Þjóðólfur - 27.10.1893, Side 2
202
hinna forsjálli manna, sem iízt hálf-illa á
útlitið, enda er ekki gott að segja, hvar
slíkt lendir. Úlfúð og flokkadráttur er
aldrei góðs viti í mannfélaginu.
Sambandsþing er lialdið í Ottawa ár-
lega, og skiptist í efri og neðri deild.
Efrideildar þingmenn eru 68, og eru kjörnir
æfilangt; fyrir hverja þingsetu fá þeir í
laun 1000 doll. hver, og 10 ceuts fyrir
hverja mílu báðar leiðir, sem þeir fara til
að komast á þing. Þingmenn í neðri deild
eru 218, og eru kjörnir tii fjögra ára-
Laun þeirra eru hin sömu og þingmanna
í efri deild.
Landstjóri er tilnefndur af Bretastjórn
og er settur til fjögra ára. Canada borg-
ar þeim landeyðum 50 þúsund dollars á
ári fyrir að gera ekki neitt; og svo í
þokkabót er það siður æfinlega, þegar
landstjóra skipti verða, að Canada sendir
skip til Englands til að sækja landstjóra
og hyski haus, og kostar það í hvert skipti
30—40 þús. dollars.
Af trúarflokkum í ríkinu eru þessir
fjölmennastir: Katólskir 1,990,465. Meþod-
istar 847,469. Presbyterianar 755,199. Og
svo eru margar smákirkjudeildir. Lúters-
trúarmenn í ríkinu eru taldir 63,979.
Af málum þeim, sem nú eru á dagskrá
meðal íslendinga hér vestra, er skólamál
kirkjufélagsins eflaust hið stærsta og merk-
asta. Má vera, að fyrirtækið sé allnauð-
synlegt fyrir framtíð íslendinga í landi
þessu, en hvort sem heidur er, þá er það
fyllilega komið í ljós, að það hefur lítið
fylgi hjá alþýðu; væri svo, þá mundu
samskotin til þess ganga greiðlegar, en þau
gera. Auðvitað er, að efni manua leyfa ekki
stórgjafir, en „mikið má ef vel vill“ og allir
leggjast á eitt,ogsýnduMatthíasar samskotin
það ljósast, hvað fólk getur, þegar það vill.
Bændum finnst, að á meðan kringumstæð-
urnar eru örðugar, og þeir verða að hafa
allan hugann við að vinna sér og sínum
fyrir sóma8amlegu lífsviðurværi, og reyna
að minnka skuldirnar, hafi þeir ekki efni
á að styrkja slík mál, svo neinu nemi. Og
í öðru lagi munu allmargir, sem eiga bágt
með að sjá nytsemi slíks fyrirtækis, og
finnst jafnvel þarfara, að hinir yngri menn
geugju á búnaðarskóla og lærðu búnað,
þar sem Iiggur í augum uppi, að land-
búnaðurinn verður undirstaðan undir fram-
tíð og vellíðan manna hér vestra, og að
bæði prestar, kaupmenn, biaðamenn, og all-
ar aðrar smá-landeyður, lifa á bóndanum.
ísleuzk alþýða er sein til nýbrigða, og
þaufast sér áfram, og láti hún sér ekki
skiljast nytsemi einhvers máls, þá er þýð-
ingarlaust, þó verið sé að hamra því í
hausamótin á henni til dójnsdags. Sýnt
þykir þó, að takist það, að koma skóla
þessum upp, þá sé kirkjufélagið um laið
komið á fastari grundvöll en áður. Þetta
sjá mótstöðumenn félagsins, og berjast því
með hnúum og hnefum gegn fyrirtækinu.
Og flokkur mótstöðumannanna er fjölmenn-
ur og harðsnúinn; fyllir þann hópinn flest
hið yngra fólk, eu Jón ritstjóri Ólafssou
stendur fyrir framan liópinn, og hamrar
með berum hnúum á skólamálinu og
kirkjumönnum. í þeim hóp þykir hann
eini maðuriun, sem nokkuð kveður að. En
hinir stauda allvel að vígi. Þeir hafa
„Sameininguna“, „Lögberg11 og „Yilhelm“
til mótvarnar, og er þreuning sú allt ann-
að en velviljuð Jóni. Svo gengur of-
stæki fiokkanna laugt, að það virðist sem
hvorugur flokkurinn geti séð nokkuð nýti-
legt í fari hins. Blöðunum hér má við-
bregða fyrir deilur þeirra og þrætur. Það
virðist að vera svipað eðli þeirra, eins og
púkans, sem var í fjósinu hjá Sæmundi
presti fróða, og gat ekki lifað á öðru en
naggi og illyrðum. En af þessum sífeldu
deilum þeirra leiðir það, að margir hafa
þau í litlu áliti, sérstaklega þeir menn,
sem alizt liafa upp hér í landi, og kynnzt
ágætum blöðum og tímaritum, sem bjóða
kaupendum sínum allt annað en enda-
lausar deilur. (Niðurl. næst).
