Þjóðólfur - 19.01.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.01.1894, Blaðsíða 2
14 Árnessýsla hlaut sérstaklega að verða tek- in til greina í þeim. Mál þetta er annars yfir liöfuð orðið svo rækilega rætt, að ætla mætti, að ekki þyrfti frekar að sinni, en úr því að þing maðurinn gerir sig svo digran, af því sem „Sveitabóndinn“ og „Grrímsnesingurinn“ hafi ritað um þetta í „ísafold“, þá viljum vér leyfa oss að benda honum á greinina frá „Árnesingi“ í 58. og 59. tölubi. Þjóð- ólfs f. á., þar sem meðal annars er kom- izt svo að orði, að aðaluppástunga Þjóð- ólfs-greinarinnar—um sameiginlegan brúar- sjóð — sé miklu betra en allt annað, er fram hafi lcomii) í því máli, og honum (höf.) sé kunnugt um. Það má einnig með sanni segja, að hafi þingmaðurinn í Fifuhvammi ekki betri ástæður fram að færa, en „flugu“-greinin hans ber með sér, þá er ekki á miklu völ hjá honum, en viti menn! hann lofar meiru, eins og síðar verður vikið að. Þingmaðurinn getur aldrei neitað því, að Árnesingum kom samþykkt þessa brúar- gæzluftumvarps öldungis á óvart, og allur samanburður hans á því og frumvarpinu um byggingu Ölfusárbrúarinnar er ram- skakkur og á engu byggður; því að þótt sýslubúar vissu fyrirfram, þá er brúin var komin á, að þeir yrðu að leggja eitthvað af mörkum til að kosta gæzlu hennar, þá mun engum hafa komið til hugar, að það yrði svona lagað, ekki einu sinni þing- manninum sjálfum. Hann komst ekki að fastri niðurstöðu um þetta, fyr en eptir allmiklar vífilengjur á síðasta þingi, og var almæli, að hvorki hann né meðnefndar- menn hans hefðu smíðað fleyginn, eins og hann varð að síðustu, heldur annar þeim snjallari, er meir leit á hag landssjóðs en sýslufélaga Árness- og Rangárvallasýslu, og þeirri fiugu ginu þingmenn kjördæm- anna óðar yflr, og létu svo heita, að það væri gert til samkomulags(!), sbr. nefndar- álit á þingskj. 269 í skjalapartinum (C bls. 374). Þeir hurfu nfl. frá hinu upphaflega frumvarpi sínu (C bls. 312), þar sem þeir (i 3. gr.) vildu losa sýslufélögin við að greiða helming af landssjóðsláninu. Hefði frumv. í þeirri mynd orðið að lögum, þá var allt öðru máli að gegna. En að fella einmitt þetta atriði úr frumv., það var afar-fljötfærnisleg tilslökun og ber vott uu óskiljanlegan hringlanda og stefnu- leysi, sem Þorlákur getur ekki breitt yfir gagnvart kjósendum sínum. Hann ætti því að vera svo hreinskilinn og segja blátt áfram, eins og góðu börnin : „Eg vildi hafa þetta öðruvísi í fyrstu, en eg hef þann breyskleika að breyta stundum óheppilega skoðun minni, og vil eg biðja kjósendur mína að fyrirgefa mér þetta fljótræði. Eg skal aldrei láta slíkt henda mig optar“. Þessi hreinskilnislega játniug mundi eflaust festa hann miklu betur í þingmannssessinum, en þótt hann hreyti úr sér ástæðulausum ó- notum og getsökum til Þjóðólfs, þyí að óséð er, að Þ. G. græði svo mikið á því, áður en lýkur. Líklega þarf þingmaðurinn ekki að bera mikinn kvíðboga fyrir því, að tillaga vor um sameiginlegan brúasjóð verði borin upp á þingi fyrst um sinn, með því að þaðmundiþýðingarlaust, einmitt sakir þess, að brúargæzlufrumv. þetta verður eflaust að lögum, eins og vér tókum fram í upp- hafi, og verður sjálfsagt látið við svo búið sitja að siuni. Það er auðveldara að semja og samþykkja óhagfeld lög en að fella þau jafnharðan úr gildi. Árnesingar verða nú að una því, sem komið er og sætta sig við þessi nýju lög, sem nú eru í vændum, og unnum vér Þorláki vel þess þakklætis, er hann fær hjá þeim fyrir alla frammi- stöðuna við þessa Iagasmíð. Jafnframt því, sem þingmaðurinn gizkar á, að hin upphaflega grein „Fljóthugsuð Iagasmíð“ hafi verið send til höfuðs sér, kemst hann svo að orði í grein sinni, að það sé ljóst (!), að hún sé send Árnesing- um til höfuðs í heild sinni þeim til óvirð- ingar (!!) og