Þjóðólfur - 05.01.1894, Blaðsíða 4
4
öðrum óbeðið. Pað verður þannig eigi álitið, að
Bönnun aé fram komin gegn pví, að svo hafi farið
að öllu um bókun á umræddum manntalsþingum,
sem ákærði hefur frá skýrt, og verður hann því
eigi sakaður um ranga bókun á gerðum þinga
þessara. Dað verður heldur eigi eptir því sem á
stóð talið ákærða til áfellis, að hann bókaði um-
rædd þinghöld á laus blöð, en hann átti við inn-
færslu i dómsmálabókina að láta sjást, að það,
sem þar var ritað, væri eptirrit, og sömuleiðis
hefði hann átt að fá blöðin, er þinghöldin voru
rituð á, löggilt af yfirboðurum sínum eptir á, eins
og venja er til í líkum tilfellum, og hefur ákærði
sýnt vanrækslu í þessu hvorutveggju, en einkum
ber þð að telja það vítavert skeytingarleysi af
ákærða. hve lítið eptirlit hann virðist hafa haft
með því á hér um ræddum þingum, að undirskript-
ir vottanna færu fram með reglu, en af þessu
eptirlitsleysi hefur leitt, að 2 menn hafa undir-
skrifað á þinginu i Snæfjallahreppi, sem eigi voru
þingvottar, annar manntalsbókina, en hinn sjálft
þinghaldið, en hinir réttu vottar aptur eigi skrifað
undir.
VIII. Loks hefur ákærði verið grunaður um
að hafa sýnt hlutdrægni sem skiptaráðandi í
meðferð sinni á þrotabúi „Prentfélags ísfirðinga11,
svo og fyrir ranga bókun á skiptaréttarhöldum i
búi þessu.
Að því er í þessu tilliti snertir skiptaréttar-
haldið 24. marz 1891 og úrskurð ákærða, er þá
var uppkveðinn samkvæmt kröfu fjögra skuidar-
eigenda um, að Prentfélagið skyldi tekið til skipta-
meðferðar sem þrotabú, þá er engin sönnun fram
komin fyrir því, að ákærði hafi átt h!ut í skuld
þeirri, er félagið var gert gjaldþrota fyrir, eða
nokkra aðra skuld á hendur félaginu, og heldur
eigi, að hann hafi verið á annan hátt svo bendl-
aður við málið, að ástæða sé tíl að ætla, að af-
skipti hans af málinu og sérstaklega úrskurðurinn
um þrotabúsmeðferð á eigura prentfélagsins, þó að
úrskurði þessurn kynni að þykja í einhverju tilliti
ábótavant, mnni hafa stjórnazt af hlutdrægnisleg-
um hvötum, og þó að tveir af þeim, er heimtuðu
gjaldþrotaskipti á eigum félagsins hafi borið það
fram fyrir rétti, að félagið hafi verið gert gjald-
þrota til þess að hafa not prentsmiðju þess við
útgáfu blaðsins „Pjóðviljinn", sem ákærði virðist
hafa haft nokkur afskipti af, þá er framburður
þessi svo óákveðinn um það, hverjir hafi haft
nefndan tilgang — og vitnin þó eigi spurð ná-
kvæmara út í það, eða þau borin saman við ákærða
um það — að ekkert verður á honum byggt ákærða
til áfellis, enda hafa þeir hinir sömu menn gefið
yfirlýsingu um það síðar, sem lögð hefur verið
fyrir yfirrétt af ákærða, að þeir hafi eigi átt við
neinar persónulegar hvatir eða tilgang hjá ákærða
með greindum framburði sínum. Pað er heldur
eigi nein sönnun fram komin fyrir því, að ákærði
hafi eigi í fyrgreindu skiptaréttarhaldi 24. marz
1891 getið þess í réttinum, eins og bókað er í
skiptabókinni, að partur hans í skuld þeirri, er
tilefni gaf til gjaldþrotsins, væri orðin eign annars
tilgreinds manns, og það verður ekkert á því
byggt, þó að annar sá, er var réttarvottur í það
skipti, og maður, er var viðstaddur réttarhaldíð í
öðru skyni, hafi borið, að þeir hafi eigi heyrt nefnda
yfirlýsingu skiptaráðanda (ákærða), þegar litið er
til þess, hve óljóst þeir muna annað, er framfór
þá í réttinum, enda voru liðin full 2 ár frá réttar-
haldinu, er þeir voru yfirheyrðir um þetta. Menn
þessir hafa einnig síðar í yfirlýsingum, er fram
hafa komið fyrir yfirdómi, lýst því yfir, að þeir
hafi eigi með téðum framburði sínum viljað láta i
ljósi annað eða meira, en að þeir hafi ekkert mun-
að um greint atriði.