Óaldarbragur. Á hverju hausti hef-
ur allmikið borið á þjófnaði hér í bænum
og sjaldan eða aldrei komizt upp, því að
engin gangskör hefur verið gerð af hálfu
lögreglunnar til að leita uppi hina seku,
enda hefur afleiðingin af þessu afskipta-
leysi orðið sú, að nú lítur helzt út fyrir, að
félag hafi myndazt hér í bænum til að
gera þjófnað að reglulegri atvinnu, þá er nótt
tekur að dimma á haustin og þetta fram
yfir nýárið eða um þann tíma, sem myrkr-
ið bezt gætir manna og minnsta atvinnu
er að fá. Svo mikið er víst, að fleiri en
einn hafa verið um það að brjóta útiliús
í Landakoti og stela þaðan hér um bil
4—5 klyfjum af reyktu kjöti. Mælt er
að bæjarfógeti hafi færzt uudan að raun-
saka nokkuð þennan stuld í Landakoti,
er þess var farið á leit við liann.
Um þessar mundir hafa einnig hér í
bænum verið sagðar ýmsar sögur um rán
og árásir, er einstakir menn hafi orðið
fyrir af grímuklæddum mönnum og eflaust
miklu logið um það, svo að naumast mun
hægt að trúa því að öllu, en ef til vill
er þó eitthvað hæft í sumu, og finnst oss
að það sé skylda bæjarfógetans að halda
próf yfir þeim mönnum, er þykjast hafá
orðið fyrir þessum árásum, svo að það
komi í ljós, hvort þessar sögur, er { r
eða aðrir breiða út, séu á nokkrum rök”^
byggðar. Þá er lögreglan ekki ...
neitt á sér bera, þá er eðlilegt, að alls
konar óaldarháttur og óráðvendni færist
í vöxt. Menn ganga upp i þeirri dul-
unni, að þjófnaði og strákapörum er ekki
sinnt og verða æ djarfari og djarfari,
einmitt undir haudarjaðrinum á lögregl-
unni. Það verður að taka hér eitthvað
alvarlega í taumana, til þess að láta menn
komast að raun um, að hér sé þó til ein-
hver lögreglustjórn.
Undan Jökli er ritað 13. þ. m.: „Hér
sýnist fíest liggja í dái, nema hin algengu
störf, sem hin dagiega þörf krefur og því
eru alveg óhjákvæmileg, hve sterkur vilji
sem kannske væri til að láta þau ógerð.
Hinn litli framfara-andi, sem fyrir nokkr-
um árum sýndist vaknaður hér, virðist n;
að slokkna út aptur, og er mjög sorglegl
til þess að vita, en að líkindum mun það
því að kenna, að hið andstæða árferði hjá
oss Jöklurum í fyrra mun hafa dregið
kjark og framkvæmdarhug úr almenuingi“.
Ísaílrði 15. okt.: „Héðan fremur fátt
að frétta. Björn sýslumaður er enn ókom-
inn, en væntanlegur hvern daginn úr þessu;
óvíst enn, hve marga Lárus muni lög-
sækja; sem stendur allt með friði og spekt
í héraði. — Nýja blaðið ekki komið út
enn. — Ritstjóri ísafoldar hefur gefið Grími
Jónssyni barnakennara umboð til að höfða
4 meiðyrðamál gegn Skúla Thoroddsen, en
mælt er, að Skúli ætli aptur á móti að
höfða jafnmörg gegn ritstj. ísaf.
Hér við Djúpið hefur í haust aflazt
allvel af sild í lagnet og þorskafli verið
mikið góður. Á Snæfjallaströndinni má
heita, að verið hafi laudburður af fiski.
Kjötverð á ísafirði er nú 16—20 au. pd.
eptir gæðum, en mör á 30—35 a.“
Austur-Skaptafellssýslu 8. okt.: „Sum-
artíðin hefur verið ágæt. Heyafli góður og mjög
vel fenginn. Oarðávöxtur í bezta lagi. Sauðfé lít-
ur vel út tii frálags. Eggert Benediktsson á Papóe
hélt markaði í Öræfum, Suðursveit og Mýrum sein-
ast í sept. og fékk um 1000 fjár i þeim sveitum*
Verðið hér um bil þetta: ær 6—7 kr., veturgamalt
eins, sauðir frá 9—12 kr. Fyrir löngu er allsluust.
á Papós. Von er á Bkipi þangað frá Höfn mpð
vörur, og eru menn orðnir smeikir við, hvað Bein
það kemur. — 30. sept. var haldinn héraðsfundu
í Bjarnanesi. Mættu þar allir preBtar og sóknai