Þjóðólfur - 17.10.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.10.1893, Blaðsíða 4
196 var hvasst, og sáu menn úr landi, að bát- urinn fórst úti fyrir Gufuskálum. Fréttapistill af Suðurnesjum 8. okt.: „Héðan fát.t tíðinda. Allgott hljóð í mönnura nú eptir þetta góða flskiár, skuldir hafa minnkað nokk- uð og aimennur áhugi er vaknaður að komast úr þeim. Kanpfélagið var með fjörugasta móti; það sendi yfir 1000 skpd. af smáfiski til Ítalíu. Verð- lag miklu betra í félaginu en verzlunum. Margir hafa birgt sig vel af salti og þykir það mjög áríð- andi, því saltið hefur ollað stórskuldum og skuld- bindingum. — Tún voru hér með bezta móti í sum- ar; það er líka farið að byrja að girða túnin á stöku bæjum, svo þau eru tvíslegin; jörðin er hér mjög frjósöm og áburður nægur, sem míkill glat- ast. — Heilbrigði er með bezta móti. — Goodtempl- arfélögin i Garðinum, Keflavik og Miðnesinu halda áfram með góðu lífi og ganga nú ýmsir inn, eins og siður er til á haustin, þegar menn hafa hresst sig í kaupavinnunni um sumartímann. Það má segja, að öll ofdrykkja sé horfin úr þessum byggðar- lögum, það er að eins einstöku eptirlegukind, sem heldur gamla vananum. — Skólarnir í Garðinum og Keflavík byrjuðu um mánaðamótin. í þetta skipti eru um 30 börn á barnaskólanum á Útskálum, en 16—20 á skólanum í Keflavík. — Fiskiafli fremur lítill. Dað hefur gengið lengi norðangarður, síðan hefur einu sinni verið komið á sjó og fiskaðist iítið. Ekki er laust, við, að beri á smástuldum, sem held- ur fara í vöxt. Pað vill víða við brenna, þegar fer að dimma nóttina. — Sjaldan eða aldrei fyrri hafa jafnmiklir fjárrekstrar komið hingað á suður- kjálkann ofan úr sveit, sem nú í haust. Skurðar- fé þetta hefur verið mest austan yfir Þjórsá, frem- ur rýrt og tuskulegt. Það hefur þó gengið allt út“. Nýtt Stafrófskver eptir Eirík Briem fsest hjá öllum bóksölum. Kost- ar 25 aura. 429 Sigurður Kristjánsson. Hýprentað: Búnaðarrit Hermanns Jónassonar. Sjöunda ár. Kostar 1,50 og fæst hjá öllum bóksölum 430 Sigurður Kristjánsson. Kartöílur, epli, laukur, vínber og ýmisl. kramvara, kom nú með „Laura“ í 431 verzlun Sturlu Jónssonar. Peningabudda með rúmum 100 kr. í týnd- ist 12. okt. á leiðinni frá Lækjarbotnum niður að Árbæ. Finnandi er beðinn að skila henni nnnað- hvort á skrifstofu „Þjóðólfs“ eða til ívars Sigurðs- sonar borgara á Stokkseyri gegn fundarlaunum. Fiöur fæst í verzlun 432 Sturlu Jónssonar. Þakkarávarp. Öllum þeim, er tóku mann- kærleikslega hluttekningu í sorg minni við fráfall mins elskulega eiginmanns Andrésar JónaBsonar (er andaðist hér á heimili okkar 1. oktbr. næstl. eptir tveggja daga miklar þjáningar, og var fluttur hing- að veikur sjóleiðis austan af Seyðisfirði) votta eg mitt innilegt þakklæti, einkum og sér i lagi heið- urshjónunum Þorsteini Guðmundssyni verzlunar- manni og konu hans Kristinu Gestsdóttur, sem Btóðu fyrir útförinni og gáfu mér alla þá fyrirhöfn ásamt líkmannskaupi og fleiru; þar næst samverka- og samfylgdarmönnum hins látna, sem voru líkmenn að honum og tóku enga borgun fyrir, og Bem einnig veittu honum alla mögulega hjálp á leið- inni hingað. Alla þessa ásamt fleirum, er hug- hreystu mig og aðstoðuðu á mínum sorgarstundum og sýndu mér hluttekningu með nærveru sinni við jarðarförina, bið eg góðan guð að hugga og gleðja, þá þeir helzt við þurfa. Reykjavik 13. október 1893. 