vissum framtíðar- og framfara- málum héraðs þessa til stórtjóns (!!!) og kveðst hann ætla að færa rök (! ?) að því á öðrum stað og tima [hvers vegna ekki undir eins í ísafold?] ef hann endist til [þ. e. ef hann ærist ekki til fulls af Þjóð- ólfsgreininni optnefndu]. Væri þingmann- inum annt um að vernda kjördæmi sitt gegn þessu voðatjóni, sem grein þessi ætl- ar að vinna því að hans sögn, verður hann tafarlaust að hervæðast og ganga á hólm við þennan háskalega gest, er hefur gert hann sjálfan ringlaðan í höfðinu, já svo umhverfan, að hann Iætur sér um munn fara, að með þessu sé sáð hinu „versta illgresi í akur þjóðlífsins, er gangi næst trúleysi og guðleysiu (!!). Veit þing- maðurinn, hvað hann er að segja? Vér efumst um það. Það er „ekta“ ísafoldar- bergmál í þessum orðum hans. Það eru órökstudd stóryrði út í loplið, sem hver heilvita maður sér, að er fjarstæða ein. Það gengur sjálfsagt trúleysi næst, að trúa ekki á óskeikulleik Þorláks í Fífuhvammi sem þingmanns, og það gengur líklega guðleysi næst, að slá honum ekki opin- berlega gullhamra fyrir það, sem hann á fremur skilið óþökk fyrir en þökk. Að lokum klykkir svo þingmaðurinn út með því, að kiappa ritstjóra ísafoldar á vangann fyrir allt meðhaldið með sér og lýsa óþóknun sinni á því, að sá mað- ur hafi sætt óverðskulduðu harðhnjaski af vorri hálfu, og það er ekki nóg með það, heldur fyllist þingmaðurinn eins konar guðlegri vandlætingu fyrir hönd presta- skólakennaranna og gefur í skyn, að þeitn muni ekki þykja skemmtilegt, að lesa sumt, er vér höfum ritað (nfl. að það sé svo óguðlegt!!). Þar kastar tólfunum og viljum vér blátt áfram leyfa oss að skora á þingmanuinn að sýna fram á það, hvar vér höfum í blaði voru farið óvirðuleguin eða hneykslanlegum orðum um andleg efui, en þótt vér höfum farið lítt auðmjúkum orðum um einhverja dularkiædda skugga- pilta eða svarað illgirnislegri áreitni ísa- foldar, eins og húu hefur átt skilið, þá mun euginn geta láð oss það, er hlut- drægnislaust lítur á málavexti. Og þótt þingmanninum taki sjálfsagt sárt til þess húsbótida, sem hann nú virðist þjóna, þá ætti hann samt að varast að stæla hann í öliu, og taka sér heldur snið eptir hin- um fyrri leiðtoga sínum, sem mælt er, að hann hafi gengið í skóla hjá sem þing- maður, en með því að sá maður, er í alla staði var óhætt að fylgja, átti ekki sæti á síðasta þingi, varð Þ. G. að reika um „auða og þurra staði“, unz hann virðist hafa hafnað sig þar sem sízt gegndi, og hjá þeim lærimeistara mun hann hafa gleypt ýmsar ólieill i-flugur hingað til, og gleypir víst enn, hvort sem þingmennska hans verður löng eða stutt héðan i frá. • oflo <r f Sesselja Pórðardóttir, er andaðist hér í bænum næstl. nýársdag, eins og minnzt var á í 1. tbl. Þjóðólfs, var fædd á Torfastöðum í Biskups- tungum 4. msrz 1821. Foreldrar hennar voru séra Þórður Halldórsson á Torfastöðum (f 1837) einkar vinsæll og vel látinn prestur, og síðari kona hans Guðrón Halldórsdóttir frá Vorsabæ á Skeiðum. For- eldrar séra Þórðar voru séra Halldór á Torfastöðum (f 1831, 80 ára) Dórðarson frá Haukholtnm IIu.ll- dórssonar og fyrri kona hans Vigdís Pálsdóttir prests á Torfastöðum (f 1805) Högnasonar prófasts á Breiðabðlsstað í Fljótshlíð Sigurðssonar og er sú ætt komin í beinf.ri karllegg frá séra Ólafi Guð- mundssyni sálmaskáldi á Sauðanesi, er dó 1608. Br það kölluð „Högna-ætt“, sem frá Högna prófasti er komin, og er hún afarfjölmenn, því að séra Högni átti 8 sonu, er allir urðu prestar og juku kyn sitt, og 7 dætur, sem nokkrar ættir eru frá komnar. Sesselja sál. giptist 29. júní 1841 Þórði, syni Jóns bónda á Syðri-Keykjum í Biskupstungum Þórðarsonar, er þar bjó einnig, Jónssonar Þórðar- sonar á Spóastöðum Jónssonar. Kona Jóns Þórðar-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.