Þá álítur undirdómarinn, að ákærði hafi (visvit-
andi) bökað ranglega í skiptaréttarhaldi í þrotabúi
prentfélagsins 28. okt. 1891, að skuldasölusamn-
ingur um útistandandi skuldir prentfélagsins, sem
gerður hafði verið nokkru áður af skiptaráðanda
að áskildu samþykki skiptafundar, hafi verið borinn
undir samþykki skuldheimtumanna prentfélagsins,
er mættir voru, en það virðist eigi vera næg á-
stæða til að álykta svo, þð að nokkra af þeim,
er viðstaddir voru rét.tarhald þetta, hafi minnt, er
þeir voru yfirheyrðir um það 1V2 ári síðar, að um
skuldainnheimtusamning en ekki skuldasölusamn-
ing hafi verið að ræða á skiptafundi þessuin, og
það þvi síður, sem flestir þeirra hafa óljóst mun-
að, hvað gerðist á skiptafundinum og sumir tekið
fram, að þeir ekkert myndu um innihald samnings-
ins, en hann er einmitt í skiptabókinni nefndur
nauðsynleg ráðstöfun til innheimtu á skuldum
prentfélagsins. Einnig hafa allir þeir, er undir
réttarhaldinu standa, kannaBt við nöfn sín undir
því, og ýmsir þeirra sérstaklega tekið fram, að
þeir muni eigi hafa skrifað undir í athugaleysi.
Pá verður það heldur eigi, af líkum ástæðum og
greindar hafa verið hér á undan, álitið sannað, að
leigusamningur um prentsmiðjuna hafi eigi verið
borinn undir samþykki skiptafundarins í þessu sama
réttarhaldi, eins og bókað er, þó að ýmsa þeirra,
er viðstaddir voru réttarhaldið hafi minnt, að
samningur þessi hafi verið gerður (eigi að eins
,,samþykktur“) á skiptafundinum, því að það er
hvorttveggja, að framburður flestra þeirra sýnir,
að þeir mundu yfirhöfuð óljóst það, er gerðist á
fundi þessum l1/,! ári áður, enda hafa þeir lýst
þvi yfir síðan, er þeir höfðu fengið að kynna sér
réttarhaldið, eins og það var bókað, að þeir álitu
það rétt í alla staði.
Þá hefuT undirdðmarinn álitið, að ákærði hafi
misbeitt embættisvaldi sínu prentfélagsstjórninni í
óhag með því, að leigja prentsmiðju félagsins í
sept. 1891 um 2 eða jafnvel 3 næstu ár og þannig
binda hendur prentfélagsstjórnarinnar. En álit
þetta byggist að eins á því, er þeir 2 skuldheimtu-
menn prentfélagsins, er áður er á minnzt, þar sem
rætt er um skiptaréttarhaldið 24. marz 1891, hafa
borið um tilgang með greindri ráðstöfun á prent-
smiðjunni, en það má segja að ölln leyti hið sama
um þennan framburð þeirra, sem framburð þeirra
um tilganginn með þrotabúsmeðferð á prentfélags-
eignunum, að ekkert verður á honum byggt, eins
og hann liggur fyrir, og vísast til þess, sem að
ofan segir þar um. Með því nú að það er upp-
lýst aptur á móti, að ákærði gerði árangurslaust
tilraunir til að koma prentsmiðju félagsins á leigu
um skemmri tíma, áður hann tæki það ráð að leigja
hana um 2—3 ár, og að þessi ráðstöfun virðist,
eptir því sem upplýst er, eigi hafa verið félaginu
skaðleg heldur fremur til hags, þá virðist ákærði
eigi geta álitizt hafa misbeitt embættisvaldi sinu
prentfélaginu í óhag, með því að hafa átt þátt í
þessari ráðstöfun. Pess skal getið, að það er ekki
rétt, er segir í dóminum, að prentsmiðjan hafi ekki
verið afhent prentfélagsstjórninni fyr en 25. ágúst
1892, því að prentfélagsstjórninni var boðin hún
þegar 22. júli næst á undan (shr. fylgiskjal 4, y í
aukaréttargerðunum), þó hún vildi eigi taka við
henni þá.
