Þjóðólfur - 29.09.1893, Page 1

Þjóðólfur - 29.09.1893, Page 1
Árg. (60 arldr) kostar 4 kr. Erlendls 5 kr. — Borgtst tyrlr 15. júll. TJppsögn, bundin við áramót, ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. ÓLFUR Reykjarík, föstudaginn 29. september 1893. Nr. 46. XLY. árg. Takiö eptir! 1. Sagan af Iniríði formanni og Kambs- ránsmönnum 1. hepti, 64 bls. 2. Sögusafn Þjóðólfs 1892, 144 bls. með 11 skemmtisögum. 3. Sögusafn Þjóðólfs 1893 með Magu- úsar þætti og G-uðrúnar eptir séra Jbnas Jónasson. Verður sérprentað í árslok. Öll þessi rit fá nyir Itawpendur að næsta árgangi (46.) árgangi Þjóðóifs ókeypis, og sé hann borgaður fyrir fram um leið og pantað er, fá kaupendurnir ókeypis það, sem ókomið er út af yfirstandandi árgangi, eptir að pöntunin berst útgefanda í hendur. Síðari helmingur yflrstandandi árgaugs frá júlíbyrjun fæst fyrir 2 kr., eins og áður hefur auglýst verið, og fylgir þá 1. heptið af Þuríðarsögu og Sögusafnið 1892 ókeypis. Þeir, sem útvega 10 nýja kaupendur að næsta árgangi og standa skil á borg- un frá þeim að sumri komanda, fá auk venjulegra sölulauna 44. og 45. árg. Þjóð- ólfs (1892 og 1893) innhepta. Þeir, sem ætla sér að sæta þessum kjörum, ættu að gefa sig fram sem fyrst, áður en 1. heptið af Þuríðarsögu er á þrotum. p5Sf"* Allir kaupendur Þjóðólfs, gamlir og nyir, fá næsta ár (1894) 2. hepti af Þuríðarsögu ókeypis með blaðinu, 3. heptið árið eptir o. s. frv. unz sögunni er lokið. Þá er þess er gætt, að aUir kaupend- ur blaðsins fá árlega eitt hepti af fróðlegu og merku sögulegu framhaldsriti, þá væri gaman að vita, hvaða hérlent blað veitir öllum kaupendum sínum slíka aukaþóknun. V erzlunarhorfurnar. II. (Siðari ltafii). Það má tneð sanni segja, að það sé ekki eingöngu saltfiskurinn, sem nú er í lágu verði, heldur yfirhöfuð öll innlenda varan, en útlendu vörurnar aptur é móti í hærra lagi, einkum kornvara, sem mestu munar, þar eð hún er aðalnauðsynjavara landsmanna. Engri innlendri vöru hefur þó jafnmikið hrakað á síðari árum sem æðardún, því að hann má nú heita í engu verði, þótt 7—8 kr. fáist fyrir pd., en áður hefur hann selzt vanalega fyrir 14—16 kr. og stundum jafnvel 19—20 kr. Þessi afar- mikla verðlækkun þessarar vörutegundar kvað stafa af því, að markaður fyrir dún á Rússlandi er hér um bil lokaður nú sem stendur, en þar hefur íslenzkur æðardúnn selzt mætavel að undanfórnu. Ull og lýsi hefur einnig lækkað til muna i verði á síðari árum og allir vita, hve íslenzkt saltkjöt er í litlu áliti ytra, sem meðfram mun stafa af því, hversu það er illa verk- að. Kjöt, sem flutt er út héðan, er venju- Iega saltað óhæfilega mikið, svo að mælt er, að það þyki naumast manna matur, enda er saltbrunnið kjöt sannarlega ekkert sæigæti, og engin furða, þótt það sé í lágu verði ytra. Þegar á allt er litið verður ekki ann- að sagt, en að verzlunin hér á landi sé allóhagstæð nú sem stendur, en það sem þó einkum ríður baggamuninn í þeim efn- um er fjárverzlunin. Það eru litlar líkur til, að Englendingar eða aðrir komi hing- að að þessu sihni til fjárkaupa. Að vísu selur Zöllner eins og að undanförnu fé fyrir