433 Elízabet Magnúsdóttir. Hin stærsta, bezta og ódýrasta skógerða-vinnustofa hér á landi er hjá Haíni Signrössyni skósmiö í Reykjavík. Allt er afhent, bæði nýir skór og við- gerð á skóm, 1—2 dögum eptir að pant- anirnar koma á vinnustofuna. 444 Eigandi og ábyrgDarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagspreutsmiðjan 106 Jens hafði orðið að hætta við formennskuna og gat því ekki sagt fyrir. Með mestu hógværð stakk hann samt upp á því, að afhöfða fiskinn eða kasta nokkru af hon- um útbyrðis. „Ertu hræddur Jens?“ sagði hinn nýi formaður og hló hæðnislega. Jens sótroðnaði; varir hans titruðu og var sem eld ur brynni úr augum hans. Enginn af skipverjunum hafði fyr séð þessum hægláta manni bregða þannig. „Jeg held að enginn geti sagt um mig, að eg sé hræddur“, sagði hann og reyndi að stilla sig. E>að var kornið ofsaveður og sjórinn ýfðist. Nú brunuðu holskeflurnar áfram hvítfyssandi, þar sem sjór- inn hafði verið svo spegilsléttur um morguninn. Bátn- um miðaði vel áfram, þótt hann hossaðist upp og niður á öldunum. Fyrir framan stafninn gnæfði ákaflega stór höfði, góðkunningi allra á bátnum, er opt hafði gætt þeim með lundum, langvíum og álkura. Hann stóð þarna sem stór jötunn á verði og varði fjörðinn, sem lá innar, fyrir ofviðri og ölduróti. Höfðinn var alvarlegur útlits, einkum í dag; hann gnæfði þráðbeint upp í loptið, níu hundruð feta hár. Það var mesta furða, að fuglunum skyldi hafa tekizt að byggja þessa sléttu framhlið, er vissi út að sjónum, þar sem engar syllur voru nema rétt allra neðst. 107 Nú átti báturinn mjög skammt. eptir að höfðanum. Páll stýrði honum með gætni, því reynslan hafði kennt honum, að þetta svæði var hættulegast, en kæmist hann upp að höfðanum, var veiðinni borgið. Það hafði komizt allmikill sjór inn í bátinn og komust fiskarnir við það á flot og fóru að synda fram og aptur í bátnum. Einn sjómaðurinn hélt þó á austur- troginu og var önnum kafinn að ausa. En allt í einu varð öllum mjög hverft. Geysistór gínandi alda reis upp úr djúpinu og nálgaðist bátinn með undra hraða. Páll sneri honum nú á svipstundu þannig, að aldan hlaut að fara yfir apturstafninn, en ekki yfir hliðina. Aldan var nú orðin geysihá og æddi hvítfyssandi á eptir bátnum, eins og hana sárlangaði til að ná í hann. Og það stóð heima, að hún náði honum og réðst nú á hann af alefli. Að vörmu spori sást seglið og endrum og sinnum mannshöfuð mæna upp úr hinu hvíta haflöðri. Svo hvarf aleg báturinn og skipshöfnin. Einstöku dauðir fiskar flutu hér og hvar á haffletinum; þá skaut upp tveimur skipverjum, Páli og Jens. Stórar vatns- gusur runnu af vitum þeirra beggja. Páll reyndi til að bjarga sér með handleggjum og fótum, en það var auðséð, að hann var ekki vanur að hreyfa sig í sjónum. Hann gægðist inn að höfðanum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.