Þjóðólfur - 29.09.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.09.1893, Blaðsíða 3
179 Um póstgöngur í Norður-Þingeyjarsýslu. (Svar) Herra ritstjóri! Út af grein eptir séra Þorleif Jónsson á Skinnastað, sem or prentuð í „ Þjóðólfi" nr. 28. þ. á., vil eg hér með leyfa mér að biðja yður svo vel gera, að ljá rúm í hinu heiðraða blaði yðar epdrfylgjandi leiðréttiugum. Eg er ekki höfundur greinarinnar, sem stóð í „Austra“ fyrir ári síðan, með fyrirsögn: „Um vegi og samgöngur11, eins og séra Þorleifur gofur í skyn í grein sinni. Séra Þorleifur þykist tilfæra orðrétt eptir mig setningu úr „Bréíi af Sléttu“, en sú setning, sem hann tilfærir, stendur livergi í téðu bréfi. Hún verður því að álitaBt prestsins eigin „ruglvefur11. Að eg fái „póstaua þvert á móti þvi sem þeir mega og er skipað fyrir, (til) að bíða eptir bréf- um“ mínum, me'ðan eg svara bréfum um bæl með sama pósti, er alveg tilhæiulaust. Ekki er það heldur rétt, að sýslunefnd Norður-Þingeyinga hafi ætið álitið, að póstleiðin um Norður-Þingeyjarsýslu ætti að liggja yiir Axaríjarðarheiði. Það sýnir, meðal annars, eptirfylgjandi „útdráttur úr fuudar- gerðum sýslunefndarinnar í Norður-Þingeyjarsýsiu 28. og 29. fehrúar 1888“. .... „12. Oddviti framlagði og las upp bréf amtsins, dags, 5. f. m., um að þvi verði sendar í byrjun næstkomandi aprílmán. tillögur sýslunefndar- innar um það, hvar aðalpóstloið skuli liggja, og um það, hverjir vegir skuli vera sýsluvegir. Nefndin íhugaði og ræddi mál þctta ítarlega og komst að þeirri niðurstöðu, að yfirgnœfandi á- stœöur mœltu með þeirri tillögu', að aðalpóstleiðin yrði lögð frá Húsavík norður yfir Tunguheiði, eptir Kelduhverfi að lögferjunni ytír Jökulsá hjá Perju- bakka að Skinnastöðum, þaðan eptir Axarfirði í Núpasveit, yfir Hólsstíg að Raufarhöfn1 þaðan að Svalbarði i Þistilfirði og eptir honum út á Þórs- höfn (Syðralón). Tók nefndin fram, að þetta væri aðalsamgönguleið allra þessara byggðarlaga og jafn- framt þrautaleið, sem fara yrði þegar nolckuð vœri að vegum og veðri“1 .... Þetta var nú samhuga álit sýslunefudarinnar 1888. Yegalengdirnar eru alveg hinar sömu nú eins og þá, eu einmitt Hólsstígur hefur batnað mikið síðan, þvi næstliðiu ár hefur verið kostað 10U kr. árlega til vörðuhleðslu á houum. Eg álit óþarft, að gefa frekari gaum grein prestsins. Hún muu sjálf bera með sér, að hún hafi meira inni að halda af fljótfærnislega hugsuð- um, órökstuddum fullyrðingum, eu skynsamlogri rökseradafærslu, enda mun höfundinum láta betur að fást við forn rit, en að rita blaðagreinar. Raufarköfn 14. ágúst 1893. Jakob Gunnlögsson. Háskóli fyrir konur. Kvennfélag nokk- urt í Brttasel hefur ákveðið að stofna háskóla fyrir kvenumonn þar í borginui, og kvað hann eiga að taka tii starfa nú.