Þjóðólfur - 19.01.1894, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.01.1894, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. PJÓÐÓLFUR. Uppsögn, bundin við áramót, ógild nema komi til ttgefanda fyrir 1. október. XLYI. árg. Reykjayík, föstudaginn 19. janúar 1894. Nr. 4. Erfidrykkjur. í 47. og 48. tölubl. Þjóðólfs f. á., er grein eptir herra Sig. Sigurðsson „um brúð- kaupsveizlur11. Eg er að því leyti ekki samdóma hinum háttvirta höfundi, að eg álít það ekki þjóðarnauðsyn, að leggja nið- ur brúðkaupsveizlurnar. Eins og hinn háttv. höf. kannast við, er brúðkaupsdag- urinn gleði- og vonardagur. Það er því í alla staði eðlilegt, að hlutaðeigendur vilji gera sér þennan dag sérstaklega hátíðleg- an eptir efnum og ástæðum. — í því er eg aptur samdóma hinum háttv. höf., að það eigi alls ekki við, að fátæk brúðhjón hleypi sér í skuldir til þess „að gera veizlu“. Með öðrum orðum: eg get ekki betur séð, en að það færi einkar vel á því, að þeir sem geta, geri sér brúðkaupsdag- inn að gleði- og skemmtidegi með vinurn sínum og vandamönnum. En hinir, sem ekki hafa efni til þess, virðast siðferðilega skyldir til, að neita sér um þessa nautn. — En það eru önnur veizluhöld hjá okk- ur, sem fremur virtist þörf á að leggja niður, en brúðkaupsveizlurnar og það eru erfidrykkjurnar. Eg get ekki séð neitt sem mælir þeim bót eptir því, sem þær líta og hafa litið út. Greptrunardagurinn kemur hálfundarlega fyrir sjóuir. Við söfn- uinst saman hryggvir í huga, til þess að heiðra útför hins framliðna, hljóðir hlustum vér á orð þau, sem töluð eru yfir líkbör- unum, hljóðir fylgjum vér honum til graf- ar, hljóðir sitjum vér í guðshúsi og mirm- umst hins látna, hljóðir nemum vér staðar við gröíina, og hugsum um hverfleika lífs- ins. Svo er hljóðleikinn búinn, að minnsta kosti fyrir þeim, sem ekki hafa verið ná- tengdir hinum látna í lífinu. Á leiðinni frá kirkjustaðnum að heimili hins látna, spretta boðsmennirnir úr spori og reyna gæðingana, eins og ekkert hefði í skorizt, og þegar þangað er komið setjast menn að dýrindisveizlu með glaumi og gleði — þar skortir ekkert á: matur, kaöi og súkku- laði, brennivín og púns. Það eru vanalega, einkum eptir efnamenn, hinar íburðarmestu veizlur. Unga fólkið flokkar sig saman, til þess að skemmta sér, einkum með söng. Sjaldan er dansað. — Og eins og að lík- indum lætur, er alls eigi dæmalaust, að áflog og ryskingar verði. Hvernig sem á: er litið, er ómögulegt annað að segja, en að slíkar erfidrykkjur séu þjóðarhneisa, lýsi skort á velsæmistilfinningum hjá þjóð- inni. Dauðinn er í sjálfu sér alvarlegur, og getur aldrei annað, en geflð oss tilefni til alvöru. Og auk þess komum vér ein- mitt í þeim tilgangi saman við jarðarfarir framliðinna, að láta í Ijósi söknuð vorn við burtför hins látna, og taka þátt í sorg þeirra, sem honum voru nákomnastir. En hvað sýnast erfidrykkjurnar benda á? Ein- mitt á hið gagnstæða, að vér gleðjum oss yfir því, að þessi sé horfinn úr flokki sam- ferðamannanna. Það lítur eins út og að erfingjar hins framliðna vilji nú einu sinni „gera sér glaðan dag“, fyrst hann eða hún sé hrokkin upp af, og þeir megi nú hér eptir sukka í eigunum eptir vild sinni. Eg fæ því ekki betur skilið, en það væri mikil framför í menningar-áttina, að vér hættum alveg við