Þjóðólfur - 08.12.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 08.12.1893, Blaðsíða 4
228 1 H. TH. A. THOMSEN3 verzlun fást allar tegnndir af Kornvöru, þar að auki skepnufóður, svo sem: Maismjöl, Hveitiklíð, Hafrar og Bygg. Kartöflur, Kokos-hnetur, Para-hnetur, Vald-hnetur, Hassel-hnetur, Konfekt-brjóstsykur, Konfekt-rúsínur, Krak-möndlur, Döðlur og „kandiseraðir“ Ávextir. Jólakerti Spil og Tarok-spil. Miklar birgðir af Nýlenduvörum, Kryddvörum, Niðursoðnu Kjöti og Piski, Aldinum, Syltetaui og Ávaxtalegi. Miklar birgðir af Vínum og öðru Áfengi; þar á meðal hið alþekkta Encore Whisky. Af hinu mikla Vindla-safni skal einkum geta margra tegunda í smá-kössum með 25 vindlum í, hentugum til jólagjafa. Nýkomið mikið úrval af frönsku og dönsku „Parfume11 með margbreyttu verði. Oturskinnshúfur og Kastor-hattar auk mikilla birgða af vetrarhúfum, linum og hörðum höttum. Reform Axlabönd, viðurkennd um allan heim, sem hin beztu og þægilegustu. Regnhlífar, Skinn-xnúifur, Skinnkragar og mikið af nýkominni Álnavöru. StÓF jóla-bazar verður hafður í sérstöku herbergi, og verður þar að fá marga smáa, fáséða og nytsama muni og þó ódýra, hentuga í jólagjafir; þar á meðal mjög mikið af leikfangi, og „mekaniskar" rnyndir, alveg sérstakar í sinni röð. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Horsteinsson, cand. theol. — Pélagsprentsmiðjan. 126 127 „Sagði bróðir minn þér ekki, að mín væri hingað von í kveld? Eg var búinn að lofa því, að koma í kveld“. „Nei, hann hefur ekki nefnt það á nafn. Nú skil eg!“ sagði frúin og klappaði saman höndunum. „Hann hefur ætlað, að láta þetta koma eins flatt upp á mig, eins og það gerði. Einmitt þess vegna kefur hann farið að heiman í kveld, og bað mig að vaka eptir sér, hann er þó ekki vanur að biðja mig þess. Svona hefur hann leikið á mig. Hann veit, að allt þægilegt verður hálfu þægilegra, ef það kemur að óvöru fram. Þetta skal eg launa í sömu mynt. En þú verður að hjálpa mér til þess. Eg ætla ekki að láta hann vita, að þú ert kom- inn, fyr en í fyrra málið“. * Þetta þótti báðum þjóðráð. En til þess það skyldi heppnast, varð Vilhjálmur að fylgja frúnni upp á lopt, svo hann yrði ekki á vegi bróður sins, ef hann kæmi heim bráðlega. Uppi voru „meubleruð“ herbergi, sem leigjandi hafði flutt úr sama daginn. Þar bar frúin kveldverð á borð fyrir hann, og Vilhjálmur mundi ekki eptir því, að hann hefði nokkru sinni áður haft jafn- góða matarly8t. Hann borðaði fullkomlega tveggja manna kvöldverð. Þau spauguðu og hlógu að því, hvernig þau léku á manninn og bróðurinn. Og svo ræddu þau um hjúskap og búskap, veður og árferði, heilsufar og þjóð- háttu, trúfræði og heimspeki, og allt mögulegt, annað en sig sjálf eða ættingja þeirra; hvorugt minntist með einu orði á yfirstandandi né liðna tíð sína, eða ættingja sinna. Þegar Vilhjálmur var rnettur lieyrði frúin, að maður hennar kom, og fiýtti hún sér því að vísa Vil- hjálmi til svefnherbergis, og fór svo. Þegar Vilhjálmur var orðinn einn, fór hann að hugsa um, að mágkona sín væri mikið ólík því, sem sér hefði verið frá sagt. Hann hafði allt af hugsað sér hana eins og nokkurs konar blómlausa jurt, með hálfvisnum blöðum, sem einu sinni hefði verið forkunnar fögur. Hann vissi, að heilsa hennar hafði verið mjög veik um mörg ár, og var það þegar hann vissi seinast til. Honum sýndist þessi kona ekki á nokkurn hátt líkjast hugmyndinni um mágkonu hans, eða ljósmyndinni, sem hann átti af henni. Allir höfðu lokið upp sama munni um það, að mágkona hans væri mjög fáfróð, og sumir sögðu reglulega heimsk. Lit- urinn og • auðurinn hafði tengt hana við bróður hans með hjúskaparhnappheldu. Svona höfðu allir. sagt Vil- hjálmi frá, og jafnvel bróðir hans líka. En hvað þeir höfðu allir verið samhuga um það, að gera lítið úr þessari þreklegu, sællegu og gáfuðu konu, sem lýsti því á all- an hátt, að hún geymdi sterka sál í heilbrigðum og sterkum líkama. Vilhjálmur gat ekki skilið neitt sam- hengi í þessu, en þreytti sig samt ekki lengi með um-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.