Loks hefur ákærði kannast við að hafa vottað
„notarialiter" neðan á skuldabréf nokkurt á hend-
ur prentfélaginu, að þar til færð skuld væri rétt
tilfærð" eptir endurskoðuðum og samþykktum reikn-
ingi PrentfélagB ísfirðinga fyrir árin 1886—87 og
eptir reikningum téðs prentfélags fyrir félagsárin
1887—88 og 89“, og hafi hann þó eigi haft fyrir
sér reikninga þessa sjálfa, heldur að eins eptirrit
af þeim, er hann sjálfur hafði tekið, er hann hafði
þá undir hendi sem endurskoðunarmaður félagsins.
Moð þessari aðferð sinni verður þó ekki álitið, að
ákærði hafi látið uppi rangt vottorð, enda var það
að efni til að öllu leyti rétt, og það virðist jafn-
vel heldur eigi verða álitið, að hann hafi gert sig
sekan i vitaverðu hirðuleysi, þó að hann byggði,
eins og á stóð, á eptirriti, er hann sjálfur hafði
ritað.
Samkvæmt þvi sem að framan er tekið fram i
köflunum I, IY, Y. og VII álízt ákærði, sýslu-
maður og bæjarfógeti Skúli Thoroddsen, sem er
fæddur 6. janúar 1859 og eigi hefur áður sætt
ákæru eða verið dæmdur fyrir neitt lagabrot hafa
gerzt sekur í svo lagaðri vanrækt og hirðuleysi í
embættisrekstri sínum, að hann fyrir það eigi að
sæta refsingu samkvæmt 144. gr. hinna almennu
hegningarlaga og þykir refsing sú, er hann hefur
tiluunið samkvæmt lagagrein þessari, hæfilega á-
kveðin 600 kr. sekt til landsjóðs, er afplánist með
60 daga einföldu fangelsi, ef sektin er eigi greidd
í tæka tíð. Svo ber ákærða og að greiða allan af
málinu gegn honum bæði fyrir undir- og yfirrétti
löglega leiddan og leiðandj kostnað, þar með talin
málflutning8laun til hins skipaða sækjanda og
tveggja verjenda hans fyrir yfirdóminum, er ákveð-
ast 40 kr. tíl sækjandaus og 30 og 10 kr. til verj-
andanna.
Kekstur málsins í héraði hefur verið vítalaus
og málsfærslan fyrir yfirdóminum lögmæt.
Því dœmist rétt að vera:
Hinn ákærði, sýslumaður og bæjarfógeti Skúli
Thoroddscn greiði 600 kr. sekt í landssjöð eða
sæti einföldu fangelsi í 60 daga, ef sektin er eigi
greidd í tæka tíð. Svo greiði hann og allan af
máli þessu bæði í héraði og fyrir yfirdómi löglega
leiddan og leiðaudi kostnað, þar með talin mál-
flutningslaun til hins skipaða sækjanda fyrir yfir-
dóminum cand. jur. Hannesar Thorsteinsson 40 krón-
ur og til hinna skipuðu verjanda hans þar, yfir-
réttarmálaflutningsmannanna, Páls Einarssonar og
Eggerts Briem, respeotive 30 og 10 krónur.
Dóminum að fullnægja innan 8 vikna frá lög-
birtingu hans undir aðför að lögum.
L. E. Sveinbjörnsson.
Ástandiö í ísafjaröarsýslu.
Bréf til Þjóðólfs 29. nóv. 1893.
[Tíðarfar. Aflabrögð. Hafís. Hagur almennings. Ycrzlun, N|tt
blað. Bamaskólar. Málaferlin. Fleiri setudómarar m. m.].
Sumarið var ágætt, haustið og það
sem af er vetrinum gott, bæði til sjós og
lands. Síldarafli óvanalega mikill í Mið-