erfidrykkjurnar, hættum að bjóða í „begravelse“ eins og það er kallað. Hitt þykir mér mikið vel við eig- andi, eins og stöku menn hafa gert nú á síðari árum, að tilkynna vinum og vanda- mönuum hins framliðna lát hans og hinn ákveðna greptrunardag, svo að þeir geti sjálfir ráðið því, hvort þeim finnst sér skylt eða eigi, að vera viðstaddir jarðarför- ina. En vegna þess, að gera má ráð fyr- ir til sveita, að menn komi nokkuð langt að, sýnist nauðsynlegt, að veita þeim ein- hvern beina, og auðvitað húsaskjól, ef svo stendur á vegalengd eða árstíma. En að stofna til stórveizlu sýnist í alla staði ó- sæmilegt. Góðir landar! leggið því sem allra fyrst niður átveizlurnar og drykkjuveizlurnar vib jarðarfarir. Þær eru illa sæmandi og ó- kristilegar. a_j_^ Flugan hans Þorláks í Fífuhvammi, Einhver náungi hefur skotið þeirri flugu að alþingismanninum í Fífuhvammi, að honum liafi verið send fluga í greinar- formi í 50. tölubl. Þjóðólfs, f. á. og þing- maðurinn hefur trúað því að svo væri, og gleypt þessa imynduðu flugu, og fengið þá þegar rækals mikla ógleði, og verulegan vindþembing, eins og berlega kemur í Ijós í 2. tölubl. ísafoldar 13. þ. m. Þá er vér rituðum greinina „Fljóthugs- uð lagasmíð“ hugðum vér ekki, að hún mundi valda jafnmiklum geig, eins og uú er raun á orðin og sízt af öllu gat oss komið til hugar, að þingmaðurinn í Fifu- hvammi mundi verða svo skelkaður við hana, eins og hann hefur orðið. Það lítur svo út, sem hann telji hana hina háskaleg- ustu sendingu, er honum hafi nokkru sinni send verið, því að þótt hann harki af sér og þykist klæddur öruggum hlífum, er engin vopn festi á, þá skín samt geigur- inn við greinartetrið í Þjóðólfi út úr hverri setningu í flugugreininni hans. Þetta er því undarlegri skelkur, sem þingmaður- inn var ekki nefndur á nafn í áður um- getinni grein, og að engu leyti sveigt að honum persónulega. Þar var að eins blátt áfram minnzt á málið, að brúargæzlufrum- varpið hefði verið miður heppilegt og fljót- hugsað o. s. frv. Af hverju stafar þá all- ur þessi mikli hvellur, sem bæði ritstjóri ísafoldar, ýmsir nafnleysingjar í blaði hans og nú síðast Þorl. í Fífuhvammi hafa gert út af þessu? Yér sjáum hvergi i Þjóðólfs- greininni þessa háskalegu flugu, sem farið hefur ofan í þessa höfðingja og gert þá hálfærða, en það hlýtur að vera einhver voðaskepna, þar eð hún hefur valdið öllpm þessum ærslum. Sjálfur þingmaðurinn hef- ur ekkert annað ráð tií að verja sig gegn þessari geigvænlegu sendingu, en að telja upp, hve mikil gæði Árnesingar hafa öðl- azt hjá þinginu (náttúrlega fyrir hans til- stilli!), þar á meðal eigi þeir að fá akbraut og vegi um alla sýsluna þvert og endi- langt, þ. e. með öðrum orðum, að þeir verði svo margra hlunninda aðnjótandi í samgöngum, að þeir geti vel sætt sig við, þótt þessu brúargæzlufrumvarpi hafi verið dembt á þá. Hver hefur talað um það, að Árnesingar hafi orðið á hakanum í seinni tíð eða eigi að verða það, að því er vegabætur snertir? Enginn. En það keniur alls ekki þessu máli við. Brúargæzlufrum- varpið er í sjálfu sér jafn-óheppilegt fyrir það, og hlunnindi vegalaganna Árnesing- um til handa eru alls ekki Þorl. í Fífu- hvammi að þakka, heldur leiðir það bein- línis af eðli þeirra laga i sjálfu sér, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.