pöntunarfélögin, sem hann er um- boðsmaður fyrir, en sá útflutningur getur aldrei numið miklu, og fé í litlu hærra verði nú á Englandi en í fyrra, og þá vita allir, hve glæsilegt það var. Kvað Zöllner liafa skýrt svo frá, að líklega yrði samt verðið á hverjum sauð um 3—4 kr. meira en þá, og er það ekki stór munur, þegar þess er gætt, hve frámuna- lega lágt það var í fyrra, nfl. 9—11 kr. fyrir beztu sauði að frádregnum kostnaði. Vér vitum, að þess hefur verið farið á leit við Zöllner í þetta sinn, hvort hann mundi ekki vilja taka að sér sölu á is- lenzkum sauðum frá öðrum en pöntunar- félögunum og kvað hann hafa neitað því, svo að af því má ráða, að ekki kaupir hann hér fé fyrir sjálfan sig að þessu sinni, og eru þá flest sund lokuð, að því er snertir fjárverzlun við Englendinga á þessu hausti, því að varla þarf að búast við, að aðrir komi híngað til fjárkaupa, með því að Coghill mun ekkert kaupa og Thordahl dottinn úr sögunni. Hin geysimikla fjársala héðan af landi 1889 og 1890 hefur að ýmsu leyti orðið óhappasæl fyrir landið. Þá kom hver fjár- kaupmaðurinn á fætur öðrum og bændur seldu ótæpt, því að verðið var hátt. Svo kom apturkippurinn allt í einu, eins og eðlilegt var, því að engin ósköp standa til lengd- ar. Fjárkaupmennirnir töpuðu stórfé á þessari verzlun sinni, og komu ekki aptur, og landsmenn höfðu yfirhöfuð tiltölulegan lítinn hag af hvalrekanum þessi tvö ár, því að þeir skertu mjög bústofn sinn við hina óhóflegu sölu, sóttu allan heimilisforða sinn í kaupstaðinn, vöndu sig á ýmsan ó- þarfann, er þeir hefðu getað án verið, og Jifðu í snkki sumir hverjir að minnsta kosti. Þess vegna urðu viðbrigðin svo mikil, umskiptin svo tilfinnanleg, þá er fjársalan fór út um þúfur. Það var komið nýtt snið á alla verzlunaraðferðina og ekki svo auðvelt að breyta því í einni svipan. Yiðskipti við kaupmenn höfðu'aukizt stór- um á þessum árum, og þá er fjársalan brást, tóku kaupstaðarlánin fyrst að kom- ast í algleyming, því að þá var ekki í annað hús að venda en til kaupmanna, en engir peningar til að láta gegn vörunum. Eins og hófleg fjársala er bæði notadrjúg og enda ómissandi fyrir oss, eins víst er hitt, að óstjórnleg og óskynsamleg sala fjárins út úr landinu eins og 1889 og 1890 er lítt æskileg. Að senda fé á eigin ábyrgð til sölu á Englandi, eins og nú stendur, er allvar- hugavert og lítt tiltækilegt, meðan sauð- fjármarkaðurinn þar breytist ekki til batn- aðar. Það eru engar líkur til, að ókunn- ugum mönnum takist vel að sjá um þá sölu, ef þarlendir nákunnugir menn, eins og t. d. Zöllner, treysta sér ekki til að geta sætt viðunanlegum sölukjörum. Það er satt, að oss vantar peninga í landið, og beinasti vegurinn til þess að fá þá, er sauðfjár- og hrossasala til Englands, en þá er hún bregzt að öllu eða mestu leyti, verður ekki annars kostur en að „búa að sínu sem bezt lætur“, þangað til eitthvað liðkast aptur um þessa verzlun, sem !ík- lega verður von bráðar. Peningaeklan, sem nú er í landinu, stafar allmjög af því, að kaupmenn borga ekki innlendu vöruna með peningum að neinum mun, svo að

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.