Þjóðólfur - 29.09.1893, Qupperneq 2
178
laiidsmönnum er ómögulegt að fá peninga
fyrir hana hjá þeim. Meðan þessi öfuga
verzlunaraðferð helzt — er að miklu leyti
mun stafa af lánunum — verður verzlunin
jafnan sú úlfakreppa, sem ár eptir ár herð-
ir fastar og fastar að landsmönnum. Að
finna eitthvað gott og snjallt ráð til þess
að losa eitthvað um þennan læðing væri
harla mikilvægt, en því miður muu það
alltorvelt og jafnvel hiair verzlunarfróð-
ustu merin geta ekki enn sem komið er
bent á neitt, er verulegt gagn mundi
leiða af í þessu efni.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 5. septbr.
Noregur. Nú er kominn málþráður
(Telophon) frá Stokkhólmi tii Kristjaníu.
Hann er ætlaður konuugi og ráðgjöfum
hans í Noregi, að þeir geti talazt við.
I lok júlímánaðar var Nansen kominn
til Chabarowa; þar,tók hann 40 sleða-
hunda, sem eiga að vera í ferðinni. Hanu
hafði lent í ís á leiðinni og lét mjög vel
yfir skipi sínu. 3. ágúst fór hann frá
Chabarowa 'og 6. ágúst sást til hans 20
mílur austur þaðan. Síðan ekki söguna
meir.
Þýzkaland. Ernst hertogi í Sachsen-
Coburg-Gotha er dauður. Alfreð hertogi
í Ediuburgh hefur tekið ríki eptir hann.
Það eru réttar erfðir, en marga furðar á
því, að Pjóðverjar skuli hafa tekið hann
gildan, því Alfreð þessi er ramenskur.
Frakkland. Kosningunum var lokið
í gær. Úrslitin eru þessi: 409 þjóðveldis-
menn, 79 jafnaðarmenn, 29 miðmenn og
64 íhaldsmenn. Clemenceau og Floquet
féllu. Þeir hafa báðir verið riðnir við
Panamamálið, reyndar miklu minna en
margir aðrir, sem þó hafa náð kosningu.
Sunnan til á Frakklandi, í Aigues
Mortes, Nancy og víðar, hafa að undan-
förnu verið miklar róstur milli ítalskra og
og frakkneskra vinnumanna. ítaiir fást í
vinnu fyrir lítil laun. Frakkarnir una því
illa— sem von er— að útlendir menn skuli
spilla atvinnu þeirra. Mælt er að 20 eða
30 ítalir haíi verið drepnir i þessum ó-
friði.
England. írska stjórnarskráin var
Ioksins samþykkt vi* 3. umræðu í neðri
málstofunni með 301 ..tkvæði móti 267.
Nú er hún komin inn í efri málstofuna,
og þar til annarar umræðu.
Rússar eru að koma sjer upp nýu
herskipalægi í Líbau. Þeir ætla bráðlega
að senda herflota tii Frakklands með vin-
samlegar kveðjur og þakkir fyrir Rúss-
landsför franska flotans, þá í hitt eð fyrra.
Rússakeisari er nú sem stendur hjer í
Höfn.
Danmörk. Ungur danskur málfræð-
ingur, 0strup að nafni, fór í austurveg í
fyrra að kynna sjer tungur manna. Hann
komst í mikil kynni við Araba og fékk
lijá þeim fallegan hest af gömlum ættum,
(eins og kunnugt er vita Arabar um ættir
hesta sinna og rekja þær langt fram í
aldir). Hesturinn heitir Antar. 0strup
er nú nýkominn heim og hefur riðið Antar
einhesta alla Jleiðina. Er það sjaldgæft
ferðalag nú á dögum. Hann fór 8 milur
í hverjum áfanga og hvíldi 5. hvern dag.
40 daga var haun á leiðinui úr Miklagarði
til Hafuar.
Síam. Yjer gátum þess jseinast, að
Síamingar hefðu gengið !að öllum friðar-
skilmálum Frakka. En nú hafa Frakkar
fært sig betur upp á skaptið og heimta
mikil og mörg hlunnindi þar í landi. Þeg-
ar á allt er litið, hafa Frakkar beitt verstu
raugindum og ofstopa í viðureign sinni við
Síaminga, enda ekki örvænt, að aðrarþjóð-
ir skerist í leikinn.
