Þjóðólfur - 17.10.1893, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.10.1893, Blaðsíða 2
194 atvinnuleysi það, sem tíðkazt kefur um allt land um þrjá mánuði fyrirfarandi, hef- ur komið hjer fram í almennum æsingum meðai verkamanna; þó hafa engin veruleg upphiaup orðið, sem þakka má að miklu leyti hinni ströngu lögregluaðgæzlu. Pað má ætla, að hið versta sje þegar afstaðið, enda hefur margt verið gert til þess að koma sem fyrst í veg fyrir almenna neyð; í þeim tilgangi var t. d. kallað sainan aukaþing, sem nú stendur yfir. Aðsóknin til sýningarinnar fer sífellt í vöxt, þó ekki sje hún eins góð og áætlað var í fyrstu; þó býst sýningarstjórnin við að uá upp kostnaðinum. Aðsóknin er nú að meðal- tali um 125,000 á dag. Járubrautarfélög- in hafa gert sig sek í óþolandi sérplægni og skammsýni í þessu máli, kvartanir heyrast nú úr öllum áttum um hið afar- háa járnbrautarfargjald, sem búizt var við, að yrði sett talsvert niður um sýningar- tímann. Heppnist sýningin því ekki í peningalegu tilliti má að mestu leyti kenna það járnbrautarfélögunum. Sigfús Ey- mundsson er hér staddur um þessar mund- ir, hann kom hingað frá Winnipeg 27. f. m.; annars hafa engir íslendingar kom- ið til sýningarinnar síðan séra Matthías fór“. Haugur Grana Gunnarssonar. [Skýrsla frá hr. Ogmundi Sigurössyni kennara]. Fyrir norðan bæinn á Búlandi í Skapt- ártungu ar gil mikið, sem fellur í austur til Skaptár. Ofan til í því er gljúfur mikið, sem kallast Meltúnagljúfur. Feiri gil en þetta, en þó minni, falla til Skaptár jafn- hliða; þessi gil kallast nú Grænugil. Munnmælasaga segir, að eitt þessara gilja hafi heitið Granagil, en hvert gilið var kallað svo, vissu menn nú ekki. Á þessu svæði segir Njálssaga, að það hafi verið, að Kári Sölmundarson vóg Grana Gunnarsson og nokkra menn með honum, og að þeir hafi verið heygðir hér; en haugur þeirra er fyrir löngu gleymdur. í vor er leið sá bóndinn á Búlandi, Vigfús Bunólfsson, að hellur nokkrar eða steinar komu fram í hólrana, sem gengur að norðanverðu fram í giiið, sem fellur í Meltúnagjúfri. Hólrani þessi er nýlega farinn að blása upp að ofan, svo moldin er allmjög fokin burtu. Við nákvæmari eptirtekt varð hann þess vís, að þar mundu vera dys eða uppblásnir haugar. Gróf hann þá niður í einni dysinni og fann þar leifar af járni, sem var orðið að ryð- klump og toldi ekki saman; svo sá hann leifar af trje, sem hann hélt að hefði ver- ið spjótskapt, en það var mjög fúið og féll sundur í mola, þegar komið var við það. Tvær eða þrjár perlur mjög smáar fann hann líka og jaxla úr manni. Annað fann hann ekki, en gat ekki leitað vel fyrir klaka. Síðan hefur meira af jarðveginum blásið burtu, svo nú sézt það skýrt, að þarna eru 4 dysir uppi !á hólrananum. Þær eru hlaðnar upp úr grjóti nálægt 37a—4 áln. á lengd og l1/2—2 á breidd og sjást steinalögin ennþá greinilega, þó nú liggi steinarnir að mestu lausir í, eða ofan á moldinni. Grafirnar snúa frá norðri til suðurs og voru tennurnar í norðurenda. Þær eru jafnliliða, en austasta dysin dá- lítið norðar en hinar. Frá eystri vegg austustu dysinnar til vesturveggjar hinn- ar vestustu eru rúmar 20 álnir. Skapt- ártungumeun halda, að þetta sé haugur Grana Gunnarssonar og þeirra félaga, og mun það mjög sennilegt, því það mun koma heim við Njálssögu. Það væri æskilegt, að dys þessi yrði betur rannsökuð af manni, sem gæti gert uppdrátt af henni. Það er allmikið verk að grafa svo í kring og gegn um dysirnar, sem þarf, ef vel á að rannsaka. Séra Jón Bjarnason. 1 ágústnr. „Sam- einingarinnar“, hefur ritstjórinn séra Jón Bjarnason í einhverju ofstækis óráði sykrað blað sitt með dálítilli neðanmáls athugasemd um Þjóðólf og rit- stjórn vora. Eeyndar er ummælum þessum svo varið, að enginn nema illa vaninn og illa „upplýst- ur“ drenghnokki mundi láta sér ]>au um munn fara, en það má }>ó varla minna vera — af því séra J. B. þykist hafa dálítið „nafn“ — en að vér segjum honum hreinskilnisiega, að eins og vér hér heima ekki trúum á óskeikulleik páfans í Kóm, eins tök- um vér ekki heldur mark á sleggjudómum íslenzka patriarkans í Winnipeg, þótt hann sjálfsagt sjálfur hafi þá ímyndun, að hann sé eitthvert voðalegt „autoritet“ á gamla íslandi. Nei, hafi þau áhrif nokkru sinni átt sér stað, þá er svo mikið víst, að þau eru nú engin. Og hversvegna? Einmitt sakir hins frekjufulla ofstækis ritháttar „Sam.