Þjóðólfur - 08.12.1893, Blaðsíða 2
226
1855 flutti Eiuar sig að Nesi í Höfða-
hverfi og bjó þar upp frá því samfleytt
38 ár. Margréti konu sína missti hann
1863 og höfðu þau átt saman 2 sonu:
G-unnar kaupmann á Hjalteyri og Guttorm
bónda á Ósi. 1868 kvæutist Einar í ann-
að sinn Eiísabetu, dóttur merkisbóndans
Sigurðar Jónssonar í Möðrudal. — Á þjóð
hátíðinni 1874 sæmdi konungur hann heið-
ursmerki dannebrogsmanna.
Einar Ásmundsson var fyrirmynd ann-
ara að fyrirhyggju og framkvæmdum í
búnaði; bætti hann mjög ábúðar- og eign-
arjörð síua, kom þar upp æðarvarpi með
allmiklum kostnaði og hýsti prýðilega;
varð þó fyrir því stórtjóni, að tvívegis
brunnu ibúðarhús hans, stór og vönduð
timburhús, með miklum fjármunum og allt
óvátryggt, Samt sem áður jukust efni
hans jafnan, enda skorti eigi dugnað og
hagsýni. Hann var aðalhvatamaður að
ýmsum framfarafyrirtækjum í sveit sinni,
stofnaði meðal annars framfara eða bún-
aðarfélag Grýtubakkahrepps, lestrarfélag
og sparisjóð, og átti mikinn þátt í stofnun
alþýðuskóia, er fyrst var í Laufási og
síðar í Hléskógum. í stjórnarnefud Gránu-
félagsins var hanu og all-lengi. Mega
Höfðhverfingar mjög sakna hans úr sveit-
arfélaginu, því að í þeirra þarfir vann
hann lengst og mest, enda munu þeir
seint fá jafnþarfan og jafnfjölhæfan sveit-
arhöfðingja, sem hann var.
Auk héraðsmála tók Einar mikinn þátt
í opinberum málum og voru konum ýmsar
mikilvægar sýslanir á kendur faldar. Hann
sat í amtsráði Norður- og Austuramtsins
frá upphafi og var jafnan endurkosinn.
Hann var ennfremur hinn eini bóndí, sem
var valinn í brauðaskipunarnefndina. Hann
sat á þingi sem þingmaður Eyfirðinga á
6 fyrstu löggjafarþingunum (1875—85), og
nú aptur á síðasta þingi sem þingmaður
Suður-Þingeyinga. Þótti hann jafnan koma
mjög frjálslega fram, en þó stillilega, enda
voru tillögur hans jafnan mikils metnar.
Ræður hans voru einkennilega ljóst og
skipulega hugsaðar og lausar við allt mál-
skrúð og tihlur. Munu fáir þingmenn hafa
meir vandað ræður sínar eða rækilegar
íhugað málin en hann. Jafnvel nú á síð-
asta þingi, þá er kraptar hans voru mjög
teknir að þverra og mikill heyruarsljóleiki
bægði honum frá að taka lifandi þátt í
umræðunum, var samt jafnan hlustað á
ræður hans með eptirtekt og ráða hans
leitað í mikilvægum málum af samþingis-
mönnum hans. Það var eins og allir bæru
virðingu fyrir hinum vitra bændaöldungi,
jafnt tignir sem ótignir, og er það all-
sjaldgæft um menn í bændastétt.
Við ritstörf fékkst Einar allmikið um
miðbik æfi sinnar og jafnvel fram á síð-
uatu ár. Um 1870 samdi hann ritgerð
merkilega „Um framfarir íslands“ og hlaut
verðlaun fyrir. Hann hafði og mikil af-
skipti af blaðinu „Fróða“ fyrstu 4—5 árin,
og var enda ritstjóri þess um tíma, þótt
þess væri ekki getið opinberlega. Hefur
hann ritað ýmsar fróðlegar og markverðar
hugvekjur um landsmál o. fl. í það blað,
auk margra ritgerða í „Norðanfara“, allt
mjög vel ritað.
Meðal annara framkvæmda hans, sem
vér getum reyndar ekki beinlínis talið
houum til gildis, var það, að hann var
fyrsti hvatamaður að því, að menn tóku
að flytja héðan af landi burt um 1870,
reyndar ekki til Kanada, heldur til Brasilíu.
