Þjóðólfur - 17.10.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.10.1893, Blaðsíða 3
195 fc'- — Hann segir ennfremur, að sér liafi þótt leiðinlegt aðsjáþess getið í blaðinu, aðferða- menuirnir hafi verið féflettir, og kveðst ætla, að það stafi af óhunnugleika og misskiln- ingi. Kveðst hann á ferðum sínum bæði á Norðurlandi og Suðurlaudi aldrei hafa haft ástæðu til að segja annað um lands- menn en: „Hafið dýrstu þatyrir fyrir frá- bæra gestrisni og velviidu. Að lokum tekur höf. fram, hve hress- andi og skemmtilegt sé að ferðast hér á landi, en menn geti auðvitað ekki gert . jafnmiklar kröfur til þæginda hér sem annarsstaðar í Evrópu. í athugasemd við grein þessa farast ritstjóra blaðsins þanuig orð: „Vér höf- um með áuægju veitt ofanritaðri „vörn“ rúm í blaðinu og viljum að eins hnýta þeirri athugasemd við hana, að aðfinning- ar vorar í síðasta blaði, sem einnig eru taldar óverulegar, hafa að eins verið gerð- ar íslendingum til nota og ekki af löng- un til að „finna eittlivað að“, og eins og lík- Iega verður nægilega séð bæði af sjálfri ferðasögunni og viðaukagreininni í sam- bandi við hana, er það tilgangur hins danska skemmtiferðafélags að stuðla að því, að ferðamenn leggi leið sína til ís- lands, eins og það á skilið, en til þess að ná því takmarki er óhjákvæmilegt að geta þess, sem ábótavant er og auðveldast er að ráða bót á, en það er eiukum: 1) að nokkrir hestar (hér er auðvitað ekki átt við hesta handa fjölmennum hóp), sem beðið er um með sólarlirings fyrirvara, eins og átti sér stað við það atvik, er vér minntumst á, séu úí- vegaðir nokkurn veginn á vissum tíma, setn hæglega verður gert, einnig 2) að reiðtygin séu viðuuanlega úr garði gerð“. Vonandi er, að landar vorir taki þess- ar bendiiigar til greina og geri sér allt far um að ráða bót á misfellunum, svo að útlendir ferðamenn hænist hingað, því að það gæti orðið landi voru til ómetanlegs hagnaðar. Póstskipið „Laura“ kom hingað að- faranóttina 15. þ. m. Með því komu: Frú Þóra Thoroddsen með dóttur sinni, fröken Kirstín Sveinbjörnsson, Sigfús Eymundsson útflutuingastjóri úr skoðunarferð sinui um ísleudingabyggðir vestra, cand. med. Sig- urður Hjörleifsson, Pétur Hjálmsson stúdent og ungfrú Pálína frá Selfossi. Dáinn er Andreas Friðrih Krieger dr. jur. og geheimetazráð í Kaupmannahöfn (f. 4. okt. 1817) mikill gáfu og skarpleiks- maður- lögfræðiskaudídat með ágætiseink- unn- og einn af helztu þingskörungum Dana. Hann var íslandsráðgjafi um tíma, en eink- um er hann kunnur hér á landi fyrir hinar höfðinglegu bókagjafir til Landsbóka- safnsins og er margt þeirra bóka ágætis- rit. Hann var ókvæntur alla æfi. Þingrof og nýjar kosningar. Með kouungsbjefi 29. f. m. hefur konungur leyst upp alþingi vegna samþykktar á stjórnarskránni í sumar. Með kgsbréfi s. d. eru og fyrirskipaðar almennar kosn- ingar til alþingis til 6 ára dagana 1—10 júní 1894. Lýsing á lífinu vestau liafs eptir ís- lending, er hefur, að því er ráða má, dvalið í Ameríku frá bernskualdri, mun birtast i næsta tölubl. „Þjóðólfs“, og ímyndum vér oss, að lesendum vorum þyki fróðlegt að sjá, hvernig haun lýsir högum landa vorra þar. Ritgerðin birtist með nafni höfund- arins. Skiptapi. 11. þm. fórst bátur með 6 mönnum frá Vörum í G-arði. Varáheim- leið úr Hafnarfirði úr beitifjöru, en veður 108 og leit í allar áttir, en alstaðar sá hann hina geigvæn- Iegu mynd dauðans. „Eg verð að deyja. Hér er ekkert, sem getur frelsað mig, og þó þurfti eg að ljúka við svo margt heima. Vertu sæll, Jens! Fyrirgefðu mér!“ Hann gat ekki sagt meira, því þá lokaði bára munui hans. Jens, sem var ágætur sundmaður, fór nú skjótt úr brókinni og kafaði eptir Páli. „Jeg vil ekki og get ekki lagzt þannig til hinnar hinnstu hvíldar" hugsaði hann. „Enginn hefur skap- raunað mér, eins og Páll. Ef eg dey meðan eg leitast við að frelsa hanu, dey eg með rólegri samvizku“. Hann lagði nú Pál á bak sér og synti með hann til lands. Það var allmikið brim við ströndina. Með- fram höfðanum lá samanhangandi hvítur kragi, sum- staðar geigvænlega breíður. Nálægt þeim stað, þar sem báturinn fórst, skagaði fram úr höfðanum grasi vaxinn hjalli, er brimið við og við þeyttist yfir, en stundum var hann þur. Jens hugfesti sér nú að reyna að koma Páli upp á hjallann. En hann sá þó, að meiri líkindi voru til, að þeir færust báðir, en að þeir kæmust af á þennan hátt, því að þótt þeir jafuvel yrðu svo heppnir að ná þar landi, þá var ekki annað líklegra en að brimið skolaði þeim burt aptur, ef engin hjálp feng- ist bráðlega; en hvaðan átti hún að koma? 105 anum, hjó króknum í höfuðið á flyðrunni og snaraði henni svo inn í bátinn. Félagar hans gutu til hans hornauga, en mæltu ekki orð frá munni. Þessi þögn sveið honum mjög, því hann fann glöggt, að hið fyrra álit þeirra á houum var farið. Áður höfðu þeir æpt af gleði, er slíkur dráttur hlotnaðist einhverjum þeirra. Smátt og smátt fóru þeir nú að draga fiskinn og önglarnir voru ýmist á lopti eða í sjó. Nú höfðu þeir setið hér um bil 5 klukkustundir og voru búnir að hlaða. En ógn voru þeir þegjandalegir í dag. Enginn mælti orð við Jens og hann var líka þögull og í þungu skapi. Straumurinn hafði nú margsinnis rekið bátinn af miðinu og formaðurinn talaði um, að reyna að róa þang- að enu einu sinni. Þá talaði Jens í fyrsta sinni og sagði, að ráðlegast mundi að róa heim, þvi að báturinn gæti ekki borið meira og það liti út fyrir óveður innan skamms. Þeir voru nú að bollaleggja þetta stundar* korn, en réðu svo af að halda heim. / Það tók að hvessa og veðrið versnaði æ meir bg meir. Þeir undu þá upp segl og stýrðu heimleiðis. En þeir óttuðust allir, að hann hvessti meir, því þeim var mjög sárt um að missa fiskiun sinn; sjómönnum þykir ekki gott að varpa honurn í sjóinn aptur. En því ver rauk hann upp með undrannklum hraða á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.