þegar. Eugum karlmönnum leyf- ist að hlusta á fyrirlestra þar, því að þangað mega • «. að eins konur koma, bæði giptar og ðgiptar, on þð ekki yngri en 18 ára gamlar. Vísindagreinir þær, som kenna á, eru: náttúrufræði með tilliti til notk- unar hennar við heimilisvinuu, undirstöðuatriði lífs- aflafræðinnar og byggingarfræði mannlegs líkaina, heilbrigðisfræði, tilbúuiugur húslyfja, sálarfræði, siða- l) Leturbreytingin gerð af höf. fræði, uppeldisfræði, frumatriði almennrar lögfræði og þjóðmegunarfræði, söguleg heimspeki og málara- list. Grafreitir Alexanders mikia og Kleópötru Egyptadrottningar kváðu nú fundnir vera, þar sem Alexandría stóð til íorna. Hefur dr. Graut Bey ritað vin síuum W. Geddes, rektor háskólans i Aberdeen, um þeuuan merkilega fund, og telur hann engan vafa á þvi, að það séu grafir Alexanders og Kieópötru, sem fundnar Béu, þar eð nöfn binna greptruðu séu letruð á hurðir grafhvelfinganna. Eru hurðir þessar úr bronze og alsettar grisku grafletri. Hér og þar eru kurðirn- ar brotnar, svo að greina má likkisturnar og aðra hluti inn í hvelfiugunum. Grafreitir Ptolomeanna, hinna fornu Eygptakonunga, liggjajSO feta djúpt i jörðu, og er gröf Kleópötru ein þeirra, er tundizt hefur. Tuttugu íetum neðar, en þó ekki dýpra en 6 fet fyrir neðan sjávarmál, er graíkvelfing Alex- auders. Þar kvilir hannjjaieinn. fEn„i sömu hveif- ingunni eru 3 herbergi, ;er balaBað^geymatmikinn íjölda pergameuts-handrita. ^Grafreitir^þessir, fund- ust á þann hátt. að grískur ,maður ;keypti land- spildu, þar Jsem hin forna Alexandría halði staðið og ætlaði að reisa þar búgarð. Ef jskýrsla^, þessi jer áreiðauleg, má telja íund þennau afarþýðingarmikinn í sögulegu og fornmcnja- legu :tilliti,Jenda mun þess ekki langt að bíða, að þetta verði rannsakað nákvæmar. Brennivínsflaska, en ekki bænaúok. í skemmtigar'v,ium Hyde Park ji Lundúnum bar svo við einn sunnudag i sumar, að jeinhver i^meiri háttar kvennmaður, er var á leið jtillkirkju,, missti úr höndum sér eittkvað, sem liktist^bænabók gyltri í sniðunum, en var í rauninni flaskajfull af brenni- víni. Hvernig maðurinn varð^tvífættur. Drummond, binn nafnkunni jenski [háskólakennari (höfundur ritlingsins: „Hesturjjí heimi“), komst svo að;orði nýlega í ræðu, er hannghélt gBoston. „Mað- urinn skreið i fyrstu á fjórumjjfótuin, því næst náði hann í spýtu til aö verja sig með og til þoss að nota hana neyddist hann til að standa upp, og með því að nota bana opt, vandist hann á að standa uppréttur. Yér erum fæddir feríætlingar, og höfum með erfiðismunum lært að vera tvífætl- ingar“. Emil Zola var fyrir 20 árum búðarsveinn hjá kaupmanni á Bonlevard St. Germain í París og hafði 80 franka í laun ura mánuðinn (bér um bil 13 kr. 50 a. um vikuna). Nú er jhann .miljóna- eigandi. Hann hefur grætt á!) ritstörfum sinum piltur sá. Tolstoj, hinu| nafnkenndi rússneski rithöfund- ur, gengur, eins og kunnugt er, að allri vinnu, og klæðir sig sem bóndi. Hann heldur því fram, að hver maður Jeigi ,að leggja á sigj líkamlegt erfiði, en “hafa að jeins jritstörf og lestur'sér til kvildar og í hjáverkuui, JÞá er hann er;ekki við útistörf né ;að rita, situr hann við skósmiði, en stígvélin hans eru ekki eius ;góð [og bækurnar, sem hann ritar, og þeir, sem kaupajjþau,'geymajþau:vanalega undir glerhimni. Evgenia ekkja |Napóleons 3. Frakkakeisara er nú |að 'rita æfisögu sína, eu enginn fær að sjá handritið, því að hún læsir það niður hjá sér jafn- skjótt sem hver örk þess er fullbúin, og ekki skal preuta æfisögu þesBa fyr en 2ö árum eptir dauða höfundarins. Viðbjóðslegar mannætur. ístöðuvatn- inu Victoria Nyanza, þar sem stórfljótið Níl hefur