“ og hinna hranalegu dómsúrskurða um allt og alla hér heima, er ekki hafa blindandi siglt i kjölfar hennar, eða aðhylizt það yfirskin trúarvandlætingarinnar, sem stýrt hefir penna séra J. B., einnig í þeim málum, er okkert eiga skylt við kirkju og kristindóm. Bitstj. „Sam.“ hefur auðsjáanlega Iangað til, að „Þjóðólfur" gerði þetta álit sitt heyrum kunnugt, þvi að annars mundi hann hafa látið „Þjóðólf“ hlutlausan, þar sem hann hefur alls éklcert til saka unniö við „Sam.“ uema það, að hann hefur látið trúarmál og trúardeilur afskiptalaust. Heyr! Það er vandsetið svo, svo að „patríarkanum“ líki. Vér höfum nfl. jafnan fylgt þeirri frumreglu i blaðinu, að sneiða hjá þrasi um trúarmál, því að það var aldrei ætlun vor að gera Þjóðólf að kirkju- blaði eða að málgagni ákveðinnar stefnu í þá átt, en einmitt það hefur séra J. B. sviðið svo sárt. ------------------ I Hann vill nú endilega fá Þjóðólf til að rífast viO sig í trúarmálum, svo að það geti orðið eitthvað matarbragð að dálkum „Sameiningarinnar“ út úl því, þar eð honum er víst um að gera að „fiska“ ávallt eitthvað nýtt og nýtt þrætuefni til rnunn- gætis. Það er svo leiðinlegt að hamra allt af 4 sömu mönnunum, og þessvegna hefur honum líklega hugkvæmzt sú tilbreyting að egna oss til illdeilu alveg að ástæðulausu, með algerlega tilhæfulausum svigurmælum um hin skaðlegu áhrif Þjóðólfs á kirkju og kristindóm (!!), um gorgeir(!), um ófrelsis- anda (agentarnir?!), um óþroskaðaðan skilning á því, sem „uppi er í tímanum“ (trúarofstæki ?!), auk miður snyrtilegra ummæla um ritstjórn vora, er flestir munu álíta, að ættu betur við hann sem ritstj. „Sam.“ frá sjónarmiði kennimannlegrar kurt- , eisi og kristilegrar hógværðar, sem heldur en ekki vill fara út um þúfur hjá „patríarkanum", þessari andlegu leiðarstjörnu Vestur-íslendinga, sem á að vera þeim til fyrirmyndar í sannkrÍBtilegri hógværð og umburðarlyndi. Nú þykir ritstj. „Sam.“ líklega ástæða til að taka munninn fullan gagnvart „Þjóðólfi“. Sakar- efnið er fundið. En vér hér heima tökum svo sára- lítið tillit til kjarnyrðanna, er oss berast að vestan. Það er orðin venja að lesa þau með einskonar með- aumkvunarbrosi. En samt getum vér ekki stillt oss um, að minna „Sam.“ ritstj. 4 orðtækið: „Skjóttu geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er“, því að það datt oss fyrst i, hug, er vér sáum Þjóðólfs athugasemdina í „Sameiningar sundrungunni“. Ritstj. Utlendir ferðamenn. Það hefur áður í blöðunum verið minnzt á grein nokkra í blaði skemmtiferðafélagsins danska („Dansk Touristforenings Medlemsblad“) áhrærandi ýmislegt, er meðlimum þess félags þótti ábótavant hér á landi á ferð þeirra í sum- ar. í 10. nr. sama blaðs 30. f. m. hefur nú birzt önnur grein löndum vorum til afsökunar og er höfundur hennar P. B. Feilberg, er ferðaðist hér um land 1876 og 1877. Er grein þessi rituð af miklum velvilja til vor og hrósar höf. landinu og og fegurð náttúrunnar m. fl. Hann getur þess og, að ekki verði með nokkurri sann- girni ætlazt til, að allt geti fylgt sömu reglum hér, að því er stundvísi og ná- kvæmni snertir, eins og í öðrum löndum, þar sem menn ferðist með járnbrautarlest, er hljóti að leggja af stað á vissum tíma. Hér sé allt öðru máli að gegna, þar sem leita verði opt að hestunum langar leiðir o. s. frv. Á fylgdarmennina minnist hann einnig, og segir, að ekki megi ætlazt til þess, að þeir séu jafnstimamjúkir við ferða- menn, sem æfðir leiðtogar 1 öðrum lönd- um. Þá minnist liann á reiötygiu og ját- , ar að þeim sé mjög ábótavant — íslencT^ ingur séu hirðulausir með þau —, en get- ur þess þó til málsbóta, að sakir votviðra hér á landi, geti menn ekki gert kröfu til skrautlegra reiðtygja.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.