í Síam búa heilmargir danskir menn
og eru mjög vel látnir. Margir foringj-
arnir þar í heruurn eru danskir og gengu
mæta vel fram í viðureigninni við Frakka,
enda er það eitt af því, sem Frakkar heimta,
að þessum dönsku herforingjum verði vís-
að úr landi.
Silí'rið er stórum að falla í verði, því
silfurnámunum er einlægt að fjölga. Lík-
ur eru til, að þessi verðlækkun muni um
stund koma heilmiklum ruglingi á peninga-
ingagildið og valda vandræðum í verzlun
manna og viðskiptum.
Gíufuskipið „Alplia“ frá Hamborg um
300 smálestir kom hingað í fyrra dag og
með því Björn Kristjánsson kaupmaður, er
hafði fermt það salti og öðrum nauðsynja-
vörum handa pöntunarfélagi Borgfirðinga
o. fl., sem hann hefur umboð fyrir. Skipið
fór samdægurs upp á Akranes. Sendir
pöntunarfélag Borgfirðinga fjárfarm með
því til Skotlands, er skal seljast þar.
Hvalveiðabátur norskur kom hingað
af Vestfjörðum í fyrra dag. Farþegarmeð
honum voru: dr. Björn M. Ólsen, er dval-
ið hefur nyrðra í sumar við málfræðislegar
rannsóknir, séra Bjarni Þorsteinsson frá
Siglufirði og liinn setti sýslumaður og
bæjarfógeti á ísafirði Lárus Bjarnason.
Bátur þessi.fór vestur til Önundarfjarðar
samdægurs og með honum frú Theodora
Thoroddsen (kona Skúla sýslumanns), er
dvalið hefur hér í bænum í sumar ásamt
manni sínum, en sjálfur fer hr. Sk. Thor-
oddsen nú vestur með „Thyra“.
Strandferðaskipið „Thyra“ koin loks
í morgun; hafði tafizt fram yfir áætlun á
ýmsum höfnum sakir mikillastorma o.fl. Með
því komu allmargir skólapiltar og nokkr-
ir fleiri farþegar.
Séra Matthías Jochumsson kom heim
úr Chicagoför sinni með „Thyra“, er hafn-
aði sig á Akureyri 19. þ. m. f bréfi til
ritstjóra þessa blaðs 20. þ. m. lætur hann
allvel yfir ferðinni, og kveðst hafa skemmt
sér vel, en kvartar helzt yfir, að hitinn
hafi verið mikill. Samkvæmt tilmælum
margra landa vestanhafs ætlar hann að
gefa út sérstaka ferðasögu (sbr. auglýs-
ingu hér aptar í blaðinu) og má ganga að
því vísu, að hún seljist vel, því að séra
Mattli. ritar fjörugt og skemmtilega og
kann að lýsa því, er fyrir augun ber, á
þann hátt, er hlýtur að vekja athygli les-
endanna.
Yér erum sannfærðir um, að allur þorri
landsmanna muni biðja séra Matth. vel-
kominn heim til ættjarðarinnar og gleðjast
yfir því, að hinar órökstuddu hrakspár
sumra blaða, um að hann mundi ílendast
þar vestra, liafa ekki rætzt, enda var ekk-
ert hætt við því.
Skipstraud. Fyrir skömmu rak á
land í Ólafsvík skipið „Dyrefjord“, eign
Gratns kaupmanns á Dýrafirði, og brotn-
aði það. Hann hefur þannig í sama mán-
uðinum misst þar tvö skip, því að hið fyrra
(„Amicitia") strandaði þar 4. þ. m., eins
og áður hefur verið minnzt á hér í blað-
inu.
Ný málaferli. Björn Jónsson, ritstjóri
ísafoldar, hefur höfðað mál gegn Skúla
Thoroddsen út af grein (eða greinum) í
24. tölubl. „Þjóðviljans unga“ í sumar, en
Skúli hefur aptur gagnstefnt honum útaf
greinum í „ísafold“. Það er annars fremur
nýlunda, að ritstjórar eigi í málaferlum
hvorir við aðra, síðan „grænahundsmálið“
var á ferðinni, sem Gestur heit. Pálsson
höfðaði gegn ritstjóra „Fjallkonunnar11.