annara þjóða, og vekja eptirtekt þeirra á oss. Vér erum sannfærðir um, að hann yrði það lyptiafl, sem þokaði oss til muna áfram á braut sjálfsstæðisins og menningarinnar. Samvinna margra manna og sameining kennslukraptanna myndar sterkt einingar- samband, er hefur hina mestu þýðingu, hin mestu áhrif á alla þróun félagslífsins út á við, en þar sem allt er á sundrungu án nokkurs samanhengis sín á milli, þar verður hálfverk úr öllu saman; þá dettur allt í mola og verður að litlum eða eng- um notum. Það er satt, að hin afskekkta afstaða lands vors „á hala veraldar“, vöntun frétta- þráðar o. fl. bægir oss frá stöðugu sam- bandi við hinn menntaða lieim og ein- angrar oss að meira eða minna leyti frá hluttöku í framsókn nútíðarinnar. En þess ber að gæta, að íslenzkur háskóli gæti einmitt stutt mikið að því að stytta — ef svo má segja — fjarlægðiua millurn vor og menntaþjóðanna, því að það er svo langt frá því, að hann yrði — eins og sumir ætla — til þess að auka þessa fjarlægð, yrði til þess að einangra oss enn meir frá umheiminum, að þjóð vor mundi þá þvert á móti geta fylgzt enn betur með tíman- um en nú, og hver einstakur mundi þá einnig fá neytt krapta sinna betur ogfá meiri livöt til að leggja þá fram tii vís- indalegra iðkana, þá er ein allsherjar menntastofnun væri fengin í landið. Ef slík stofnun gæti ekki hrundið af þjóð vorri þessari andlegu dáðleysis og drunga- mollu, er nú livílir yfir henni, og vakið liana til nýrrar starfsemi, þá mun þess

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.