að nokkru leyti upptök sín, liggja eyjar nokkrar allfagrar og frjófsamar, er Sese-eyjar nefnast; þar eru skógar miklir og þar sprettur mikið af ágætu kaffi, en hitinn er mikill, þvi að eyjarnar liggja örskammt fyrir sunnan miðjarðarlínuiia. eu miklu hollara er loptslagið á eyjum þessum, en á megin- landinu. Eugen Wolf, hinu nafnkunni fregnnti þýzka Btórblaðsins „Berliner Tageblatt“, dvaldi um tíma á eyjum þessum í fyrra vetur, og segir að sér liafi gcðjazt svo vei að þeim, að haun hefði helzt óskað að mega setjast þar að, þrátt. fyrir óþjóða- lýð þann, er þar býr. Hanu segir og að sumar eyjaruar séu vel falluar til að vera heilsubótar- stöðvar fyrir Norðurálfubúa, er sýkist á meginlaud- inu. Wolf sjálfur kom veikur til oyjanna, en gat ekki haldizt, þar lengi við sakir (jandskapar eyjar- skeggja, er Wase-ar nefnabt. í brétí til „Berliuer Tageblatt11 23. marz síðastl. farast honum svo orð um þessa villumenn: „Eyjaskeggjar (,,Wasesaruir“) eru reglulegar mannætur, ef svo má segja. Þeir eru svo gráðug- ir, að þeir eta bæði sjúka og dauöa menn af sínum flokki upp til agna, og þá má geta nærri, hver verða lórlög óvina þeirra, er þeir geta kendur á fest. Einnig þá, er látizt hafa nf sóttnæmum og viðbjóðslegum veikindum hryllir þá ekkert við að snæða, og þeim viröist ekki verða neitt meint við það. Þeir steikja annaðkvort maunakjötið við eld, eða sjóða það i leirkrukkum sanian við ávexti, sem eins konar súpu. Það lá nærri að eg yrði hátiða- matur eyjarskeggja (líklega hefði þeim sanit þðtt kjötið af mér nokkuð seigt) þvi að maðuriun með sigðina (e, dauðinn) elti mig 6 daga frá einni eyju til annarar, en eg var ávallt spölkorn á undan honum, liggjandi cndilangur í burðarstól í bátnum. Þó reru eyjarskeggjar af öllum kröptum, því að þeir höfðu einhverja nasasjón af því, að allt væri ekki með feldu, og hafa hugsað sér að iáta ekki bráðina ganga úr greipum sér að raunalausu. Ilefði eg verið aleinn með eyjaskeggjum á bátnum, þá hefðu þeir eflaust komið mér einhversstaðar fyrir, þar sem eg bvorki hefði þurft að kvíða elli né fé- leysi, en fylgdarmaður minn Macdonald linnti ekki fyr, eu eg var fluttur yfir til meginlandsins, og þannig slapp eg undau sigðmanninum og soðkrukk- um Wasesanna. Það lætur ótrúlega í eyrum, er eg segi, að Wasesinn — þ. e. heiðinginn, sem er enn mannæta eða I6/io eyjarskeggja — sker læri, nef og eyru af konu sinni, er hún er dáin, og tekur að matreiða þetta handa sér. Sjúklingana láta þeir optast liggja aleina og hjálparlausa, ef þeir ekki eta þá jafuharð- an, en jafnskjótt sem öndin er skroppin úr þeira, safnast nágrannarnir saman, eins og ernir að hræi og taka til snæðings. Konurnar ala börninjafnan hjálparlaust. Þá er maðurinn verður þess vís, að kona hans kefur tekið jóðsóttina, hlevpur hann burtu, og kemur ekki aptur íyr en auuaðhvort konan og barnið eru orðin heilbrigð eða bæði dáin, og þá borðar hann þau með ánægju. Þetta er engin „þjóðsaga", sem eg er að segja frá, heldur hreinn og beinn sannleiki, bæði trúboðar á eyjunum túlkur minn og Wase’sarnir sjáifir hafa staðfest sem óyggjandi11. Wolf skýrir frá því síðast í bréfi sínu, að ka-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.