Að vísu varð ekki mikið úr þeim útflutn-
ingi þangað, en hreyfingin var vöknuð og
hefur síðan færzt stöðugt í vöxt, eins og kunn-
ugt er. Hann hefur eflaust ekki athugað
það í fyrstu, að afleiðíngarnar af þessu
fyrsta spori mundu verða svo miklar og
viðtækar, sem síðar hefur reynzt, enda er
svo mikið víst, að á síðari árum mun
hann alls ekki hafa verið hlynntur hinum
miklu útflutningum til Norður-Ameríku.
Af óskólagengnum mönnum var Einar
eflaust betur að sér, en nokkur annar ís-
lendingur, sem nú er uppi; segja það á-
reiðanlegir menn, að hann hafi talað og
ritað öll höfuðmál Norðurálfunnar, ensku,
þýzku og frakknesku, auk Norðurlanda-
mála, og jafnvel skilið allmikið í latínu,
ítölsku, spönsku og portúgisku, og allt
þetta hafði hann numið tilsagnarlaust.
Það er einnig sagt, að þegar hinn katólski
prestur Boudoin fyrst hitti Einar, hafi
hann furðað sig stórum á því, að hitta
svo menntaðan og fjölfróðan bónda á út-
kjálka landsins.
Yfirhöfuð var Einar sómi sinnar stétt-
ar og prýði sveitar sinnar. Gáfur hans
voru ekki að eins miklar og fjölhæfar,
heldur einnig mjög farsælar. Hann var
þéttur í lund og fasttækur og lét lítt hlut
sinn við hvern sem var að skipta. Hann
var kurteis í framgöngu og yfirlætislaus,
fremur lítill vexti og ekki mikilfenglegur
sýnum, en djúphygginn og nokkuð dulur
á svip og lét ekki allt uppi, er honum bjó
í brjósti.
Óskandi væri, að land vort ætti marga
bændur jafnsnjalla honum að vitsmunum,
dugnaði og kagsýni.
Brukknun. Árni bóndi Einarsson,
sem lengi hafði búið í Grænumýrartungu
í Hrútafirði (neðan við Holtavörðuheiði)
og mörgum ferðamanni mun kunnur,
drukknaði að kveldi hins 18. f. m. í sí)d
nokkru niður undan Melum. Hann var
á heimleið frá Borðeyri. Hesturinn fórst
með honum.
Júlíus Havsteen, amtmaður nyrðra,
hefur verið skipaður amtmaður í suður-
og vesturamtinu frá 1. júli 1894.
Sigurður Briem cand. polit. hefur ver-
ið settur sýslumaður í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu frá 1. þ. m.
Alþingistíðindin. A-deildin (umræður
í efri deild og sameinuðu þingi) er full-
prentuð fyrir skömmu, alls 61 örk. Af
B-deildinni munu nú vera prentaðar um
120 arkir.
Misprentað er í nokkrum eintökum af síð-
asta blaði í greininni:; „Ný lög“ ártölin við fjár-
lögin, sem eiga að vera 1894 og 1896. Þar gleymd-
ist og að minnast konungsstaðfeatingar á fjárauka-
lögunum fyrir árin 1892 og 1893.
í kvæði mínu „Dauðastuudin“ hef eg orðið
var við þessar prentvillur:
Bls. 34„ þá fyrir þó
— 3818 neðan — meðan
— 41° heiftir — heiftin
- 434 þá — þó
— 48® rnínar — mína
— 48,3 um — enn
— 52' beztur — bestur
— 52° á — í
Kaupmannahöfn 8. nóv. 1893.
Bjarni Jónsson.
Whisky, Portvín, Champagnevín,
Cap Vin (Vin d’Afrique), Cognac,
Rom, Messuvín
fæst í vcrzlun Sturlu Jónssonar.
Kartöflur fást í verzlun
J. P. T. Bryde’s.
Arinbj. Sveinbjarnarson
bókbindari
tekur bækur til bands og heptingar með
sanngjörnu verði.
Bækur gyltar í sniðum, ef æskt er.
Vinnustofa: Skðlastræti 3.
Citronolía og gerpúlver fæst í
verzlun Sturlu Jónssonar.
1-2000 smáar blikkdósir
kaupir Bafn Sigurðsson. 616